Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 44
44
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Staða umsjónarfóstru við dagvistunarheimili Reykja-
víkurborgar, framhaldsmenntun áskilin.
Umsóknarfrestur er til 15. desember. Upplýsingar veit-
ir framkvæmdastjóri Dagvista í síma 27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum er þar fást.
NYJAR VORUR
TEKNAR UPP DAG-
LEGA
Opið til kl. 16 laugardaga.
Vandað vöruúrval.
Geymum greiðslukort til 20. des. ef þörf krefur.
Sendum gegn póstkröfu.
P.O. BOX 8509 128 REYKJAVÍK SlMI 685979
c
LANDSVIRKJUH
Landsvirkjun áformar að selja, ef viðunandi tilboð
berast, byggingarkrana fyrir fasta undirstöðu.
Tegund BPR-GT 445
Burðargeta á hlaupaketti 12 tonn
Lengd bómu 60 metrar
Burðargeta bómu við 60,0metra 2,7 tonn
Burðargeta bómu við 30,0 metra 6,9 tonn
Burðargeta bómu við 18,9 metra 12,0 tonn
Hæð upp í krók 35,5 metrar
Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Landsvirkjun-
• ar, sími 686400. Óskað er eftir tilboðum í ofangreindan
byggingarkrana og þurfa þau að berast aðalskrifstofu
Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,108 Reykjavík, eigi
síðar en 9. desember nk.
Fyrirtækjum, félögum og klúbbum, sem hafa
jólaglögg og piparkökur á boðstólum fyrir
jólin, bjóðum við piparkökur í 3,8 kg. kössum.
Þetta er einföld og ódýr lausn í jólaamstrinu.
Nýjar bækur
Háskaför
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá
sér spennubókina Háskaför eftir Duncan
Kyle, sem skrifaði bókina 1 gildru á Græn-
landsjökli og fleiri slíkar bækur sem komið
hafa út hjá Hörpuútgáfunni og eru nú ófá-
anlegar.
Bankastarfsmaður, sem er fyrrverandi
hi-nnaöur, kemst yfir upplýsingar um afar
verðmæta rúbína sem faldir voru í firum-
skógum Bomeo. Hann ákveður að leggja
upp í lífshættulega ferð og freista þess að
fiirna rúbínana. Það kemur Djótt á daginn
að Deiri aðilar virðast hafa sömu áform í
huga og reyna að myrða hann.
„Flóðbylgjan gnæfði yfir okkur og þeytti
bátnum hátt í loft... Ég var að drukknun
kominn og kúgaðist þegar vatnið sogaðist
niður í lungun. { örvæntingu tókst mér að
smeygja úlnliðnum í lykkju á línunni. Það
var þar síðasta sem ég mundi."
„Dakotavélin virtist liggja þama eins og
á dýnu ofan á tijákrónunum. Ég fór inn um
opnar dymar. Beinagrind sat í ólum I sæti
aðstoðaiflugmannsins, hauskúpan hallaðist
aftur á bak með glotti miklu... Ég var kom-
in í eigin líkkistu með beinagrind að
félaga... En þama lá tundurskeytið. Mér
tókst að losa síðasta fleyginn og tundur-
skeytið rarrn af stað, tuttugu feta sprengja
sem ekkert fengi stöðvað...“
Háskafor er 194 bls. Þýðandi er Hersteinn
Pálsson. Prentuð og bókband er unnið í
Prentverki Akraness hf. Káputeikning er
eftir Kristján Jóhannsson.
Bækur fyrir yngstu börnin
eftir Ulf Löfgren
Komnar eru út þrjár bækur fyrir
yngstu börnin eftir sænska listamanninn
Ulf Löfgren, höfund bókanna um Albin
sem notið hafa mikilla vinsælda. Aðal-
persóna þessara bóka er kanínustrákur-
inn Lúlli.
