Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Fréttir Þrjár útgáfur af Suðuriandi: Tvær á hafsbotni, ein í fjöruborði „Þetta hafa verið traust og góð skip en við höíum ekki tekið ákvörð- un um hvort nýtt skip verður látið heita Suðurland," sagði Már Gunn- arsson hjá Nesskip í samtali við DV. Nesskip hefur nú misst tvö skip með nafninu Suðurland á stuttum tíma. Eldra Suðurlandið fórst skammt norður af Færeyjum í mars 1982 og með þvi einn maður. Nýja Suður- landið fórst svo á jólanótt eins og kunnugt er af fréttum og kostaði sex skipveija lífið. Þriðja Suðurlandið liggur á fjöru- kambi norður í Djúpuvík og ryðgar niður. Það skip var notað til far- þegaflutninga milli Reykjavíkur og Borgamess snemma á öldinni en siglt norður á Strandir á fjórða ára- tugnum og gert að vistarverum fyrir síldarsaltendur. Þegar síldarævin- týrinu í Djúpuvík lauk var skipinu siglt upp í fjöru og þar má enn lesa nafh þess á ry'ðguðum skrokknum. Er Suðurlandið fórst, við Færeyjar 1982, gekk gekk björgun skipveija betur en síðastliðna jólanótt: „Skipið var þá örskammt frá Færeyjum og það var hægt að senda þyrlur beint frá Skotlandi til aðstoðar. Þá fórst einn maður af áverka er hann hlaut þegar verið var að sjósetja björgim- arbát," sagði Már Gunnarsson hjá Nesskip. Sjópróf vegna skipskaðans síðast- liðna jólanótt verða að öllum líkind- um haldin hjá embætti bæjarfóget- ans i Hafharfirði . 5. janúar næstkomandi. -EIR Suðurland á siglingu. Þetta skip fórst síðastliðna jólanótt. Suðuriandið tiyggt fyrir 100 milljónir MS Suðurland, sem fórst á jóla- nótt, var tryggt fyrir um 100 milljónir króna hjá Sjóvá. Þar var áhöfnin einnig tryggð. Farmurinn, 19 þúsund tunnur af síld, að verðmæti 70 millj- ónir króna, var hins vegar tryggður hjá Tryggingamiðstöðinni. „Að sjálfsögðu er þetta töluvert tjón fyrir alla. Hins vegar má segja að Suðurlandið hafi ekki verið mjög hátt tryggt miðað við marga fiski- báta sem eru tryggðir fyrir þrefalda þessa upphæð," sagði Jóhannes Proppé hjá Sjóvá. -EIR Suðurland i Djúpuvík. Farþegaskip er siðar þjónaði sem verbúð. Rekstur Lána- sjóðsins 245% fram úr áætlun Annað árið í röð hefur rekstrar- kostnaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna farið hrikalega fram úr áætlun. Að þessu sinni var áætlað á fjárlögum að kostnaðurinn yrði 9,2 milljónir króna en hann var kominn í 31,7 milljónir á Þorláksmessu. Þetta er nærri 245% hækkun. í haust voru veitt lán til 3.637 manns, að upphæð 364 milljónir króna. Með- allán var rúmlega 100 þúsund. I vor fengu hins vegar 5.994 lán upp á 849 milljónir króna. Þá var meðallánið tæplega 142 þúsund. Næsta vor áætlar Lánasjóðurinn að veita 6.240 lán, samtals að upphæð yfir milljarð króna. Áætlað er að með- allán verði þá 144.300 krónur. HERB Afborgunin lækkar um 339 krónur Þeir námsmenn sem skulda Lána- sjóði íslenskra námsmanna lán með lánskjaravísitölu frá því fyrir 1. sept- ember 1983 greiddu fyrst af þeim í mars á þessu ári og hver þeirra var þá rukkaður um 339 krónum of mikið. Þetta stafar af því að láðst hafði að reikna með 3% afslætti á vísitölubót- um í september 1983. Höfuðstóll þeirra lána sem hér um ræðir er nú 25,1 milljón króna of hár af þessum sökum samkvæmt nýjum útreikningum Lánasjóðsins. Þetta er sams konar mál og nýlega var tekið til endanlegrar afgreiðslu hjá Hús- næðisstofnun ríkisins. Þar reyndist höfuðstóll lánanpa hins vegar rúmlega 63 milljónum króna of hár. -HERB í gæsluvarðhald grunaður um nauðgun Þrítugur Keflvíkingur var hand- tekinn fyrir jól, grunaður um nauðg- un, og hefur hann verið dæmdur í gæsluvarðhald til 6. janúar nk. Það er 22 ára gömul stúlka sem kærði manninn en þau munu hafa verið saman í partíi aðfaranótt sunnu- dagsins 21. desember og í framhaldi af því fóru þau saman í annað hús í bænum þar sem maðurinn á að hafa nauðgað henni. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Keflavík hefur maðurinn ekki viður- kennt að um nauðgun hafi verið að ræða og engir áverkar eru á stúlkunni. -FRI í dag mælir Dagfari Hver borgar spítalann? Eins og menn muna varð uppi fót- ur og fit meðal starfefólks Borgarsp- italans þegar fréttir láku út um það að borgarstjórinn vildi selja ríkinu Borgarspítalarm. Eða eins og kjör- orðið hljóðaði úr penna Flosa: ríkið borgar spítalann. Starfefólkið hélt marga fundi, bæði opinbera og óop- inbera og meira að segja borgara- fúndi líka enda verður að halda borgarafundi þegar deilt er um það hver á að borga Borgarspítalann. Það kom sem sagt í ljós að bæði læknunum, hjúkrunarliðinu og öðru starfefólki ■ þótti alveg óskaplega vænt um spítalann sinn og vildi ekki fyrir nokkum mun að ríkið tæki að sér reksturinn. Fremstur í flokki læknanna fór Auðunn nokkur Svav- ar sem ku vera einn skeleggasti frjálshyggjumaðurinn í hópi Hann- esar Hólmsteins og framarlega í Sjálfstæðisflokknum sem borgar- stjórinn tilheyrir. Var að vonum erfitt fyrir frjálshyggjumanninn að skilja hvemig stæði á því flokkurinn hans vildi allt í einu fara að taka upp ríkisrekstur á Borgarspítalanum eftir allt talið um báknið burt og leit út fyrir um tíma að allt starfelið Borgarspítalans gengi í frjáls- hyggjufélagið til að koma í veg fyrir söluna. Af öllu þessu ríkti hálfgert neyðar- ástand á spítalanum vegna þess að Davíð hélt sig fast við þá fyrirætlan sína láta ríkið borga spítalann en læknamir hótuðu öllu illu á móti. Sjúklingamir sem vom svo óheppnir að Iiggja inni á þessum tíma biðu milli vonar og ótta um það hvort þeir fengju lækningu meina sinna enda er til lítils að liggja inni á spít- ala ef læknaliðið gengur út og enginn vill borga sjúkravistina. Hvort sem það var nú vegna and- . stöðunnar hjá starfefólkinu, ellegar almenns sleifarlags hjá pólitíkusum fór það samt svo að þessari fast- eignasölu var frestað fram yfir áramótin og töldust báðir aðilar hafa af þeirri töf nokkum sigur. Davið borgarstjóri fékk bréf upp á það frá ráðherrum að þá langaði ofealega mikið til að kaupa spítal- ann, en læknaliðið fékk aftur á móti svigrúm til að endurskipuleggja vamarbaráttu sína. í framhaldi af þessu er síðan hafinn skæruhemað- ur sem ekki sér fyrir endann á. Meinatæknar munu vera hópur fólks á spítölunum í einni stétt sem hefiir þá sérstöðu að beita tækninni til að lækna meinin, sem er víst meira heldur en læknamir gera. Enginn veit raunar hvað meina- tæknar geta gert né heldur hvað þeir geta gert af sér. Þessi hópur hefur nú ákveðið að ganga út af spítalanum ef kjör hans verða ekki leiðrétt nú um áramótin. Borgarstjórinn hefur séð sér leik á borði og neitar algjörlega að ræða við þetta fólk. Sem er auðvitað afar sniðugt af borgarstjóranum. Ef meinatæknunum þykir jaíhvænt um spítalann sinn og öðm starfefólki hlýtur það að leggja á sig nokkra sjálfboðaliðavinnu til að koma í veg fyrir að spítalanum verði lokað. Ef hins vegar þeir gera alvöru úr hótun sinni og vilja fá borgað fyrir að mótmæla því að ríkið borgi spítalann kemur að því að spítalanum verður lokað enda verða sjúklingar ekki lagðir inn á spítala sem ekki hefui- starfefólk til að lækna þá. Kemur þá af sjálfu sér að hvorki ríkið þarf að borga spítalann, né heldur þarf Davíð að borga spítalann ef enginn vill borga fólkinu sem vinnur á spítalanum. Verður þá al- veg sama hverjum þykir vænst um spítalann, starfefólkinu, sjúklingun- um eða okkur hinum, sem höfum borgað þennan spítala, af því okkur þykir svo vænt um að hafa aldrei þurft að leggjast inn á hann. Spítal- anum verður lokað vegna þess að þar vantar bæði starfefólk og sjúkl- inga og öllum þykir svo vænt um spítalann að enginn tímir að borga fyrir það. Sem er vitaskuld langbesta lausnin. Að þessu leyti eru meinatæknar að gera öllum greiða. Bæði ríki og borg, sem ekki vilja borga spítalann, sjúklingunum sem hætta við að verða veikir af því enginn er spítal- inn til að lækna þá og svo starfe- fólkinu sem þykir svo vænt um spítalann að það getur ekki hugsað til þess að þiggja laun hjá öðrum heldur en þeim sem ekki hefur efhi á því að borga þeim. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.