Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 48
48
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986.
I gærkvöldi
Ingibjörg Oskarsdóttir verslunarmaður:
Andrúmsloftið Ivflegra á Stöð 2
Ég horfði aldrei þessu vant mikið
á sjónvarpið um helgina. Á íostu-
dagskvöldið byrjaði ég á að horfa á
þann gamla með öðru auganu og
Kastljós, þá á fréttimar um alnæmi,
sem mér finnst nauðsynlegt að vekja
athygli á öðru hverju til þess að
minna á hversu skæður þessi sjúk-
dómur er. Einnig horfði ég á
bíómynd kvöldsins sem var ágæt til
afþreyingar.
Ég álpaðist til að horfa á allt er
þegar þrfennt er. Það eru með „ódýr-
ari“ og lélegri þáttum sem ég hef
augum litið en aftur á móti var
Undir sama þaki skemmtilega hal-
lærislegur og gaman að sjá hvemig
tíðarandinn hefur breyst. Ég endaði
kvöldið á Ástarsögu (Love story).
Það var sorglegur endir.
Ingibjörg Oskarsdóttir.
Fréttimar á Stöð 2 em mjög góð-
ar, það er eins og það votti fyrir smá
húmor þar, þá á ég ekki við að frétt-
imar séu bráðfyndnar heldur er
andrúmsloftið líflegra en á frétta-
stofu Sjónvarpsins.
Geisli er með afbrigðum gott inn-
legg í lista- og menningarlíf lands-
manna auk þess er hann vel fram
settur með góðum stjómendum.
íslenska sjónvarpið er ólíkt betri
en Stöð 2. Þó svo að bíómyndimar
séu mun betri í þeirri síðamefndu
en þeir sem hafa horft mikið á mynd-
band síðustu tvö árin hafa að öllum
líkindum séð flestallar þær myndir
sem þar era í boði.
Ég verð að segja eins og flestir
aðrir að ég hlusta mest á Bylgjuna
hún er ágætis vinnustaðaútvarp.
Andlát
Ólafur Stefánsson, fyrrv. skip-
stjóri, lést aðfaranótt fimmtudagsins
27. nóv. sl. að Hrafnistu í Reykjavík.
Sigríður Á. Magnúsdóttir frá Súg-
andafirði, sem andaðist í Borgarspít-
g.lanum 21. nóvember sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu í
dag, 1. desember, kl. 15.
Svanbjörg Hróðný Einarsdóttir,
Sólheimum 23, Reykjavík, andaðist
þann 27. nóvember sl.
Sigurjón Ó. Gíslason, Ferjubakka
4, lést föstudaginn 28. nóvember.
Halldór Símonarson, Barónsstíg
78, verður jarðsunginn frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík þriðjudaginn 2.
des. kl. 13.30.
Arnheiður Guðný Guðmunds-
dóttir, Árlandi 6, Reykjavfk,
andaðist í Vífilsstaðaspítala föstu-
-daginn 28. nóvember.
Otför Steinunnar Önnu Guð-
mundsdóttur, Bræðratungu 14,
Kópavogi, fer fram frá Kópavogs-
kirkju í dag, 1. des., kl. 13.30.
Tilkynningar
Vímulaus æska
Skrifstofa foreldrasamtakanna Vímulaus
æska, Síðumúla 4. Opið mánudaga kl.
13-16, þriðjudaga kl. 9-12, miðvikúdaga
kl. 9-12, fimmtudaga kl. 9-10, föstudaga
kl. 9-12. Sími 82260.
Úr ævi og starfi íslenskra
kvenna
Væntanlegt er á bókamarkaðinn fyrir
jólin þriðja og síðasta bindi safnritsins
„Úr ævi og starfi íslenskra kvenna“ eft-
ir Björgu Einarsdóttur.
f þriðja bindinu eru sextán þættir þar
sem sagt er frá yfir tuttugu konum, ævi-
ferli þeirra og lífsstarfi. Fyrsta bindið kom
út í desember 1984. Upplag þess hefur tví-
vegis þrotið hjá forlaginu en er nú komið
á markað í þriðju prentun. Annað bindi
þessarar þáttaraðar kom í mars 1986 og
nú í desember er von á þriðju og síðustu
bókinni.
Hver bók er sjálfstæð heild og í hverjum
þætti sérstaklega eftir atvikum greint frá
einni eða fleiri konum. Öll saman eru bind-
in þrjú sérstætt úrtak sem Björg Einars-
dóttir hefur unnið um líf íslenskra kvenna
og viðfangsefni þeirra, einkum á fyrri
hluta þessarar aldar.
Óvenju mikið og fjölbreytt myndefni
prýðir bækumar. Margar myndanna era
fáséðar og sumar sérstaklega teknar vegna
útgáfunnar.