LúUi og öll dýrin: Lúlli sparkar í bolta
sem flýgur langar leiðir og lendir síðan
á höfðinu á einhverjum sem segir MJÁ-
ÁÁ! Skyldi þetta vera hundvu-? hugsar
Lúlli. Hann sparkar boltanum margoft
og alltaf lendir hann á höfðinu á ein-
hverju dýri svo Lúlli kynnist öllum
dýrunum.
LúlU og bangsi prakkari: Bangsinn
hans Lúlla er alltaf að gera einhver
prakkarastrik. Hann hellir vatni í skóna
hans Lúlla og baðar sig í þeim, sópar
gólfið með tannburstanum hans og sting-
ur kartöflum í vasa hans. En Lúlli
fyrirgefur bangsa alla hrekkina.
Lúlli og Gunna: Gunna litla systir
vill alltaf fá að vera með þegar Lúlli leik-
ur sér. En Lúlli vill ekki leyfa henni það
því að hún er of lítil. En Gunna finnur
upp gott ráð og hvað gerir Lúlli þá?
Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Þór-
gunnur Skúladóttir þýddi. Bækumar eru
prentaðar í Englandi.
Ljóri sálar minnar
eftir Þórberg Þórðarson
Mál og menning sendir nú frá sér nýtt
bindi í Ritsafni Þórbergs Þórðarsonar.
Það hefur hlotið nafnið Ljóri sálar
minnar - Úr dagbókum, bréfum og öðrum
óprentuðum ritsmíðum frá ámnum
1909-1917. Helgi M. Sigurðsson cand.mag.
hefur haft umsjón með útgáfunni.
Árin 1909-1917 eru mótunarár Þórbergs
sem rithöfundar. í bókinni er að finna
áður óbirtar ritsmíðar sem eru mikilsverð-
ar heimildir um þroskaferil hans. Þórberg-
ur starfaði á þessum árum með
Ungmennafélagi Reykjavíkur og Mál-
fundaflokki þess og samdi greinar, kvæði
og sögur í handskrifuð blöð þessara fé-
laga. I bókinni em m.a. þijár greinar úr
Braga, handskrifuðu blaði Málfunda-
flokksins, eftir Þórberg, svo og greinar
sem hann samdi fyrir Skinfaxa, félagsblað
UMFR. I það blað reit Þórbergur einnig
palladóma um vini sína og vom nokkrir
þeirra birtir í bókinni Ólíkar persónur
en hér birtist í fyrsta skipti ítarlegur palla-
dómur, sem aldrei kom í Skinfaxa, um
Þorleif Gunnarsson, einn besta vin Þór-
bergs á þessum ámm.
Þá em ennfremur í bókinni allmörg bréf
og mun mestur fengin- þykja í átta bréfum
til Þorleifs Gunnarssonar frá ámnum
1911-1912. Þar lýsir Þórbergin- m.a. vega-
vinnu á Holtavörðuheiði, gefur ítarlega
mynd af bæjarbragnum í Reykjavík og
segir frá mörgu sem hann og félagar vom
að bralla á þessum árum.
Loks em í Ljóra sálar minnar nokkur
brot úr dagbókum Þórbergs; vom þau
valin með hliðsjón af því að þau vörpuðu
nýju ljósi á söguefni Ofvitans og íslensks
aðals, svo og kjör Þórbergs og áhugamál
á þessum árum. Ennfremur er hér ítarleg
og skemmtileg dagbók úr Vestfjarðaferð
sumarið 1916.
1 Ljóra sálar minnar era rösklega 30
ljósmyndir frá tímabilinu og hafa sumar
þeirra ekki verið birtar áður. Þá er og
nafnaskrá í bókixmi. Ljóri sálar minnar
er 254 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðj-
urrni Odda hf. Sigurður Ármannsson gerði
kápuna.
Sumardansinn
eftir Bo Green Jensen
Út er komin í íslenskri þýðingu ungl-
ingabókin Sumardansinn eftir danska
höfundinn Bo Green Jensen.
