Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSÖN
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Ábyrgðarlítið Alþingi
Viðskiptaráðherra hefur í blaðaviðtali sagt, að það
sé aðför að Alþingi, er rannsóknarnefnd Hafskipsmáls-
ins gagnrýnir þá háu stofnun út af kosningu í bankaráð
Útvegsbankans. „Ég tel, að nefndin hefði ekki þurft inn
á það að koma,“ sagði ráðherrann.
Samkvæmt þessu telur Matthías Bjarnason ástæðu-
laust að draga Alþingi til ábyrgðar fyrir að velja ekki
nógu hæft bankaráð, sem velur ekki nógu hæfa banka-
stjóra og hefur ónógt eftirlit með þeim. Hann vill, að
Alþingi og alþingismenn séu án ábyrgðar.
Flestum öðrum mun þó fmnast eðlilegt, að bent sé á
hlutdeild Alþingis í 600 milljón króna tjóni Útvegs-
bankans af Hafskipsmálinu. Ennfremur, að slíkar
rannsóknarnefndir séu oftar skipaðar og að þær hlífi
ekki Alþingi frekar en öðrum, ef þær telja ástæðu til.
Engin hliðstæð rannsóknarnefnd var skipuð út af
miklu meira tjóni ríkissjóðs vegna Kröflumálsins, 2037
milljónum króna. Þar var að verki nefnd alþingis-
manna, sem fór afar óvarlega með fé, þótti henni væri
bent á, að hætta væri á, að fjárfestingin nýttist ekki.
Hinni frægu Kröflunefnd alþingismanna tókst að
verja 3207 milljónum króna í glæfralegt fyrirtæki, sem
ríkið gat síðan losað sig við til Landsvirkjunar fyrir
1170 milljónir króna. Tap ríkisins nam 2037 milljónum.
Ekki er ljóst, hvert verður tap Landsvirkjunar.
Ef rannsóknarnefnd hefði verið skipuð vegna Kröflu-
tjónsins og hún, eins og Hafskipsnefndin, haft manndóm
til að gagnrýna stórfellda málsaðild Alþingis og þing-
manna, hefðu alþingismenn fengið ástæðu til að fara
varlegar í ævintýramennsku í framtíðinni.
Rannsóknarnefndir mætti einnig skipa út af fjölda
annarra glæfra þingmanna. Nýlegt dæmi er grasköggla-
verksmiðan að Vallhólma í Skagafirði, sem varð gjald-
þrota í ár eftir þriggja ára glórulausan rekstur. Þar
nema eignir 20 milljónum og skuldir 80 milljónum.
Þingmenn voru varaðir við Vallhólmaverksmiðjunni.
Þeim var bent á, að enginn markaður væri fyrir gras-
köggla hennar, því að fyrir voru í landinu fimm gras-
kögglaverksmiðjur með mikla vannýtta afkastagetu.
Þeir létu þessar aðvaranir eins og vind um eyru þjóta.
Á þessum tíma voru áform um að byggja tvær aðrar
graskögglaverksmiðjur. Alþingismenn börðust meira
að segja um, hverja þessara þriggja verksmiðja skyldi
fyrst reisa. Skagafjarðarverksmiðjan bar sigurorð af
Borgarfjarðar- og Þingeyjarsýsluverksmiðjunum.
Nú er svo komið, að ekki aðeins er Vallhólmur gjald-
þrota, heldur hefur ríkið auglýst til sölu grasköggla-
verksmiðjunar í Flatey, Ólafsdal og Stórólfsvöllum, sem
allar eru reknar með miklu tapi. Samanlagt nam tapið
í fyrra á ríkisreknum graskögglum 38 milljónum króna.
í ævintýri graskögglanna komu þingmenn fram af
fullkomnu ábyrgðarleysi, alveg eins og þeir höfðu gert
í Kröfluævintýrinu og eru á degi hverjum að gera í
ævintýrum bankaráðanna og á fjölmörgum öðrum svið-
um. Það er eins og þeir eigi sjálfir fé þjóðarinnar.
Alþingi ætti að læra af gagnrýni Hafskipsnefndarinn-
ar og ákveða að koma upp rannsóknarnefndum á fleiri
sviðum, svo sem í graskögglum. Alþingismenn verða
að átta sig á, að sameiginlegt fé þjóðarinnar er takmark-
að og að ábyrgðarhluti er að grýta því á allar hendur.
