Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. m LAUSAR STÖÐURHJA W REYKJAViKURBORG Tvö ný vistheimili fyrir börn. Við óskum eftir að ráða eftirfarandi starfsmenn á nýju heimilin. - Fóstrur, þroskaþjálfa og annað fólk með uppeldis- fræðilega menntun. Sérstök áhersla verður lögð á vinnu með börn og foreldra. Um er að ræða vakta- vinnu (morgun og kvöldvaktir). - Ráðskonu og aðstoðarmanneskju í eldhús. - Næturvaktir - hér getur verið um hlutastarf að ræða. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 8. des. nk. Upplýsingar um störfin veita forstöðukonur á Vist- heimili barna að Dalbraut 12, s. 31130, og Helga Jóhannesdóttir félagsráðgjafi, s. 685911. VOLVOSALURINN SKEIFUNN115, S. 35200 Volvo 245 GL árg. 1982, ekinn Volvo 240 GL árg. 1983, ekinn 40.000, rauður, sjálfskiptur, toppbill. 53.000, IJósblár, sjálfskiptur, álfelg- Verð 450.000,- ur. Verð 440.000,- Volvo 345 GLS árg. 1982, ekinn Range Rover árg. 1978, ekinn 70.000 km, beinskiptur, blár, metai 98.000, gulur, beinskiptur. Verð Verð kr. 275.000,- 580.000,- Ath. skuldabréf. Volvo 244 GL árg. 1981, ekinn Volvo 244 DL árg. 1982, ekinn 92.000, grænn, metal., beinskiptur, 61.000, sjálfskiptur, blár. Verð OD. Verö 340.000,- 360.000. Góð kjör. Volvo 244 GL. árg. ’81, ekinn 60.000, beinskiptur, OD, silfurmetallic. Verð. 350.000,- Volvo 244 GLE. árg. ’79, ekinn 113.000, beinskiptur, OD, grænn, metal. Verð 320.000,- Volvo 244 GLT. árg. ’82, ekinn 51.000, beinskiptur, OD, silfurmetal. Verð 450.000,- Volvo 244 DL. árg. ’82, ekinn 68.000, beinskiptur, OD, blár. Verð 350.000,- Volvo 244 GL árg. ’82, ekinn 82.000, sjálfskiptur, rauður, metal. Verð 390.000,- Volvo 245 GL. árg. '83, ekinn 68.000, beinskiptur, OD, blár, metal. Verð 500.000,- ★ Nýr 500 m2 bílasalur. ★ Nýjar hugmyndir. ★ Góð kjör. ★ Úrval notaðra bíla. ★ Heitt á könnunni. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9.00 TIL 18.00. LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00 TIL 16.00. VOLVOSAOJRINN SKEIFUNNI 15, SÍMI 35200 - 35207. „Launakjör fóstra eru hins vegar mjög léleg miðað við þá ábyrgð sem á þeim hvílir og því krefjandi starfi er fóstrur sinna. Sú er skýringin að fóstrur leita til annarra atvinnugreina þar sem störf eru betur launuð en byggja ekki á eins ríkri ábyrgð." Nöturieg árás á féstrur Mig hryggir að lesa grein eftir jafii „velgefinn” mann og Geir R. Ander- sen auglýsingastjóra er hann birti í kjallaragrein DV mánudaginn 24. nóv. sl. undir yfirskriftinni „Fram- boð og eftirspum - á fóstrum." Ætla mætti að maðurinn hefði tíma- skekkju, og þó, hann er kominn á miðjan aldur, eftir myndinni að dæma, er birtist með greininni, og er væntanlega búinn að ala upp sín böm, ef hann á þá nokkur. Hann skilur ekki þá þjóðfélagsbreytingu sem orðin er. Þeir samborgarar hans, er stofnað hafa heimili og alið af sér böm, hafa í dag ríka þörf fyrir dag- vistarrými þann tíma meðan aflað er tekna, sér og sínum til viðurvær- is. Annars lýsir. greinin sér sjálf og manninum, er hana ritar, um þá kvenfyrirlitningu og þann hroka sem ég hélt að liðin væm undir lok í íslensku samfélagi. Þjóðfélagið þarf dagvistunar- heimili Þó bendir þessi „velgefni" maður á þá staðreynd að íslenskt þjóðfélag hefur breyst á tiltölulega skömmum tíma og setur í spumarform hvort 78 dagvistunarheimili fyrir um 4300 böm sé neyðarþjónusta eða náðar- brauð. Við skulum velta þessu nánar fyrir okkur. Af hverju þurfum við þessi 78 dagvistunarheimili? Hvaða þjóðfélagsbreyting hefur átt sér stað er gerir það að verkum að þörf á dagvistunarheimilum vex? Jú, sú einfalda staðreynd að kynslóð Geirs R. Andersen hefur skapað hér í þjóð- félaginu