Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Page 28
40 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Andlát Ingveldur Jóhannsdóttir lést 3. október sl. Hún fæddist 4. október 1891 að Amarstöðum í Helgafells- sveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru Kristrún Sveinbjöms- dóttir og Jóhann Sigurðsson. Ing- veldur eignaðist tvær dætur með Guðna Pálssyni. Þau slitu samvist- um. Þá eignaðist hún tvær dætur með Magnúsi Guðmundssyni, en hann lést fyrir allmörgum árum. Út- för Ingveldar verður gerð frá Foss- vogskapellu í dag kl. 15. Sturla Jóhannesson iést 2. október sl. Hann var fæddur á Sturlu-Reykj- um 3. apríl 1922, sonur hjónanna Jóhannesar Erlendssonar og Jór- unnar Kristleifsdóttur, Eftirlifandi eiginkona hans er Ása Þóra Gústafs- dóttir. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Útför Sturlu verður gerð frá Reykholtskirkju í dag kl. 15. Karl Guðmundsson frá Ólafsvík, Holtsgötu 41, Reykjavík, lést í Landspítalanum 8. október. Laufey Guðjónsdóttir, Safamýri 34, lést í Landakotsspítala 9. október. Andrés Alexandersson verslunar- maður andaðist í Borgarspítalanum þann 6. október sl. Jarðarförin fer fram frá Landakotskirkju föstudag- inn 17. október kl. 13.30. Tflkynningar Kvenfélag Óháða safnaðarins Sunnudaginn 12. október verður haldin kirkjudagur safnaðarins. Eftir messu verður kaffisala í Kirkjubæ. Þær sem vildu gefa kökur komi þeim í Kirkjubæ milli kl. 10 og 12 á sunnudag. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Stofnun Porche klúbbs á Is- landi Laugardaginn 11. október stendur Porche umboðið fyrir stofnun Porche klúbbs á íslandi og hópakstri Porche bíla. Slíkir klúbbar eru starfræktir út um allan heim við miklar vinsældir. Lokið er grunn- byggingu Porche umboðsins að Austur- strönd 4, Seltjarnarnesi. Þar er nú opið reglulega frá kl. 9-18 alla virka daga. Porche bílar hérlendis eru nú um 45 tals- ins og er vafamál hvort svo mikil aukning hafi átt sér stað á svo skömmum tíma í öðrum löndum. Einnig er nú töluvert Sigrún Valtingojer hlýtur verðlaun íTokýo Sú tilkynning barst blaðinu að grafíklista- konan Sigrún Valtigojer, sem starfað hefur á Islandi um árabií, hafi hlotið verð- laun fyrir verk sin á alþjóðlegri grafíksýn- ingu „Hanga Annual ’86“ í Metropolitan museum í Tokýo. Hanga-félagið er stærsta grafíkfélag í Japan og hefur haldið sýning- ar á hverju ári síðan 1931. Þar eru yfirleitt sýnd um 600 verk, þau bestu sem unnin 13 hjúkrunarfræðingar hófu saman skurð- og svæfingahjúkrunarnám. 7 þeirra munu ljúka svæfingahjúkrunarnámi í desember 1986. Hjúkrunarfræðingamir 6 sem voru í skurðhjúkrunamámi vom brautskráðir frá skólanum 19. september sl. Nöfn þeirra eru, frá vinstri: Klara Gunnarsdóttir, Elín Til viðskiptavina American Express Skrifstofa American Express á Islandi, Austurstræti 11. verður opin um helgina sem hér segir. Opið laugardaginn 11. okt- óber frá ki. 11 15 og sunnudaginn 12. október frá kl. 11—18. Heimildarnúmer veitt í síma 23638 og 26611. magn af varahlutum til á lager. Hópakst- urinn verður ræstur frá Porche umboðinu á Seltjarnarnesi og ekið frá umboðinu víða um bæinn og endar ferðin á Hallærisplan- inu. Safnast verður siðan saman á góðum stað og málin rædd. Æskilegt er að Porche eigendur skrái sig i hópaksturinn í síma 611210 og fái þá jafnframt frekari uppl. varðandi tímasetningu og leiðarlýsingu. Allir áhugamenn um Porche bíla velkomn- ir í klúbbinn. Aðstandendur Porche klúbbsins munu fara þess á leit við lögregl- una í Reykjavík að hún aki í broddi fylkingar. eru það árið. I ár var erlendum grafíklista- mönnum boðið að sýna í fyrsta sinn. 160 listamenn frá ýmsum löndum tóku þátt í sýningunni og verður þetta fyrirkomulag fastur liður í framtíðinni. Sigrid Valt- ingojásamt þrem listamönnum frá Tékkó- slóvakíu, Júgóslavíu