Umfram allt mega þeir ekki hugsa eins og viðskipta-
ráðherra, sem finnst aðfinnsluvert, að rannsóknarnefnd
sé að amast við skorti fjármálaábyrgðar á Alþingi.
Jónas Kristjánsson
„Er það réttlætanlegt gagnvart þeim sem í góðri trú leggja fram fé til hjálpar bágstöddum, svo ekki sé talað um
hina bágstöddu sjálfa, að fjármagnið skuli fara að miklu leyti í að greiða laun starfsmanna stofnunarinnar og
annan rekstrarkostnað?"
Breytum starfsemi Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar
Undanfarið hefur Hjálparstofnun
kirkjunnar verið mjög mikið í sviðs-
ljósinu og hefur m.a. farið fram
rannsókn á starfsemi hennar og fjár-
reiðum. Við rannsókn þessa hefur
komið fram, eins og kunnugt er, að
yfirbygging stofnunarinnar er orðin
geigvænlega mikil og kostnaður við
reksturinn slíkur að hann étur upp
stóran hluta þess er til nauðstaddra
átti að renna. Ekki hef ég hugsað
mér að leggja nokkum dóm á hvort
hér hafi verið um bruðl eða óráðsíu
að ræða, Skýrsla rannsóknamefnd-
arinnar gerir sínar athugasemdir þar
um. Það sem mér er í huga er spum-
ingin hvort þörf sé á að halda uppi
svo viðamikilli starfsemi sem Hjálp-
arstofhun kirkjunnar gerir. Er það
réttlætanlegt gagnvart þeim sem í
góðri trú leggja fram fé til hjálpar
bágstöddum, svo ekki sé talað um
hina bágstöddu sjálfa, að fjármagnið
skuli fara að miklu leyti í að greiða
laun starfsmanna stofnunarinnar og
annan rekstrarkostnað?
Hjálparstarfi best borgið í
höndum SÞ
Fyrir réttu ári dvaldi undirritaður
um skeið í Súdan og fékk þá örlitla
innsýn í hvemig hjálparstarfi þar er
háttað. Kom það m.a. fram hjá
starfsfólki Þróunaraðstoðar Sam-
einuðu þjóðanna í Khartoum að í
landinu væm skráðar hátt á annað
KjaUaiinn
Halldór
Hilmarsson
símritari,
Höfn Hornafirði
em miklar. Augljóst er að dreifing
hjálpargagna í löndum eins og Súd-
an er best komin í höndum stofnana
eins og Sameinuðu þjóðanna. Hjá
þeim er yfirbygging sú er til þarf
þegar til staðar. í löndum þeim sem
mest hafa verið þurfandi fyrir aðstoð
að undanfomu, þ.e. Eþíópíu og Súd-
an, halda SÞ uppi mjög viðamikilli
starfeemi. Til að nefna hafa Þróun-
arhjálpin (UNDP), Flóttamanna-
„Augljóst er að dreifing hjálpargagna í
löndum eins og Súdan er best komið í
höndum stofiiana eins og Sameinuðu þjóð-
anna.“
hundrað hjálparstofnanir. Vom þær
misjafhlega stórar og störfúðu allar,
meira og minna, hver í sínu homi.
Segir það sig sjálft hversu óhag-
kvæmt slíkt er og hamlar í raun öllu
markvissu hjálpar- og uppbygging-
arstarfi. Einnig störfuðu margar
þessar stofnanir í óþökk þarlendra
stjómvalda og ollu þá jafnvel meiri
vandræðum en þær leystu, þó eflaust
hafi ásetningurinn verið góður.
Súdan er stærsta land Afríku og
býr við mjög frumstætt vegakerfi,
jafnvel á íslenskan mælikvarða.
Samgöngur em þar því allar mjög
erfiðar. Vill oft fara svo að hjálpar-
gögn, matur, lyf o.fl., kemst ekki
þangað sem þörfin er vegna skorts
á hentugum samgöngutækjum.
