Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. . 11 skæruliðum af öllu afli og vinni á þeim hemaðarsigur. Rambó Enríle Enríle, sem jafnan er kallaður Rambó á Filippseyjum, hefur sínar sérstöku ástæður fyrir því að gerast foringi þeirra afla í landinu sem hóta sífellt byltingu hersins ef við þeim verður stuggað, skírskotar til þess að þeir einir geti gætt öryggis landsins. En persóna Enríles flækir raunar vemlega stjómmálalíf í landinu. Við ríkisstjómarborð á Filippseyj- um situr Enríle umkringdur fólki sem hann stakk í fangelsi á sínum tíma fyrir pólitískar skoðanir þess. Aquino forseti þurfti að fá heimild Enríles á sínum tíma til þess að heimsækja eiginmann sinn í fangelsi þarsemhannsataðskipunEnríles. . Á þeim tuttugu árum sem Enríle stjómaði með Markosi safnaði hann að sér auði eins og aðrir aðstoðar- menn forsetans. Sem stendur á hann yfir höfði sér rannsókn á alvarlegum ásökunum um spillingu og um leið rannsókn við mannréttindabrotum fi-á stjómartíð hans og Markosar. Enríle hefur tekið þá afstöðu að kalla þá kommúnista sem vilja hreyfa við honum og kveðst, svipað og Markos, vera bijóstvöm gegn kommúnisma. Hann hefur krafist þess að forset- inn víki frá nokkrum valdamiklum mönnum sem hafa gagmýnt hann að undanfömu og kallar þá menn jafnan handbendi kommúnista. Sá sem deilt hefur harðast á En- ríle er Arroyo, aðstoðarmaður Aquino, en hann varði fyrir rétti marga þeirra sem Enríle lét fangelsa hér á árum áður. Forsetinn hefur hins vegar mikið traust á aðstoðarmanni sínum og hagaði hlutum svo þegar hún fór til Bandaríkjanna í opinbera heimsókn > fyrir skömmu að það var aðstoðar- maður hennar en ekki varaforsetinn sem fór með völd i landinu á meðan. Deilur þessara tveggja manna setja daglegan svip á stjómmál landsins. Stefna forsetans Við þessar aðstæður er ekki að undra að ríkisstjómin skuli ekki hafa sýnt heildstæða stefriu í lands- málum. Innan stjómarinnar er deilt um flest helstu atriði stjómarstefnunn- ar. í utanríkismálum snúast deilumar helst um bandarísku herstöðvamar á eyjunum. Talsverð hreyfing er meðal þjóðarinnar fyrir brottför Bandaríkjamanna en herinn og flestir fulltrúar gamla flokkakerfis- ins em því mjög andvígir. í eínahagsmálum er deilt um mörg flókin atriði, en efnahagslíf landsins hefúr dregist saman um tólf prósent á tveim árum og útlit heldur dökkt á flestum sviðum. Meðal annars er deilt um hlutdeild erlendra auðhringa í efriahagslífinu, en forsetinn hefur snúist á sveif með þeim er vilja auka sem mest erlenda fjárfestingu í landinu. Annað atriði er skipting jarð- næðis, en milljónir íbúa landsins hírast á hungurmörkum á meðan stór svæði em í órækt eða lítilli notkun vegna lágs heimsmarkaðs- verðs á sykri og ávöxtum. Aquino er sjálf eigandi mikilla landsvæða og vinstri menn em tor- tryggnir á einlægan vilja hennar og annarra af sömu stétt í stjóm lands- ins í þessum efnum. Það virðist ólíklegt að Aquino tak- ist til lengdar að halda ríkisstjóm sinni saman. Ef hún hallar sér í átt til Enríles verða samningar við kommúnista óhugsandi og þá má jafnframt búast við því að fjöldi rót- tækra stuðningsmanna hennar snúist á sveif með skæmliðum. Ef hún hallar sér til vinstri mun Enríle og sennilega jafnframt Laur- el, varaforseti og forsætisráðherra, fara úr stjóminni. Við það mun hætta á valdatöku hersins magnast mjög. Forsetinn hefur enn tiltrú mikils meirihluta almennings en hingað til hefur almenningur hins vegar ekki reynst verðmikil skiptimynt í stjóm- málum þessa heimshluta. Útiönd Juan Ponce Enríle, varnarmálaráðherra Filippseyja, sem jafnframt er kallaður Rambó í heimalandinu, telst í forsvari þeirra afla er vilja af alefli snúast gegn skæmliðum kommúnista með vopnaðri íhlutun. Persóna Enríles er talin flækja verulega stjórnmálastöðuna á eyjunum. Við ríkisstjómarborðið i Manila situr vamarmálaráðherrann umkringdur fólki sem hann á sínum tima stakk í fangelsi fyrir stjórnmálaskoðanir þess. Aquino forseti þurfti á sínum tíma að fá sérstaka heimild Enríles til að heimsækja eiginmann sinn i fangeisi þar sem hann sat að skipan Enríles. • 3327 20” sjónvarpstæki meö fjarstýr- ingu • Tölvustýrð innstimplun á minni • Kapalsjónvarpsmóttakari • 40 rásir • Fínstilling á minni • Möguleiki á stereo hljómi • 4 músíkvött • Tónstillir • Scart tengi - AV inn- og útgangur fyrir mynd- bandstæki, myndbandstökuvél, tölvur, gervihnattamóttakara. RGB inngangur fyrir tölvur og fyrir sér texta útbúnað, hljóð inn- og útgangur. • Hljóðupptöku DIN-tengi • og fleira og fl. • Frábær hönnun, gerið samanburð Með fjarstýringu OQ QfiA verð kr. vOlVVVJHstgr. Án fjarstýringar O | A C|| m verð kr. W X ■ *VW j stgr. Verð kr. 40.980,- stgr. ÚTSÖLUSTAÐIR Skagaradio, Akranesi Húsprýöi, Borgamesi Kf. Ólafsvikur, Ólafsvík Verslunin Biómsturvellir, Hellíssandi Póllinn h/f, ísafirði Oddur Sigurðsson, Hvammstanga Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði KEA, Akureyri Kf. Þingeyinga, Húsavík Myndbandaleigan, Reyðarfirði Rafvirkinn, Eskifirði Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum Hátíðni, Höfn Neisti, Vestmannaeyjum Kf. Rangæinga, Hvolsvelii Árvirkinn, Seifossi Hjá Óla, Keflavik • 3916 myndbandstæki • HQ • 14-daga miimi • Fjarstýring • 3 upptökumöguleikar • 99 kanalar • 12 rásir • Scart tengi UMBOÐS- MENN UM LAND ALLT Skipholti 7 - Símar 20080 og 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.