Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Side 36
FRETTASKOTIÐ
62 25 25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
Hafir þú ábendingu eða
vitneskju um frétt -
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.500 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 4.500
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986.
Ungfirú Skandinavía:
Norskur
sigur
]ón G. Haukssan, DV, Akureyii;
Gígja Birgisdóttir, fegurðardrottn-
ing íslands, komst ekki á blað þegar
ungfrú Skandinavia var kjörin í bæn-
um Seinojoki í Finnlandi í gærkvöldi.
Norska stúlkan Hege Rasmunssen
sigraði. Hún er 21 árs og varð í fjórða
.sæti í keppninni um ungfrú Noreg á
sínum tíma.
Finnsk stúlka var í öðru sæti og
dönsk í því þriðja. Keppendur voru
tíu. Gígja var kjörin Miss Press, eða
vinsælasta stúlkan kjörin af blaða-
mönnum. Önnur íslensk stúlka,
' Kolrún Jenný Gunnarsdóttir frá
^ Keflavík, tók einnig þátt í keppninni
í Finnlandi í gærkvöldi. Kolbnin varð
j íjóðra sæti í keppninni um ungírú
ísland síðastliðið vor.
-KB 1
Óvíst um
fréttir
Stöðvar 2
í kvöld
„Við erum ekki búin að leysa þetta
vandamál. Við erum með herskara af
fólki sem er að vinna í þessu. Öll okk-
ar innlenda dagskrá verður að bíða
meðan þetta er óleyst. Það er óljóst
hvort fréttir verða sendar út í kvöld,"
sagði Jón Óttar Ragnarsson, sjón-
varpsstjóri Stöðvar tvö, í morgun.
Fréttir, þar á meðal bein útsending
frá komu Reagans, féllu niður á fyrsta
útsendingardegi Stöðvar tvö í gær.
„Við komumst ekki inn í stúdíó með
hljóðið. Það var alveg sama hvað við
"reyndum. Við erum með splunkuný
tæki og það er mjög erfitt að með-
höndla þau,“ sagði Jón Óttar.
Stöð tvö byijar útsendingu á erlendu
efni klukkan 17.30 í dag.
-KMU
TRÉSMIÐJA
ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF.,
IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK.
SÍMAR: 92-4700-92-3320.
LOKI
Vinsælasta lagið á
Stöð 2 mun vera: „Er
ekki tími til kominn að
tengja“!
Gorbatsjov-hjónin
lenda í Keflavík
um hádegisbilið
Vigdís og Steingrímur ekki í móttökunefndinni
Mikhail Gorbatsjov og frú Raisa
koma til Islands nú um hádegisbilið.
Vél þeirra lendir á Keflavíkurflug-
velli klukkan 13.10. Vigdís Finn-
bogadóttir. forseti íslands, og
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra verða ekki í móttökunefnd-
inni vegna þingsetningarinnar sem
hefet klukkan 13.30.
En í íslensku móttökunefridinni
verða Edda Guðmundsdóttir, eigin-
kona Steingríms, Matthías Á.
Mathiesen utanríkisráðherra og
kona hans, Sigi-ún Mathiesen, Guð-
mundur Benediktsson, ráðuneytis-
stjóri í forsætisráðuneytinu, Ingvi
Ingvarsson, ráðuneytisstjóri í utan-
ríkisráðuneytinu, Þórður Einarsson,
prótókollstjóri, utanríkisráðuneyt-
inu, og Halldór Reynisson forsetarit-
Þegar Gorbatsjov og frú hafa
heilsað móttökunefiidinni fara þau
upp í bíl sinn, sem mun standa við
hlið vélarinnar. Fylgdarlið þeirra fer
einnig upp í bíla, sem þarna verða,
en lítið er vitað hverjir verða í fylgd-
arliðinu fyrir utan Sévardnadse
utanríkisráðherra.
Bílalestin mun síðan aka í lög-
reglufylgd til Reykjavíkur að Hótel
Sögu þar sem Gorbatsjov og frú
munu búa. Líklegt er að Gorbatsjov
heimsæki Bessastaði og ræði við
Vigdísi og Steingrím um klukkan
17.30 í dag eftir að Reagan Banda-
ríkjaforseti hefur verið þar. Dagskrá
Raisu hefst svo klukkan 10 í fyrra-
málið, eins og fram kemur á öðrum
stað hér í blaðinu.
Fundahöld leiðtoganna hefiast síð-
an í fyrramálið. Verður fyrsti
fundurinn klukkan 10.30, annar
klukkan 15 og sá þriðji á sunnudags-
morgun klukkan 10.30. Gorbatsjov-
hjónin halda svo heintleiðis síðdegis
á sunnudag.
