Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 16
 16 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. Spumingin Lesendur Gylfí Óskarsson nemi: Ég veit ekki, það fer nú mikið eftir því hvernig á að kynna dagskrána í staðinn. Ann- ars fmnst mér alveg sjálfsagt að hafa þuli. Ragnheiður Gísladóttir nemi: Mér finnst að þulimir eigi að kynna dag- skrána áfram. Erlendur Sigmundsson: Ég er alveg hlutlaus því ég hef enga aðstöðu til að mynda mér skoðun um þetta. Öllum 1156-2019 skrifar: Hvemig er það með kirkjuna, má hún ekki vera rekin eins og hvert annað bisness-íyrirtæki? Hvaða gam- aldags hugsunarháttur ríkir innan kirkjunnar varðandi þetta? Hefur ekki sú gagnrýni, sem birst hefur undan- fama daga á Hjálparstofnun kirkj- unnar, verið gagnrýni á það að hún er eina stofnunin sem lætur að sér kveða en er ekki eitthvert hlutlaust íyrirtæki gamals fólks og bama sem hittast á sunnudögum í óeðlilega stór- um húsum. Getur nokkurt fyrirtæki náð nokkrum árangri nema með því að þróa sig áfram, sýnir ekki skýrslan þama svart á hvitu fram á óvenjulega framtakssemi af kirkjunni að vera? Nei, kirkjan má ekki beita nútíma aðferðum í rekstri fyrirtækja sinna, kirkjan má ekki gera mistök, kirkjan á að vera ómannleg og heilög, lokuð inni í stórum húsum sem gamalt fólk og börn vitja vikulega. Ef kirkjan sýnir framtak þá skulum við passa okkur að loka hana af vegna þess að hún gæti gert mistök. Það væri gaman að sjá hversu marg- ir í þessu þjóðfélagi gætu skrifað upp á að hafa byggt sér hús án þess að hafa gert mistök. Og hvað margir myndu kósa sig inn í þessi sömu hús og segja að þau hafi ekki verið mista- kanna virði? Myndi nokkur Islending- ur vilja þá verðbólgu sem var yfir 100% fyrir ekki löngu, hefði ekki ve- rið betra að gefast upp og gefa upp ástæðuna að alvitrir stjórnmálamenn hefðu gert mistök, eða er ekki kannski svolítið fólgið í því að líta yfir landið og skoða vöxtinn og uppbygginguna og lesa verðbólgutölur upp á 10-20%? Á kirkjan að gefast upp og halda áfram að skammast sín fyrir morð og gripdeildir á miðöldum? Er ekki kom- inn tími til að fleiri fyrirtæki kirkjunn- ar en Hjálparstofhunin sýni framtakssemi og þori að valda óhjá- kvæmilegum mistökum?! Er ekki sú gagnrýni, sem komið hefur fram á Hjálparstofhunina, frekar gagnrýni á önnur fyrirtæki kirkjunnar fyrir að þykja ekki nógu merkileg til að vera gagnrýnd? Eigum við að láta gamla fólkið og bömin ein um að fara í stór hús á sunnudögum og hengja þá sem reyna að halda kirkjunni í takt við tímann með Helgarpóstinum og Rikisútvarp- inu? Kirkjunnar menn, viljið þið gefa það fordæmi að vera hengdir af fjöl- geta orðið á mistök Óhófleg peningagræðgi kaupmanna séu til lög í landinu er mæli fyrir um „Er þessi reglugerð sett til að hygla kaupmönnum svo þeir geti haft einokun hér heimaT* 4122-9829 hringdi: Ég er mjög andvígur því að tollverð- imir þurfi að fylgja svona strangt eftir reglugerðinni er mælir fyrir um að fólk megi bara versla erlendis fyrir um 7000,00 krónur. Þessi reglugerð hlýtur að vera allsendis óhæf og gerir ekkert annað en að kynda undir þessari okur- kaupmennsku er viðgengst hér. Mér finnst þessi reglugerð fáránleg og alls ekki hægt að vemda kaupmennina á kostnað almennings. Ég á bágt með að imynda mér hver ætlunin er með þessum lögum en reglugerðin hlýtur að eiga stoð í þeim og ef tilgangurinn er að koma í veg fyrir misnotkun þá væri hægast að miða við einhver mun hærri mörk en 7000,00. Ég hef heyrt að kaupmannasamtök- in hafí kvartað yfir því að fólk komi með allt of mikið inn í landið og kannski ekki nema von því hver vill versla við þá sem okra á öllu er þeir geta hugsanlega okrað á? Þeir em eflaust hræddir við að þeir missi eitt- hvað af jólainnkaupunum því fólk getur verslað mun hagstæðara annars staðar. Mér finnst það algjör ffrra ef ráða- menn þjóðarinnar ætla að láta kaupmennina ráða hvar fólk verslar. Ég bara spyr, hvað kemur kaup- mönnunum það við ef fólk vill versla annars staðar en hjá þeim? Á mark- aðslögmálið ekki að ráða