Ck'uwCfvíi.
03 <ít. rxvtm
•3»ífh •■! íf: a-rikx t'.:ff.<íf -.to:f J Au-.p.etfl/ fr.f<f'P.<j*:r-^: ‘ír'
Jólakort íslandsdeildar Am-
nesty International
er komið á markaðinn. Að þessu sinni
prýðir kortið mynd eftir Kristján Davfðs-
son. Jólakortið er aðaltekjulind íslands-
deildar og eru velunnarar samtakanna
minntir á að kortin era afgreidd á skrif-
stofu samtakanna að Hafnarstræti 15, III.
hæð, alla virka daga frá kl. 16-18.
Jólaskákmót íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavíkur
Skákmótið verður með sama fyrirkomu-
lagi og í fyrra, keppt verður í tveim
aldursflokkum.
Keppnisstaður: Taflfélag Reykjavíkur,
Grensásvegi 46. í yngri flokk (1.-6. bekk)
má hver skóli senda tvær sveitir, 4 menn
og 2 til vara í hvorri sveit. Keppni í yngri
flokki verður sunnudaginn 17. desember
kl. 14.00.
Tefldar verða 6 umferðir (hraðmót) eftir
Monradkerfí, 15 mín. skákir. Verðlaunaaf-
hending verður að lokinni keppni.
í eldri flokk (7.-9. bekk) má hver skóli
senda tvær sveitir, 4 menn og tvo til vara
í hvorri sveit. Keppni í eldri flokki verður
fímmtudaginn 4. desember kl. 19.00.
Tefldar verða 6 umferðir (hraðmót) eftir
Monradkerfi. 15 mínútur á skák. Verð-
launaaíhending verður að lokinni keppni.
Flóamarkaður
verður í sal Hjálpræðishersins í Kirkju-
stræti miðvikudag og fimmtudag 3. og 4.
desember. Opið frá kl. 10-17 báða dagana.
Mikið af góðum og ódýrum fatnaði.
Kvenfélag Fríkirkjunnar í
Reykjavik
verður með jólakvöld fimmtudaginn 4.
desember nk. kl. 20.30 að Hallveigarstöð-
um. Sýnikennsla á jólaföndri. Einnig
verður efnt til skydihappdrættis.
Ný grafíkmappa
Nýlega kom út hjá félaginu íslensk grafík
mappa með 5 myndum eftir 5 listamenn.
Myndimar, sem era ætingar, dúkskurð-
ur og sáldþrykk, eru eftir þau Björgu
Þorsteinsdóttur, Guðmund Ármann, Jón
Reykdal, Sigurð Þóri og Valgerði Hauks-
dóttur.
Sniglabandið hefur sent frá sér tveggja
laga hljómplötu sem ber heitið „Fjöllin
falla í hauga... “• en nafngiftin er sótt í
annað laga plötunnar, „750 cc blús“. Lag-
ið, hressilegt brokklag, er eftir Valdimar
Örn Flygenring en textann, hugleiðingu
um dásamleg ævintýr og hrikaleg örlög á
vegum úti, gerði Þormar Þorkelsson, Snig-
ill nr. 13.
Hitt lagið á plötunni munu flestir kann-
ast við, það heitir Álfadans, léttilega
brokkað upp í útsetningu Sniglabandsins.
Sniglabandið er sem kunnugt er skipað
félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldis-
ins, Sniglum, og hefur nú starfað hátt á
annað ár. Hljómsveitin hyggst fylgja plöt-
unni eftir með söng og hljóðfæraslætti
víðsvegar um landið, einkum um áramót-
in, og hefur þegar hafið undirbúning
útgáfu stórrar plötu sem væntanlega kem-
ur út með Iaufinu á trjánum.
Tommahamborgarar styðja
íþróttamenrí og öryrkja
Tommahamborgarar, Grensásvegi 7, hafa
ákveðið að hvetja fólk til þátttöku í hinu
nýja Lottói með því að gefa viðskiptavin-
um sínum eina röð í Lottóinu fyrir hvern
hamborgara sem þeir kaupa. Þetta sam-
svarar því að Tommahamborgarar styrki
íþróttahreyfinguna og öryrkjabandalagið,
sem njóta góðs af lottóinu, með 25 króna
framlagi fyrir hvern hamborgara sem er
seldur. Um leið taka viðskiptavinir fyrir-
tækisins þátt í leiknum og geta e.t.v. unnið
stórar fjárhæðir.
