Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. I gærkvöldi Sigurdís Guðjónsdóttir húsfrú Gengur út á að hanka fólk Ég hlusta mest á útvarpið, rás 1. Mér finnst hún hafa batnað mikið eftir að hinar tvær útvarpsstöðvam- ar komu til sögunnar. Hún er farin að líkjast því sem útvarpið var hér á árum áður, þegar ég var ung. Ef mér finnst of mikið af sinfóníum stilli ég yfir á rás 2. Það er ekki þar með sagt að sinfóníur séu leiðinleg- ar, þær eru bara ágætar í hófi. Eg hlusta einnig alltaf á þætti þar sem Svavar Gests kemur við sögu. í sjónvarpi horfi ég alltaf á íslenska þætti, t.d. I takt við tímann. Þeir eru yfirleitt mjög góðir nema atriði eins og var í þættinum um daginn, ég get ekki séð af hverju alþjóð þarf að fá að vita hvað hin og þessi kaupir sér erlendis. Þetta hefur gengið svona Sigurdis Guðjónsdóttir. gegnum árin að fólk skreppur til útlanda til jólainnkaupa án þess að nokkurt veður hafi verið gert út af því. Ég fylgist alltaf með fréttunum, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Mér finnst eins og fréttamennskan gangi út á þáð að reyna að hanka fólk á einhveiju sem er löngu gleymt og |rafið, hún er allt að því dónaleg. Ég get ekki séð hvað það skiptir máli hvort fréttimar em kl. 7.30 eða 8.00. Mér finnst unga fólkið orðið gamalt ef það þolir ekki smábreyt- ingar. Afþreyingarefni af léttara taginu horfi ég alltaf á. Ljúfar nætur, það vom mjög góðir þættir en verst hvað þeir enduðu illa og Dóttir málarans er einnig afbragðsþáttur. lélf 18 S Andlát Jón Guðmannsson yfirkennari lést 11. nóvember sl. Hann fæddist 10. janúar 1906 á Ægissíðu í Þverár- hreppi, V-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Guðmann Helgason og Guðrún Jónsdóttir. Jón útskrifaðist úr Kennaraskólanum 1933. Fastur kennari við Miðbæjarskólann er hann frá 1939 og yfirkennari frá 1954 til 1969 er skólinn er lagður niður sem barnaskóli. Eftirlifandi eigin- kona hans er Snjólaug Lúðvíksdótt- ir. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið. Útför Jóns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Örnólfur Nikulásson lést 13. nóv- ember sl. Hann var fæddur 16. apríl 1929, sonur þeirra hjóna Nikulásar Kr. Jónssonar og Gróu Pétursdóttur. Ömólfur var við nám í Verslunar- skóla Islands í tvo vetur og eftir það lá leið hans til Englands í Pitmans- verslunarskólann í London. Að loknu námi réð hann sig til starfa hjá H. Benediktsson 6 Co og starfaði þar til æviloka. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Guðmundur Kr. Jónsson, Vatns- holti 4, Reykjavík, lést að morgni 18. nóvember í Borgarspítalanum. Útför Ágústar Þorvaldssonar á Brúnastöðum, verður gerð frá Hraungerðiskirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 14. Egill Benediktsson, Volaseli, Bæj- arhreppi, lést 18. nóvember. Útför Einars Eiðssonar, Seljabraut 46, sem lést 14. þessa mánaðar, fer fram í Bústaðakirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 11. Jarðsett verður í Skarðskirkjugarði. Útför Emmu Jónsdóttur, Aðalgötu 3, Ólafsfirði, sem lést 12. þessa mán- aðar, fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 13.30. Páll Jóhann Sigurðsson, frá Bú- landi, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu föstudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Helgi Tryggvason, Þingvallastræti 4, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkra- húsinu 14. