Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 48
48 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. I gærkvöldi Ingibjörg Oskarsdóttir verslunarmaður: Andrúmsloftið Ivflegra á Stöð 2 Ég horfði aldrei þessu vant mikið á sjónvarpið um helgina. Á íostu- dagskvöldið byrjaði ég á að horfa á þann gamla með öðru auganu og Kastljós, þá á fréttimar um alnæmi, sem mér finnst nauðsynlegt að vekja athygli á öðru hverju til þess að minna á hversu skæður þessi sjúk- dómur er. Einnig horfði ég á bíómynd kvöldsins sem var ágæt til afþreyingar. Ég álpaðist til að horfa á allt er þegar þrfennt er. Það eru með „ódýr- ari“ og lélegri þáttum sem ég hef augum litið en aftur á móti var Undir sama þaki skemmtilega hal- lærislegur og gaman að sjá hvemig tíðarandinn hefur breyst. Ég endaði kvöldið á Ástarsögu (Love story). Það var sorglegur endir. Ingibjörg Oskarsdóttir. Fréttimar á Stöð 2 em mjög góð- ar, það er eins og það votti fyrir smá húmor þar, þá á ég ekki við að frétt- imar séu bráðfyndnar heldur er andrúmsloftið líflegra en á frétta- stofu Sjónvarpsins. Geisli er með afbrigðum gott inn- legg í lista- og menningarlíf lands- manna auk þess er hann vel fram settur með góðum stjómendum. íslenska sjónvarpið er ólíkt betri en Stöð 2. Þó svo að bíómyndimar séu mun betri í þeirri síðamefndu en þeir sem hafa horft mikið á mynd- band síðustu tvö árin hafa að öllum líkindum séð flestallar þær myndir sem þar era í boði. Ég verð að segja eins og flestir aðrir að ég hlusta mest á Bylgjuna hún er ágætis vinnustaðaútvarp. Andlát Ólafur Stefánsson, fyrrv. skip- stjóri, lést aðfaranótt fimmtudagsins 27. nóv. sl. að Hrafnistu í Reykjavík. Sigríður Á. Magnúsdóttir frá Súg- andafirði, sem andaðist í Borgarspít- g.lanum 21. nóvember sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, 1. desember, kl. 15. Svanbjörg Hróðný Einarsdóttir, Sólheimum 23, Reykjavík, andaðist þann 27. nóvember sl. Sigurjón Ó. Gíslason, Ferjubakka 4, lést föstudaginn 28. nóvember. Halldór Símonarson, Barónsstíg 78, verður jarðsunginn frá Fríkirkj- unni í Reykjavík þriðjudaginn 2. des. kl. 13.30. Arnheiður Guðný Guðmunds- dóttir, Árlandi 6, Reykjavfk, andaðist í Vífilsstaðaspítala föstu- -daginn 28. nóvember. Otför Steinunnar Önnu Guð- mundsdóttur, Bræðratungu 14, Kópavogi, fer fram frá Kópavogs- kirkju í dag, 1. des., kl. 13.30. Tilkynningar Vímulaus æska Skrifstofa foreldrasamtakanna Vímulaus æska, Síðumúla 4. Opið mánudaga kl. 13-16, þriðjudaga kl. 9-12, miðvikúdaga kl. 9-12, fimmtudaga kl. 9-10, föstudaga kl. 9-12. Sími 82260. Úr ævi og starfi íslenskra kvenna Væntanlegt er á bókamarkaðinn fyrir jólin þriðja og síðasta bindi safnritsins „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna“ eft- ir Björgu Einarsdóttur. f þriðja bindinu eru sextán þættir þar sem sagt er frá yfir tuttugu konum, ævi- ferli þeirra og lífsstarfi. Fyrsta bindið kom út í desember 1984. Upplag þess hefur tví- vegis þrotið hjá forlaginu en er nú komið á markað í þriðju prentun. Annað bindi þessarar þáttaraðar kom í mars 1986 og nú í desember er von á þriðju og síðustu bókinni. Hver bók er sjálfstæð heild og í hverjum þætti sérstaklega eftir atvikum greint frá einni eða fleiri konum. Öll saman eru bind- in þrjú sérstætt úrtak sem Björg Einars- dóttir hefur unnið um líf íslenskra kvenna og viðfangsefni þeirra, einkum á fyrri hluta þessarar aldar. Óvenju mikið og fjölbreytt myndefni prýðir bækumar. Margar myndanna era fáséðar og sumar sérstaklega teknar vegna útgáfunnar. Ck'uwCfvíi. 03 <ít. rxvtm •3»ífh •■! íf: a-rikx t'.:ff.<íf -.to:f J Au-.p.etfl/ fr.f<f'P.