Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986.
19
Merming
Samspil hlutanna, samræmi litanna
Sýning Tiyggva Ólafssonar í Gallerí Borg
Það er alltaf sérstök stemmning sem
fylgir sýningum Tryggva Ólafssonar,
alveg burtséð frá því hvort þær eru
góðar eða bara þolanlegar. Návist
listamannsins sjálfs hefur ekki lítið
að segja. En íjarlægur er hann auðvit-
að nálægur í fyrirferð mynda sinna
og hvellum litum þeirra.
En hvort sem Tryggvi er viðstaddur
eður ei dregur hann að sér breiðari
áhorfendahóp en nokkur núlifandi
listamaður íslenskur. Á sýningum
Tryggva má rekast á allt það fólk sem
einhvem tímann hefur villst inn á
heimili hans og Gerðar konu hans í
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Kaupmannahöfn - og það er orðið æði
margt - , virðulega embættismenn,
gamlar ekkjur, skyldar eða alls
óskyldar listamanninum, unga og
villta málara, ráðsetta listamenn,
skipverja af Skógarfossi og þrjár kyn-
slóðir Neskaupstaðarbúa.
í þessum suðupotti gerist það sama
og í Bandaríkjunum, ólíkir kynþættir
skiptast á ólíkum skoðunum uns þeir
detta niður á hugvitsamlega mála-
miðlun sem ber síðan í sér skapandi
frjómagn.
Sýningar Tryggva em því ekki að-
eins listviðburðir heldur einnig
nokkurs konar listsmiðjur, með lista-
manninn sjálfan í kyrrðarpunkti. Ekki
ósvipað rammaverkstæði Guðmundar
Ámasonar, vinar hans, meðan það var
upp á sitt besta.
Kominn á fast
Tryggvi er nú kominn á fast í list-
inni en vísar nýbreytninni ekki á bug.
Á síðastliðnum tuttugu árum hefur
hann verið að vinna sig frá bláköldum
og oft nöturlegum hversdagsleikanum,
Fantom-þotunum sem rjúfa þögn sum-
arlandsins, og þróa með sér margræð-
ara, og um leið mildilegra, líkingamál.
Sprengjuþotan, ímynd hinna
ómennsku tortímingarafla, hefur
breyst í pappírsskutlu, leikfang sem
stjómast af handafli og andblæ.
Samtímis hefúr Tryggvi smátt og
smátt horfið frá harðsvíraðri nytsem-
isstefhu í litbeitingu. Þess í stað hefur
hann tekið upp fagurfræðileg viðhorf
til þess sem gerist á myndfletinum.
Samspil hlutanna og samræmi lit-
anna em honum allt. Samt er Tryggvi
ekki með allt á hreinu er hann hefst
handa við málverk. Myndflöturinn er
honum ekki endilega vettvangur fyrir
framsetningu háleitra hugsana, heldur
einnig rannsóknarstofa. Þar má prófa
hvemig mótíf spjara sig í sambúð,
hvort og hvemig liturinn breytir
skynjun okkar á þeim, þanþol línunn-
ar og fleira í þeim dúr.
Tryggvi Olafsson ásamt einni mynda sinna, „Skrúður", 1986.
Ég held að umfiram allt sé Tryggvi
listrænn brúarsmiður, leitandi að leið-
um til að rækta upp í vitundinni
skilning á tímans þríeining. Það er,
við erum í nútíð sem byggir á þátíð,
og er í sífellu að sölsa undir sig framtíð.
Órofa heild
Þannig sé ég að minnsta kosti síend-
urteknar samfléttur hans á mótífum
úr grárri fomeskju, myndablöðum
samtímans og hergagnaiðnaðinum,
sem fleytir okkur óðfluga að feigðar-
ósi.
Hið myndræna samræmi, samsemd
litflatanna, ítrekar hugmyndina um
tímann sem órofa heild, sem ekki má
raska, án þess að raska um leið jafn-
væginu í mannskepnunni.
Meðfram stefhir öll myndbygging
Tryggva í átt til aukinnar stílfærslu
og einföldunar. I stað þess að teygja
atburðarásina um strigann þveran,
eins og í gamla daga, lætur listamað-
urinn sér nægja tvö puntstrá eða
fuglsnef, eða þjappar nokkrum vel
völdum mótífum saman fyrir miðju,
og reiðir sig á sprengikraft þeirra.
Sýning Tryggva í Gallerí BÍorg er vel
valið samansafn nýrra verka sem sýna
helstu verðleika hans í hnotskum og
með ágætum.
-ai
Tryggvi Ólafsson - Teikning, 1986.
/ iLV //,-VS
AMC
Kveikjuhlutir
varahlutir
í miklu úrvali í Eagle,
Jeep, Wagoneer
og Cherokee.
íra Elntermotor
Eitt mesta úrval kveikjuhluta i allar helstu bil
tegundir, m.a. kveikjulok, kerti, platínur, hamr
ar, þéttar, háspennukefli o.fl.
TJAKKAR-TJAKKAR
margar gerðir.
k n „ , dflACKALL.
• Drullutjakkar fra
Lyftigeta: 2700-3600 kg, eftir stærð.
• Hjólatjakkar, lyftigeta 1500 & 2000 kg.
• Venjulegir tjakkar.
IVARA
HLIITIR
S I Ð U M U L A
0 3 7 2 7 3
Opið á iaugardögum 9-12.
Sendum um ailt land.