Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 56
 p p TT ASKOTi Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. JRitstJórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Síml 27022 , r MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. Mikil fundahöld samningamanna: Varla búist við samkomulagi í dag Samningaviðræður stóðu yfir alla helgina og lauk fundi kl. 2 í nótt án samninga. I dag eru fyrirhuguð fundahöld innbyrðis hjá verkalýðs- hreyfingunni og er talið að framhald samningaviðræðanna ráðist á þeim fundum. Stefnt var að því að ljúka samningum í kvöld eða nótt en eins og staðan var í gærkvöld þótti ólík- legt að það tækist. Um helgina var mest unnið í taxta- uppstokkuninni innan hvers sér- sambands. Þar er aftur á móti um svo viðamikið mál að ræða að mun lengri tíma þarf til að ljúka þeim málum en ætlaður er til að ljúka samningum. í gærkvöld kom svo efhahagsnefnd aðila saman til fundar og var í snar- hasti beðið um fund með fjármála- ráðherra um skattamál en flest gögn, sem beðið var um frá ríkisstjóm- inni, em komin til aðila. I umræðunum um taxtauppstokk- un um helgina var rætt um þrjár leiðir sem færar em taldar í þeim efnum og er í þeim öllum lögð höf- uðáhersla á að færa taxtakaup nær greiddu kaupi og inn í það koma að sjálfsögðu bónusmálin. Hugmyndir hafa komið fram um að semja aðeins um lágmarkstaxta en ekki kaup þar fyrir ofan og einnig að svokölluð lágmörk geti verið eitt fyrir verka- fólk og afgreiðslufólk, eitt fyrir iðnaðarmenn og eitt fyrir skrifstofu- fólk. Margar fleiri hugmyndir vom ræddar og ljóst að mikil úrvinnsla er eftir. -S.dór Fjórir frambjóðendur í prófkjöri Alþýðuflokksins fagna hér urslitum prófkjörsins, Jón Bragi Bjarnason sem beið lægri hlut fyrir Láru v. Júlíus- dóttur, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og Lára. DV-mynd GVA. jyx Ert þú á leið í AIIKLAOIRD? Stefan með yfir þúsund stuðningsmenn „Það er ekkert ákveðið. Það em mörg ef,“ sagði Stefán Valgeirsson alþingismaður í morgun um sérfram- boð í Norðurlandskjördæmi eystra. „Það getur ekki dregist lengi. Það verður innan viku,“ sagði Stefán um hvenær búast mætti við ákvörðun. „Ég veit að það em komnir eitthvað dálítið yfir þúsund stuðningsmenn án þess að ég hafi hringt í nokkum mann. Það er stöðugt verið að hringja í mig. Þetta er fólk alls staðar af svæðinu, til dæmis heill hreppur alveg. Auðvit- að er þetta langmest á tveimur svæðum, Norður-Þingeyjarsýslu og Eyjafirði. Á Akureyri er langtum, langtum meira en ég hélt. Þetta em fyrst og fremst framsóknarmenn," sagði Stefán. -KMU LOKI En Haraldur var þó fyrir ofan Þröst. Veðrið á morgun: Snjókoma á sunnanverðu landinu Austanátt verður um allt land, allhvasst eða hvasst og snjókoma |! á sunnanverðu landinu, hægari ® austan og norðaustan og él við norðurströndina. Á Vesturlandi verður víðast þurrt. Hiti verður á bilinu -5 til 0 stig. Færri kusu í Bolungarvík „Ég held að við höfum haft þetta. Það var mjög góð þátttaka á ísafirði en h'til þátttaka í Bolung- arvík,“ sagði Steinar Kristjánsson, kosningastjóri Sighvats Björg- vinssonar, er hann spáði í úrslit út frá tölum um kosningaþátttöku á einstökum stöðum í prófkjöri Alþýðuflokksins á Vestfjörðum. Þar háðu Sighvatur og Karvel Pálmason einvígi. Atkvæði verða talin um nsestu helgi. Alls kusu 1.311 manns eða 40% fleiri en í prófkjöri þeirra fyrir fjór- um árum. Á lsafirði kusu 478, f Bolungarvík 203, nokkm færri en síðast, á Patreksfirði 135, Flateyri 70, Þingeyri 57, Súðavík 54, Bíldudal 33 og Suðureyri 32. í Reykjavík kusu utankjörstaðar 155. Bolungarvík, Flateyri og Súða- vík em talin sterkustu vígi Karvels en Sighvatur er talinn sterkastur á ísafírði og Patreksfirði. -KMU 1. desember: Hátíðarfund- ur og skóflu- 4 stunga Engar kasningar vom í Háskóla Islands vegna fullveldishátíðar stúdenta í dag, 1. desember. „Það hefur gætt vaxandi óánægju meðal stúdenta með þessar kosningar um hveijir eigi að standa að hátíða- höldunum. Þær þykja ekki f anda þeirrar samstöðu sem talin er að eigi að ríkja á þessum degi,“ sagði Eyjólfur Sveinsson, formaður Stúdentaráðs, í samtali við DV. Stúdentar hittast í dag í Há- skólabíói þar sem fjalfað verður um innra starf Háskólans og hefst sá fundur klukkan 14. Strax að fundinum loknum eða um klukkan 16 mun háskólarektor taka fyrstu skóflustunguna að nýjum hjóna- görðum sem Félagsstofriun stúd- enta byggir. í kvöld verður síðan stiginn dans á Hótel Borg í takt við hljómplötur. -EIR Jón Sigurðsson: í leyfí í ársbyrjun Búist er við því að Jón Sigurðs- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, muni fara í leyfi frá störfum sínum við stofhunina í byrjun næsta árs, samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér. Svo sem kunnugt er skipar Jón efsta sæti framboðs- lista Alþýðuflokksins við næstu alþingiskosningar. Jafriframt er reiknað með því að Jón dragi sig strax í hlé frá dagleg- lun störfum við Þjóðhagsstofhun en muni þar til hann fer í leyfi sinna innri störfum í stofnuninni ásamt langtímaverkefhum sem hann hefur haft umsjón með. Þá hefur DV öruggar heimildir fyrir þvi að Jón muni ekki taka þátt í fiskverðsákvörðunum nó koma fram fyrir hönd stofnunarinnar við gerð kjarasamninga. -ój é á s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.