Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. Utlönd f.íí:. V ■ : gsa ':'íwr % aaHiÍF™?"Wraifci. ■ mfe-- _ stiífá?6''*'*"-. Japanir eru orðnir rikasta stórþjóð veraldar. I sameiningu framleiða þeir meira en öll gömlu stórveldin i Evrópu sem fyrir fáum áratugum drottnuðu yfir meirihluta heimsins í krafti efnahagslegra yfirburða og þess hernaðar sem með þeim yfirburðum mátti kaupa. Hver um sig þéna þeir tíunda hluta meira en Bandaríkjamenn og tvöfalt meira en Bretar. „Japanir þurfa ekki tmarbrögð, það eru trúarbrögð að vera Japani“ Efnahagslegir yfirburðir Japana gera ríki þeiira að vaxandi þungamiðju stjómmála í Asíu Jón Ormur HaBdórsson, DV, Haag: Sovétmenn hafa að undanfómu reynt hvað þeir mega til þess að ijúfa einangrun sína gagnvart Austur- Asiu. Þessar tilraunir snúa ekki einungis að Kína heldur ekki síður að Japan og nýju iðnríkjunum í Suðaustur-Asíu. Japanska hagkerfið er líklega svipað því sovéska að stærð ef þau em borin saman með alþjóðlegum verðmætakvarða. Japanir hafa mikla yfirburði yfir Sovétmenn á nokkrum sviðum hagnýtrar tækni en efnahagsleg samvinna milli ríkj- anna er hverfandi lítil. Sovétríkin em líka í sem næst al- gerri einangmn gagnvart ríkjum sunnar á þessu heimssvæði og ræður þar mestu stuðningur þeirra við hemám Víetnam á Kambódíu sem í Suðaustur-Asíu er litið á sem ógn við stöðugleika í þeim heimshluta. Nýtt stórveldi Efnahagslegir yfirburðir Japana gera ríki þeirra að vaxandi þunga- miðju stjómmála í Austur-Asíu. Hvar sem farið er um þennan heims- hluta blasa við auglýsingaskilti japanskra fyrirtækja og þorri þeirra bfla, sem um götur fara, er japansk- ur, svo dagleg dæmi séu tekin um það sem myndar tilfinningu almenn- ings fyrir nálægð þessa nýja stór- veldis. Á stjómmálasviðinu og enn frekar á því hemaðarlega fara Japanir hins vegar varlega. Þeir hafa allar efha- hagslegar forsendur til að verða annað eða þriðja mesta herveldi heimsins en her þeirra er hins vegar lítill og máttur hans ekki talinn nægjanlegur til þess að veija þessar litlu eyjar fyrir Sovétríkjunum eða Kína, hvað þá til að ógna öðrum. Fyrir þessu eru sögulegar ástæður, en stór hluti þjóðarinnar vill engan eða mjög lítinn her, auk þess sem stjómarskráin fyrirbýður nokkra alvarlega uppbyggingu á herafla. Tíundi hluti allrar þróunaraöstoöar I alþjóðastjómmálum láta Japanir lítið sem ekkert til sín taka á yftr- borðinu þó þeir greiði stóran og vaxandi hluta af kostnaði margra alþjóðastofnana ásamt með því að veija sem svarar 200 milljörðum ís- lenskra króna til þróunaraðstoðar. íbúar lítilla eyja í jaðri mannhafs- ins í Asíu fram- leiða nú meira en allir íbúar þriggja stærstu ríkja Evr- ópu samanlagt Þetta er tíundi hlutinn af allri þró- unaraðstoð Vesturlanda og Japan kemur nú í þríðja sæti á eftir Frakk- landi og Bandaríkjunum hvað varðar umfang efriahagsaðstoðar við þriðja heiminn, þó enn sé þetta lítið hlutfall af þeirra mikla auði. f nokkrum stjómmálalega mikil- vægum ríkjum hafa Japanir tekið að sér stærstan hluta þróunarað- stoðar Vesturlanda, eins og á Filippseyjum, Thailandi, Indónesíu og Malasíu. Þessari aðstoð hafa hingað til ekki fylgt stjómmálaleg skilyrði en obein áhrif fylgja þessari aðstoð og fara ört vaxandi að mikil- vægi, ekki síst í þessum heimshluta þar sem þjóðir em margar á kross- götum og sundraðar um hvert skuli halda. Það sem hægir á og dregur úr áhrifum Japana á heimsmálin em fyrst og fremst atriði í þeirra eigin menningu og sögu, miklu frekar en nokkrar efnahagslegar eða beinlínis pólitískar ástæður. Vaxandi sjálfstraust Hvort tveggja er að breytast. Það fennir ört yfir sporin úr síðari heims- styijöldinni og um leið hefúr sjálfs- traust Japana vaxið. Þá hefur í rauninni aldrei skort sjálfstraust í eiginlegum skilningi en áfall stríðs- ins leiddi til tilfinninga sem túlka mætti sem skort á slíku. Japanir em hins vegar flestir sannfærðir um menningarlega