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 22. nóvember kl. 13.30. Útför Guðfinnu Jónsdóttur frá Ólafsfirði, Reykjavíkurvegi 10, Hafnarfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 21. nóv- ember kl. 15. Fundir Borgarafundur Iþróttaráð Hafnarfjarðar og íþróttabanda- lag Hafnaríjarðar efna til borgarafundar um íþróitamál í Hafnarfirði, fimmtudag- inn 20. nóvember kl. 20 í félagsheimili íþróttahússins. Á fundinum verður gefíð yfírlit um stöðu íþróttamála og leitað eftir hugmyndum um fyrirkomulag þessara mála í náinni framtíð. Frummælendur verða Yngvi R. Baldvinsson íþróttafulltrúi og Gylfi Ingvarsson, formaður ÍBH. Skor- að er á íþróttafólk og íþróttaunnendur að mæta á fundinn. Kirkjufélag Digranesprestakalls heldur fund fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20.30 í safnaðarheimilinu við Bjarn- hólastíg. Spiluð verður félagsvist, kaffi- veitingar. Ályktun Aðalfundur Foreldrafélags Hagaborgar 6. nóvember 1986 ályktar: Það virðist yfir- vofandi að upplausnarástand skapist á dagvistunarheimilum höfuðborgarinnar vegna þess að yfir 80% fósra hjá ríki og borg hafa nú sagt upp störfum enda er ljóst að fóstrur og annað starfsfólk á dagvistun- arheimilum búa við algerlega óviðunandi launakjör. Því skorum við á borgaryfir- völd að hefja nú þegar samningsviðræður við fóstrur um leiðréttingu á kjörum þeirra. Jafnframt skorum við á viðsemj- endur Starfsmannafélagsins Sóknar að skjóta sér ekki enn einu sinni undan leið- réttingu á kjörum þeirra lægst launuðu. Aðeins með mannsæmandi launum er hægt að koma í veg fyrir áframhaldandi flótta starfsfólks úr uppeldisstétt sem sýnt er að muni enda með lokun á flestum dag- vistunarstofnunum borgarinnar. Það er hagsmunamál okkar foreldra og ekki síður barna okkar að dagvistunarstofnanir séu fullmannaðar hæfu starfsfólki sem unir vel kjörum sinum. Tilkyiiriingar Afmælistónleikar Samkórs Kópavogs Um þessar mundur eru liðin 20 ár frá stofnun Samkórs Kópavogs. Af því tilefni verða haldnir afmælistónleikar í Kópa- vogskirkju í kvöld, 20. nóvember, kl. 20.30. Á efnisskrá eru íslensk og erlend lög. Ein- söngvarar með kórnum verða Ámi Sighvatsson og Kolbeinn Ketilsson. Und- irleikari: Þóra Friða Sæmundsdóttir. Stjórnandi kórsins er Sigurður P. Braga- son. Miðasala við innganginn. Afmælismót Taflfélags Kópa- vogs Taflfélag Kópavogs heldur skákmót í til- efni af 20 ára afmæli félagsins á þessu ári. Mótið hefst kl. 20 fóstudaginn 21. nóv- ember og lýkur síðdegis á laugardag. Umhugsunartími verður 30 mín. á skák. Öllum heimil þátttaka. Vegleg peninga- verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin, einnig verða veitt unglingaverðlaun 16 ára og yngri og öldungaverðláun 60 ára og eldri. Heildarupphæð verðlauna verður 70 þúsund krónur. Ath.: keppt verður í Kópa- vogsskóla við Digranesveg. Alþýðuleikhúsið Sýning á bamaleikritinu „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir" i Bæjarbiói í dag kl. 17. Einþáttungarnir „Hin sterkari, Sú veikari" verða sýndir í Hlaðvarpanum á morgun fimmtudag kl. 21. Vísna- og skemmtikvöld í Borgarnesi Fimmtudagskvöldið 20. nóvember nk. verður haldið vísna- og skemmtikvöld í Borgarnesi. Kvöldið er á vegum kven- félags Borgarness og verður haldið í Hótel Borgarnesi. Fram koma listamennirnir Bergþóra Árnadóttir, ásamt Finnanum Mecki Knif, og hjónin Guðrún Ásmunds- dóttir og Kjartan Ragnarsson. Kvöldið er opið öllum og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Miðar verða seldir við