og Svíðþjóð hlaut verðlaun í þetta sinn. Verk hennar verður meðal fjögurra annarra verka á grafíksýn- ingunni „íslensk grafík" sem opnuð verður að Kjarvalsstöðum um helgina. Kjartansdóttir, Arna Sigríður Brynjólfs- dóttir. Fremri röð, María Pétursdóttir skólastjóri og Laura Sch. Thorsteinsson námsstjóri. Fyrirhugað sémám í Nýja hjúkrunarskólanum í janúar 1987: hand- og lyflækningahjúkrun, gjörgæsluhjúkr- un, geðhjúkrun og heilsugæsluhjúkrun. Nýtt íslenskt póstkort Gefið hefur verið út litprentað póstkort í takmörkuðu upplagi. Á kortinu eru Port- rett-myndir af leiðtogum stórveldanna með Island í bakgrunni og fánum þjóðanna þriggja. Undir myndinni er texti á tveimur tungumálum sem minnir á tilgang og eðli leiðtogafundarins. Útgefandi og dreifing- araðili er Smekkleysa s.m./s.f. Póstkortið kostar 45 krónur og fæst í öllum helstu bóka og minjagripaverslunum á meðan birgðir endast. Friðrik Erlingsson teiknari sá um útlit og frágang. Tilfærslur í utanríkisþjón- ustunni Ákveðnar hafa verið eftirfarandi tilfærsl- ur í utanríkisþjónustunni: Einar Bene- diktsson, sendiherra í London, tekur við embætti sendiherra í Brussel 1. nóvember nk. Ölafur Egilsson, skrifstofustjóri utan- ríkisráðuneytisins, tekur við embætti sendiherra í London 1. nóvember nk. Fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu Forseti Islands hefur hinn 23. september 1986 að tillögu dómsmálaráðherra skipað Sigurð Eiríksson aðalfulltrúa til að vera bæjarfógeti á Eskifirði og sýslumaður í Suður-Múlasýslu frá 1. október 1986 að telja. Aðrir umsækjendur um embættið voru: Guðjón Magnússon deildarlögfræð- ingur og Þorvaldur Ari Arason hæstarétt- arlögmaður. Hans Petersen h/f opnartölvudeild Hans Petersen h/f hefur fært út kvíarnar og opnað tölvudeild í verslun fyrirtækisins í Austurveri. Þar eru boðnar tölvur og tölvubúnaður á verði, sem er lægra en þekkst hefur hérlendis hingað til miðað við gæði. Um er að ræða vandaðar banda- rískar borðtölvur af gerðinni Tandon í PC, XT og AT útgáfu sem fylgja IBM staðli. Sérstök áhersla verður einnig lögð á ann- an tölvubúnað og jaðartæki frá viður- kenndum framleiðendum, m.a. Kyocera laserprentara, Microscience harða diska Tónleikar Gítartónleikar Væntanlegur er hingað til landsins banda- ríski gítarleikarinn James Emery og heldur hann tónleika á vegum Grammsins í Duus húsi þriðjudagskvöldið 14. október. James er einn af kunnustu djassgítarleik- urum af yngri kynslóðinni í Bandaríkjun- um. Hann fæddist í Ohio 1951 og sté sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni í Cleve- landborg. í háskóla Clevelandborgar hlaut hann sína menntun en fiuttist svo til New York 1973. Þar vakti hann strax athygli sem frumlegur gítarleikari þegar hann lék inn á plötur með fiðluleikaranum Leroy Jenkins og saxófónleikaranum Anthony Braxton. Einnig hefur hann leikið í hljóm- sveit trompetleikarans Leo Smiths. Eins og áður segir verða tónleikarnir í breyttu Duus húsi 14. október og hefjast kl. 21. Tapað - Fundið Læða fannst í Hábergi Á laugardaginn sl. fannst svört unglæða með hvítar tær og hvítan blett á bring- unni í Hábergi í Breiðholti. Hún er með rauða hálsól merkta AE. Upplýsingar í síma 75956. Ferðalög Útivistarferðir Helgarferðir 10.-12. okt. 1. Haustferð í Þórsmörk. Enn er tæki- færi að sjá haustlitina. Gönguferðir. Gist i skálum Útivistar í Básum. Brottför föstud. kl. 20.30. 2. Emstrur-Ker-Markaríljótsgljúfur 2 dagar. Brottför laugard. kl. 8. Gist í húsi. Góð haustferð að Fjallabaki. Uppl. og far- miðar á skrifstofunni, Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Dagsferðir sunnudaginn 12. okt. kl. 10.30. Fagradalsfjall-Meradalir. Gengið yfir vestasta íjali Reykjanesfjall- garðsins frá Arnarsetri yfir að Vigdísar- völlum. Kl. 13 Vigdísarvellir (rústir) - Núpshlíð- arháls. Létt ganga í Reykjanesfólkvangi. Brottför frá BSl, bensínsölu (I Hafnarfirði við kirkjugarð). Sjáumst. Útivist. Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudaginn 12. október kl. 13. Skúlatún-Gullkistugjá-Kaldár- sel. Ekinn Bláfjallavegur vestri að Skúlatúni og gengið þaðan um Gullkist- ugjá að Kaldárseli. Verð kr. 350. Þetta er létt gönguferð í íjölbreyttri náttúru. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni, austanmeg- in. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. ATH. að nálgast óskilamuni frá sumarferðunum á skrifstofunni, Öldu- götu 3. og segulbönd frá Everex. 011 almenn þjón- usta verður í boði, viðgerðarþjónusta og tilsögn. Stefnt verður að því að eiga allan búnað ávallt fyrirliggjandi. Á grundvelli traustrar stöðu sinnar hefur Hans Peters- en h/f tryggt sér hagstæða samninga við viðurkennda framleiðendur og mun því geta 'í flestum tilvikum boðið betri kjör en áður hafa þekkst á íslenskum tölvu- markaði án þess að slakað sé á gæðakröf- um. Nýlega gerði einmenningstölvunefnd ríkisins samning við Hans Petersen h/f uni kaup á hörðum diskum og hraðalspjöldum fyrir ríkisstofnanir. Leiðtogamir afþökkuðu Tosca Þjóðloikhúsið gerði tilraun til að bjóða þeim Reagan og Gorbatsjov á frumsýningu á óperunni Tosca sem verður í kvöld. Leiðtogamir afþökk- uðu. „Við gerðum fyrirspurn um hvort hugsanlegt væri að leiðtogamir hefðu áhuga á að mæta en fengum þau svör að þeir myndu ekki sýna sig meðal almennings,“ sagði Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri í samtali við DV. ______________________-EIR Gyðingamir komnir Átta gyðingar komu til íslands á áttunda tímanum í morgun. Em þeir með heimsókn sinni nú að vekja at- hygli á málstað gyðinga í Sovétríkjun- um. Gyðingarnir dvelja hér á landi að- eins í nokkrar klukkustundir. Undir hádegið hófst blaðamannafundur þeirra í Reykjavík og að honum lokn- um fara þeir á ný til Keflavíkur og þaðan til síns heima. -KÞ Bdur í fær- eyskum bát Slökkviliðið i Reykjavík var kallað út að lithun færeyskum fiskibát við Grandabryggju í Reykjavíkurhöfn skömmu fyrir miðnættið í nótt. Mik- inn reyk lagði út um afturhluta bátsins þar sem vistarverur skipverja em og vom fjórir reykkafarar sendir um borð en báturinn reyndist mannlaus. Eldsupptök vom út frá útblæstri ljósavélar í bátnum. Mikið tjón varð á bátnum í brunanum, gat kom á dekk og gólf og rífa þurfti þiljur og hurðir af vistarverum skipverja. -FRI Timburhús brann í Sandgerði Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var slökkvilið Miðneshrepps kallað út í Sandgerði en þar var eldur laus í timburhúsinu að Hólagötu 17. Út- kallið kom á versta tíma fyrir lögreglu því allir vom komnir upp á Keflavík- urvöll að taka á móti Reagan forseta. Slökkvistarf gekk greiðlega og var búið að ráða niðurlögum eldsins skömmu fyrir kl. 20. Talsvert tjón varð af eldinum en hann kviknaði í feiti- spotti í þvottahúsi hússins. -FRI Leiörétting Tafla með Tippkeppni fjölmiðlanna birtist hér aftur þar sem að ruglingur varð í blaðinu á miðvikudag. Við- komandi aðilar eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. EJ. Leikvika nr.: 8 Arsenai Watford 1 1 1 1 X 1 1 Aston Villa Southampton 1 1 X 1 1 2 1 Charlton Everton 2 2 2 X 2 2 1 Leicester Nottingham F 2 2 X 2 2 X 2 Liverpool Tottenham 1 1 1 1 X 1 1 Luton Norwich 1 1 1 1 X X 2 Manchester Utd. Sheffield Wed 1 1 1 X 1 1 X Newcastle . Manchester City... 1 X 1 1 1 1 1 Oxford Coventry 1 X 1 2 1 1 2 Queens Park R.... Wimbledon 1 1 1 1 X 1 1 West Ham . Chelsea 1 1 1 X 1 1 1 Leeds Crystal Palace 1 X 1 1 2 1 1 Hve margir réttir eftir 8 vikur 12 12 11 8 8 10 11 ,,, Ýr Halldórsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Fra Nyja hjukrunarskolanum Alda Guðrún Jörundsdóttir, Þórunn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.