Sérhver viðskiptavinur Tommaham-
borgara, Grensásvegi 7, sem kaupir
hamborgara, fær ávísun frá „Milljóna-
bankanum TB“ á eina röð í Lottó. Við-
skipavinurinn fyllir út lottóröð og skilar
í afgreiðsluna ásamt ávísuninni frá Millj-
ónabankanum og fær þá um leið aflestur
af einni lottóröð sem Tommahamborgarar
greiða fyrir. Með þessum hætti eru við-
skiptavinimir hvattir til að taka þátt í
þessum skemmtilega leik um leið og stutt
er við bakið á íþróttahreyfingunni og Ör-
yrkjabandalaginu.
Beðið eftir Godot í Iðnó
Leikhópurinn „Dominique Houdard" firá
Frakklandi sýnir á frönsku leikritið Beðið
eftir Godot (En attendant Godot) eftir
Samuel Beckett í Iðnó, Vonarstræti 3,
dagana 1. og 2. desember nk. Fyrri sýning-
in verður mánudaginn 1. des kl. 20.30 og
sú seinni þriðjudaginn 2. desember kl.
20.30. Sala aðgöngumiða stendur yfir í
Iðnó.
Grafíkmöppur félagsins Islensk grafík
hafa komið út annað hvert ár. Þetta er
5. mappa félagsins en sú fyrsta kom út
árið 1978.
Mappan er gefin út í 50 tölusettum ein-
tökum. Örfáum eintökum er enn óráðstaf-
að. Nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu Sambands íslenskra myndlistar-
manna í síma 11346 næstu daga.
Vetrarlíf ’86
í fyrsta sinn hér á landi verður haldin stór
sýning á öllum búnaði sem er nauðsynleg-
ur til iðkunar útiveru að vetri til. Meðal
þess sem sýnt verður era vélsleðar, fjór-
hjól, bílasímar, talstöðvar, lorantæki,
skíðaútbúnaður, hlífðarfatnaður og margt
fleira. Fyrir sýningu þessari stendur
Landssamband íslenskra vélsleðamanna.
LIV var stofnað fyrir þremur árum og í
samtökunum era 450 félagar sem áhuga
hafa á útivera að vetri til og vélsleða-
akstri. Sýningin er haldin að Fosshálsi,
Ártúnshöfða í Reykjavík, og er opin fram
á sunnudag frá kl. 10-21.
Alþýðuleikhúsið
Alþýðuleikhúsið sýnir Köttinn sem fer
sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonar-
son.
Leikritið byggir á samnefndu ævintýri
Rudyards Kipling. Tónlistin í verkinu er
einnig eftir Ólaf Hauk. Skiptast þar á
hressileg rokklög og fallegar ballöður.
Sýningin verður í Bæjarbíói í Hafnar-
firði, s. 50184, í miðri viku og um helgar
en þar hefur Alþýðuleikhúsið nú fengið
inni um stundarsakir. Sýning sunnudag
kl. 15.00.
Sovésk kvikmyndavika í
Reykjavík
Dagana 29. nóv.-5. des. verður sovésk
kvikmyndavika haldin í Reykjavík. Eftir-
taldar myndir verða sýndar: „Sú falleg-
asta“, ”Tækifærisgifting“, „Frosin
kirsuber", „Það er tími til að lifa, það er
tími til að elska“, „Jazzmenn" og Ég er
að tala við þig“. Ástin, leit að hamingj-
unni og tengsl karls og konu era við-
fangsefni myndanna.
Sýningar
Vondar myndir frá liðnu sumri
Næstkomandi mánudag, 1. desember, opn-
ar ívar Brynjólfsson ljósmyndasýningu í
Djúpinu, Hafnarstræti 15. Sýningin kall-
ast Vondar myndir frá liðnu sumri.
Sýningin er opin daglega á opnunartíma
Hornsins. Henni lýkur 23. desember.
Málverkasýning á Blönduósi
Þorlákur Kristinsson (Tolli) opnaði mál-
verkasýningu í útibúi Alþýðubankans,
Húnabraut 13, Blönduósi, á fimmtudaginn
sl. en það var jafnframt fyrsti starfsdagur
útibúsins. Sýningin er opin á sama tíma
og bankinn og mun standa í nokkrar vik-
ur. Bent skal á að um sölusýningu er að
ræða svo að þama gefst gott tækifæri,
bæði til að komast í kynni við góða mál-
aralist og eignast málverk sérstaks lista-
manns.
Gallerí Slunkaríki
Nú stendur yfir sýning á einþrykksverkum
og mónótýpum eftir Björgu Órvar. Sýning-
in stendur til 4. desember.
Tórúeikax
Píanóleikur á Kjarvalsstöðum
Guðmundur Magnússon píanóleikari
heldur tónleika á Kjarvalsstöðum þriðju-
daginn 2. des. kl. 20.30. Guðmundur
brautskráðist frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík vorið 1979 og voru kennarar
hans þar Margrét Eiríksdóttir og Árni
Kristjánsson. Eftir það stundaði Guð-
mundur nám við Tónlistarskólann í Köln
í 5 ár hjá próf. Helmut Weinrebe. Á efnis-
skrá tónleikanna eru verk eftir Schubert,
Chopin, Messiaen, Skrjabin og Liszt.