1 Sumardansinum segir frá tveimur góð-
um vinum sem þrátt fyrir atvinnuleysi og
erfiðar aðstæður em staðráðnir í að gera
eitthvað skemmtilegt í sumarfriinu. Ný
vinkona slæst í hópinn og saman fara þau
í ferðalag eins og segir í bókinni: „Síðasta
þriðjudaginn í júní hjóluðum við út í
sumarið, Lísa á tíu gíra kappaksturshjól-
inu sínu og við Spóaleggur á gömlu
rokkunum okkar. Hlaðinn farangri hjól-
uðum við í gegnum mannljöldann í
bænum... Ég gaut augunum á Spóalegg.
Hann var niðursokkinn í að hjóla. Nú
vomm við lögð af stað. Dansinn var hafinn
fyrir alvöru.“ En margt fer öðruvísi en
ætlað er. 1 bókinni segir frá vináttu, uppá-
tækjum og örlagaríkri reynslu þriggja
unglinga.
Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Hildur
Finnsdóttir þýddi. Bókarkápa er hönnuð
á Auglýsingastofunni Octavo. Prenttækni
prentaði.
Tímaþjófurinn
eftir Steinunni Sigurðardóttur
Út er komin hjá Iðunni ný bók eftir
Steinunni Sigurðardóttur. Steinunn er
löngu kunn fyrir smásögur sínar, ljóð og
sjónvarpsleikrit, en hér er á ferðinni fyrsta
skáldsaga hennar, Tímaþjófurinn, sem
er tvímælalaust viðamesta verk hennar til
þessa.
Á baksíðu bókar segir:
s 'j R * tS5*i m
„Alda er glæsileg nútímakona, tungu-
málakennari við Menntaskólann í
Reykjavik. Hún er af góðum ættum og býr
einhleyp við ágætan efnahag á heimili sem
hún hefur erft eftir foreldra sína. Líf henn-
ar virðist í traustum skorðum, þar til ástir
takast með henni og einum samkennara
hennar. Samband þeirra gerbreytir lífi
hennar og verður að lokum sá tímaþjófur
sem ekkert fær við ráðið.
Til að lýsa þessu ástarsambandi beitii
höfundurinn tungumáli og stíl á markviss-
an og sérstæðan hátt. Lesandinn er
dreginn inn í hugarheim aðalpersónunnar
og ljósi varpað á einsemd hennar og van-
mátt gagnvart ástríðum sínum. Fínleg
kaldhæðni höfundar setur ríkan svip á
alla frásögn, og er hér samofm ljóðrænni
tjáningu á djarfan og áhrifamikinn hátt.“
Bókarkápa er hönnuð á Auglýsingastof-
unni Octavo.
Bókin er prentuð í Odda.
Þyrill vakir
eftir Halldóru Beinteinsdóttur Björns-
son
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá
sér ljóðabókina Þyrill vakir eftir Halldóru
Beinteinsdóttur Bjömsson frá Grafardal í
Borgarfirði. Þetta er sjötta og síðasta bók-
in í samstæðri heildarútgáfu á ljóðum sex
systkina frá Grafardal. Aður em komnar
út bækur eftir Pétur, Einar, Sigríði, Svein-
björn og Guðnýju.
Það er trúlega einsdæmi á íslandi að
út komi ljóðabækur eftir sex systkini frá
einu og sama sveitaheimilinu. „Á þessum
afskekkta bæ fram í heiðinni sátu gamlar
og grónar menningarerfðir í öndvegi og
þó að í engu væri slegið slöku við búskap-
inn urðu ljóð, sögur og sagnir helftin af
lífi systkinanna frá frumbernsku. Þetta
kveikti svo í eðlislægri hneigð að öll systk-
inin fengust meira eða minna við skáld-
skap er þau eltust nema ein systir.
