Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. 51 Þeir áttu ekki sist heiðurinn af matnum, Kristján Jónasson, yfirkokkur á KEA, og Gunnar Páll Gunnarsson kokkur. Mynd Jón G. Hauksson. Gunnar Kjartansson, hótelstjóri KEA, og Sigmundur Ófeigsson, formaður Skotveiðifélagsins, fóru i smökkunarkeppni. Hvorugur gat rétt til um steik- ina sem þeir brögðuðu og hér þefar Sigmundur af bráðinni. Spennandi viðureign við villibráð Jón G. Haukssan, DV, Akureyxi; Villibráðin kom von bráðar þeg- ar gestir komu á villibráðarkvöldið á KEA um síðustu helgi. Mikil stemning var við matborðið, villi- bráðin var spennandi viðureignar. Boðið var upp á endur, rjúpur, gæsir, svartfugl, lunda, graflax, íjallalamb, hreindýr, þurrkað hangi- kjöt og innbakaða kæfu, svo eitthvað sé nefnt. í eftirrétt var fjallagrasa- fromage. Pálmi Matthíasson, prestur og út- varpsmaður, var veislustjóri en Ingimar Eydal sá um villibráðartón- listina. Hljómsveit Ingimars lék síðan fyrir dansi. Og eins og gengur héldu ýmsir góðir veiðimenn áfram við að fanga bráðina. Bráðin fönguð. Prinsessan og rokkstjarnan Rod Stewart er ekki vanur að létta á hjarta sínu við blaðamenn en þegar Stefanía prinsessa af Monaco bað um viðtal tók hann einkaþotuna sína og flaug til Parísar. Stefanía hefur alltaf verið hrifin af gamla refnum með sandpappírs- röddina og hann lét ekki sitt eftir liggja til þess að töfra hana upp úr skónum. Hún spurði hann um tónleikaferðir hans og ýmislegt þar að lútandi. Aðspurður hvort hann væri róman- tískur sagðist hann vera tilfinninga- rík persóna og varðandi útlit kvaðst hann sjá um það sjálfur þar sem hann hefði áhuga á slíku. Stefaníu þótti þörf á því að spyrja hann hvort hann væri sexí og vísaði hann spurningunni til kærustunnar sem ekki var viðstödd... Það fór vel á með þeim Stefaniu prinsessu og Rod Stewart þegar hún átti viðtal við hann. 1111 Sviðsljós Ólyginn Whoopi Goldberg var nýlega á brúðltaups- ferðalagi í Evrópu með eiginmanninum sem heitir David. Whoopi er þekkt fyrir leik sinn í myndinni Purp- uraliturinn og þótti hún gera það gott. Hún vill líka hafa það gott og fékk hún sér svítu á Savoy hótelinu í Lon- don sem var fyrsti áfanga- staðurinn. Síðan var haldið til Feneyja þar sem ætlunin var að sigla á gondólum og svo framvegis... Kate Vernon sem leikur dóttur Richard Channing í sjónvarpsþátt- unum Falcon Crest, er með Gordon Thompson sem leikur Adam Carrington í Dynasty. Þar sem upptaka á þessum þáttum fer ekki alltaf samtímis fram geta liðið nokkrar vikur á milli þess sem þau skötuhjúin geta hist. Kate er svo sæt að leik- konurnar í Falcon Crest vildu fyrst ekkert hafa með hana að gera en karlmenn- irnir tóku því þetur á móti * henni. Marlon Brando finnst nú tími til kominn að fara að láta sér líða vel. Þess vegna er nú þessi þústni eldri maður, hann er orðinn 62 ára, að hugsa um að festa kaup á ensku óðalssetri. Það á helst að vera í þægilegri fjarlægð frá London en þó svolítið afskekkt. Ekki þykir honum duga að vera með venjulegan enskan garð fyrir utan heldur ætlar hann að gróðursetja þar pálmatré og annan suðrænan gróður. Hann hefur verið svolítið óheppinn því nýlega fór setrið hans Paul Gettys gamla á bara 300 milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.