Jafiivel þó tækin séu til staðar haml-
ar eldsneytisskortur þeim oft að
komast á áfangastað því vegalengdir
hjálpin (UNHCR) og Bamahjálp SÞ
(UNICEF) allar stórar skrifetofur í
höfuðborgum þessara landa, auk
útibúa í öllum helstu bæjum og þorp-
um. Þar að auki var sett á laggimar
í Súdan sérstök skrifetofa er sér-
hæfir sig í neyðaraðstoð (UNEOS).
Er tilgangur hennar m.a. að reyna
að koma einhverju skipulagi á starf-
semi hinna ýmsu hjálparstofhana í
landinu. Veitir henni forstöðu einn
af aðstoðar-aðalriturum SÞ. Allar
em stofnanir þessar að miklu leyti
mannaðar innfæddu fólki, fólki sem
gjörla þekkir til staðhátta og er best
í stakk búið að meta þarfir síns fólks.
Einnig em skrifetofumar flestar rót-
grónar í löndum þessum og eiga
gréiðan aðgang að viðkomandi
stjómvöldum, sem oft á tíðum reyn-
ist nauðsynlegt. Ég heyrði t.d. sögur
af skipum, fullhlöðnum matvælum,
er send höfðu verið frá Evrópu til
hjálpar sveltandi fólki en fengu ekki
að losa vaminginn í Eþíópíu þar sem
ekki höfðu verið greidd tilskilin inn-
flutningsgjöld til stjómvalda. Gilti
þá einu þó hér væri um gjafir að
ræða og stór hluti þjóðarinnar væri
deyjandi úr hungri. Yfirvöld vildu
fá sitt. Þetta kann að hljóma an-
kannalega í eyrum okkar íslendinga,
en er staðreynd engu að síður. Stað-
reynd er taka verður með í reikning-
inn við skipulagningu á hjálpar-
starfi.
Fjarskipti mikilvæg
Traust fjarskipti em afar mikil-
væg. Fjarskiptakerfi þau er þjóðir
þessar hafa upp á að bjóða em mjög
ófullkomin og að sama skapi ótrygg.
Hjálparstofnanir verða því að
treysta á sín eigin fjarskiptakerfi að
mestu leyti. Uppsetning og rekstur
slíkra kerfa er bæði mjög kostnaðar-
samur liður og einnig ýmsum
vandkvæðum bundinn, svo sem út-
vegun rekstrarleyfa, tíðnival o.fl.
Margföldun slíkra kerfa er af aug-
ljósum ástæðum út í hött. Einnig á
fjarskiptasviðinu em SÞ best í stakk
búnar. Þær hafa yfir víðtæku fjar-
skiptaneti að ráða, fjarrita- og
talsambandi, bæði innan viðkom-
andi landa og við umheiminn.
Fjarskiptakerfið er í eigu SÞ og rek-
ið af starfsfólki þeirra. Það er því
óháð hinu viðsjárverða ástandi á
vinnumörkuðum landanna, svo sem
verkföllum o.fl.
Takmörkum okkur við fjáröfl-
un
Vissulega hafa stofnanir eins og
Hjálparstofnun kirkjunnar unnið
bæði mikið og þarft starf í löndum
þessum og ekki leyfi ég mér að efast
um góðan og einlægan vilja þeirra
er unnið hafa að þessum málum hér
á landi. Spumingin er hvort ekki sé
viturlegra og hvort það komi sér
ekki betur fyrir hina þurfandi að
takmarka starfsemina hér á landi
við fjáröflun en láta stofhanir eins
og SÞ sjá um ráðstöfun fjárins. Með
því móti væri hægt að draga mjög
úr hinum gífurlega rekstrarkostnaði
sem veldur því að Hjálparstofhun
kirkjunnar riðar nú til falls. Með
slíku fyrirkomulagi er raunar ekki
hægt að benda á eitthvert afmarkað
verkefni og segja, „Sjá, þetta höfúm
við gert til hjálpar hinum bág-
stöddu". Meira tel ég þó um vert að
fé það er safhast komi að sem mest-
um notum þeim er það er ætlað. Og
ekki vænti ég þess að tilgangur
þeirra er fyrir fj;irsöfnunum standa
sé að reisa sér einhvem minnisvarða
hér á jörð.
Halldór Hilmarsson.