Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Side 30
42 SMÁSKÍFA VIKUNNAR A-Ha - l've been losing you (WB) Það virðist ekki neinum blöðum um það að fletta að þetta norska tríó er að skipa sér í allra fremstu röð popphljómsveita í heimin- um. Þetta er fyrsta lagið sem kemur út af væntan- legri breiðskífu og hér er á ferðinni afbragðspopplag, vandað að allri gerð og al- veg laust við vinsældalista- helgislepju. Engu að síður pottþéttur smellur. AÐRAR í BETRI KANTINUM Pugh Rogefeldt - Tvá lika ar ett (POLAR) A-Ha eru ekki einu skand- inavarnir sem eitthvað geta. Hér er sænskur rokk- ari á ferð, Pugh Rogefeldt, og þó svo þetta lag slái aldrei í gegn í hinum stóra heimi vegna þess að það er sungið á sænsku er þetta stórgóður rokkari í léttum takti með grípandi viðlagi og hvað þarf þá meira? WAS NOT WAS - Robot girl (MERCURY) Dáldið sérstakt lag, byggt upp í kringum trommur og þéttan takt, smá afpkufíl- ingur sem venst vel. GENESIS - Throwing it all away (VIRG- IN) Ekta ballaða a la Phil Coll- ins undir nafni Genesis, rennur mjög ljúflega niður enda Phil Collins vanur maður á þessum miðum og virðist ballöðubrunnur hans óþrjótandi. NÚ VERSNAR I ÞVÍ CARL ANDERSON & GLORIA LORING - Friends and lovers (CARRERE) Bandariskt súkkulaðipopp eins og það gerist væmn- ast, gæsahúðarpopp með dramatískum röddum og textinn sniðinn að við- kvæmum sálum. Ojbarasta. MEAT LOAF& JOHN PARR - Rock and roll Mercenaries (ARISTA) Ekki á ég von á að þeir Meat Loaf og John Parr ríði feitum hesti frá þessu laginu, miðlungs Survivor- rokk sem ekki skilur mikið eftir hjá hlustandanum. -SþS FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Steve Winwood-Back in the high life: Viðfelldið samkvæmt forskrift Steve Winwood er eitt af stórum nöfhum rokksögunnar, undrabam í söng og hljómborðsleik sem sló í gegn með Spencer Davis Group arið 1965, þá aðeins 17 óra gamall, og gat sér síðan gott otö með hljómsveitunum Traffic og Blind Faith. Traffic starfaði fram til 1974 en upp frá því hefur Winwood fetað sólóbrautina einn síns liðs. Fyrsta sólóplatan kom ekki út fyrr en 1977, hét í höfuð pilti en fékk rétt volgar viðtökur þrátt fyrir mikla eftirvæntingu poppunnenda. Heil þrjú ár liðu fram að næstu plötu, Arc of a diver, en nú brá svo við að Winwood sló í gegn, ekki síst fyrir lagið While you see a chance. Talking back to the night kom út 1982 en líkt og fyrsta platan leið hún fyrir skort á smelli. Tröppugangurinn heldur ófram með Back in the high life sem ber nafn með rentu hvað varðar velgengni Winwoods í dag. Sem fyrr er það ofur- máttur „hit“lagsins sem ræður úrslit- um, það er Higher love að þakka að Steve Winwood situr á öldutoppum í ólgusjó poppiðnaðarins árið 1986. Mér hefur alla tíð líkað vel við Win- wood sem hefur til að bera hlvleika og næmi þó deila megi um listrænan eldmóð í verkum hans. En það er ekki ætlun Winwood að predika tiltekið fagnaðarerindi, tónlist hans er fyrir eyrað, skemmtun, ekki pólitík. Back in the high life er hér engin undan- tekning frá fyrri verkum hans. Ef eitthvað er er hér gengið enn lengra til móts við imyndaðar þarfir almenn- ings þar sem aðgengileiki og fögur áferð skiptir höfuðmáli. Platan er mjög ameríkaniseruð. Flestir hjálparmenn Winwoods eru þarlendir tónlistarmenn og þeirra þekktastir Joe Walsh, James Taylor, ChakaKhan og Nile Rodgers. Back in the' high life hefur enda fallið best í kram Kanans sem veit fátt betra en hvítflibbarokk af þessu tagi þar sem uppskriftin er: heimsþekktir flytjend- ur, virtir i poppheiminum, átakalítil tónlist og vitsmunalegt yfirbragð (Ge- nesis