það ástand að annað for- eldrið getur ekki aflað þeirra tekna sem þarf til framfærslu fjölskyldunn- ar. Báðir foreldrar þurfa að leitamt fyrir heimilið í tekjuöflun. Á sama tíma og foreldrar em að ala upp sín böm em þeir hinir sömu foreldrar að skapa gölskyldu sinni fastan samastað í formi húsnæðis og em auk þess að byggja sig upp til fram- tíðar. Þeir geta trútt um talað, menn á borð við Geir R. Andersen, er lifa nú velmektarár ævi sinnar og horfa angurværum augum til ellinnar, um þá staðreynd að þjóðfélagið æpir á fleiri dagvistunarrými fyrir böm morgundagsins. Auðvitað er hér um að ræða stórpólitískt mál. Hafa ráðamenn þjóðarinnar þann vilja að skapa þjóðfélag er var í líkingu við uppvaxtarár Geirs R. Andersen, það KjaUariim Arnar Gr. Pálsson skrifstofumaður að annað foreldri gæti aflað þeirra tekna er til þarf í rekstur og upp- byggingu heimilis? Eða eigum við sem samfélag að halda áfram á sömu braut og undanfarin ár, að nýta hverja þá hönd, er frá heimilunum koma, til skapandi og arðbærrar uppbyggingar þjóðfélagsins? Slíkt kostar dagvistunarrými. Staðreynd. Eða eigum við sem þjóðfélag að hætta að ala af okkur böm og njóta þeirra lífskjara er við sjálf höfum skapað okkur? Svari hver fyrir sig. Það er þessi þörf þjóðfélagsins í dag sem kallar á stétt manna er nefii- ist fóstrur en ekki „tilbúin þörf’ þeirra sjálfra, eins og greinarhöfúnd- ur, Geir R. Andersen, nefnir svo nöturlega er hann líkir dagvistar- heimilum við hæli, líkt og í sögu Charles Dickens um Oliver Twist. Miklar kröfur - lág laun Á dagvistarheimilum starfar fólk er aflað hefur sér þekkingar til upp- eldis barna og þeirra margbreytilegu þarfa sem þau hafa líkt og mannfólk- ið flest. Kröfur um nám og hæfrii fóstra em miklar vegna þess mikil- vægis að skjólstæðingar þeirra, bömin, nái þeim þroska er verði þeim og þjóðfélaginu til góðs til framtíðar. Ekki ér hér verið að bera brigður á þá uppalendur er hafa þá aðstöðu í dag að vera með bömum sínum til mannvaxtaráranna heldur þeirra fjölmörgu foreldra er þurfa að búa við þær aðstæður með böm- um sínum og nefiit hefur verið hér að framan. Starf á dagvistarheimil- um er mjög krefjandi. Launakjör fóstra em hins vegar mjög léleg mið- að við þá ábyrgð sem á þeim hvílir og því kreljandi starfi er fóstrur sinna. Sú er skýringin að fóstrur leita til annarra atvinnugreina þar sem störf em betur launuð er byggja ekki á eins ríkri ábyrgð. Stuðningur við börnin er nauðsyn Greinarhöfundur gefur sér þær forsendur að „fóstruflótti" sé til góðs því þá þurfi samfélagið ekki að halda dagheimilunum úti og hann vonar að fóstrur taki sig saman um að koma ekki til starfa á ný eftir 1. febr- úar nk., því það sé þjóðhagslegur hagnaður að leggja niður sem flest „dagvistunarhæli" sem hann nefhir svo. Þessi „velgefni“ maður á bágt. Hann skynjar ekki nútímann sem hann lifir í. Ég held að það sé vegna þess að málefhið, sem hann er að reyna að fjalla um, er svo fjam hon- um. Hann sér bara flísina í augum samborgara sinna en ekki bjálkann í hans eigin, honum finnst sjálfsagt að hann blæði of mikið fyrir sam- félagið. Umfjöllunin er um mann- eskjumar, er kallast böm, og hvemig við foreldrar getum tryggt þeim framtíðina í þeirri aðstöðu er þjóðfélagið býður upp á í dag. Til þess verður samfélagið allt, bæði uppalendur og ekki uppalendur, að veita stuðning sinn. Amar Gr. Pálsson. „Þeir geta trútt um talað, menn á borð við Geir R. Andersen, er lifa nú velmektarár ævi sinnar og horfa angurværum augum til ellinnar, um þá staðreynd að þjóðfélag- ið æpir á fleiri dagvistunarrými fyrir böm morgundagsins. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.