Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 46
46 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. Dægradvöl Bridgeskólinn: Sögn sem enginn sagði spiluð Nú nýverið var hinn heimsfrægi bridgespilari Giorgio Belladonna staddur hér á landi og spilaði meðal annars gegn ríkisstjóm vorri ásamt borgarstjóranum í Reykjavík og hans mönnum. En það em fleiri en meðlimir ríkisstjómarinnar og þaul- vanir bridgespilarar sem hafa verið iðnir við spilamennskuna undanfar- ið. í Reykjavík er nefnilega starf- ræktur bridgeskóli sem Guðmundur Páll Amarson veitir forstöðu. Skól- inn hefur verið starfræktur sl. 7 ár og tók Guðmundur við stjóminni nú i haust. Fjórir spaðar spilaöir DV brá sér í heimsókn á byijenda- námskeið í Bridgeskólanum sl. mánudagskvöld og þegar við geng- um í salinn vom nemendumir að segja á spil sem Guðmundur hafði gefið og vom eins spil á öllum borð- unum. Hann beið stutta stund og spurði síðan hvort einhver hefði sagt fjóra spaða. Nei, svo var ekki, og vom margir undrandi á að það væri rétta sögnin miðað við spilin sem þeir vom með. En í þessum skóla, eins og öðrum, er það kennarinn sem ræður og fjórir spaðar vom spilaðir Ahugasamir bridgespilarar i Bridgeskólanum. Kennslan fer fram í Sóknarsalnum. DV-mynd Brynjar Gaufi Ljósmyndari DV náði þessari skemmtilegu mynd þar sem hinn heimsfrægi bridgespilari Belladonna þjarmar að makker sinum. En við skulum vona að nemendurnir i Bridgeskólanum komi ekki til með að taka upp jafnharka- legar aðgerðir gagnvart makkerum sínum. DV-mynd Bj.Bj. hvað sem hver haíði sagt. Þá var ekki eftir neinu að bíða og af stað fór spilamennskan. 1 ljós kom að nokkrir stóðu spilið en aðrir töpuðu því. Guðmundur fór nú yfir spilið og sýndi nemendum hvemig spila átti samninginn til vinnings. Þegar hann fór yfir ferilinn fannst fólki þetta vitanlega liggja ljóst fyrir þó svo ekki hefði öllum gengið jafhvel í úrspilinu. Síðan tók við annað spil og þá vom það fjögur hjörtu sem átti að spila og í þetta sinn kom sú sögn ffam á allflestum borðunum. Eftir að skylduspilunum var lokið fengu nemendumir að spila frjálst og þá færðist heldur betur lif í hóp- inn þó svo að klukkan væri farin að halla í tólf, enda er það alkunna að bridgespilarar láta klukkuna ekki aftra sér frá því að taka nokkra slagi. Meiri aðsókn á byrjendanámskeiðið Á byijendanámskeiðinu í Bridge- skólanum em milli 35 og 40 manns, meirihlutinn konur. Einnig er boðið upp á framhaldsnámskeið í skólan- um þar sem reyndir spilarar geta fengið góð ráð og lært nýjar brellur. Aðsóknin á framhaldsnámskeiðið nú í haust er mun minni en á byijenda- námskeiðið en ekki er talið æskilegt að byijendur fari beint á framhalds- námskeiðið heldur æfi þeir sig fyrst í spilamennskunni. Að sögn Guð- mundar er fullorðið fólk í meirihluta nemenda Bridgeskólans en yngsti nemandinn, sem hann mundi eftir, var aðeins 14 ára gamall. Námskeiðin nú í haust kostuðu 4.800 krónur fyrir manninn og er kennt 11 kvöld i þijá tíma í senn einu sinni í viku. Áuk þess fá þátt- takendur ýmis gögn og heimaæfing- ar sem þeir þurfa að leysa. Tvö námskeið eru á vetri og byijar nýtt námskeið þann 19. janúar nk. Kerfið sem Guðmundur kennir í Bridgeskólanum heitir „Standard American" og sagði hann að það væri bæði elsta og útbreiddasta kerf- ið í bridgeinu og hentaði byijendum sérstaklega vel. -SJ Vantar æfingu milli tíma Það vakti athygh blaðamanns að við eitt borðanna í Bridgeskólanum voru fimm spilarar. Ekki gengur það í bridge, eða hvað? Nei, vitanlega ekki. Ástæðan fyrir þessum fjölda var ein- föld, það vantaði nokkra nemendur þetta kvöld og því fylgdist ein með því sem ffarn fór og veitti jafnvel góð ráð. En þær Ragnhildur Brynjarsdóttir, Rósa Sigursteinsdóttir, Lóa Aradóttir, Ragnheiður Bjömsdóttir og Sigríður Gísladóttir skiptust systurlega á um að taka spil þannig að allar fengu þær að spila jafiit. En voru þær allar vanar að spila bridge áður en þær komu í Bridgeskól- ann? Nei, ekki vildu þær segjast vera vanar heldur hefðu þær tekið í spil áður en vantað ýmis atriði inn í. Þær sögðust hins vegar vera orðnar nokk- uð leiknar núna en vantaði helst að æfa sig milli tímanna sem væm einu sinni í viku. „Við erum meira að segja famar að geta sagt rétt og stöndum samninga og stundum vel það,“ sagði Rósa. Eins og ffam kom hjá Guðmundi og mátti sjá á námskeiðinu em konur í meirihluta nemenda í Bridgeskólan- um. Við spurðum þær hvaða ástæðu Það er ekki vaninn að fimm spilarar séu við borð í bridge en sú var samt raunin i þetta sinn því nokkrir nemendur i Bridgeskólanum mættu ekki. Konumar létu það ekki á sig fá og skiptust á um að taka í spil. Þær eru, talið frá vinstri, Sigríður Gísladóttir, Ragnheiður Bjömsdóttir, Ragnhildur Brynjarsdóttir, Rósa Sigursteinsdóttir og Lóa Aradóttir. DV-mynd Brynjar Gauti þær teldu vera fyrir þessari ójöfnu skiptingu kynjanna í skólanum. „Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér, ekki síst þar sem bridgeinn er oft talinn vera frekar áhugamál karla en kvenna. En é ' held að ástæðan fyrir ójafnri skiptingu kynjanna hér sé að þeir byija fyrr að spila og nú em kon- umar famar að fara meira út og gefa sér tíma til að stunda áhugamál sín,“ sagði Lóa. Konumar létu blaðamanninn ekki trufla sig frá spilamennskunni enda sögðu þær að bridgeinn yrði alltaf meira spennandi eftir því sem þær lærðu meira. Þær sögðust gera fast- lega ráð fyrir þvi að fara á framhalds- námskeiðið þegar þær væm búnar að æfa sig fyrir utan skólann. Það var sama sagan hjá þeim og á hjónaborð- inu. Nú em þær famar að lesa bridge- dálkana og fylgjast mun meira með umfjöllun um bridge en þær gerðu áður. En nú var nóg komið af truflun því þær vom famar að spila fijálst, sem er skemmtilegasti tími kvöldsins að þeirra sögn, og samningar vom komn- ir af stað. -SJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.