Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Útiönd MacMillan hylltur sem risinn í breskum stjórnmálum Harold MacMillan, íyrrum forsætis- ráðherra Bretlands, sem hressti bresku þjóðarsálina við upp úr Súez-málinu, andaðist í gærkvöldi, 92 ára að aldri. Hann naut mikillar virðingar bæði heima fyrir sem erlendis. MacMillan, sem bar titilinn jarlinn af Stockton, hlaut kyrrt andlát í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu í Sussex í gærkvöldi. A hann hafði verið litið sem risann i 20. aldar stjómmálasögu Breta og af löndum sínum var hann gæluneíhd- ur „Super-Mac“. Hann hefur átt við krankleika að stríða síðan hann lá í lungnabólgu í júlí í sumar. MacMillan, sem var forsætisráð- herra ríkisstjómar íhaldsflokksins á árunum 1957 til 1963, þótti breyta ásjónu Bretlands. Lyfti hann þjóð sinni upp úr niðurlægingu hinnar mis- heppnuðu innrásar Frakka og Breta í Egyptaland 1956 eftir að Egypta- landsstjóm hafði þjóðnýtt Súez-skurð- inn. Undir hans handleiðslu var breska heimsveldið í Afríku leyst upp og framtíð Bretlands mörkuð sem eins af homsteinum Evrópu. t norpst í ávarpi til þingsins í Suður-Afríku 1960 varaði MacMillan Suður-Afríku- menn við aðskilnaðarstefnunni og sagði að vindáttin væri að snúast í svörtu álfunni. Hann ávann sér vináttu Bandaríkja- forsetanna Dwight Eisenhowers og John Kennedys sem í Kúbudeilunni 1962 leituðu margsinnis ráða hjá hon- um. Vitað er að hann naut aðdáunar og virðingar Nikita Krúsjeffs, leiðtoga Sovétríkjanna. - Dean Rusk, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði, þegar andlátsfréttin barst hon- LEÐILEG HÁTlÐ! Þökkum vióskiptin d árinu sem erað líða. Varmi Bílasprautun STARFSMENN um í gærkvöldi, að MacMillan hefði unnið Bretlandi og hinum vestræna heimi mikið gagn. Margaret Thatcher forsætisráðherra sagði að fráfall MacMillans skildi eft- ir rúm sem enginn annar gæti fyllt. „Orðstír hans og álit sem stjómvitr- ings skipaði honum til forystu í heiminum," sagði hún. „Hann skildi við stjóm landsins þannig að Bretland stóð bæði sterkar og efhahagslega bet- ur en þegar hann tók við stjórntaum- unum.“ I svipaðan streng tóku leiðtogar stjómarandstöðuflokkanna. MacMillan verður jarðsettur við hlið Dorothy, eiginkonu sinnar, í fjöl- skyldugrafreitnum i kirkjugarðinum í Sussex. Sérstök minningarathöfh mun fara ffarn í Ijondon. Fann málverk frá 17. öld Harold MacMillan, forsætisráðherra Bretlands árin 1957 til 1963. Kristján Bembuig, DV, Ldkeren: Prestur nokkur í Brussel sýndi söfri- uði sínum á jóladag málverk sem hann hafði fundið uppi á kirkjuloftinu. Ta- lið er að málverkið sé frá árinu 1630 og er það 2,87 metrar að breidd og 2,18 m á hæð. Er álitið að það sé málað af stór- meistaranum Anton van Dijck. Sýnir það Maríu með ungbam í fanginu og sjö englaböm standa við hlið hennar. Sagt er að prestur liggi nú á bæn og biðji um Rubens í nýársgjöf. NÝR OPNUNARTÍMI Frá 2. janúar verður opið frá kl: 10-19 alla daga vikunnar. Gleðilegt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. \ Húsgögn - blóm og gjafavörur. SNýja <BólsturgGrðin Gróörarstööin 88 GARÐSHORN 88 Suðurfilíð 35 • Fossvogi • Sími 40500 Mótmæla dauðadómum með allsherjarverkfalli Allherjarverkfall síkka i Punjab á Indlandi hefur nú staðið yfir í tvo daga. Herskáir stúdentar hvöttu til verkfallsaðgerða til þess að mótmæla dauðadómunum yfir morðingjum Ind- iru Gandhi. Lögregla var á verði við jámbraut- arstöðvar og opinberar byggingar. Má segja að nær allir almenningsflutning- ar hafi legið niðri. Verslanir voru lokaðar og tómlegt var á strætum úti. Kveikt var í að minnsta kosti einni verslun og mótmælendur hindmðu umferð með því að koma fyrir olíu- tunnum og trjám, sem þeir felldu, úti á götum og jámbrautarsporum. Kemur upp um dmkkna ökumenn Kínverjar hafa fundið upp tæki, sem kveikir á afiturljósum bifreiða, ef alkó- hólmagn mælist í lofti því er ökumað- ur andar frá sér. Að sögn hinnar opinbem kínversku fréttastofu lögðu kínversk yfirvöld blessun sína yfir tækið í gær. Ekki var þess getið hvenær eða hvort því yrði komið fyrir í bifreiðum. Ströng áfengislöggjöf er í Kína en tugir manns deyja á ári hverju er þeir verða fyrir bifreiðum dmkkinna öku- manna. FLUGELDASALA VÍKINGS í Félagsheimilinu v/Hæðargarð á Sprengisandi v/Austurver- Háaleitisbraut v/biðskýlið - Bústaðavegi (neðan Bústaða- kirkju) NÚG AF PÚÐRI TIL AÐ FAGNA KREDITKORT NYJU ARI vrsA í GÓÐU URVALI Á BESTA VERÐI þriðjudag kl. 11-22, gamlársdag kl. 9-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.