ekki síður en efna- hagslega yfirburði sína yfir restina af mannfólkinu á jörðinni. „Japanir þurfa ekki trúarbrögð", sagði mér japanskur maður, „það em trúar- brögð að vera Japani“, bætti hann við. Þó kók og McDonalds hafi fengið greiðar viðtökur í Japan og margt evrópskt og amerískt sé í tísku er þetta öðmvísi land með öðmvísi menningu sem ekki virðist ætla að kaffærast af heimsmenningunni að vestan. Menningarleg heimsvaldastefna Efiiahagslegir yfirburðir gefa Japön- um kost á að stunda menningarlega heimsvaldastefnu eins og ríki Evr- ópu hafa stundað um aldir en ekki er vist að þeirra flókna menning renni jafhgreiðlega niður og pen- ingamenningin að vestan. Það var svo hvunndagslegt atvik sem skyndileg gengishækkun jap- anska yensins í haust sem benti mörgum Evrópubúum á yfrrvofandi kaflaskipti í sögu heimsins. Umsjón: Hannes Heimisson Þegar menn vom búnir að reikna hagkerfi heimsins út á nýju gengi kom í ljós að íbúar lítilla eyja í jaðri mannhafsins í Asíu framleiða meira en allir íbúar þriggja stærstu ríkja Efnahagsleg þungamiðja heimsins færist nútil Evrópu til samans, Bretlands, Þýskalands og Frakklands. Jap- anska hagkerfið reiknaðist jafii- framt talsvert meira en helmingur af bandaríska hagkerfinu, sem frá lokum stríðsins hefur keypt yfirburði Bandaríkjanna í stjómmálum heimsins. Það er gömul klisja að tala um öld Asíu eða öld Kyrrahafsins sem nafn þess tíma sem upp mun renna á næstu árum. Þessi klisja geymir hins vegar nokkum sannleik og tími þess sannleika er ef til vill nær en fólk í Evrópu kærir sig um. Evrópa hefúr verið þungamiðja heimsins í efiiahagslegu, menningar- legu, hemaðarlegu og pólitísku tilliti allt frá því rnenn fóm að líta á heim- inn sem eina sþannanlega heild við upphaf þess tíma er Bretar og Spán- veijar lögðu hálfan heiminn undir sig. Ríkasta stórþjóð veraldar Japanir eru orðnir ríkasta stórþjóð veraldar. í sameiningu framleiða þeir meira en öll gömlu stórveldin í Evrópu sem fyrir fáum áratugum drottnuðu yfir meirihluta heimsins í krafti efhahagslegra yfirburða og þess hemaðar sem með þeim yfir- burðum mátti kaupa. Hver um sig þéna þeir tíunda hluta meira en Bandaríkjamenn og tvöfalt meira en Bretar. Það er nokkuð síð- an venjulegur Japani varð ríkari en venjulegur íslendingur og líklega er munurinn orðinn fimmtiu til sextíu prósent Japönum í vil. Það sem skiptir máli í þessum sam- anburði er að Japanir em ekki aðeins ríkir hver um sig heldur em þeir líka íjölmenn þjóð og staðsettir í þeim hluta heimsins sem vex örast að efnahagslegu og pólitísku vægi. Efnahagsleg þungamiðja heimsins hefur færst til og það með þeirri skyndingu að pólitíkin hefúr ekki náð að fylgja. Völd Bandaríkjanna í heiminum em auðvitað alfarið byggð á efna- hagslegum yfirburðum sem keypt hafa hemaðaryfirburði sem síðan hafa tryggt yfirburði í stjómmálum heimsins. Fyrir aðeins tuttugu árum var hagkerfi Japana ekki nema eins og einn tíundi af hagkerfi Bandaríkj- anna og mikilvægi þjóðanna tveggja í viðskiptum og stjómmálum heims- ins var í samræmi við það. Nú er japanska hagkerfið orðið fimmtíu og fimm prósent af því bandaríska og innan nokkurra ára má búast við að Japanir framleiði eins og tvo þriðju af allri framleiðslu Bandaríkj- anna. Meiri verslun við Kyrrahaf Fyrir fáum árum fór líka stór hluti af allri heimsversluninni fram yfir Atlantshaf og hemaðarlegt og póli- tískt mikilvægi þess hafsvæðis var í samræmi við það. Nú er meira versl- að yfir Kyrrahaf en Atlantshaf og enn er ör vöxtur í þeirri verslun. Þessar byltingarkenndu breyting- ar á efriahagslífi heimsins munu með tíð og tíma leiða til jafnumfangsmik- illa breytinga á pólitískum áhrifum einstakra þjóða í heiminum. Þær hafa ekki enn orðið að marki en þessi síðustu misseri hefur mátt greina teikn um verulegar breyting- ar til sömu áttar og þær efhahags- legu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.