<j*:r-^: ‘ír' Jólakort íslandsdeildar Am- nesty International er komið á markaðinn. Að þessu sinni prýðir kortið mynd eftir Kristján Davfðs- son. Jólakortið er aðaltekjulind íslands- deildar og eru velunnarar samtakanna minntir á að kortin era afgreidd á skrif- stofu samtakanna að Hafnarstræti 15, III. hæð, alla virka daga frá kl. 16-18. Jólaskákmót íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur Skákmótið verður með sama fyrirkomu- lagi og í fyrra, keppt verður í tveim aldursflokkum. Keppnisstaður: Taflfélag Reykjavíkur, Grensásvegi 46. í yngri flokk (1.-6. bekk) má hver skóli senda tvær sveitir, 4 menn og 2 til vara í hvorri sveit. Keppni í yngri flokki verður sunnudaginn 17. desember kl. 14.00. Tefldar verða 6 umferðir (hraðmót) eftir Monradkerfí, 15 mín. skákir. Verðlaunaaf- hending verður að lokinni keppni. í eldri flokk (7.-9. bekk) má hver skóli senda tvær sveitir, 4 menn og tvo til vara í hvorri sveit. Keppni í eldri flokki verður fímmtudaginn 4. desember kl. 19.00. Tefldar verða 6 umferðir (hraðmót) eftir Monradkerfi. 15 mínútur á skák. Verð- launaaíhending verður að lokinni keppni. Flóamarkaður verður í sal Hjálpræðishersins í Kirkju- stræti miðvikudag og fimmtudag 3. og 4. desember. Opið frá kl. 10-17 báða dagana. Mikið af góðum og ódýrum fatnaði. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavik verður með jólakvöld fimmtudaginn 4. desember nk. kl. 20.30 að Hallveigarstöð- um. Sýnikennsla á jólaföndri. Einnig verður efnt til skydihappdrættis. Ný grafíkmappa Nýlega kom út hjá félaginu íslensk grafík mappa með 5 myndum eftir 5 listamenn. Myndimar, sem era ætingar, dúkskurð- ur og sáldþrykk, eru eftir þau Björgu Þorsteinsdóttur, Guðmund Ármann, Jón Reykdal, Sigurð Þóri og Valgerði Hauks- dóttur. Sniglabandið hefur sent frá sér tveggja laga hljómplötu sem ber heitið „Fjöllin falla í hauga... “• en nafngiftin er sótt í annað laga plötunnar, „750 cc blús“. Lag- ið, hressilegt brokklag, er eftir Valdimar Örn Flygenring en textann, hugleiðingu um dásamleg ævintýr og hrikaleg örlög á vegum úti, gerði Þormar Þorkelsson, Snig- ill nr. 13. Hitt lagið á plötunni munu flestir kann- ast við, það heitir Álfadans, léttilega brokkað upp í útsetningu Sniglabandsins. Sniglabandið er sem kunnugt er skipað félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldis- ins, Sniglum, og hefur nú starfað hátt á annað ár. Hljómsveitin hyggst fylgja plöt- unni eftir með söng og hljóðfæraslætti víðsvegar um landið, einkum um áramót- in, og hefur þegar hafið undirbúning útgáfu stórrar plötu sem væntanlega kem- ur út með Iaufinu á trjánum. Tommahamborgarar styðja íþróttamenrí og öryrkja Tommahamborgarar, Grensásvegi 7, hafa ákveðið að hvetja fólk til þátttöku í hinu nýja Lottói með því að gefa viðskiptavin- um sínum eina röð í Lottóinu fyrir hvern hamborgara sem þeir kaupa. Þetta sam- svarar því að Tommahamborgarar styrki íþróttahreyfinguna og öryrkjabandalagið, sem njóta góðs af lottóinu, með 25 króna framlagi fyrir hvern hamborgara sem er seldur. Um leið taka viðskiptavinir fyrir- tækisins þátt í leiknum og geta e.t.v. unnið stórar fjárhæðir. Sérhver viðskiptavinur Tommaham- borgara, Grensásvegi 7, sem kaupir hamborgara, fær ávísun frá „Milljóna- bankanum TB“ á eina röð í Lottó. Við- skipavinurinn fyllir út lottóröð og skilar í afgreiðsluna ásamt ávísuninni frá Millj- ónabankanum og fær þá um leið aflestur af einni lottóröð sem Tommahamborgarar greiða fyrir. Með þessum hætti eru við- skiptavinimir hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilega leik um leið og stutt er við bakið á íþróttahreyfingunni og