Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 40
€122 • 25 • 25
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Ríkismatið
kærir Kristján
Jónsson
' Jón G. Haukssan, DV, Akuifyri;
Ríkismat sjávarafurða hefur kært
Kristján Jónsson, aðaleiganda og
framleiðslustjóra K. Jónsson & Co á
Akureyri, til Rannsóknarlögreglu rík-
isins fyrir að nota ólöglegt rotvamar-
efni í niðursoðna rækju. Jafnframt
krefst Ríkismatið þess að nýr fram-
leiðslustjóri taki við hjá fyrirtækinu.
„Við lítum þetta mál alvarlegum
augum og erum að útbúa gögn sem
væntanlega fara til Rannsóknarlög-
reglunnar í dag,“ sagði Halldór
Amason, framkvæmdastjóri Ríkis-
matsins, í morgun. Hann sagði enn-
fremur að samkvæmt lögum
Ríkismatsins kynni svo að fara að
K.Jónsson & Co yrði svift vinnsluleyfi
og yrði að sæta sektum nema að
þyngri viðurlög kæmu til, samkvæmt
öðrum lögum.
Kristján Jónsson neitaði í morgun
að tjá sig um þetta mál.
Vandi hjá
krótum
í Suðurlandi
Fundur í Alþýðuflokksfélagi Selfoss
í gærkvöldi, með þátttöku fulltrúa úr
flokksfélögum nágrannabyggðarlaga,
samþykkti áskorun til kjördæmisráðs
um að fara ekki eftir niðurstöðum
prófkjörs við röðun á lista heldur taka
tillit til heildarhagsmuna flokksins í
Suðurlandskjördæmi.
I prófkjörinu höfhuðu Eyjamenn,
Magnús H. Magnússon og Elín Alma
Artúrsdóttir, í tveimur efetu sætum.
Fastalandsmenn eru tregir til að berj-
ast fyrir listanum nema þeir fái annað
sæti, sem samkvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunar Félagsvísinda-
stofnunar er þingsæti.
Benda þeir á að tveir þriðju hlutar
fylgis flokksins í kjördæminu sé af
fastalandinu og að Elín Alma hafi
ekki náð bindandi kjöri í annað sæti.
-KMU
Ert þú á leið í
/MIKLAG3RÐ?
Ágreiningur um framtíð Útvegsbankans:
Búnaðarbankinn
má ekki veikjast
segir Stefán Pálsson bankastjóri
„Að sjálfsögðu hafa farið fram við-
ræður við okkur um vanda Útvegs-
bankans og við munum ekki skorast
undan að taka á vandanum ef þess
verður farið á leit við okkur,“ sagði
Stefán Pálsson, einn af bankastjór-
um Búnaðarbankans, f samtali við
DV. „Ef okkur verður falið að yfir-
taka Útvegsbankann þá er það
náttúrlega grundvallaratriði að
Búnaðarbankinn veikist ekki.“
Þingflokkur Framsóknarflokksins
samþykkti einróma í gær að mæla
með því að Útvegsbankinn verði
sameinaður Búnaðarbankanum. Um
leið hafnaði þingflokkurinn hug-
myndum bankastjómar Seðlabank-
ans um að nýr hlutafélagsbanki
verði stofriaðm- á rústum Utvegs-
bankans í samvinnu við Iðnaðar- og
Verslunarbankann.
Þingflokkur Alþýðubandaiagsins
er sammála þingmönnum Fram-
sóknarflokksins að sameina beri
Útvegsbankann Búnaðarbankan-
um. Sjálfstæðismenn vilja hins vegar
fara aðrar leiðir og stofha stóran
hlutafélagsbanka.
-EIR
gærkvöldi var haidinn í Norræna húsinu opinn fundur með hinum þekkta blaðamanni og rithöfundi Gunter
Wallraff. Tilefnið var útkoma nýjustu og umdeildustu bókar Wallraff, Niðurlægingin, sem fjallar um líf og kjör
tyrkneskra farandverkamanna í Vestur-Þýskalandi. Fjölmenni var á fundinum og gafst gestum tækifæri á að
spyrja Wallraff um verk hans. í lok fundarins áritaði Wallraff bók sina fyrir þá er þess óskuðu.
_____________ DV-mynd GVA
ifýa-iviiirt'-'m KÝuiiiiiaiiiia
LOKI
Heimamenn ku kalla lax
veiðiána Þarmá!
