Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. 31 SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ MAZDA 929 HT sjsk., vökvast. árg. '83, ekinn 57 þús. Verð 440 þús. LANCIA „SKUTLA" árg. ’87, ekinn 2 þús. Verð 270 þús. MAZDA 929 GLX, 4 dyra, HT, með öllu, árg. ’84, ekinn 40 þús. Verð 585 þús. MAZDA 323 station árg. ’86, ekinn 17 þús. Verð 420 þús. MAZDA 626 GLX, 5 dyra, sjsk., vökvast., árg. ’84, ekinn 45 þús. Verð 440 þús. MAZDA 323 station dfsil, árg. '87, ekinn 11 þús. Verð 510 þús. MAZDA 626 GLX, 2 dyra, coupe, árg. ’84, ekinn 30 þús. Verð 440 þús. MAZDA 626 GLX, 4 dyra, salo- on, árg. '85, ekinn 22 þús. Verð 460 þús. Opið laugardaga frá kl. 1-5. Fjöldi annarra bíla á staðnum. BILABORG HF Smiðshöfða 23, sími 681299. Stjömubíó: Það gerðist í gær unga fólksins Danny (Rob Lowe) og Debbie (Demi Moore) reyna að kynnast hvort öðru Bandarisk 1986. Leikstjóri: Edward Zwick. Framleiöendur: Jason Brett, Stuart Oken. Handrit Tim Kazurinsky, Denise DeClue. Myndataka: Andrew Dintenfass. Aðalhlutveik: Rob Lowe, Demi Moore, Jim Belushi og Elizabeth Perkins. Það er ekkert lát á framleiðslu ungl- ingamynda í henni Ameríku. Eitt af nýjustu eintökum þeirrar fram- leiðslu er nú til sýnis í Stjömubíói. Með aðalhlutverkin tvö fara þau Rob Lowe og Demi Moore sem einn- ig léku saman í St. Elmos Fire sem naut mikilla vinsælda hér á síðasta vetri. Rob Lowe er að verða að einu skærasta kyntákni yngstu kynslóð- arinar með fastan dálk á slúðursíð- um dagblaðanna. Myndin segir frá þeim Debbie (Rob Lowe) og Danny (Demi Moore) sem eru ungir og áhyggjulausir krakkar í Chicagoborg. Þau gera sér ekki miklar grillur út af lífinu og tilver- unni og þvælast úr einu skyndisam- bandinu í annað. Kynni takast með þeim og eftir tveggja mánaða sam- band ákveða þau að hefja sambúð. Þrátt fyrir að ástin sé heit gengur sambúðin ekki árekstralaust fyrir sig. Allt endar þetta þó vel um síðir enda læðast að manni þær grun- semdir að þeir í Ameríku hafi hug á því að predika kosti hjónabandsins fyrir ungu fólki nú á síðustu og verstu tímum. „Það gerðist í gær“ kemur þó nokkuð á óvart fyrir það hversu hlý- leg og persónuleg hún er. Aðstand- endur hennar hafa greinilega haft áhuga á því að bregða upp trúverð- í Stjörnubiói þessa dagana. ugri mynd af þessum viðkvæmu tímum í lífi ungs fólks. Vissulega klúðrast eitt og eitt atriði vegna þess hversu orðafar og tjáskipti per- sónanna eru fábreytt en það er ekkert meira en maður á að venjast í bandarískum kvikmyndum. Lowe er svo sem enginn skapgerðarleikari og þó persóna Danny sé hvorki djúp né flókin þá stendur áhorfendum síð- ur en svo á sama um hann. Demi Moore er ósköp sæt í hlutverki hin- ar ungu nútímakonu sem situr allt í einu uppi með óþroskaðan strákl- ing. Þau Danny og Debbie eiga bæði sína einkavini sem hafa enga trú á að samband þeirra blessist. Jim Bel- ushi á nokkra spretti og reynir að halda uppi húmomum í myndinni, hann má þó vara sig á því að verða ekki leiðigjarn í einhæfri eftiröpun sinni á eldri bróður sínum. Og fyrir unnendur rigningaratriða þá er eitt slikt í myndmni þegar Debbie hafhar Danny úti á miðri götu í grenjandi rigningu. Atriði sem þessi þykja greinilega orðin nauðsynleg í öllum meiri háttar ástarmyndum Sigurður Már Jónsson ★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit Hjðrtettur Guttormason son. Ekkert var þó frekar aðhafst í málinu enda tæplega hægt. En fréttamaðurinn hef- ur ugglaust orðið ögn fróðari um málefni allaballanna á þessukvöldi. Glasgow- æðið Glasgow-ferðimar frægu eru á hvers manns vörum þessa dagana. Þar ytra á fólk að geta gert svo góð kaup að það fái nánast borgað með vömnni. Þetta kann dýrtíðar- hrjáður almúginn að meta og flykkist út til að versla. Þær raddir hafa heyrst að þetta kaupæði komi niður á kaupmönnum hér heima, einkum fatakaupmönnum. Aðrir segja að þeim sé hreint engin vorkunn. Þeir taki nefnilega þátt í darraðardans- inum, skelli sér út með nokkrar töskur, fy Hi þær og selji svo hér heima á íslensku verði. Það skyldi þó aldrei vera? Komst upp um kauða Talsvert hefur borið á því að stolið hafi