Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. 43 Kvæðabók Jóns Helga- sonar Mál og menning hefur sent frá sér Kvæðabók, safn ljóða og ljóðaþýðinga Jóns heitins Helgasonar prófessors; Agnete Loth annaðist útgáfuna. I bókinni eru öll þau kvæði sem Jón birti í safhinu Úr landsuðri, bæði frumútgáfunni 1939 og síðari útgáfiim, ennfremur ljóðaþýð- ingar úr bókunum Tuttugu erlend kvæði og einu betur og Kver með útlendum kvæð- um. Þá eru í bókinni prentuð í fyrsta skipti kvseðin Enginn veit, Kom milda nótt, Bif- brá, Býsna margt og brot úr Dante-þýðingu. Ennfremur eru í safhinu ein sjö gaman- kvæði, sem Jón lét aldrei sjálfur á prent, Úrsus og Gólon, Kappróður, Minni Leníns, Umsókn, Verkfræðingakvæði, Ræða og Fljúg, fugl, fljúg. Má því ætla að öllum unnendum kveðskapar Jóns Helgasonar þyki fengur í þessari bók þar sem svo miklu efhi er safhað saman sem ýmist hefur lengi verið ófáanlegt eða aldrei birst áður. Kvæðabók Jóns Helgasonar er 248 bls. að stærð, sett og brotin um í Hólum en prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar, Bókfell annaðist bókband. Kápu gerði Sig- urður Ármannsson. Nýjar bækur LAUSNAR GJALDIÐ Lausnargjaldið Út er komin njá Hörpuútgáfúnni á Akra- nesi ástarsagan Lausnargjaldið eftir danska rithöfúndinn Erling Poulsen. Þetta er 11. bókin í bókaflokknum Rauðu ástar- sögumar. Kit Tanning var 19 ára hjúkrunamemi, sem bjó með föður sínum. Kvöld nokkurt þegar hún var nýsofhuð á heimili þefrra, vaknaði hún við hvell frá skammbyssu- skoti. Síðan heyrði hún veika rödd sem kallaði á hjálp. Hún flýtti sér í þá átt sem hljóðið kom úr. Þar lá ungur maður á blautri jörðinni. Blóð streymdi úr sári á höfði hans. Hvað hafði komið fyrir? Útvarpið lýsti eftir Curd Stiig barón 21 árs, sem var ákærður fyrir hryðjuverk. Einnig var sagt frá ráni á ráðherrasyni, Rolf Lou, 10 ára, og lausnargjaldi sem mann- ræningjamir kröfðust. Hvaða samband var á milli þessara atburða? Hvar var ráðherra- sonurinn ungi falinn? Hin unga Kit Tanning var á svipstundu komin í hringiðu dularfullra atburða þar sem hryðjuverkahópur lék lausum hala. Aftur og aftur sá hún fyrir sér fallegt andlit unga mannsins með blikandi blá augu und- ir gullnu hári. Hver var hann? Lausnargjaldið er 167 bls. Þýðandi e' Skúli Jensson. Prentun og bókband: Prent- verk Akraness hf. Ef þú bara vissir - ný unglingabók eftir Helgu Ágústs- dóttur Komin er út ný bók eftir höfund met- sölubókarinnar Ekki kjafta frá, Helgu Ágústsdóttur. Nýja bókin nefnist Ef þú bara vissir og fjallar um lífið og tilveruna frá sjónar- hóli unglingsstúlkunnar Sigrúnar, sem á ýmislegt sameiginlegt með jafnöldram sín- um: Það er ekki sérstaklega gaman að eiga foreldra sem era tímaskekkja, og lítið fjor þegar vinirnir era byrjaðir með ein- hverjum og hafa engan tíma lengur. Ætli það auðveldi ekki tilveruna að fara í vinnu til Mallorca? Lendir maður þá í tómri vitleysu... Söguhetjan í Ef þú bara vissir stígur aftur fótum á gamla föður- landið eftir viðburðaríkt sumar við Miðjarðarhaf, sumar sem fór öðravísi en nokkum óraði fyrir. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. %ARSMEXTIR fAFlAUS SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. Heitur matur þegar heim er komið# Þaö er óþarfi aö búa viö kalt snarl allan daginn. Moulinex örbvlgjuofninn tn/ggir öllum úr fjölskyldunni heitan bita þegar heim er komiö. Notkun Moulinex örbylgjuofnanna er auðveld og einföld - allt að því barnaleikur. Njóttu góðrar máltiðar með Moulinex. upphaf góðrar máltíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.