Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Síða 50
50
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Brigitte
Bardot
hefur ekki bara yfirgefið
kvikmyndirnar heldur er hún
núna að hugsa um að yfir-
gefa heimili sitt, villuna La
Madrague í Saint-Tropez á
frönsku rívíerunni. Þolir hún
ekki lengur alla ferðamenn-
ina, hávaðann og skítinn.
Hún hefur oft átt í deilum
við yfirvöld staðarins sem
ekki hafa veitt henni leyfi til
þess að reisa háan múr í
kringum villuna. Brigitte
hefur nú hug á að kaupa hús
á einhverjum afskekktum
stað í Provence þar sem hún
getur dvalið ásamt öllum
köttunum sínum, hundun-
um og öðrum dýrum.
Elizabeth
Taylor
hefur reynt aflar mögulegar
aðferðir til þess að bjarga
hjónabandi sonar síns, hans
Christophers Wilding, en án
árangurs. Konan hans Chri-
stophers, hún Aileen, sem
yfirgaf hann í júlí, hefur nú
tekið bæði börnin til sín og
flutt inn á hótel í Los Ange-
les og þar býr einnig elsk-
hugi hennar. Vesalings Chris
er alveg niðurbrotinn og
hefur nú flutt heim til
mömmu.
Richard
Chamberlain
á konu sem stendur honum
nær en allar aðrar. Og er það
engin önnur en móðir hans,
hún Elsa, sem er orðin 84
ára gömul. Þegar Richard
var nýlega á Spáni vegna
upptöku sjónvarpsþátta
saknaði hann mömmu
gömlu allt í einu rosalega
mikið. Hann lyfti upp tólinu
og hringdi heim til hennar í
Los Angeles. Skipaði hann
henpi að taka fyrstu flugvél
yfir Atlantshafið.
Picasso
í
1
flamenco
Sverrir Guðjónsson á æfingu með kór Langholtskirkju. DV-mynd KAE.
„Bamastjaina“ á æfingu
Barnastjarnan Sverrir Guðjónsson
er orðin 36 ára gamall kennari. Á
laugardaginn söng hann einsöng
með kór Langholtskirkju sem flutti
argentínsku messuna Misa Criolla
eftir Ariel Ramírez.
Sverrir var aðeins 7 ára gamall
þegar hann fór að syngja opinberlega
með danshljómsveit föður síns, Guð-
jóns Matthíassonar. Hann fór í læri
til Demetz og tók síðan að syngja
ítölsk lög á skemmtunum. Söng hann
opinberlega þar til hann var 13 ára.
Sverrir lagði þó ekki sönginn á
hilluna. Hann var í kór Langholts-
kirkju í nokkur ár, söng með Pónik
og stundaði nám í jassdeild Félags
íslenskra hljómlistarmanna.
Fyrir tveim árum var Sverrir í
kvenrullu í söngleiknum Chicago og
þótti countertenórsviðið svo spenn-
andi að hann er að læra slíkt hjá
Rut Magnússon.
Palome Picasso, dóttur málarans sál-
uga, er flest til lista lagt. Vakti hún
aðdáun allra viðstaddra þegar hún á
dögunum fékk sér snúning á dans-
gólfinu. Var það hvorki meira né
minna en við hinn fræga dansara
Antonio el Bailarin sem Palome
dansaði ærslafullan flamenco.
Uppá-
hald
Karólínu
í Holly-
wood
Hljómsveitin the Imagination
skemmti gestum Hollywood á
fimmtudags- og föstudagskvöld. Fullt
hús gesta notaði tækifærið og horfði
á þessa heimsfrægu skemmtikrafta
sem skemmt hafa um víða veröld.
Þeir hafa komið fram í Royal Al-
bert Hall fyrir prinsinn og prinsess-
una af Wales og eru sérstakt
uppáhald Karólínu prinsessu af
Monaco. Þótti Hollywood því heiður
að því að bjóða gestum sínum upp á
skemmtiatriði þessara listamanna.
DV-mynd GVA