Veðrið á morgun:
Slydda eða
rigning á
Suður- og
Vesturiandi
Suðaustan hvassviðri og slydda
eða rigning á Suður- og Vesturlandi
en heldur hægari suðaustan og þurrt
að mestu á Norður- og Austurlandi.
Hiti verður ó bilinu 0 til 3 stig.
Aukaþing BSRB:
Skipulagið fært í
nútímalegra horf
„Ég tel að þær skipulagsbreytingar
sem samþykktar voru á þinginu séu
afar þýðingarmiklar og að uppbygging
BSRB sé færð í nútímalegra horf en
áður var. Nú má segja að bandalagið
sé orðið eins uppbyggt og Alþýðusam-
band tslands og gegni svipuðu hlut-
verki," sagði Kristján Thorlacius,
formaður BSRB, í samtali við DV eftir
að aukaþingi BSRB lauk í gærkveldi.
Varðandi frumvarpsdrögin að samn-
ingsréttarlögunum, sagði Kristján að
því miður hefðu listar frá heilbrigðis-
ráðuneytinu og Reykjavíkurborg um
þá sem ekki mega fara í verkfall, ekki
legið fyrir og því ekki hægt að af-
greiða þau endanlega ó þinginu.
Samþykkt var tillaga frá Kristjáni
Thorlaeius um að stjóm BSRB og for-
mönnum félaga væri falið að ganga
frá frumvarpsdrögunum endanlega.
Sagðist Kristján hafa beðið formenn
að fara ekki úr borginni fyrir helgi
því stefiit væri að fundi nk. sunnudag.
Á þinginu vom uppi hugmyndir um
að fara með frumvarpsdrögin og
kynna þau í félögunum. Kristján sagð-
ist hafa varað við því, þar sem tíma-
þröng væri mikil, ef afgreiða ætti
málið á Alþingi fyrir jól. Þess vegna
var hætt við það og formönnum og
stjóm bandalagsins falið að ljúka
málinu. -S.dór
Framsókn í Reykjavík:
1600óskaþátttöku
- 700 nýir flokksmenn
Allt stefnir í hörkuslag í prófkjöri
framsóknarmanna í Reykjavík en
undanfarið hefur mikil smölun átt sér
stað og hefur fjölgað í félögum flokks-
ins í Reykjavík um nær 700 manns,
samkvæmt upplýsingum sem DV fékk
á skrifstofu flokksins í morgun. Skráð-
ir flokksmenn em innan við 2.000.
Þá hafa liðlega 1.600 manns skráð
sig til þátttöku í prófkjörinu en þar
er á ferðinni fólk sem ætlar að kjósa
en vill ekki ganga í flokkinn af ein-
hverjum ástæðum. Prófkjörið verður
haldið dagana 28. og 29. nóvember
næstkomandi.
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
hefur aflað sér, hafa ýmsir forystu-
menn framsóknarmanna í Reykjavík
þungar áhyggjur af komandi baráttu
en þrír menn sækjast eftir fyrsta sæt-
inu á framboðslistanum. Hefur verið
haldinn fundur um tuttugu frammá-
manna flokksins þar sem þessi mál
voru meðal annars rædd og komu þar
fram áhyggjur vegna komandi átaka.
-ój
LaxveidduríVarmá
Sá ótrúlegi atburður gerðist í Mos-
fellssveit í gær að maður „gómaði" lax
i Varmá með berum höndunum. Fáum
hefur dottið í hug að líf væri að finna
í ánni eins og hún er nú mjög menguð
vegna þéttingar byggðar við ána á
undanfömum árum.
Hér á árum áður var mikil álaveiði
í Vamiá og er talið að þegar áin hefur
verið hreinsuð muni állinn ganga í
hana á ný.
Sá sem gómaði laxinn var einmitt í
vinnuflokki sem vinnur að þvi að
koma fyrir miklu ræsi á árbakkanum.
Hann sá laxinn, sem var 4-5 punda
hrygna, synda við bakkann og teygði
sig eftir fiskinum. Áður en varði haföi
hann handsamað hann.
Fiskurinn var glansandi, feitur og
fallegur þegar hann var kominn á land
og var hann matreiddur á heimili
„veiðimannsins" í gærkvöldi. Reyndist
eins og hver annar laxfiskur á bragð-
ið. Þó hafði heimilliskötturinn ekki
lyst á Varmárlaxinum. -A.BJ.
t
t
i
í
í
í
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i