Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. Iþróttir Atli lagði upp mark í 3-1 sigri á Köln Afli H2maissan, DV, Þýskalandi; Bayer Uerdingen komst í gær- kvöldi í 8-liða úrslit bikarkeppn- innar í þýsku knattspymunni. Uerdingen sigraði þá FC Köln á heimavelli sínum með þremur mörkum gegn einu. Atli Eðvaldsson átti mikinn þátt í fyrsta markinu sem Bierhof skor- aði eftir aðeins tíu mínútur. Atli nikkaði knettinum til Bierhof sem skoraði af öryggi. Á 27. mínútu náði Klaus Allofs að jafna metin með marki sem hann skoraði úr vafasamri víöispyniu. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks skoraði Klinger annað mark Uerdingen með skalla eftir fyrirgjöf Bommérs. Þriðja markið skoraði Witeczek á 71. mínútu. 18 þúsund áhorfendur sáu leikinn sem fram fór í ausandi rigningu. Hamburger skoraði sex Van Heesen skoraði þrjú mörk í gærkvöldi í stórsigri Hamburger SV gegn St. Pauli, 6 0. Smöller skoraði tvö og Jusufi skoraði eitt mark. • Borussia Mönchengladbach sigraði Aachen á útivelli, 0-2, og skoraði Bakalorz bæði mörkin. •Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að Stuttgarter Kickers sigraði Hannover, 2-0, Fortuna Köln tap- aði heima fyrir Damistódt, 0-2, og Blau Weiss Berlin tapaði heima fyrir Karlsruhe. Uerdingen mætir Gladbach í gærkvöldi var dregið í 8-liða úrslitin og dróst Bayer Uerdingen gegn Gladbach á útivelli. Þá leikur Darmstadt gegn Hamburger, Dússeldorf gegn Karlsruhe og Stuttgarter Kickers gegn Eintracht Frankfúrt -SK IR komst • Karl Þráinsson skorar hér fyrir Víking. i i | í í s c i í s l s é 1 r 8 marka sigur Vikmgs a örmagna Stjömumönnum Víkingur sigraði, 25-18. Ami fékk rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik „Þetta var mun auðveldari Ieikur en ég átti von á. Leikmenn Stjömunn- ar vom alveg eins og svefhgenglar. Við vorum hins vegar mun ákveðnari og það er notalegra að fara út í síðari leikinn gegn St. Otmar með svona góðan sigur í pokahominu en tap,“ sagði Ámi Indriðason, þjálfari og leik- maður Víkings, í samtali við DV eftir að Víkingur hafði unnið stóran sigur á sofandi Stjömuliði í Laugardalshöll í gærkvöldi. Lokatölur 25-18 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 11-9. Ámi fékk að sjá rauða spjaldið þegar 12 mínútur vom eftir af fyrri hálfleik fyr- ir að brjóta á einum leikmanna Stjömunnar í dauðafæri. Það vakti nokkra athygh að þrátt fyrir rauða spjaldið fékk Ámi að stjóma sínum mönnum átölulaust þar til í síðari hálfleik. Sofandi Garðbæingar Það var snemma augljóst í þessum leik að annað liðið hafði áhuga á að sigra í leiknum en hitt ekki. Víkingar vom mjög ákveðnir strax í byrjun en áhugaleysi einkenndi allar athafnir Stjömumanna. Þó komust þeir í 3-1 í byrjun en síðan vart söguna meir. Víkingar jöfnuðu 3-3, síðar 5-5 og komust svo yfir 10-7 en staðan í leik- hléi var 11-9. Fjórtán Víkingsmörk Hafi leikmenn Stjömunnar verið slakir í fyrri hálfleik þá verður að nota eitthvað enn verra orð yfir frammistöðuna í þeim síðari. Þá vom þeir gersamlega á hælunum eftir erfiða leiki, æfingar og ferðalög undanfama daga. Og lið sem er pískað áffam af yfirstjóm handboltamála eins og Stjaman upp á síðkastið hlýtur að fá að vita rækilega af því áður en langt um líður. Og þess má geta að Stjömu- menn vom einum leikmanni fleiri í heilar átta mínútur en töpuðu samt með átta marka mun. Það segir meira en margar línur. Víkingar, sem einnig hafa staðið í ströngu undanfarið, skomðu 14 mörk í síðari hálfleik og unnu stóran og verðskuldaðan sigur í leik sem skilur nákvæmlega ekkert