Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986.
Dægradvöl
Fólk á ollum
aldri í
danskennslu
„Æfum okk-
ur lítið
heima“
Á hinum ýmsu skemmtistöðum og
skemmtunum, sem haldnar eru allt
árið um kring, er oftast nær gert ráð
fyrir að fólk fái sér snúning og það
gera flestir einhvem tíma á ævinni.
Vitanlega er mismunandi eftir ein-
staklingum hversu gaman þeir hafa
af að dansa en flestir gera þó heiðar-
legar tilraunir og hreyfa sig í takt
við tónlistina.
En dansinn er ekki bara stundaður
á skemmtistöðum og samkomum
ýmiss konar, alla daga vikunnar og
nánast allt árið um kring er fjöldi
fólks á öllum aldri að læra dans. I
fyrravor var gerð könnun á vegum
UNESCO þar sem m.a. var kannað
hve margir stunduðu dansnám hér
á landi. I Ijós kom að um 20 þúsund
manns vom að læra dans þá, klass-
ískan ballett, samkvæmisdansa og
jassballett.
Fimmtán dansskólar í Dans-
ráði íslands
Nú í vetur em starfandi 15 dans-
skólar sem em aðilar að Dansráði
íslands en það er sameiginlegt félag
Danskennarasambands íslands og
Félags íslenskra danskennara.
Dansskólamir em ekki bara starf-
andi á höfuðborgarsvæðinu heldur
em þeir oft með námskeið úti á landi
og taldi Hermann Ragnar Stefáns-
son, formaður Dansráðs Islands, að
landsbyggðinni væri nokkuð vel
sinnt í dag og sumir skólanna störf-
uðu nær eingöngu utan Reykjavík-
ur.
Nú em skráðir 65 danskennarar í
Danskennarasambandinu og Félagi
íslenskra danskennara en þeir em
ekki allir við störf. Að sögn Her-
manns Ragnars Stefánssonar er nú
verið að vinna að því að fá lögvemd-
un á starfcheiti danskennara en
danskennaranámið tekur fjögur ár
og margir em menntaðir erlendis til
þessa starfe.
Þeir danskennarar sem við höfðum
samband við vom sammála um að á
síðustu árum hefði áhugi á dansi
verið að aukast þó svo að erfitt væri
fyrir fólk að nýta sér námið út i ystu
æsar þegar skemmtistaðimir væm
annars vegar. Hins vegar er rétt að
það komi fram að nemendur í hinum
ýmsu dansskólum em á öllum afdri
og markmiðið er ekki endilega að
læra að dansa til að geta dansað á
böllum, þetta er holl hreyfing og það
að læra dans er kannski öllu heldur
leið til að fá útrás fyrir hreyfingar-
þörf.
Fjölbreytni í starfinu
Þó svo að við hefðum aðeins heim-
sótt þijá dansskóla kom í ljós nokkur
munur á starfsemi þeirra. Hjá Dans-
skóla Hermanns Ragnars Stefáns-
sonar er t.d. boðið upp á steppdans-
kennslu, jassleikskóla fyrir böm á
aldrinum 3-6 ára og einnig er sérs-
takt námskeið þar fyrir ellilífeyris-
þega þar sem elsti nemandinn er 89
ára gamall. Að sögn Hennýjar Her-
mannsdóttur, sem er aðalkennari
skólans og forstöðumaður hans,
halda flestir nemendur áfram eftir
sitt fyrsta námskeið og fram að ára-
mótum er hún með um 500 nemendur
í skólanum.
Hjá Dansskóla Sigurðar Hákonar-
sonar em eingöngu kenndir sam-
kvæmisdansar og þar em milli 6 og
700 nemendur nú í haust. Sigurður
sagðist vera með mjög marga nem-
endur á aldrinum 4 til 6 ára og hann
væri með nemendur allt upp í sjö-
tugt.
Hjá Dansnýjung Kollu em nem-
endur flestir á aldrinum 4 til 18 ára
og byggist kennslan á því nýjasta í
disko freestyle, funk og jasshreyfing-
um. Þar em t.d. námskeið fyrir
aldurshópinn 4 til 6 ára þar sem
aðaláherslan er lögð á að byggja
einstaklinginn upp og finna hjá hon-
um taktinn í samræmi við þroska
hvers og eins. Að sögn Kolbrúnar
er einnig lögð mikil áhersla á það
að yfirvinna feimni hjá krökkunum
og stefiit að því að þau komi ófeimin
út úr námskeiðinu.
Eins og sjá má af þessu stutta yfir-
liti em skólamir ólíkir að ýmsu leyti
en í þá alla kemur fólk til að dansa
og hreyfa sig í takt við tónlist. Við
spjölluðum við nokkra nemendur í
dansskólunum á öllum aldri.