eru kjörið dæmi og jafhvel Dire Straits): Lagasmíðamar á Back in the high life eru (skv. formúlunni) jöfnum höndum fjörugir poppstúfar og lunga- mjúkar ballöður og allar leika þær um hlustir áheyrenda án þess að valda minnsta ergelsi. Winwood er einkar geðþekkur söngvari en hljóðfæraleik- ur er dæmigerður sessionleikur, hnökralaus en firrtur öllum persónu- leika. Ekkert kemur hér á óvart en þó má hafa af plötunni góða skemmtan ef menn láta sér það nægja. Higher love er mest grípandi, Freedom over- spill er kröftugt og titillagið einkar smekklegt. Back in the high life er dæmigerð platá miðaldra stjömupoppara, ömgg markaðsvara í alla staði, vel slípuð og snyrtilega innpökkuð,' góð afþrey- ing og áhrifin ekki ósvipuð neyslu á gufusoðnum flatkökum. Er á meðan er. Skúli Helgason. Bruce Homsby And The Range - The Way It Is A eftir að láta að sér kveða Bmce Hornsby er nafn sem ekki hafði heyrst áður en hið stórgóða lag The Way It Is fór að heyrast. Homs- by, sem er Bandaríkjmaður og hefur lengstum haft aðsetur í Virginiu, er greinilega efni í stórgóðan tónlistar- mann. Allavega er það skoðun undir- ritaðs eftir að hafa hlustað á plötu hans sem ber sama nafn og hið vin- sæla lag The Way It Is. Hann er þar á ferðinn með hljóm- sveit sína, Range, og sjólfur semur hann öll lögin á plötunni í samvinnu við John Homsby sem er að öllum lík- indum bróðir hans. Homsby syngur lögin með rödd sem einna helst minnir á Jackson Browne og er ekki að neita að þeir tveir eiga margt sameiginlegt. Spilar listavel á píanó og er píanóleik- urinn mikil tilbreyting frá tæknivædd- um hljómborðsleik sem svo einkenn- andi er í léttri tónlist nú. Ekki það að Homsby fiktar aðeins við önnur hljómborð, en látlaust og smekklega. í hinni hatrömmu baráttu í popp- heiminum er ekki nóg að vera góður tónlistarmaður, það þarf yfirleitt þekkt nöfn til að koma góðri tónlist á framfæri. Og þá hjálp hefur Bruce Homsby fengið í gegnum rokkarann góðkunna, Huey Lewis, sem er að hluta til upptökustjóri og syngur dú- ett með Homsby í einu albesta lagi plötunnar, Down The Road Tonight. Annars er The Way It Is mjög jöfn og góð plata. Má kalla tónlistina létt- rokkaða þó það sé reyndar of mikil einföldun, því jassáhrifa gætir í píanó- leik Homsby og uppmninn leynir sér ekki. Áhrifa náttúmnnar gætir alls staðar sem sjá má á laganöfhum eins og On The Westem Skyline, The Wild Frontier, The River Runs Low og The Red Plains, svo einhver séu nefnd. Og þá erum við komnir að textunum sem em óvanalega góðir. Þeir fjalla tim landið og fábrotna lifnaðarhætti Anna Domino - Anna Domino Skrímslið góða Sjaldan eða aldrei hef ég handleikið . plötu jafnófrýnilega og þessa. Mál- verkið á umslaginu er algert ógeð. Það fælir ömgglega flesta frá að snerta gripinn, hvað þó kaupa hann. í ofaná- fág segir nafn flytjandans alls ekki neitt. Anna Domino, hver í fjáranum er það riú eiginlega? Að betur athuguðu máli kemur í ljós að hér er á ferðinni belgískur kven- maður. Þessi samnefhda skífa hennar vakti nokkra athygli í Bretlandi fyrr á þessu ári. Verðskuldaða athygli segi ég nú, eftir að hafa farið inn fyrir ljót- an skráp skrímslisins. Platan inniheld- ur tíu lög sem flest bera vott um ágæta tónlistarhæfileika Önnu þessarar. Tónlistin er undir sterkum soul- og jassáhrifum og er oft ó tíðum mjög í anda Sade hinnar bresku. Nokkur lag- anria hafa jafnframt austurlenskt yfirbragð, eins og til dæmis My men og Caught. lagasmíðar þar sem umfjöllunarefnið er mannlegar tilfinningar. 