innganginn. Verð kr. 250. Listdanssýning í Þjóðleikhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld, verða frum- sýndir þrír íslenskir ballettar á stóra sviði Þjóðleikhússins. Það eru ballettamir Du- ende og Amalgam eftir Hlíf Svavarsdóttur og Ögurstund eftir Nönnu Ólafsdóttur. Islenski dansflokkurinn tekur allur þátt í sýningunni auk gestadansarans Patrick Dadey. Aðeins verða 3 sýningar á ballett- inum og eru síðustu tvær á þriðjudags- og fimmtudagskvöld í næstu viku. Taflnefnd Sjálfsbjargar Miðsvetrarmót verður haldið í matsal Sjálfsbjargarhússins, Hátúni 12, sunnu- daginn 30. nóvember nk. kl. 14. Þátttöku í mótinu þarf að tilkynna til skrifstofu félagsins fyrir 25. þessa mánaðar. Sýningum á „Leikslok í Smyrnu“ að Ijúka. Nú er Nemendaleikhúsið að ljúka sýning- um á „Leikslok í Smymu“ eftir Horst Laube. íeikritið gerist í Feneyjum og fjall- ar um samskipti greifa nokkurs og Tyrkja við óperufólk. Leikurinn er í gamansömum tón en alvaran liggur þó alltaf undir niðri. Leikritið hefur verið vel sótt og þegar eru búnar 12 sýningar. Síðustu sýningar- verða: í kvöld, fimmtudag, föstudag 21. nóv. og laugardag 22. nóv. Sýningarnar eru í Lindarbæ og hefjast kl. 20.30. Jasstónleikar í Djúpinu I kvöld, fimmtudag, verða jasstónleikar í Djúpinu við Hafnarstræti. Þar leikur kvartett Stefáns S. Stefánssonar saxófón- Ieikara frumsamin og erlend jasslög. Höfunda auk Stefáns má nefna, Pat Met- heney, Thelonius Monk og Chuck Mangione. Þeir sem leika í kvartettnum eru Jóhann Kristinsson á píanó, Bjami Sveinbjörnsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur, auk Stefáns sem leikur á alto, tenór og flautu. Jólabúðin, ný verslun Á Grettisgötu 86 hefur verið opnuð versl- unin Jólabúðin. Þar fæst allt í jólafondrið, jólatré, tuskudúkkur, gjafavörur og margt Vinnustofa Þóru Opnuð hefur verið á Barónstíg 22 óvenju- leg vinnustofa. Á vinnustofu Þóru eru unnar andlitsmyndir eftir ljósmyndum, aðallega í pastel, en einnig blýants- og vatnslitamyndir. Einnig sér stofan um hvers konar auglýsingagerð, hönnun, skiltagerð og uppstillingar. Lögð verður áhersla á „öðruvísi" auglýsingar. Stofan Norræn myndlistarsýning I Dusseldorf Norræna myndlistarsýningin „Im Lichte des Nordens,, var opnuð við hátíðlega at- höfn í Tonhalle í Dússeldorf 26. október sl. Opnunarathöfnina sóttu um 2000 manns. Við forskoðun sýningarinnar kynnti hr. Bungert yfirborgarstjóri gesti fyrir Silvíu, drottningu Svíþjóðar, sem opnaði sýninguna formlega fyrir hönd þjóðhöfðingja Norðurlandanna. Það eina sem skyggði á opnunarathöfnina vom mótmæli Greenpeace samtakanna gegn hvalveiðum íslendinga og Norðmanna við Kunstmuseum og Tonhalle á meðan á opnunarathöfninni stóð. Samtökin höfðu komið fyrir 2 stómm uppblásnum hvölum auk pappakassa með áletmninni: Frozen Icelandis whale meat for export to Japan. Einnig höfðu þau komið fyrir borða með áletmninni „Whalekillers" á milli íslensks og norsks fána. Norræna myndlistarsýn- ingin mun standa til 1. febrúar 1987 í Kunstmuseum. Öldrunarfræðifélag íslands heldur námsstefnu um þvagleka meðal aldraðra, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13 á Hótel Loftleiðum, Kristalsal. Náms- fleira á góðu verði. Eigendur verslunar- innar eru Magdalena Gestsdóttir og Díana Vera Jónsdóttir. Opið er virka daga kl. 10-18 og kl. 10-16 á laugardögum. Heitt kaffi á könnunni - kreditkortaþjónusta. framleiðir stafi og merki skorin út í frauð- plast. Svo og