verið úr verslun- um, einkum stórmörkuðum, að undanfömu. Hafa sumir þeirra ráðið eins konar örygg- isverði sem meðal annars eiga að sjá um að fólk fari ekki með meira út en það borgar fyrir. Þeir fmgralöngu beita þvfótrúlegustu brögðum til að koma fengnum fram hjá kassanum. Það gerðist um daginn í ein- um stórmarkaðnum að karl- maður var að borga fyrir eitthvert smotterí við kassann þegar allt í einu steinleið yfir hann. Afgreiðslufólkið rauk til með miklu írafári og fór að stumra yfirhonum. Losað var um bindið, skyrtunni hneppt frá og önnur neyðarhjálp veitt. En þegar hatturinn var tekinn af höfði hins útafliðna kom í ljós beingaddaður kjúklingur. Hafði maðurinn ætlað að lauma pútunni út undir hattinum án þess að borga fyrir hana. En kuldinn hafði þau áhrif á heilabúið að það steinleið yfir steliþjófmn á óheppilegustu stundu. Fiskvinnsla í Háskólanum Það er mikill uppgangur hjá Granda hf. um þessar mundir. Ekki er langt um liðið síðan starfsfólk í fyrirtækinu því sást á skjánum þar sem það stóð niðri í Höfða með glas í hendi. Þar var verið að fagna eins árs afmæli Granda. En starfsfólkið gerir fleira en að standa í fiskverkun og kokkteilpartíum. Á næstunni mun það nefnilega setjast á skófabekk í Háskóla Islands. Þar fer fram bókleg kennsla í fiskvinnslu. Hún verður ekki á vegum Háskólans heldur hafa forráðamenn Granda samið um að fá að nota kennslustofur HÍ undir nám- skeiðin. Þá fer einnig fram starfsþjálfun fyrir fólkið. Og auðvitað er þetta mjög af hinu góða. Alltfyrir samvinnuna Samvinnumenn leggja tölu- vert í sölumar til að halda nafni hugsjónarinnar á lofti. Þeir hafa með sér landssam- tök sem nefnast Landssam- band íslenskra samvinnu- starfsmanna. Það gefur svo aftur út blaðið Hlyn. Til þess að halda úti blaði, svo vel fari, þarf að ná inn auglýsingum i það. Og til þess hafa þeir Hlynsmenn fundið pottþétta leið. Þeir hafa skrif- að fyrirtækjum bréf þar sem farið er fram á að viðkomandi „heimili birtingu styrktarlínu í Hlyn, semjafnframter jóla- kveðja til samvinnustarfs- manna hvar sem er á landinu..." Hafi forsvarsmenn viðkom- andi fyrirtækja eitthvað við þessa beiðni að athuga þá er þeim bent á að hafa samband við auglýsingastjóra Hlyns fyrirtiltekinn tíma. „Að öðr- um kosti lítum við svo á að beiðni okkar sé samþykkt og færum þér bestu þakkir fyrir," segir í niðurlagi bréfsins. Styrktarlínan sú ama kost- ar litlar fimm þúsund krónur. Er ekki að efa að blaðið á eft- ir að hagnast vel á þessu nauðungartilboði. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Sambúðareifiðleikar Svavar Gestsson Aukamaður í miðstjóm Það varð uppi fótur og fit á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins um daginn. Svo sem menn vita er miðstjómin mjög fjölmenn og á fundum hennar eru rædd innstu leynd- armál allaballanna. Svo var einnig á þessum fundi og spjölluðu fundarmenn af hjartans lyst umýmis innri málefni flokksins. En þegar líða tók á kvöldið fór að kvisast út að einhver aukagemlingur væri á fundin- um. Við nánari athugun kom í ljós að fréttamaður frá út- varpinu hafði gengið inn á fundinn í upphafi og fengið sér sæti eins og ekkert væri. Sat hann megnið af fundinum og hlustaði á fjálglegar umræður félaganna. Þegar upp komst um hann var honum umsvifa- laust vísað af fundinum. Æstu menn sig mj ög yfir þessum atburði og eru einkum nefndir í því sambandi Svavar Gests- son og Hjörleifur Guttorms- Sandkorn * Gufuþvoum vélar og felgur ■k Djúphreinsum sætin og teppin * Notum eingöngu hið rtiðsterka Mjallarvaxbón * Þvottur, tjöruþvottur og fyrir aðeins 400 krónur * Sprautum felgur HÖFÐABON Höfðatúni 4 - Sizni Kvikmyndir SJS ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAK0TI Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, langar ykkur ekki til að starfa á 22 legurýma lyflækningadeild, II—A? Stefnt er að sérhæfðri hjúkrun. Aðlögunarprógramm sniðið eftir þörfum starfsfólks. Góður starfsandi. Upp- lýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í sima 19600-220 alla virka daga. Reykjavík 18.11.1986.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.