Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986.
21
Merming
Uppgangur alræðiskitsíns
Óbærilegur léttleiki tilverunnar
eftir Milan Kundera.
Friðrik Rafnsson þýddi.
MM 1986, 347 bls.
Skáldsaga þessi gerist mestmegnis í
Prag i Tékkóslóvakíu, frá því um miðj-
an 7. áratuginn og fram á þann 8.
Miðja tímatals hennar er innrás Rússa
og fylgifiska þeirra í Tékkóslóvakíu
1968.
Ein helsta persóna bókarinnar er
Tómas, virtur skurðlæknir í Prag og
óskaplegur kvennabósi. Kona hans,
Teresa, þjáist af afbrýðisemi. Auk
þessa söguþráðar rekur sagan hvemig
þau hjón hrekjast niður á við í starfi
og þjóðfélagsstöðu vegna þess að þau
vilja ekki beygja sig fyrir Rússalepp-
unum sem ráða Tékkóslóvakíu.
Skurðlæknirinn verður pilluuppá-
skriftalæknir, síðan gluggaþvotta-
maður, loks bílstjóri á samyrkjubúi
íjarri Prag. Kona hans var fyrst geng-
ilbeina í smábæ, en í Prag reis hún
upp í þjóðfélaginu og varð virtur ljós-
myndari hjá tímariti. Hún ljósmyndaði
innrás Rússa og varð síðan aftur geng-
ilbeina, nú í Prag, en loks kúahirðir á
samyrkjubúinu. Öfugsnúinn starfs-
ferill þeirra hjóna mun vera
dæmigerður fyrir menntamenn sem
dirfðust að standa gegn valdhöfúnum.
Til samanburðar kemur svo Sabína,
ástkona Tómasar, og svissneskur ást-
maður hennar, Frans.
Þessir tveir ástarþríhymingar sýna
mismunandi afstöðu persóna til ann-
arra manna, einkum til síns nánasta
umhverfis. Öll höfðu þau flúið til Sviss
uppúr innrásinni 1968. Síðan snýr Ter-
esa heim, og er það skýrt með því að
hún vilji ekki búa i útlöndum, þar sem
hún eigi allt undir sínum ótrygga eig-
inmanni. En það stenst ekki, henni
hafði verið bent á framaleið sem ljós-
myndari í Sviss. Hún segist frekar vilja
vera bara kona mannsins síns, en fer
svo frá honum. Hann eltir hana heim
til Prag, yfirkominn af samúð.
Hér finnst mér nokkrir smíðagallar
á persónu Teresu. En Sabína spyr sig,
þegar hún hefúr verið á fundi með
tékkneskum útlögum í Genf, hvað hún
eigi sameiginlegt með löndum sínum.
Óljósar, mismunandi minningar um
landslag, sumir Tékkar hlusta á Dvor-
ák, aðrir hlusta ekki á tónlist, fáir lesa
Húss, hvað er þá sameiginleg arfleifð?
Listaverk Sabínu eru tvískipt; f for-
grunni er auðskilin lygi en í bakgrunni
óskiljanlegur sannleikur. Forgrunn-
urinn er það pijál eða klisjur sem hún
hefur alist upp við (á þýsku: Kitsch.
Þetta er lykilhugtak í bókinni, þýð-
andi notar myndina kits). Um það er
mikið fjallað (einkum á bls. 279-291,
og segir m.a. á bls. 282-3) að bræðra-
lag mannanna geti aldrei grundvallast
á öðru en klisjum. Þær séu „hin há-
leita hugsjón allra stjómmálamanna,
allra flokka og stjómmálahreyfinga.
í þjóðfélagi þar sem margar mismun-
andi stjómmálastefhur takast á um
völdin, og hver takmarkar þannig
áhrif annarrar, er meira eða minna
hægt að sleppa undan ásókn kitsins;
einstaklingurinn fær að halda sér-
kennum sínum og listamaðurinn að
skapa verk sem koma á óvart. En þar
sem einn stjómmálaflokkur er allsráð-
andi, ríkir alræðiskitsið.“
Þetta er einkum rakið í æskuminn-
ingum Sabínu. Hún verður þvílíkur
einstaklingshyggjumaður að hún slít-
ur ástarsambandinu við Frans, vegna
þess að það var ekki lengur leynilegt,
þá þyrfti hún að fara að leika hlut-
verk, fannst henni.
