Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1986, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986. 7 VILDARK/ÖR VISA gniBYCBINGflVÖBBBl ■______________' • Fullur staögreiösluafsláttur. • Afsláttur við helmingsútborgun, en raðgreióslur í 2-12 mánuöi. • Þægilegur og ódýr greióslumáti. Robert Redford leikstýrir nýrri mynd Mynd Redfords fjallar um fátæka þorpsbúa sem lenda i útistöðum við auðugan fjármálamann vegna vatnsréttinda. Það eru sex ár síðan Robert Red- ford ruddist fram á sjónarsviðið á eftiminnilegan hátt sem leiksstjóri með myndinni Ordinery People. Myndin sópaði að sér verðlaunum, var valin besta mynd ársins og Red- ford fékk titilinn besti leikstjóri ársins. Og nú ætlar hann að reyna ciftur með myndinni The Milagro Beanfield War. Bókin er byggð á samnefndri sögu eftir rithöfund frá Nýju Mexíkó, John Nichols að nafni. Þetta er ekki dæmigerð Hollywoodsaga. Bók Nic- hols, sem er að sumu leyti tilbúning- ur, að sumu leyti þjóðsaga og að sumu leyti pólitisk dæmisaga, fjallar um íbúa í litlu, fátæku mexíkönsku þorpi sem lendir í útistöðum við auð- ugan fjármálamann þegar einn þorpsbúa ákveður að vökva bauna- akur sinn með vatni sem hann hefur ekki rétt til að nota. Að kvikmynd sem þessi skuli verða að veruleika er fremur að þakka bók Ekki aðeins er efni myndarinnar óvenjulegt, gerð hennar hefur einnig skapað óvenjumörg vandamál. Það tók nokkur ár og nokkra höfunda að umbreyta sex hundruð og þrjátíu síðna bók Nichols í kvikmyndahand- rit upp á hundrað og tuttugu síður. Kvikmyndatakan hófst í ágúst á þessu ári og átti að ljúka í október, en ýmsir örðugleikar urðu til að koma í veg fyrir það. Myndin er tek- in í Nýju Mexíkó og veðurfarið lék ekki beinlínis við kvikmyndatöku- mennina. Stöðugt fannfergi síðan í september varð til að tefja gerð myndarinnar svo að henni lauk fyrr en í byrjun desember og var kostnað- urinn þá kominn töluvert fram yfir þær tíu milljónir sem upphaflega átti að verja í myndina. En Redford er engu að síður á- nægður. „Ég leikstýri aðeins myndum sem mig langar til að leik- stýra.“ Redford segist fyrst hafa Turbo-teppin frá JL-byggingavörum kosta aðeins 585 krónur fermetrinn, t.d. kostar að- eins 20.478 krónur að leggja teppi á 35 fermetra gólf, Við erum útverðir húsbyggjenda vestast og austast í höfuðborginni JL-teppadeild: Hringbraut, simi 28600. OPIÐ KL. 8 - 18 VIRKA DAGA KL. 10 - 16 LAUGARDAGA Munið laugardagsmarkaðinn á Stórhöfða. Robert Redford ræðir við einn leikaranna í nýju myndinni, The Milagro Beanfield War. Ekki dæmigerð Hollywood- mynd „Myndina skortir flest það sem kvikmyndaver leita eftir og flestir eru að fást við,“ segir David S. Ward, sem skrifaði handritið að myndinni en hann skrifaði meðal annars hand- ritið að myndinni Sting, sem Robert Redford og Paul Newman léku í. „Þetta er ekki músíkmynd. Flestir leikararnir eru mexíkanskir. Þetta er ekki spennumynd í venjulegum skilningi þess orðs. I henni er ekki mikið um ungar stjörnur. Það er ekki mikið um kynlífssenur í henni. En þegar menn minnast Ordinery People sjá þeir að það var ekki mik- ið af þessum þáttum í þeirri mynd heldur. Robert fer mikið eftir sínum eigin áttavita. Og menn verða að hafa trú á því að ef mynd er góð þá muni hún finna sína áhorfendur.“ Nichols, höfundur bókarinnar, sem nýtur mikillar virðingar í Nýju Mex- íkó og meðal rithöfunda en er ekki mjög þekktur annars staðar, segist dást að hugrekki Redfords. „Ég er ekki viss um að ég hefði valið þessa sögu sem annað verkefni mitt sem leikstjóri. Það er eins og það sé partur af ánægju hans með myndina að vera að taka áhættuna á að falla á andlitið með hana.“ fengið áhuga á sögu Nichols þegar hann las hana fyrir mörgum árum á meðan á gerð All The President’s Men stóð. Hann segist hafa hugleitt að gera hana að fyrsta verkefni sínu sem leikstjóri en síðan hafi Ordinery People orðið fyrir valinu. Hann hafi siðan verið í ýmsum verkefnum áður en hann sneri sér aftur að The Mila- gro Beanfield War. Samverkamaður og aðstoðarleikstjóri myndarinnar er Moctesuma Esparza, sem er þekktur leiksstjóri, en hann keypti kvikmyndaréttinn að bók Nichols árið 1979. Það er minna mál að teppaleggja ibúðina en þig grunaz Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Að gefnu tilefni skal bent á að allmargir heimilislæknar geta nú bætt við sig nýjum samlagsmönnum í Reykjavík. Sjúkrasamlagið vill hvetja fólk til að velja sér og hafa skráðan heimilislækni svo það eigi sem greiðastan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. Þeim sem vilja skipta um heimilislækni er bent á að gera það nú í desember. Vinsamlegast komið í afgreiðslu Sjúkrasamlags Reykjavíkur, Tryggvagötu 28, og hafið samlagsskírteinin meðferðis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.