Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Sviðsljós Börnin eru kampakát þegar Ijósadýrðin loftin fyllir og litlar hendur sveifla hinum ýmsu blysum og stjörnuljósum. Ölyginn sagði . . . Elizabeth Taylor hefur mjög ákveðnar skoðanir á hvernig búningsherbergið hennar á að líta út. Veggir og loft á að vera fjólublátt til að undirstrika sérkennilegan augn- lit hennar, það eiga alltaf að vera tveir til þrír vasar þar inni fullir af rauðum rósum og legu- bekkur allur vafinn silki svo hún geti svifið á vit draumadísanna í rós-fjólubláum draumi. Sjálf segir leikkonan að fjólublátt sé uppáhaldsliturinn hennar og að það færist yfir hana viss vellíðan þegar herbergið er málað í þess- um lit. Öll streita og stress hverfur eins og dögg fyrir sólu og rósirnar minna hana á eitt- hvað fallegt og skemmtii;;;;" „Það er stórkostlegt að leggjast til svefns full af vellíðan og finna mjúkt silkið vefjast um líka- mann, það er eitt af því besta sem ég geri. Ef mér líður eitt- hvað illa andlega hverfur það um leið og ég er komin í hreiðr- ið mitt segir Elizabeth. „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka..“ hljómar kunnuglega í eyrum og margir eiga eftir að taka undir þenn- an fallega söng þegar þeir kveðja nýja árið á morgun. Nú er gamla árið að kveðja og það nýja að ganga í garð. Það er venjan hjá okkur íslendingum að sprengja upp gamla árið og fagna því nýja. Þegar klukkan slær tólf annað kvöld fer himinninn að taka breyt- ingum. Það fara að sjást litrík ljós á lofti, hvellir og smellir fara að hljóma um allt land. Þetta er falleg sjón og það ríkir alltaf mikil gleði þegar fjölskyldan sameinast í að sprengja upp hina ýmsu valkosti úr fjölskyldupokun- um. Yngri kynslóðin er þó alltaf nokk- uð spenntari þegar báðir vísarnir benda á tólf. Þá fara litlar hendur að sveifla stjörnuljósum og blysum og kátína grípur ætíð um sig. Nýja árið ber alltaf eitthvað nýtt í skauti sér og því er bjartsýni alls- ráðandi á þessum tíma. Elizabeth drottningar- móðir vinsælasta konungborna per- sónan i Bretlandi er komin aftur í sviðsljósið eftir þriggja vikna dvöl á sjúkrahúsi. Hún hafði hlotið slæmt beinbrot sem tók langan tíma að jafna sig. Það var i konunglega leikhúsinu í London þar sem Elizabeth sást fyrst opinberlega eftir sjúkra- húsvistina. Hún var í fylgd hertogaynjunnar af York, Söruh, sem i þetta sinn mátti láta sér lynda að drottningarmóðirin stæli algerlega senunni. Það vakti mikla athygli hvað hún leit einstaklega vel út og var brött að sjá. Hann seildist eftir veskinu, þessi herramaöur, þegar Lionsmenn úr Lions- klubbnum Baldri buðu honum Ijósaperur til sölu. DV-mynd KAE Ljós í þágu líknarmála „Salan hefur gengið alveg ágætlega," sagði Ólafur W. Stefánsson, formað- ur Lionsklúbbsins Baldurs. „Ljósaperusalan er árlegur atburður sem hefur tíðkast í yfir tuttugu ár og hefur okkur Lionsmönnum alltaf verið vel tekið alls staðar þar sem við höfum barið að dyrum.“ Að lokum sagði Ólafur að öllum ágóðanum yrði varið til líknarstarfa og að þessu sinni keyptur búnað- ur til sjúkraþjálfunar fyrir Hrafnistuheimilið í Hafnarfirði. A6 freista gæfunnar Það er víða hægt að freista gæfunnar og ekki er verra þegar verið er að styrkja gott málefni í leiðinni. I Austurstrætinu var happdrætti Sjálfsbjargar að selja miða þegar þau feðg- in bar að garði. Sú litla fékk að draga og það var ekkert hik að sjá þegar hún kippti ásjá- legasta miðanum út úr bunkanum. „Það hefur gengið heldur treglega að selja happdrættismiðana," sagði Trausti Sigurlaugsson, forstöðumaður hjá Sjálfsbjörg. „Ég tel vera tvær ástæður fyrir þessu. Önnur er sú að heldur neikvæð umræða um fjáröflun hefur verið í gangi undanfarið ár og hina ástæðuna tel ég vera að allt of hart hefur verið sótt á happdrættismiðin. Ég tel að það verði að gera grein- armun á hvort fólk fær senda happdrættismiða fyrir alla fjölskyldumeðlimi frá fimmtán ára aldri eða hvort félögin sendi einungis karlmönnum eða konum á aldrinum átján til sjötíu og fimm ára,“ sagði Trausti að lokum. Dregið var á aðfangadag og þá hafa einhverjir heppnir dottið í lukkupott- inn. Lítil hönd laumaðist inn um gluggarúðuna og kippti út ásjálegasta miðanum. DV-mynd KAE David Bowie hefur í tuttugu ár reynt að gleyma hörmulegum atburði sem skeði i lífi hans. Hálfbróðir hans, Terry, framdi sjálfsmorð, þegar Bowie var nýbyrjaður að koma fram opinberlega. Þetta var honum mikið áfall og hann hætti alveg að syngja í nokkurn tíma á eftir. Vinir hans segja að hann hafi aldrei náð sé eftir þennan atburð. Á tímabili tók hann upp á því að fela það að hann hefði átt bróður og sagði engum frá því en það virkaði ekki og í dag reynir hann enn að yfirvinna sífelldar ásakanir í sinn garð. Hann hefur alla tíð kennt sér að einhverju leyti um dauða Terry. Hann hefði ekki sinnt honum þegar hann þurfti á því að halda. *í Hún var hugsi á svip og horfði vökrum augum á karöfluna. Það þarf að athuga hlutinn vel áður en hann er keyptur. DV-mynd KAE Glasa- búbót Ekki má vanta glös eða karöflu þegar nýja árið er að ganga í garð og það gamla að kveðja, þá er glösum lyft og skálað fyrir nýju og gæfuríku ári. Það er alltaf gaman að bjóða ný- ársdrykkinn úr fallegum drykkjar- ílátum og það virtist þessi unga dama hafi haft í huga þegar hún brá sér í búsáhalda- og gjafavöruverslun nú á dögunum til að bæta í búið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.