hér eins og annars staðar og ef kaupmennimir geta ekki boðið sína vöm á hæfilegu verði þá verða þeir bara að súpa seyð- ið af því. Ég tel að það sé gróft mannréttinda- brot að fólk geti ekki valið sjálft hvar það vill versla, við verðum líka að hafa hugfast að þetta fólk er að versla til einkanota. Það nær ekki nokkurri átt að kaupmennfrnir skuli getað skyldað mann til að versla hér heima á þeirri lágkúmlegu forsendu að það slikt. Auðvitað er hneykslanlegt að fólk skuli ekki sjá sér fært að versla í sínu eigin landi vegna peningagræðgi þess- ara háu herra og því hefur fólk verið að fara í þessar helgarferðir til að kaupa á fjölskylduna fyrir jólin. Ég segi það sjálfur að ég hef ekki efhi á að klæða mína fjölskyldu upp hér heima og á ég þá sérstaklega við bamafotin en þau em rándýr hér heima. Þess vegna hef ég farið til út- landa til þess að versla svo að við getum haldið jólin hátíðleg. Ég trúi því ekki að nokkur sé svo miskunnar- laus að vilja eyðileggja þessa ánægju fyrir fólki. Að lokum vil ég hvetja fólk til að láta heyra í sér til þess að kæfa niður þetta óréttlæti og vonast ég til að al- þingi sjái að sér og afnemi þessi lög eða lagfæri. P.S: Mig langar að vita hver setti þessa fjarstæðukenndu reglugerð. Hermann Gunnarsson, skrifstofustjóri Tollstjóraembættisins, svarar: Fjármálaráðuneytið setti þessa reglugerð 3. apríl og er hún númer 173/86. Ég verð nú að viðurkenna að mikil óánægja virðist ríkja hjá fólki út af því að hámarkið skuli ekki vera hærra en 7000,00 krónur og einnig er mjög erfitt fyrir tollverðina að fram- fylgja þessari reglugerð. En þetta er reglugerð er fjármálaráðuneytið setur og við verðum því að framfylgja. Hjálparstofnun kirkjunnar á að reka eins og hvert annað þjónustufyrirtæki' miðlum fyrir það að gera mistök við framtakssemi? Það er vissulega svo að gagnrýni getur verið til góðs, en gagnrýni, sem snýst um það að kirkjan megi ekki græða á sama hátt og fyrirtæki sem flytja inn japanska bíla og borga starfsmönnum sínum há laun til að haldast á þeim (sem óneitanlega smyrst ofan á verð bílanna og þjón- ustunnar og dregur þar af leiðandi úr þeim fíármunum sem fólk hefur á milli handanna t.a.m. til að ráðstafa því til hungraða o.s.frv.), þessi gagnrýni, sem gengur út frá þeim forsendum að um- töluð fyrirtæki séu svo gjörólík, hlýtur að vekja fleiri spumingar um forsend- umar en það sem gagnrýnin beinist að. Hver er munurinn á Hjálparstofhun- inni og þjónustufyrirtækjum almennt? Það er til lítils að kaupa sér bíl frá Japan hér á íslandi ef maður borgaði ekki fyrir þá þjónustu sem það krefst til að fa bílinn hingað, það skal bent á að landsmenn gætu auðvitað velt þeim möguleika að flytjast til Japan í óákveðinn tíma til að geta gert bestu kaupin beint úr verksmiðjunum. En það væri ekki íhugull maður sem ekki gerði ráð fyrir því að það kostaði pen- ing að ferðast til Japan og leita uppi bestu kaupin í jalhstóm landi og Jap- an. Kannski er ódýrara eftir allt saman að borga þjónustufyrirtækinu þó það hafi dýra og færa erindreka og sölumenn, sem spara meiri peninga með aðstöðuþekkingu en þeir taka fyrir í laun. Það væri kannski reyn- andi að kréfíast þess að þeir gerðust sjálfboðaliðar af þvi hvað íslenskir bílakaupendur em lágt launaðir. Það er ef til vill ekki siðferðilega rétt hjá þeim að krefíast launa í sam- ræmi við vinnu sína og aðstöðuþekk- ingu? Eða hvað? Nei, kirkjan gerir öðmvísi viðskipti, tautar fólk og hugsar um stór hús með gömlu fólki og bömum. Hvemig öðm- vfsi? Gætu til dæmis blaðafulltrúi kirkjunar og ritstjóri Helgarpóstsins svarað þessu? Viltu hafa þulina áfram? Sigriður Herbertsdóttir bankastarfs- maður: Ekkert frekar, ég yrði ágætlega sátt við að hafa þá ekki. Mér finnst þó ósköp viðkunnanlegt að hafa þulina. Jóhannes Ólafsson sjómaður: Ég veit ekki, mér finnst það persónulega ekki skipta neinu máli hvort þeir eru eða ekki. Stefán Guðjónsson nemi: Ég er vanur að hafa þulina og finnst að það mætti alveg hafa þá áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.