Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. 23 Merming ITIft11¥ H. T^fl 3n w f if u m<j|T #hij t> u T\s?> MJ£aaAa£& Jl &# U MJCV*1»JL» 1 A TIHTIIHTCIT OITO'OI? «1« V/ w V^«KV£i 8 VIDEOTOKWELAR JVC GR-C7 75 UTVORP JVC RC-W40 75 KEIÐHJÓL BMXLUXUS wmmmm í tilefni af sýningu íslenska dansflokksins í Þjóðleikhúsinu. Tónlist Olivier Messiaen: Kvartett um enda- lok tímans; Lárus Halldór Grimsson: Amalgam; George Crump: Fomar barna- raddir. Öðru hverju muna menn eítir því að einhvers staðar á hanabjálka Þjóð- leikhússins leynist dansflokkur. Stundum hentar að brúka hann í söngleikjasýningum og svo fær hann líka að dansa sjálfstætt, að minnsta kosti einu sinni á ári. Helst virðast sýningar hans sem allra minnst mega kosta, utan fastalaim dansaranna, ef marka má þá ytri umgjörð sem sýn- ingu flokksins var búin á umræddri sýningu. Og maður hlýtur að spyrja; hvað vill Þjóðleikhúsið með þennan dansflokk? í fyrsta lagi er ekki kostað til al- mennilegri efnisskrá. Þá eru á bleðlin- um, sem gestir fengu alltént frítt í hendur (annað hefði verið til skamm- ar), tilgreindir bæði ritstjóri (það hefur verið létt verk og löðurmaunlegt við hana þessa), umsjónarmaður ljós- mynda (sem engar voru í skránni, enda ekki pláss) og umsjónarmaður auglýs- inga (sem aðeins sáust dulbúnar i formi þakkarklausu til fyrirtækja sem styrktu dansflokkinn til sýninga í Kaupmannahöfh í október). Það er sjálfsagt að Islenski dansflokk- urinn fái að túlka sjálfan sig því það er greinilega hlutverkið sem stjóm Tónlist Eyjólfur Melsted stofnunarinnar ætlar honum að vera í, að minnsta kosti hvað tónlistina, annan helmingsþátt ballettsins, varð- ar. -EM. Hvað skiptir máli? Ekki verður hér rætt um dansinn og umgjörð hans á sviðinu, enda um það fjallað af öðrum og færari aðilum hér í blaðinu. Það var líka tónlistin sem undirritaður fór fyrst og fremst að fylgjast með á þessari danssýningu. Það virðist skipta Þjóðleikhúsið harla litlu máli, þegar lisúianssýning á þess vegum er kynnt, að verið sé að dansa við nýtt íslenskt verk. Það er til dæm- is ekkert minnst á Amalgam eða höfund þess utan venjulegs pró- grammtexta í þeirri fátækilegu efiiis- skrá sem áður var á minnst. Svo mikið er þó við útlendu tónskáldin haft, enda hægt að taka umsögnina upp af plötu- umslögunum. Amalgam Lárusar Halldórs Grímssonar er þrátt fyrir það vissulega umfjöllunarinnar virði. Það er meira að segja að mati undirritaðs prýðis danstónlist. Þrástefja tölvutón- list, hæfilega skreytt með einföldum hljóðfæraleik til áhrifsauka, getur í tilvikum eins og þessum reynst hinn besti hvati til sterkra drátta í dansa- smíð. Amalgam var eina eðlilega dansræna verkið sem leikið var undir þessari sýningu og hið eina sem naut sín af því að það var hér í sínum rétta búningi. Öskubuska Að bjóða gestum sínum að hlusta á og dansflokki sínum að dansa eftir skemmdri plötu með kvartett Messia- ens er leikhúsi íslensku þjóðarinnar hreint út sagt ekki sæmandi. Það vill svo til að hér hefur starfað mjög góður kvartett með þessari hljóðfæraskipan. Skyldi það hafa orðið svo mikill kostn- aðarauki að ráða fjóra spilara? Nú, svo hefðu sumir þeirra getað spilað í Fomum bamaröddum Crumbs (sem þó var spilað af heilli plötu) líka. Sá aðili sem stýrði frumflutningi þess verks var hér að stjóma fyrir skömmu og vinnur reyndar töluvert mikið hér í vetur. Hann hefði eflaust verið fóan- legur til að hjálpa til við undirbúning- inn og þá hefði leikhús þjóðarinnar jafnvel getað haft af töluverðu að státa, þá fyrst og fremst af því að hafa reynt að gera sæmilega við dansflokk- inn sinn. Næsta verkefni íslenska dansflokksins ætti að vera Öskubuska.> Lárus H. Grímsson tónskáld. Ballettínn, tónlistin, Þjóðleikhúsið - skömmin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.