Bygging
I sögunni er kunnáttusamleg flétta.
Fyrsti hluti segir hana frá sjónarmiði
Tómasar, 2. hluti tekur m.a. sömu at-
burði fyrir, frá sjónarhóli Teresu. Þá
kemur 3. hluti og segir ástarsögu
Frans og Sabínu og sýnir ólík viðhorf
þeirra til allra hluta. Svona eru þessir
sjö hlutar áfram á víxl.
Þá er mikil flétta um skít og losta.
Teresa er alla ævi að berjast við að
komast úr skítnum sem líkamnast i
klúrri móður hennar og siðar í tékk-
nesku leynilögreglunni sem útvarpar
einkamálum annarra eins og móðirin.
Teresa sækir upp til menningarinnar
sem líkamnast henni í Tómasi.
Ótryggð Tómasar finnst henni þrýsta
sér niður í svaðið, hún efast um gildi
sitt, nema það sé stöðugt staðfest af
Bókmeimtir
Öm Ólafsson
óskiptri athygli mannsins. Umhugsun
um saur vekur Sabínu losta en barátta
hennar gegn klisjunum er þó sýnd sem
nátengd baráttu Teresu fyrir einstakl-
ingseðli sínu. Loks er hundtíkin
hennar Teresu sýnd sem „eðlileg",
ekkert er henni saurugt, og þá er losti
í mannlegum skilningi óhugsandi.
Þegar Teresa loksins heldur framhjá
Tómasi þarf hún óðar að hægja sér
, og er því lýst sem einsemd og niður-
lægingu. En við þetta „syndafall"
öðlast hún loksins lostafulla vitund
um eigin líkama.
Hugleiðingar
f þessari sögu blandast sífellt saman
hugleiðingar og skáldsaga. Það þarf
ekki að vera slæmt að blanda slíku
saman. Meistaraverk Marcel Proust,
í leit að glataðri tíð, er einmitt af
því tagi. En þar spretta hugleiðingam-
ar upp af skýrri, myndrænni frásögn
með margbrotnum persónum og í hug-
leiðingunum hefst skáldskapurinn á
enn hærra stig. Hér er þessu þveröfugt
farið, fyrst koma almennar hugleið-
ingar en síðan eru persónur látnar
haga sér í samræmi við þær eða reynt
að túlka hegðun þeirra samkvæmt
þeim. Því nýtur sín hvorugt vel. Bókin
gefúr mynd af kúguninni í Tékkósló-
vakíu og hvemig menn aðlagast henni
margir, af hugleysi. En þetta er fjar-
lægt, ástríðulaust, virðist ekki taka á
nokkum mann. Raunar verður lítt eða
ekki vart við ástríður eða innri bar-
áttu í bókinni, nema í martröðum
Teresu. Þær em vel gerðar, eins og
lýsingin á uppreisn Sabínu gegn klisj-
unum sem hvarvetna ríkja.
Hugleiðingamar em enn tilkomu-
minni en skáldskapurinn. Þær em
almennt tal um léttleika og þunga
atburða eftir því hvort þeir em endur-
takanlegir eða ekki. Ekki er sannfær-
andi að tengja þau Tómas og Teresu
við þunga en Sabínu við léttleika.
hluti sögunnar er ástarsaga miðaldra
hjóna og hunds. Slíkt hittir beint í
hjarta Þjóðverja og Frakka og líklega
fleiri Evrópubúa. Þeim finnst hundar
ólíkt meira aðlaðandi en böm því þeir
breytast ekki og em ekkert nema
hlýðnin, tryggðin og ástin á eigendum
sínum. En þetta hugarfar samræmist
illa kvennafarssögunum sem sagðar
em af Tómasi, enda em þær afar
ósannfærandi, bara venjulegt, yfirdrif-
ið grobb.