-SJ
Hjónin Ema Kristjánsdóttir og
Símon Sigurðsson em á öðm ári í
dansnáminu hjá Dansskóla Sigurðar
Hákonarssonar og spurðum við þau
fyrst hvers vegna þau hefðu farið í
dansskóla. „Það má kannski segja að
upphafið hafi verið það að við fórum
á skemmtun hjá klúbb sem heitir Kátt
fólk og þar komst ég að því og sá að
það var nauðsynlegt að læra sporin
til að geta borið sig rétt að á dans-
gólfinu," sagði Símon.
En kunnirðu þá ekkert að dansa
fyrir ? „Ja, ég gat farið út á gólfið og
hamast eins og hinir, meira var það
varla,“ sagði Símon. Ema vildi taka
það strax fram að það væri ekki hægt
að jafna því saman, svo mikill væri
munurinn á Símoni eftir að hann fór
í dansskólann. Símon vildi líka taka
það fram að Ema hefði kunnað heil-
mikið að dansa og meðal annars
kunnað rokkið síðan í gagnfræða-
skóla.
Þau hjónin sögðust æfa sig lítið
heima en létu sér nægja að koma í
dansskólann einu sinni í viku og síðan
fæm þau stundum á skemmtanir hjá
ýmsum hjónaklúbbum sem væru starf-
andi. Hvað varðaði skemmtistaðina
þá væri oftast svo þröngt þar að þau
gætu sjaldan notað allt sem þau lærðu
í dansskólanum en ýmis gmnnspor
væri hins vegar hægt að nota.
En hvaða dans er svo skemmtileg-
astur? „Það er líklegast enski vals-
inn,“ sagði Ema.
-SJ
Það er greinilega gaman hjá þeim
Emu Kristjánsdóttur og Simoni Sig-
urðssyni en þau vom að læra quick-
step kvötdið sem við litum inn i
heimsókn. DV-mynd Brynjar Gauti
„Lagleysi og taktleysi fylgist ekki að“
„Ég vil halda því fram að allir geti
dansað. Það getur vissulega verið erf-
itt ef fólk hefur ekki takt en hins vegar
tel ég að lagleysi og taktleysi fylgist
ekki að. Ég hef kynnst tónlistarmönn-
um sem leika á fjöldann allan af
hljóðfærum en geta ekki haldið takt-
inum á dansgólfinu," sagði Sigurður
Hákonarson danskennari þegar við
spurðum hann hvort hann teldi að
allir gætu lært að dansa.
En hvemig finnst þér dansmenning-
in vera á íslandi? „Mér finnst eigin-
lega ekki vera til dansmenning á
íslandi. Ég vil frekar tala um dans-
ómenningu vegna þess að fólk kann
lítið sem ekkert að dansa. Fólk stjákl-
ar um eins og það sé í spreng og ég
skil ekki hvemig fólk nennir að fara
á skemmtistaði og gera ekkert annað
í marga klukkutíma,“ sagði hann.
Sigurður sagðist vilja skilgreina
dansinn bæði sem list og íþrótt og þá
var hann að tala um samkvæmis-
dansana sem hann kennir eingöngu í
skólanum hjá sér. Hann sagðist ætlast
til þess að fólk æfði sig heima en fair
gæfu sér tíma til þess. „Það hefur ver-
ið gífurleg aukning í dansnámi á
undanfomum árum og ég hef fengið
mikið af ungu og nýju fólki í skólann.
Venjulega hefiir verið meira af stúlk-
um en það er að breytast," sagði
Sigurður.
Við létum spjallinu lokið og Sigurð-
ur fór aftur inn í sal þar sem verið var
að kenna quick step og hann fór með
„töfraþuluna“ sem var eitthvað á
þessa leið: Hægri, fljótt, fljótt, hægt,
hægri, fljótt, fljótt, hægt. Lock, fljótt,
- segir Sigurður Hákonarson danskennari
kross hægt. Svo hægt, fljótt, fljótt, fljótt, hægt. Þið getið svo reynt lesend- blaðamaður vonar að hafi komist rétt að þið hafið þá náð grunnsporinu í
spinn, tveir, þrír. Enda hægri, fljótt, ur góðir að fara með þessa þulu sem til skila og það er aldrei að vita nema quick step. ~SJ
Sigurður Hákonarson fer hér fremstur i flokki með aðstoðarkennara sinn og leiðir hópinn í gegnum quick step. Til hægri á myndinni má m.a. sjá Kristján
Franklín Magnús og Sigríði Árnadóttur en þau sögðust hafa sérstaklega gaman af að dansa enskan vals og quick step sem þau voru einmitt að dansa
þegar myndin var tekin. DV-mynd Brynjar Gauti