Ör- yrkjabandalaginu. Beðið eftir Godot í Iðnó Leikhópurinn „Dominique Houdard" firá Frakklandi sýnir á frönsku leikritið Beðið eftir Godot (En attendant Godot) eftir Samuel Beckett í Iðnó, Vonarstræti 3, dagana 1. og 2. desember nk. Fyrri sýning- in verður mánudaginn 1. des kl. 20.30 og sú seinni þriðjudaginn 2. desember kl. 20.30. Sala aðgöngumiða stendur yfir í Iðnó. Grafíkmöppur félagsins Islensk grafík hafa komið út annað hvert ár. Þetta er 5. mappa félagsins en sú fyrsta kom út árið 1978. Mappan er gefin út í 50 tölusettum ein- tökum. Örfáum eintökum er enn óráðstaf- að. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sambands íslenskra myndlistar- manna í síma 11346 næstu daga. Vetrarlíf ’86 í fyrsta sinn hér á landi verður haldin stór sýning á öllum búnaði sem er nauðsynleg- ur til iðkunar útiveru að vetri til. Meðal þess sem sýnt verður era vélsleðar, fjór- hjól, bílasímar, talstöðvar, lorantæki, skíðaútbúnaður, hlífðarfatnaður og margt fleira. Fyrir sýningu þessari stendur Landssamband íslenskra vélsleðamanna. LIV var stofnað fyrir þremur árum og í samtökunum era 450 félagar sem áhuga hafa á útivera að vetri til og vélsleða- akstri. Sýningin er haldin að Fosshálsi, Ártúnshöfða í Reykjavík, og er opin fram á sunnudag frá kl. 10-21. Alþýðuleikhúsið Alþýðuleikhúsið sýnir Köttinn sem fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Leikritið byggir á samnefndu ævintýri Rudyards Kipling. Tónlistin í verkinu er einnig eftir Ólaf Hauk. Skiptast þar á hressileg rokklög og fallegar ballöður. Sýningin verður í Bæjarbíói í Hafnar- firði, s. 50184, í miðri viku og um helgar en þar hefur Alþýðuleikhúsið nú fengið inni um stundarsakir. Sýning sunnudag kl. 15.00. Sovésk kvikmyndavika í Reykjavík Dagana 29. nóv.-5. des. verður sovésk kvikmyndavika haldin í Reykjavík. Eftir- taldar myndir verða sýndar: „Sú falleg- asta“, ”Tækifærisgifting“, „Frosin kirsuber", „Það er tími til að lifa, það er tími til að elska“, „Jazzmenn" og Ég er að tala við þig“. Ástin, leit að hamingj- unni og tengsl karls og konu era við- fangsefni myndanna. Sýningar Vondar myndir frá liðnu sumri Næstkomandi mánudag, 1. desember, opn- ar ívar Brynjólfsson ljósmyndasýningu í Djúpinu, Hafnarstræti 15. Sýningin kall- ast Vondar myndir frá liðnu sumri. Sýningin er opin daglega á opnunartíma Hornsins. Henni lýkur 23. desember. Málverkasýning á Blönduósi Þorlákur Kristinsson (Tolli) opnaði mál- verkasýningu í útibúi Alþýðubankans, Húnabraut 13, Blönduósi, á fimmtudaginn sl. en það var jafnframt fyrsti starfsdagur útibúsins. Sýningin er opin á sama tíma og bankinn og mun standa í nokkrar vik- ur. Bent skal á að um sölusýningu er að ræða svo að þama gefst gott tækifæri, bæði til að komast í kynni við góða mál- aralist og eignast málverk sérstaks lista- manns. Gallerí Slunkaríki Nú stendur yfir sýning á einþrykksverkum og mónótýpum eftir Björgu Órvar. Sýning- in stendur til 4. desember. Tórúeikax Píanóleikur á Kjarvalsstöðum Guðmundur Magnússon píanóleikari heldur tónleika á Kjarvalsstöðum þriðju- daginn 2. des. kl. 20.30. Guðmundur brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1979 og voru kennarar hans þar Margrét Eiríksdóttir og Árni Kristjánsson. Eftir það stundaði Guð- mundur nám við Tónlistarskólann í Köln í 5 ár hjá próf. Helmut Weinrebe. Á efnis- skrá tónleikanna eru verk eftir Schubert, Chopin, Messiaen, Skrjabin og Liszt. Kammermúsíkklúbburinn Aðrir tónleikar á starfsárinu verða í Bú- staðakirkju mánudaginn 1. desember kl. 20.30. Flytjendur verða Halldór Haralds- son, píanó, Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, og Gunnar