Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. 23 Kevin Sheedy í víga- móð á Carrow Road - þar sem Everton lagði Novwich að velli, 4-1 „Kevin Sheedy var hreint stórkost- legur - hann er kominn í heimsgæða- flokk,“ sagði Trevor Brooking, fyrrum stjömuleikmaður West Ham, ef'tir að Everton hafði skellt Norwich, 4-1, á Carrow Road í ensku deildabikar- keppninni í gærkvöldi. Sheedy átti stórleik - skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Þá var Kevin Ratcliife í mikl- um ham og stjómaði vöm Everton eins og herforingi. „Ég sé ekki að það sé pláss fyrir Dave Watson í vöm Everton. Hann mun áfram þurfa að verma varamannabekkinn. Ratcliffe og Derek Montfield em stórkostlegir saman sem miðverðir. Em á við þrjá leikmenn og þeir fá góðan stuðning frá Neville Southall markverði,“ sagði Brooking. Everton lék án fjögurra sterkra leik- manna: Gary Stevens, Peter Reid, Peter Beardsley og Dave Watson. Þrátt fyrir það léku þeir mjög vel. Kevin Sheedy skoraði fyrsta mark þeirra á 21. mínútu en varamaðurinn Mark Barham jafhaði, 1-1, fyrir Nor- wich á 32. mínútu. Aðeins fjórum mín. síðar skoraði Graeme Sharp, 2-1, fyrir Everton fjórum mín. síðar. Leikmenn Norwich gerðu örvænt- ingarfulla tilraun til að jafna í seinni hálfleik en þeir komust lítið áleiðis gegn sterkri vöm Everton. Þegar tólf mínútur vom til leiksloka skoraði Sheedy, 3-1, úr vítaspymu sem var dæmd á Trevor Cockney fyrir að fella Adrian Heath. Það var svo á 85. mín. sem Mersey-liðið gerði út um leikinn. Adrian Heath sendi knöttinn fram hjá Brian Gunn, fyrrum markverði Aberdeen. Stórsigur Forest Nottingham Forest átti ekki í erfið- leikum með Bradford - vann ömggan sigur, 5-0. Franz Carr opnaði leikinn • Kevin Sheedy. með þrumuskoti af 20 m færi og eftir það bættu þeir Johnny Metgod, Nigel Clough, Gary Mills og Chris Fairclo- ugh mörkum við. Liverpool heppið Bmce Grobbelaar bjargaði Liverpo- ol frá tapi á Highfield Road í Coventry þar sem jafhtefli varð, 0-0. Grobbi varði oft vel skot frá Cyrille Regis og eitt sinn varði hann snilldarlega auka- spymu frá David Philipps. Trevor Peake átti þá skot rétt yfir mark Li- verpool sem náði sér aldrei á strik. 27 þús. áhorfendur sáu leikinn og þeir fóm að sjálfsögðu hressir heim - heppnin var ekki með Coventry. -sos Vel smurt á High- field Road Menn geta orðið vel smurðir á Highfield Road, heimavelli Co- ventiy. Forráðamenn félagsins hafa tekið upp á því að setja smur- olíu eða hálfgerða koppafeiti á girðinguna í kringum völlinn. Þetta er gert til að áhorfendur nái ekki góðu taki á girðingunni til að komast yfir hana og út á völl- inn. í gærkvöldi var uppselt á Highfield Road - 27 þús. áhorfend- ur sáu leik Coventiy og Liverpool. Engar fréttir bárust um hvort áhorfendur hefðu smurt sig við að príla yfir girðinguna. -sos Cantwell til Peterborough Noel Cantwell, gamalkunnur leikmaður með West Ham og Manchester United, gerðist fram- kvæmdastjóri Peterborough í gær. CantweU, sem lék með landsliði íra á ámnum 1954-1961, er ekki ókunnugur í herbúðum félagsins. Hann var framkvæmdastjóri Pet- erborough 1970. -sos I--------------------1 ! Zico er bjartsýnn Hinn heimsfrægi knattspymu- maður, Zico frá Brazilíu, sem gekkst undir skurðaðgerð í Banda- ríkjunum vegna meiðsla í hné fyrir nokkrum vikum, segist verða til- búinn í slaginn á nýjan leik í maí næstkomandi ef allt gengur að óskum en sagði ennfremur að hann ætlaði að nota tímann vel til að byggja fótinn upp. Zico spilaði lítið sem ekkert með Braziliu i heimsmeistarakeppninni í Mexíkó sl. sumar vegna meiðsla sem þá vom farin að há honum. en í HM á Spáni fyrir fjórum árum fór hann hins vegar á kostum eins og mörgum er í fersku minni. Porterfíeld sá stórsigur Aberdeen - rétt eftir að hann gerði samning við félagið „Ég er mjög ánægður. Þetta er stórt verkefhi sem ég hef fengið og j afnframt erfitt. Aberdeen er með marga lands- liðsmenn og einnig unga og efnilega leikmenn," sagði gamla kempan Ian Porterfield eftir að hann var búinn að skrifa undir samning við Aberdeen í gær. Hann tekur við framkvæmda- stjórastöðu félagsins af Alex Ferguson sem fór til Manchester United. Porterfield (40 ára), sem skoraði sig- urmark Sunderland, 1-0, gegn Leeds i bikarúrslitaleiknum á Wembley 1973, sá Aberdeen vinna stórsigur, 5-0, yfir Clydebank í skosku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Hann hefur verið atvinnu- laus frá því í mars. Þá var hann framkvæmdastjóri Sheffield United en hætti eftir að áhangendur félagsins höfðu hvað eftir annað gert honum lífið leitt. •lan Porterfield, fyrrum leikmaður •Dundee United lagði Hamilton að Sunderland, er orðinn framkvaemda- velli, 3-0, í gærkvöldi. Celtic vann stjóri Aberdeen. góðan sigur, 1-0, gegn Hibs í Edin- borg, Glasgow Rangers lagði Dundee, •Celtic er efst með 31 stig í Skot- 2-1, Falkirk og St. Mirren gerðu jafri- landi, Dundee Utd. 27, Hearts 26, tefli, 1-1, og Motherwell tapaði heima, Rangers 25 og Aberdeen 22. 2-3, fyrir Hearts. -SOS Kynnlngarþjónustan sf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.