Kammermúsíkklúbburinn
Aðrir tónleikar á starfsárinu verða í Bú-
staðakirkju mánudaginn 1. desember kl.
20.30. Flytjendur verða Halldór Haralds-
son, píanó, Guðný Guðmundsdóttir, fiðla,
og Gunnar Kvaran, knéfiðla. Á þessum
tónleikum verður í fyrsta sinn leikið opin-
berlega á nýjan Yamaha-flygil Kammer-
músíkklúbbsins.
Pyrirlestrar
Háskólafyrirlestrar
Dr. Hans Jacob Debes, lektor í sagnfræði
við Fróðskaparsetur Foroya, flytur tvo
opinbera fyrirlestra í boði heimspekideild-
ar Háskóla íslands í byrjun desember.
Fyrri fyrirlesturinn nefnist „íslensk
áhrif á færeyska þjóðemishreyfingu“ og
verður fluttur þriðjudaginn 2. desember
1986 kl. 17.15 í stofu 201 í Odda.
Seinni fyrirlesturinn nefnist „Færeysk
stjórnmálasaga síðan 1948“ og verður
fluttur fimmtudaginn 4. desember kl. 17.15
í stofu 308 í Ámagarði.
Fyrirlestrarnir verða fluttir á dönsku
og er öllum heimill aðgangur.
Hans Jacob Debes er fæddur árið 1940.
Hann lauk cand.mag.-prófi í sagnfræði
sem aðalgrein og ensku sem aukagrein við
Kaupmannahafnarháskóla 1971 og var
síðan kennari við Foroya Studentaskúla
1971-85. Nú í haust var hann skipaður
lektor í sagnfræði við Fróðskaparsetur
Foroya. Eftir Debes liggja margar ritsmíð-
ar um sagnfræðileg efni. Árið 1984 hlaut
hann doktorsgráðu við heimspekideild
Háskóla Islands fyrir rit sitt, Nú er tann
stundin... Tjóðskaparrorsla og sjálv-
stýrispolitikkur til 1906. Hann vinnur nú
að samningu mikils yfirlitsrits um sögu
Færeyja frá öndverðu til samtímans. Deb-
es á sæti á lögþingi Færeyja fyrir Þjóð-
veldisflokkinn.
Fundir
Kvenfélag Árbæjarsóknar
heldur jólafund sinn þriðjudaginn 2. des-
ember kl. 20.30 í safnaðarheimilinu.
Kvenfélagið Fjallkonurnar
halda jólafund sinn þriðjudaginn 2. des.
kl. 20.30 í safnaðarheimili Hóla- og Fella-
kirkju. Konur, komið með jólapakka.
Hangikjöt og laufabrauð á boðstólum. Til-
kynnið þátttöku til stjórnar.
Styrktarfélag vangefinna
heldur sinn árlega jólafund í Safnaðar-
heimili Bústaðakirkju miðvikudaginn 3.
des. nk. kl. 20.30. Jóladagskrá, happdrætti
og kaffiveitingar. Ágóði rennur í ferðasjóð
3. bekkjar Þroskaþjálfaskólans.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Suðurvangi 4, 2.h. nr. 4, Hafnarfirði, þingl. eign
Björgvins Helgasonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. desember
1986 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 24., 30. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Hverfisgötu 6, Hafnarfirði, þingl. eign Katrínar Óskarsdóttur og Kolbeins
Andréssonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl., Iðnlánasjóðs
og innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. desember 1986
kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 24., 30. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Selvogsgötu 26, jarðhaeð, Hafnarfirði, þingl. eign Ara Hafsteins Richards-
sonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hrl., Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði,
Veðdeildar Landsbanka íslands, Kristjáns Ólafssonar hdl., Guðjóns Stein-
grímssonar hrl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimrntudaginn
4. desember 1986 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 140., 148. og 151. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Breiðabólstað, íbúðarhúsi og útihúsum, Bessastaðahreppi, þingl.
eign Jóns Vestdal, fer fram eftir kröfu Valgarðs Sigurðssonar hdl. á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 4. desember 1986 kl. 17.00.
_________________________Sýslumaðurinn I Kjósatsýslu.
Sniglabandið - Fjöllin falla í
hauga
BINGO!
Hefst kl. 19 .30
Aðalvinningur að verðmæti
_________kr.40bús.________
Heildarverðmæti vinninga
kr.180 þús.
TEMPLARAHÖLLIN
Eiríksgötu 5 — S. 20010
•V .