Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 50
50 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... Brigitte Bardot hefur ekki bara yfirgefið kvikmyndirnar heldur er hún núna að hugsa um að yfir- gefa heimili sitt, villuna La Madrague í Saint-Tropez á frönsku rívíerunni. Þolir hún ekki lengur alla ferðamenn- ina, hávaðann og skítinn. Hún hefur oft átt í deilum við yfirvöld staðarins sem ekki hafa veitt henni leyfi til þess að reisa háan múr í kringum villuna. Brigitte hefur nú hug á að kaupa hús á einhverjum afskekktum stað í Provence þar sem hún getur dvalið ásamt öllum köttunum sínum, hundun- um og öðrum dýrum. Elizabeth Taylor hefur reynt aflar mögulegar aðferðir til þess að bjarga hjónabandi sonar síns, hans Christophers Wilding, en án árangurs. Konan hans Chri- stophers, hún Aileen, sem yfirgaf hann í júlí, hefur nú tekið bæði börnin til sín og flutt inn á hótel í Los Ange- les og þar býr einnig elsk- hugi hennar. Vesalings Chris er alveg niðurbrotinn og hefur nú flutt heim til mömmu. Richard Chamberlain á konu sem stendur honum nær en allar aðrar. Og er það engin önnur en móðir hans, hún Elsa, sem er orðin 84 ára gömul. Þegar Richard var nýlega á Spáni vegna upptöku sjónvarpsþátta saknaði hann mömmu gömlu allt í einu rosalega mikið. Hann lyfti upp tólinu og hringdi heim til hennar í Los Angeles. Skipaði hann henpi að taka fyrstu flugvél yfir Atlantshafið. Picasso í 1 flamenco Sverrir Guðjónsson á æfingu með kór Langholtskirkju. DV-mynd KAE. „Bamastjaina“ á æfingu Barnastjarnan Sverrir Guðjónsson er orðin 36 ára gamall kennari. Á laugardaginn söng hann einsöng með kór Langholtskirkju sem flutti argentínsku messuna Misa Criolla eftir Ariel Ramírez. Sverrir var aðeins 7 ára gamall þegar hann fór að syngja opinberlega með danshljómsveit föður síns, Guð- jóns Matthíassonar. Hann fór í læri til Demetz og tók síðan að syngja ítölsk lög á skemmtunum. Söng hann opinberlega þar til hann var 13 ára. Sverrir lagði þó ekki sönginn á hilluna. Hann var í kór Langholts- kirkju í nokkur ár, söng með Pónik og stundaði nám í jassdeild Félags íslenskra hljómlistarmanna. Fyrir tveim árum var Sverrir í kvenrullu í söngleiknum Chicago og þótti countertenórsviðið svo spenn- andi að hann er að læra slíkt hjá Rut Magnússon. Palome Picasso, dóttur málarans sál- uga, er flest til lista lagt. Vakti hún aðdáun allra viðstaddra þegar hún á dögunum fékk sér snúning á dans- gólfinu. Var það hvorki meira né minna en við hinn fræga dansara Antonio el Bailarin sem Palome dansaði ærslafullan flamenco. Uppá- hald Karólínu í Holly- wood Hljómsveitin the Imagination skemmti gestum Hollywood á fimmtudags- og föstudagskvöld. Fullt hús gesta notaði tækifærið og horfði á þessa heimsfrægu skemmtikrafta sem skemmt hafa um víða veröld. Þeir hafa komið fram í Royal Al- bert Hall fyrir prinsinn og prinsess- una af Wales og eru sérstakt uppáhald Karólínu prinsessu af Monaco. Þótti Hollywood því heiður að því að bjóða gestum sínum upp á skemmtiatriði þessara listamanna. DV-mynd GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.