Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Innlendur annáll 1986 Kaupstaður í 200 ár 200 ár voru í sumar liðin : bví kaupstaðurinn Reykjavík fékk leyíi kóngs til að höndla. Þúsundir borg- arbúa streymdu um götur þann 18. ágúst ásamt gestum utan af lands- byggðinni og erlendis ffá - tróðust um þvert til að komast að kökuhorni því sem boðið var upp á í tilefrii dagsins og fengu færri en vildu. Afinælistertan var reyndar sá hluti hátíðahaldanna sem fjölmiðlar sýndu mestan áhuga fyrir afmælið með þeim afleiðingum að öllum þeim gölda sem ekki tókst að krækja sér í sneið af þessu bakaríss- amsulli fannst að þeir hefðu með öllu misst af afrnælinu. Veðurguðir voru óvenjuhliðhollir Reykjavík þann 18. Sól skein í heiði og mannfjöldinn sprangaði um stræti og torg. Stöku gestur ráfaði inn á byggðasýningu að Kjarvalsstöðum, tæknisjó í Borgarleikhúsinu ellegar skoðaði sveitamennina sem til sýnis voru í Hljómskálagarðinum. Ríkisstjómin notaði tækifærið og losaði sig við Viðey. Viðey er eyja á Kollafirði þar sem standa fom hús sem erfiðlega hefur gengið að halda við. Kostnaður hefur verið óheyrilegur og ríkið stunið þungan undan endur- reisnar- og viðhaldsskyldu sinni. Afmælið bar upp á á síðustu stundu - og nú verður allt viðhald og tilstand í Viðey eftirleiðis á ábyrgð Reykvík- inga. Borgarstjóri axlar Viðeyjarbaggann fyrir hönd skattgreiðenda í afmælisborginni. Oavíð Oddsson borgarstjóri kveikti á Bylgjunni með aðstoð Einars Sigurðs- sonar, stjómanda stöðvarinnar. Hljóð- bylgjan skall á hljóð- himnum Sunnlend- inga Bylgjan, nýtt músíkútvarp í Reykja- vík, hóf útsendingar síðla í ágúst. Reykvíkingar og nærsveitamenn ná sendingum stöðvarinnar sem lætur nál nudda skífu frá morgni til kvölds og útsendingar stundum slitnar til að skjóta inn auglýsingum og örstuttum og ónákvæmum fréttum um gang heimsmála. Alþjóðleg þruma úr heiðskíru lofti / Stórveldin reyndu að losa um þráteflið á fundi í Reykjavik. En hin alþjóðlega skák fór aftur i bið. Fréttin um að fundur Gorbatsjoffs og Reagans yrði haldinn í Reykjavík í október kom eins og alþjóðleg þruma úr heiðskírum og fréttasnauðum ís- Ienskum himni. Hænuhausamir snerust marga hringi og svo var hafist handa um að skipuleggja og þó fyrst og fremst velta vöngum yfir hugsan- legum gróða okkar Islendinga. Menn ætluðu í fyrstu að þeir gætu leigt bæði íbúðir sínar, bíla og jafnvel sjálfa sig í einhvers konar þjónkun við þann sæg manna sem hingað þyrptist vegna fundarins. Fréttamenn og diplómatar pöntuðu flugfar og hótel í Reykjavík og nágrenni og menn sáu fyrir sér fullsetin hótel og veitingahús þá viku sem vesenið stóð. Veitingamenn létu í byrjun þau boð út ganga til landans að best væri fyrir hann að dúsa innan veggja á meðan þeir græddu sem mest þeir mættu á útlendingum. Síðan kom í ljós að útlendingar borða yfirleitt ekki á veitingahúsum - og veitinga- menn auglýstu þá eftir löndum sínum svo ekki yrði nú lagt á borð alveg til einskis. Gamla, sífallandi krónan reyndist skárri en enginn dollar áður en lauk. Það verður naumast annað sagt um okkur mörlanda en að við höfum lagt okkur fram við að taka á móti þeim sæg manna sem hingað skolaði vegna rabbfundar leiðtoga risaveldanna: við fengum vora alþjóðlegu fegurðar- drottningu, sjálfa Hófí af bamaheimil- inu í Garðabæ, til að koma til landsins til að töfra heimspressuna. Við buðum útsendurum þeirrar sömu pressu afnot af húsum okkar fyrir 80 þúsund krón- ur á sólarhring, lánuðum svo kúrek- anum og rússabolsanum hið veglega hús, Höfða, til að hittast í og drifum hvem sótraftinn á fætur öðrum á flot til að gæta öryggis þeirra og vellíðun- ar á meðan á Islandsdvölinni stóð. Útkoman úr fundinum var svo hin sama og niðurstaða funda yfirleitt er: núll. Nema hvað þjóðjn, sem hingað til hefur ráfað gegnum tíðina blinduð af ótta við rússagrýluna í Kreml, lærði að meta þau kurteisu heiðurshjón, Mikjál og Raisu, sem létu svo lítið að brosa til landsmanna gegnum leiðslur sjónvarpsins og sögðu meira að segja nokkur orð. Það var meiri viðhöfh en gamli kúrekinn úr guðseiginlandi lét hafa sig út í. Hann stóð aftur á móti fyrir sérstæðri hávaðasamkomu í her- skála á Keflavíkurflúgvelli þar sem hann hældist um yfir að hafa ekki slakað á um eina tommu gagnvart Rússanum. Á endanum voru það auðvitað Is- lendingar og íslensk náttúrufegurð sem stóð uppi sem sigurvegari hinnar alþjóðlegu viðureignar við ysta haf. „Þeir fá ekki allt,“ sagði Hófí og neit- aði að fara úr fötunum fyrir útlendu fróttamennina. Aðrir létu sér það að kenningu verða þeirra á meðal Steingrímur forsætis sem fór ekki al- veg úr öllu fyrir bandarísku pressuna, en lét sig þó hafa það að standa á skýlunni í gjólunni í sundlaugunum og mæla margt þarft og spakt um land og þjóð eins og hans var von og vísa. Steingrímur fór ekki alveg úr frekar en fegurðardrottningin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.