-KÞ
Allt er nú að verða klappað og klárt í Höfða, fundarstað þjóðarleiðtoga stórveldanna.
Fyrsti fundur þeirra Ronalds Reagans, Bandaríkjaforseta og Gorbatsjovs, leiðtoga Sovét-
ríkjanna hefst í fyrramálið. Myndin var tekin síðdegis í gær er borin voru húsgögn inn í
Höfða. DV-mynd Brynjar Gauti
Gorbatsjov
blotnar líka
Veðurguðimir virðast ákveðnir í
því að láta rigna á báða leiðtogana
meðan Islandsdvölin stendur yfir.
Það verður stanslaus rigning í allan
dag á suðvesturhorninu - suðvestan-
átt og síðan sunnan með áíram-
haldandi úrkomu.
í nótt snýst hann í suðvestan skúr-
ir og heldur sig þannig á morgun.
Hins vegar er sæmilega gott veður
um austanvert landið.
Á sunnudaginn er spáð suðvestan-
átt og skúrum. Veður fer kólnandi
og gæti því orðið kaldi eða stinn-
ingskaldi.
-baj
Þéttsetin [J
dagskrá Raisu
Dagskrá Raisu GorbaLsjov verður
mjög þéttsetin í heimsókn hennar á
Islandi. Hún hefst klukkan 10 á laug-
ardag með skoðunarferð um Reykja-
vík og síðan heimsókn í Stofnun Árna
Magnúsar og Þjóðminjasafnsið.
I fylgdarliði Raisu verða auk Eddu
Guðmundsdóttur, Sigrún Mathiesen,
Kristín Claessen, Hólmfriður Jóns-
dóttir, Þórður Einarsson, frú Kos-
areva, Helga Jónsdóttir og Hildur
Hafstað.
í hádeginu á laugardag verður borð
að í Ráðherrabústaðnum. Síðan
verður Alþingi heimsótt, Æfingadeild
Kennarháskóla Islands, listasafn Ein-
ars Jónssonar, Leifur Breiðfjörð gler-
listamaður og deginum lýkur svo
með kvöldverði að heimili forsætisráð-
herrahjónanna.
Á sunnudag verður farið til Þingvalla
klukkan 10 um morguninn og snæddur
hádegisverður þar. Síðan verður farið
að Búrfelli i Grímsnesi, dmkkið síð-
degiskaffi í Hótel Örk og síðan haldið
heim á leið.
-KÞ
I
i
i
í
:
i
Alþingi
sett í dag
Forseti Islands, Vigdís Finnboga-
dóttir, setur Alþingi íslendinga í dag.
Þingsetningin hefst klukkan 13.30 með
guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Klukk-
an 14 gengur þingheimur til Alþingis-
hússins.
Vegna þingsetningarinnar taka
hvorki Vigdís né Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra á móti
Gorbatsjov Sovétleiðtoga, sem koma á
til Keflavíkur klukkan 13.10. Matthías
Á. Mathiesen utanríkisráðherra tekur
á móti leiðtoganum fyrir hönd ríkis-
stjómarinnar. -KMU
:
Magnus i
framboð
„Ég tilkynnti stjóm Alþýðuflokks-
félagsins í Vestmannaeyjum og kjör-
dæmaráði flokksins það í gærkvöldi
að ég myndi gefa kost á mér,“ sagði
Magnús H. Magnússon, fyrrverandi
ráðherra, í morgun.
Prófkjör Alþýðuflokksins í Suður-
landskjördæmi verður 8. og 9. nóvemb-
er næstkomandi. Kosið verður um
íjögur efstu sæti listans.
-KMU
i
Friðarfundur |
á Lækjartorgi
í
I kvöld kl. 21 hefst á Lækjartorgi
friðarfúndur sem Samstarfsnefnd ís-
lenskra friðarhreyfinga stendur að. Á
fundinum mun biskup íslands, herra
Pétur Sigurgeirsson, flytja ræðu.
Helga Bachmann leikari flytur ávarp
og þau Guðrún Ásmundsdóttir og
Valdimar Flygenring leikarar lesa upp &
ljóð.
Það em níu friðarsamtök sem að W
samstarfsnefridinni standa, Samtök
lækna gegn kjamorkuvá, Samtök eðl- É
isfræðinga gegn kjamorkuvá, Islenska 1
friðarhreyfingin, Samtök urn kjarn- '
orkuvopnalaust Island, Samtök her-
stöðvaandstæðinga, Friðarhópur ú
íslenskra kvenna, Friðarhópur fóstra, I
Friðarsamtök iistamanna og Menn- “
ingar- og Iriðarsamtök íslenskra
kvenna.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem 1
þessi samtök gangast sameiginlega “
fyrir friðarfundi sem þessum. ,
-S.dór I