annast vinnustofan hvers kyns skrautritun á bækur, kort o.fl. Vinnustofa Þóru er opin frá kl. 9-17 virka daga, en hægt er að ná í Þóm í heimasíma á kvöldin í s. 12447. Síminn á stofunni er 21955. Visa- og Eurocard-þjónusta er veitt. Eigandi og aðalstarfsmaður er Þóra Þóris- dóttir. stefnan er einkum ætluð læknum, hjúkr- unarfólki og öðm starfsfólki í öldrunar- þjónustu, fólk er beðið að tilkynna þátttöku sína til skrifstofu læknafélag- anna, s. 18331 og 18660. Hið íslenska sjóréttarfélag Hádegisfundur verður haldinn í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum, föstudaginn 21. nóv- ember nk. kl. 12. Fundarefni: Valgarð Briem hrl. ræðir um lögfræðileg vanda- mál, sem tengjast skyldu til að fjarlægja skipsflök úr höfnum. Fjallað verður um efnið í ljósi nýlegra og alkunnra atburða í Reykjavíkurhöfn. Fundurinn er öllum opinn og em félagsmenn og aðrir áhuga- menn um sjórétt, sjótryggingar og sigl- ingamálefni hvattir til að mæta. Verð á hádegismáltíð (af köldu borði) er kr. 697. Myndlistarsýning í Ganginum Sænskur listamaður, Bengt Adlers að nafni, sýnir verk sín í Ganginum um þess- ar mundir. Eru það 10 vatnslitamyndir sem tileinkaðar eru nokkrum kunningjum hans frá íslandi og upplifun hans á landinu og bækur sem innihalda eins konar rok- kaldarljóð. Sýningin stendur eitthvað fram í desember. Helgi Gíslason sýnir í Dusseldorf Hinn 23. október sl. opnaði Helgi Gíslason myndhöggvari sýningu sína í Galerie Vö- mel, Königsallee 30 í Dússeldorf, sem er einn af þekktustu sýningarsölum borgar- innar, enda hefur uppsetning sýningarinn- ar tekist alveg sérstaklega vel. Á sýningunni, sem stendur til 29. nóvember, eru bronsmyndir og einnig nokkrar teikn- ingar. Ræðismaður í Dússeldorf, Ernst O. Hesse, flutti ávarp við opnunina. Á sama tíma sýnir sænski myndlistarmaðurinn Gunnar Norrman nokkur verka sinna. Spilakvöld Húnvetningafélagið í Reykjavík Spiluð verður félagsvist laugardaginn 22. nóvember kl. 14 í félagsheimilinu Skeif- unni 17, 3. hæð. Allir velkomnir. Kvenfélag Óháða safnaðarins Félagsvist verður haldin í Kirkjubæ, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20.30. Góð spilaverðlaun og kaffiveitingar. Félag makalausra Spilakvöld í kvöld 20. nóvember kl. 20.30 í Mjölnisholti 14. Spilakvöld SÍBS og Samtaka gegn astma og ofnæmi Síðasta spilakvöld ársins verður á Hall- veigarstöðum við Túngötu í kvöld, 20. nóvember, kl. 20,30. Spiluð verður félags- vist og eru góðir vinningar í boði. Að venju eru kaffiveitingar við vægu verði. Félagar eru hvattir til að fjölmenna en að sjálf- sögðu eru allir velkomnir. Tapaö-fundiö Seðlaveski tapaðist Svart seðlaveski tapaðist á mánudaginn sl. í Austurstræti. I veskinu eru skilríki og bankakort. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 12124 eftir kl. 20. Fundarlaun. Fressköttur týndur úr Hliðunum Ungur grábröndóttur fréssköttur týndist í Hlíðunum (Mávahlíð) mánudaginn 17. nóvember sl. Ef einhverjir geta gefið upp- lýsingar um hann vinsamlegast hringi í síma 24595. Hjól í óskilum á Grandanum Grátt DBS 10 gíra hjól hefur verið lokað með gráum númeralás við girðingu á Flyðrugranda 6 síðustu þfiár vikur. Eig- andi hjólsins er vinsamlegast beðinn að fjarlægja það. Upplýsingar í síma 13742. Afmæli í dag, 20. nóvember, eiga 60 ára hjú- skaparafmæli hjónin Martha og Daníel Þorkelsson málarameistari, Stigahlíð 83, hér í bænum. Þau eru að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.