Kvaran, knéfiðla. Á þessum tónleikum verður í fyrsta sinn leikið opin- berlega á nýjan Yamaha-flygil Kammer- músíkklúbbsins. Pyrirlestrar Háskólafyrirlestrar Dr. Hans Jacob Debes, lektor í sagnfræði við Fróðskaparsetur Foroya, flytur tvo opinbera fyrirlestra í boði heimspekideild- ar Háskóla íslands í byrjun desember. Fyrri fyrirlesturinn nefnist „íslensk áhrif á færeyska þjóðemishreyfingu“ og verður fluttur þriðjudaginn 2. desember 1986 kl. 17.15 í stofu 201 í Odda. Seinni fyrirlesturinn nefnist „Færeysk stjórnmálasaga síðan 1948“ og verður fluttur fimmtudaginn 4. desember kl. 17.15 í stofu 308 í Ámagarði. Fyrirlestrarnir verða fluttir á dönsku og er öllum heimill aðgangur. Hans Jacob Debes er fæddur árið 1940. Hann lauk cand.mag.-prófi í sagnfræði sem aðalgrein og ensku sem aukagrein við Kaupmannahafnarháskóla 1971 og var síðan kennari við Foroya Studentaskúla 1971-85. Nú í haust var hann skipaður lektor í sagnfræði við Fróðskaparsetur Foroya. Eftir Debes liggja margar ritsmíð- ar um sagnfræðileg efni. Árið 1984 hlaut hann doktorsgráðu við heimspekideild Háskóla Islands fyrir rit sitt, Nú er tann stundin... Tjóðskaparrorsla og sjálv- stýrispolitikkur til 1906. Hann vinnur nú að samningu mikils yfirlitsrits um sögu Færeyja frá öndverðu til samtímans. Deb- es á sæti á lögþingi Færeyja fyrir Þjóð- veldisflokkinn. Fundir Kvenfélag Árbæjarsóknar heldur jólafund sinn þriðjudaginn 2. des- ember kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Kvenfélagið Fjallkonurnar halda jólafund sinn þriðjudaginn 2. des. kl. 20.30 í safnaðarheimili Hóla- og Fella- kirkju. Konur, komið með jólapakka. Hangikjöt og laufabrauð á boðstólum. Til- kynnið þátttöku til stjórnar. Styrktarfélag vangefinna heldur sinn árlega jólafund í Safnaðar- heimili Bústaðakirkju miðvikudaginn 3. des. nk. kl. 20.30. Jóladagskrá, happdrætti og kaffiveitingar. Ágóði rennur í ferðasjóð 3. bekkjar Þroskaþjálfaskólans. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Suðurvangi 4, 2.h. nr. 4, Hafnarfirði, þingl. eign Björgvins Helgasonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. desember 1986 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 24., 30. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Hverfisgötu 6, Hafnarfirði, þingl. eign Katrínar Óskarsdóttur og Kolbeins Andréssonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl., Iðnlánasjóðs og innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. desember 1986 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 24., 30. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Selvogsgötu 26, jarðhaeð, Hafnarfirði, þingl. eign Ara Hafsteins Richards- sonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hrl., Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, Veðdeildar Landsbanka íslands, Kristjáns Ólafssonar hdl., Guðjóns Stein- grímssonar hrl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimrntudaginn 4. desember 1986 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 140., 148. og 151. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðabólstað, íbúðarhúsi og útihúsum, Bessastaðahreppi, þingl. eign Jóns Vestdal, fer fram eftir kröfu Valgarðs Sigurðssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. desember 1986 kl. 17.00. _________________________Sýslumaðurinn I Kjósatsýslu. Sniglabandið - Fjöllin falla í hauga BINGO! Hefst kl. 19 .30 Aðalvinningur að verðmæti _________kr.40bús.________ Heildarverðmæti vinninga kr.180 þús. TEMPLARAHÖLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010 •V .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.