Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Innlendur annáll 1986 Tíminn endurreistur Dagblað Framsóknarflokksins, Tíminn, v£ir endurvakið með skulda- hala þann 3. janúar og engu líkara en að þeirri fæðingu væri almennt fagnað af íramsóknarmönnum - enda hafði fáum í þeim herbúðum fallið sá gul- blái „Nýi Tími“ sem Magnús Ólafsson ritstjóri keyrði áfram með ijáraustri og alls kyns nútímalegum stælum í efnistökum sem framsóknarfólki eru framandleg. Helgi Pétursson í Ríó-tríóinu, sem leyst hafði Magnús af hólmi, var rit- stjóri gamla/nýja Tímans fyrstu líf- dagana eða þar til hann áttaði sig á að ekki var ætlast til annars afhonum en að vera blaðafulltrúi flokksins - og gerðist þá starfsmaður SÍS. Níels Ámi Lund tók við. Logbrot mennta- málaráðherrans „Það er ekki gott fordæmi að ganga gegn lögum,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, hinn sívinsæli forsætisráð- herra Islendinga, um það ráðslag Sverris Hermannssonar í mennta- málaráðuneytinu að reka Siguijón Valdimarsson, framkvæmdastjóra Lánasjóðs námsmanna, úr starfi. En svo mikið þótt Sverri liggja við að sýna svokallaða röggsemi í starfi að hann lét Sigurjón íjúka gegn landslög- um þar eð Sigmjón hafði ekki viljað segja upp af sjálfsdáðum og fá í stað- inn árslaun. Framsóknarmenn i ríkisstjóminni höfðu við orð að þeir myndu ekki taka brottvikningu framkvæmdastjóra LÍN þegjandi - og varð einhver urgur í þeim eins og einn eftirmiðdag. Svo hafði Sverrir sitt fram - þrátt fyrir allt tal um lögleysu. Sprengja í Dularfullur maður með hettu dregna yfir haus sást taka til fótanna og hlaupa frá Oddfellow-húsinu í Vonar- stræti undir miðnættið þann 9. janúar. Ungir piltar, sem misstu af strætis- vagni utan við sama hús, tóku um leið eftir því að í blómabeði við húsið vom tveir sívalningar tengdir saman með vír. Piltamir létu lögregluna vita og brátt komu hvers kyns öryggisverðir og sprengjusérfræðingar á svæðið, nærliggjandi götum var lokað og menn bjuggust við að sjá hús „hinna sérkennilegu náunga“ - Oddfellowa - springa í tætlur. Sérfræðingar frá vamarliðinu í Keflavík skutu svo með vatnsbyssu á sprengjuna og gerðu hana þar með óskaðlega. Sá sem skildi sprengjuna eftir í blómabeðinu kom brátt í leitimar en hefiir enn ekki gefið upp haldgóða ástæðu fyrir að ætla að standa að svo síðbúinni áramótasprengingu. Vonarstræti Sprengjan i Vonarstrætinu eftir að sprengjusérfræðingar höfðu eytt henni með vatnsbyssu - sem reyndar nefnist vökvabyssa þegar hún er í höndum fullorðinna. Eldur í Kópavogshæli Vistmenn á Kópavogshælinu vökn- uðu upp við vondan draum að morgni þess 13. janúar þegar eldur varð laus á einni deildinni. Þar bjuggu átta manns og vom allir fluttir á sjúkrahús með reykeitmn. Slökkviliðsmenn þóttu sýna snögg viðbrögð, þeir vom ekki nema í átta mínútur að koma öllum út úr einni 'álmu hælisins - en síðan hófet umræða um eldvamir í opinberum byggingum á íslandi enda lést einn sjúklinganna af völdum reyk- eitmnarinnar og í ljós kom að á Kópavogshæli vom engir reykskynj- arar eða aðvömnarkerfi. Mavgeir sigvaði í Hastings Margeir Pétursson skákmeistari varð efstur á hinu víðfræga Hastings- móti í janúar - hlaut 9,5 vinninga af 13 mögulegum og stórmeistaranafhbót að auki. Jóhann Hjartarson tefldi á sama móti og varð í 5.