eftir. Mörk Víkings; Karl Þráinsson 8/3, Ámi Friðleifsson 5, Bjarki Sigurðsson 5, Siggeir Magnússon 3, Hilmar Sig- urgíslason 3 og Guðmundur Guð- mundsson skoraði 1 mark. Kristján Sigmundsson varði 11 skot, þar af tvö víti. Finnur Thorlacius varði 2 skot, eitt víti. Mörk Stjömunnar: Gylfi Birgisson 8, Skúli Gunnsteinsson 3, Hannes Leife- son 3/2, Páll Björgvinsson 2, Einar Einarsson 1 og Hafeteinn Bragason 1. Sigmar Þröstur varði 10 skot. Leikinn dæmdu þeir Sigurður Bald- ursson og Bjöm Jóhannsson og vom slakir. -SK. L. í 13-4! - og vann HK, 23-24 ÍR-ingar sigmðu HK, 23-24, er liðin áttust við íþróttahúsinu i Digranesi í 2. deildinni í hand- knattleik í gærkvöldi. ÍR-ingar vom á tímabili í fyrri hálfleik búnir að ná yfirburða- stöðu, 13-4, en þegar hða tók á tókst HK aðeins að rétta úr kútn- um og í hálfleik höfðu ÍR-ingar fimm marka forystu. Leikur HK liðsins var allt annar í seinni hálfleik og þegar tvær mínútur vom til leiksloka tókst þeim að jafna leikinn, 23-23, en IR-ingar áttu síðasta orðið í leikn- um og skomðu sigurmarkið þegar ein mínúta var til leiksloka og tókst að halda því út leikinn. -JKS GotthjáSviss Ítalía og Sviss gerðu jafntefli, 1-1, í knattspymu í Empoli á Ítalíu í gærKVÖldi í leik leikmanna 21 árs og yngri og raeð sigrinum em þeir í efsta sæti í riðlinum. -JKS • Ingi Jóhannesson. ' ■ "‘ ■ -• Sigurður Pétursson lék á sjö höggum yfir pari - sveit GR í 12. sæti eftír fyrsta daginn á EM klúbbliða á Spáni „Þetta gekk ekki nægilega vel og frammistaðan á fyrsta deginum var verri en við vorum að vona,“ sagði Björgúlfúr Lúðvíksson, fyrirliði GR- sveitarinnar í golfi, í samtali við DV í gærkvöldi. Fyrsti keppnisdagur Ev- rópumóts klúbbliða í golfi var í gær og að honum loknum er GR-sveitin í 12. sæti af 20 sem þátt taka í mótinu. • Sigurður Pétursson lék best okkar manna í gær, kom inn á 79 höggum, en par vallarins er 72. Hann lék fyrri 9 holumar á 38 höggum en seinni 9 á 41 höggi. •Ragnar Ólafeson lék á 80 höggum. Hann lék fyrri 9 á 42 höggum og seinni 9 á 38 höggum. Ragnar var mjög óheppinn, að sögn Björgúlfe, og eftir aðeins fimm holur var hann kominn sex högg yfir parið. •Hannes Eyvindsson lék einnig á 80 höggum. Hannes lék fyrri 9 á 43 högg- um og seinni 9 á 37 höggum. Honum gekk álíka illa í byrjun og Ragnari en eftir sex leiknar holur var Hannes sjö högg yfir parinu. „Strákamir vom lengi í gang eins og eðlilegt er en samt sem áður gerðum við okkur vonir um að koma inn á 155 höggum fyrsta daginn í stað 159. En það er mikill hugur í strákunum og þeir em staðráðnir í að standa sig betur í dag,“ sagði Björgúlfúr. Frakkland í efsta sæti Frakkar léku best allra í gær. Tveir bestu menn þeirra léku á 70 og 74 höggum og samtals því á 144 höggum. V-Þjóðverjar vom á 149 höggum, Wales 151, Belgía 151, England 153, Spánn 154, Sviss 155, Danmörk 156, Noregur 158, Svíþjóð 158, Skotland 158, ísland 159, Finnland 159, Luxem- burg 159, írland 161, Ítalía 162, Austurríki 167, Júgóslavía 170, Holl- and 170 og Portúgal 175. Sigurður í 19. sæti Eftir fyrsta keppnisdaginn er Sig- urður Pétursson í 19. sæti yfir besta skor einstaklinga á mótinu af þeim 60 kylfingum sem leika. í gær léku ís- lendingamir í holli með Belgíu og Austurríki en í dag leika GR-strákam- ir með Svíum og Skotum. •Þess má geta að í sveitinni frá Luxemburg leikur íslenskur kylfingur. Ingi Jóhannesson heitir hann og lék á 79 höggum i gær eða sama högga- fjölda og Sigurður Pétursson. Sveit Luxemburg var á sama skori og sú íslenska. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.