Annars er sagt um Tómas og Teresu
að hundurinn „var kólfurinn í lífi
þeirra". Hann er greinilegt tákn sam-
bands þeirra sem hefst á því að Tómas
gefur Teresu þessa tík, og hún veslast
upp af krabbameini í sögulok, þá eiga
þau hjón skammt eftir. Skýring þessa
tákns er væntanlega tiyggðin, sem
hundar em frægir fyrir, og í öðm lagi
er tíkin kynblendingur, og á það að
sýna hve sundurleit hjónin em: „tík
sem helst líktist úlfhundinum á búk-
inn, en höfuðlagið minnti frekar á
móðurina af Sankti-Bemharðs kyn-
inu.“ (bls. 31). Mér finnst þetta
sköpulag einkenna bókina sjálfa.
Milan Kundera.
Tómas og Teresa verða undir félags-
lega vegna andlegs sjálfstæðis þeirra.
Sami eiginleiki tryggir Sabínu vel-
gengni á Vesturlöndum, enda er hún
félagslega óvirk, afskiptalaus. Svo em
endalok Frans sýnd sem eðlileg afleið-
ing af „göngunni miklu“ til Kam-
pútséu. Það er að sjálfsögðu til í röðum
vinstrimanna fólk sem vill umfram
allt vekja athygli á eigin persónu, aðr-
ir sem eru ekkert nema þrætugimin
og enn aðrir sem heillast jafnan af
sértækum hugsjónum á eirðarlausum
flótta frá raunvemlegu lífi sínu, svo
sem Frans er hér sýndur. En það er
kjánalegt að sýna andstöðuhreyfingu
við auðvaldið sem þetta eitt og ekkert
annað. Og það er áreiðanlega rangt
að sýna gönguna miklu sem goðsögn
er drottni yfir vinstrimönnum, það er
þá nýlegt. Útifundurinn mikU væri
nær sanni, og hefúr verið í tvær aldir,
allt frá frönsku byltingunni, hug-
myndin um að allsheijarverkfall
gerbylti samfélaginu í einni svipan.
Hundar betri en börn
Hvemig stendur nú á miklum vin-
sældum sögunnar? Ég fullyrði að
bókmenntasmekkur málsmetandi
manna í Frakklandi (málsmetandi um
útbreiðslu bókmennta) sé síst betri en
á íslandi. I skáldsögum hrífast þeir
einkum af afstrakt vangaveltum, mál-
flutningi og tískuatriðum, svo sem
kynlífslýsingum. Svo mun víðar vera.
í öðru lagi er þess að gæta að loka-
Þýðingin
er á lipurri íslensku en hefði að
ósekju mátt vera nákvæmari. Ég gríp
af handahófi niður á bls. 268:
„Hann stóð innan um hálfnaktar
konur sem gengu í hring umhverfis
hann og hann fann til ákafrar þreytu.“
Undirstrikuð orð em óþörf viðbót þýð-
anda, en í stað: „Hún var svo mjúk
og svo hæg í hreyfingum." ætti að
standa: Hún hreyfði hendumar hægt
og mjúkt.
bls. 196: „í fjarska sáust verksmiðjur
og mannlaus íþróttamannvirki"
- ætti að vera: íþróttavellir. Sam-
kvæmt minni málvitund hallar maður
sér fram á handrið þegar hann horfir
af brú niður í á en upp að handriði
eða vegg ef hann hvílir herðar við það.
bls. 185 hefur orðið ekki fallið niður
í: „Hvar hefur þú náð í þessar perlur?
Auðvitað var það [ekki] maðurinn
þinn sem vinnur við að þvo glugga sem
gaf þér þær. Hann hefur engin efni á
að gefa þér perlufestar."
Háaleitisbraut 68
Sími 8-42-40
Austurver
Sænskir skautar
frá
JOrví
tilvalin jólagjöf.
frá 37-42.
/erð kr. 2.950,-
Sendum í póstkröfu.
0 nsTuno 0
SPORTVÖRUVERSLUN
Opið
ALLTI PIPULOGNINA íiSíSía
Pípur, fittings - ofnar
Danfoss-lokar
Röraeinangrun
Visa - vildarkjör
2 góðar byggingavöruverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöfða, sími 671100
Hringbraut, simi 28600.