1 þessum lögum nýtur lágvær söngur Önnu sín ' vel. Seinni hliðin er mun poppaðri. Upphafslagið Summer er eins og hver annar dægurslagari og svipaða sögu má segja um lagið The hunter gets captured by the game. í síðustu lögun- um þrem er farið hægara í sakimar og léttur hljómborðsleikur ræður ferð- Fyrri hliðin er áberandi best. Hún hefst á laginu Rhythm, seiðmögnuðum söng sem fjallar um viðleitni stúlku til að vera elskuga sinum undirgefin. Lögin, sem fylgja í kjölfarið, em öll á svipuðum nótum. Dmnk, Koo-Koo, My man og Caugth em allt prýðis- Gripurinn er þó ekki gallalaus. Plat- an er helst til flöt og er þar mestu um að kenna takmarkaðri söngrödd höf- undarins. Útsetningar em smekklegar en nokkuð einhæfar. Þrátt fyrir þetta er Anna Domino (platan) athyglis- verður gripur. Ef þið rekist á hana í plötuverslun skuluð ekki renna af hólmi fyrir skrímslinu. Undir hijúfu yfirborðinu leynist ljúft tónlistarverk. Svona getur útlitið blekkt. ÞJV SMÆLKÍ Sæl nú!.. .Gítaristi hljóm- sveitarinnar Public Image Limited - John McGeoch - varð fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu á hljómleíkum hljómsveitarinnar i Vinar- borg ó dögunum aö fá tveggja litra vínfíösku i and- litið. Saúma þurfti 40 spor í andlit Johns og i framhalrii af þessu aflýsti PIL Evrópu- hljómleíkaferó sinni og er Johnny Lydon, forystusauð- i að hætta alveg að spíla opínberlega. Flöskukastar- inn var handtekinn af austurrisku lögreglunni og á yfir höfði sér þungan dóm.. .Fyrir nokkru hætti trommuleikaii Echo And The Bunnymen, Pete De Freitas, í hljómsveitinni en uú virðíst sem svo að harm sé hættur við að hætta. Harm tók til að mynda sætí sitt við tromnmmar aftur á hljóm- leíkum hljómsveitarinnar nýlega og vinnur nú ásamt öðrum liósmönnum hljóm- verkafólks, sem lifír við erfíð skilyrði; rómantískir en um leið raunsæir. Besta lagið ú plötunni er The Way It Is sem hrifið hefur svo marga að undanfömu, enda áhrifamikið í öllum flutningi. En það eru önnur lög sem fylgja fast á eftir, Down The Road Tonight er grípandi lag og líklegt til vinsælda seinna meir. On The Westem Skyline og Red Plains em einnig lög sem skilja mikið eftir sig og hjálpa til að gera the Way It Is að þeirri gæða- plötu sem hún er. HK. sveitarmnar að gerð nýrrar breiðskífu. . Ungur drengur í Bandaríkjumtm varð nýlega fyrir þeirri lífsreynslu að þurfa nauðugur að hlusta á sömu plötuna með Wham í sex klukkutima samfleytt!! Ástæðan var sú að drengur- tnn velti bifreið sem hami ók og sat fastur i ftakinu í sex tíma, sem betur fer ckki mikið slasaður, En það sem verra var, segulbandíð í biln- um var óskemmt og gekk látlaust, þannig að aum- ingja drengurinn neyddist til að hlusta á Wham stans- laust í sex tima. Sagdí hann eftirá að meiðsiin hefðu verið slæm, en þolraunin með Wham i eyrunum i sex tima enn verri!,. .Andý Tayl- or gítarleikari hefur nú ÍlMíIílí'i* ['lú'I* i wij tJT y tlyJi [;T>T'l skilið við Duran Duran og hyggst standa á eigin fótum framvegis. Hann tók þó að hluta til þátt i gerð væntan- legrar brciðskifu Duran Duran, Notorius, sem buist er víð að komí út í byrjun næsta árs, Smáskífa af þessari plötu kemur út næst- komaridi mánudag og er þar titiilag plötunnar á ferðínni.. .Chuck Berry, sá gamalkunní rokkari, verður sextugur á næstunní og hann hyggst balda uppá þessi tímamót með miklum hljóm- leikum i New York og hefur i því skyni fengíð til liðs við sig Dave Edmunds á gitar, John Entwhistle á bassa, Chuck Leavell á hljómborö og Max Weinberg á tromm- ur.. .Mick Jagger er farinn að leggja drög að* nýrri hljómplötu og eru æfingar þegar hafnar.. .Það var nú það... T»þ$~ I k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.