Höfundur bókarinnar, Þyrill vakir,
Halldóra Beinteinsdóttir Björnsson, var
næstelst af átta börnum Beinteins Einars-
sonar og Helgu Pétursdóttur frá Grafard-
al. Hún var f. 19. apríl 1907, d. 2. september
1968. Meðan hún lifði komu út eftir hana
þrjár ljóðabækur: Ljóð (1949), Við sanda
(1968), Jarðljóð (1968). Eftir að hún andað-
ist kom út eftir hana bókin „Jörð í
álögum" sem hún lauk við að skrifa
skömmu áður en hún dó.
Bókin Þyrill vakir er 86 bls., prentuð
og bundin í Prentverki Akraness hf. Kápu-
teikningu gerði Bjami Þór Bjarnason.
Brúin yfir Kwai
eftir Pierre Boulle.
Bókaútgáfan Öm og örlygur hefur
gefið út bókina Brúin yfir Kwai eftir
Pierre Boulle í þýðingu séra Sverris
Haraldssonar. Brúin yfir Kwai er dra-
matísk saga og hlaðin spennu en einnig
lýsir hún árekstri ólíkra heima og þraut-
seigju og reisn manna þegar mest á ríður.
Jafnframt leiðir hún á kíminn hátt fram
tilgangsleysi og fánýti styrjalda. Sagan
naut þegar mikilla vinsælda í heimalandi
höfundar og hefur verið þýdd á fjölmörg
tungumál, og árið 1957 var gerð eftir
henni heimsfræg, samnefnd kvikmynd
sem sýnd var hér á landi við miklar vin-
sældir. Hlutu leikararnir Alec Guinnes
og Sessue Hayakawa mikla frægð fyrir
túlkun sína og Nicholson og Saito, svo
og David Lean fyrir leikstjórn.
Höfundurinn, Pierre Boulle, fæddist
árið 1912 í Avignon í Frakklandi. Hann
hlaut verkfræðimenntun og starfaði
Iengi í Malajalöndum. í stríðinu var
hann skæruliði en Japanir handtóku
hann árið 1943. Árið eftir slapp hann úr
höndum þeirra á ævintýralegan hátt og
starfaði það sem eftir var stríðsins í
bresku leyniþjónustunni á Indlandi.
Bókin er sett og umbrotin hjá Filmum
og prenti en prentuð í Víkingsprenti.
Bókband var unnið hjá Arnarfelli.
Skúlamál
- Hvað gerðist
raunverulega?
Nýtt sagnfræðirit
Hin nýstofnaða Vasaútgáfa hefur gefið
út bókina Skúlamál eftir Þorstein Thor-
arensen. Er hún í handhægu vasabókar-
formi og lýsir þeim stórpólitísku átökum
sem urðu vestur á Isafirði fyrir hartnær
öld og ganga undir heitinu Skúlamál.
Það voru ofsóknir þáverandi landstjórn-
arvalds gegn Skúla Thoroddsen sýslu-
manni.
1 formála bókarinnar segir höfundur
að bókin sé að uppistöðu aðallega einn
kaflinn úr bók hans Eldur í æðum, sem
út kom 1967, en það var fyrsta ítarlega
lýsingin sem birst hafði á prenti um þessi
miklu deilumál sem þangað til var að
mestu þagað yfír í Islandssögukennslu.
Og tilefni þess að Þorsteinn tekur þetta
efni nú á ný til meðferðar er auðvitað
að tekið er að flytja leikrit Ragnars Arn-
alds í Þjóðleikhúsinu.
Ætlunin með útgáfu Skúlamála er m.a.
að gefa þeim sem horfa á eða horft hafa
á leikritið greiðan aðgang að raunveru-
leikanum. Svo margir furðulegir atburð-
ir koma fyrir í leikritinu að það er varla
nema von að menn spyrji hvort þetta sé
rétt. 1 bókinni Skúlamál er að finna svör
við því. Hér er allt málið rakið og allir
útangar þess.