-7. sæti með 7,5 vinninga. Margeir varð stórmeistari í Hastings. Eftirlæti alþýðunnar með betri fótinn í fatla og flýtir sér inn í Stjómarráð að vinna þjóð sinni sem mest hann má. Fljúgandi forsætis- ráðhena Hinn óhemjuvinsæli forsætisráð- herra, Steingrímur Hermannsson, lét strekkja á liðböndum hægri ganglims í byrjun árs - og kom fljúgandi á ráð- herrafund að lokinni aðgerð. Stjómmálafræðingar lögðu sérstaka merkingu í að Steingrímur skyldi láta lagfæra böndin í hægra fæti fremur en þeim vinstri og töldu að þetta gæti bent til þess að kosningar væru í nánd. Fræðingamir urðu ekki sannspáir og nú bíða vinstri menn eftir því að eftir- læti alþýðunnar láti gera upp á sér vinstri fótinn. Gáfú Bvyndísi dmllusokk Við náðum henni í bóiinu snemma á laugardaginn og gáfum henni drullusokk, blóm og svarta duggarapeysu til að vera í næst þegar hún slæðist inn í jarðarfarir með Vestmannaeyingum, sagði Ásmundur Friðriksson, formaður Hrekkjalómafélagsins í Vest- mannaeyjum. Hann og félagar hans bmgðu við hart eftir frægan sjónvarpsþátt þar sem Bryndís Schram sagði frá jarðarfararævin- týri sínu og viðureign við innbrots- þjóf á heimili sínu. „Með ummælum sínum í sjónvarpsþætti Ómars hér um daginn um Vest- mannaeyinga í jarðarför og drullu- sokkinn, sem Jón Baldvin ætlaði að nota á innbrotsþjófinn, hefur hún vafalítið gengið af Alþýðu- flokknum dauðum," sagði Ás- mundur Friðriksson, formaður Hrekkjalómafélagsins. Tólf hrekkjalómar úr Eyjum tóku sér far til Reykjavíkur til að færa Bryndísi dmllusokk og peysu og þau Bryndís og Jón Baldvin skenktu eyjapeyjum ískaldan snafe í morgunsárið og skildu aðilar að svo búnu með góðu. Hvort Bryndís gengur að flokki mannsins síns dauðum er eftir að sjá. Við upphaf kosningaárs er fátt sem bendir til þess. Var amma Reagans íslensk? Islenskur ættfræðingur hefui unnið þrotlaust að því að láta rannsaka kirkjubækur víða i Bandarikjunum í þeim tilgangi að komast eftir því hvort amma Ron- alds Reagan forseta hafí ekki áreiðanlega verið íslensk. Ættfræðingurinn vildi ekki koma upp með „atvinnuleyndar- mál“ sitt í samtali við DV á dögunum - en upplýsti að Vigdís Finnbogadóttir forseti hefði ætlað sér að nefna þetta við RR sjálfan þegar hún hitti hann vestra 1982. En tækifæri gafet ekki til að ræða fjölskyldumál á fundi þeirra. Þegar RR kom til íslands í haust til að hitta Mikjál Gorbatsjoff höfðu boðin gengið á milli Reykja- víkur og Washington varðandi þessar upplýsingar um ömmuna. Ættfræðingurinn hafði fyrr á árinu komist að því að hvarvetna, þar sem hægt var að komast á slóð fjöl- skyldu Reagans í Bandaríkjunum, höfðu blaðsíður verið rifriar út úr kirkjubókum - og upplýsingar um þessa merkilegu konu lágu hreint ekki á lausu. Því var stundum stungið að ætt- fræðingi vorum að íslenska amman hefði verið laus á kostum og gefið son sinn írsku fólki og þannig hafi RR orðið íri en ekki Islendingur. Á meðan flugvél Bandaríkjafor- seta, Air Force One, stefndi á ofeahraða til íslands var ættfiræð- ingurinn í símasambandi við vélina - reyndi hvað hann gat að fá játningu upp úr RR um að hann væri í rauninni íslendingur og ætlaði að kasta sér í fang forsetans þegar hann stigi á Keflavíkurflug- völl og æpa svo heyrðist um heimsbyggð alla: - Velkominn heim, elsku drengurinn! Föðurland þitt allt er Island! (Vafasamt hvað hann átti við með því.) En staðfesting kom engin, enda hefur RR fyrir löngu heimsótt Ir- land og „ættingja“ sína þar. Það fór sem fór - og RR virti okkur landa sína ekki viðlits þegar hann kom og heldur ekki þegar hann fór. Týndi sonurinn kom heim - en leit ekki við alikálfinum. Bjöm Þórhallsson og billinn sem hann tapaði 80 þús. kr. á. Bflkaupasamningar Alþýðusambandsins og vinnuveitenda Einhverjir sögufrægustu launa- samningar ASÍ og VSI voru gerðir á árinu. Samningar voru undirritaðir í marsbyrjun - og þótti merkilegast við þá að ríkið var blekkt til að gefa eftir tolla af bifreiðum. Þessi tollalækkun- arhugmynd fór lengi vel leynt, svo leynt að sjálfur varaforseti ASÍ, Bjöm Þórhallsson, hafði ekki hugmynd um hana fyrr en hann átti að undirrita samninginn. Bjöm móaðist lengi við að skrifa nafn sitt undir þetta ákvæði samningsins, enda þýddi það að hann tapaði persónulega 80 þúsund krónum, hafði nefnilega keypt bíl handa frú sinni aðeins tveimur dögum áður. „Hugmyndin um lækkun bílverðsins kom ekki upp á borðið fyrr en tveimur dögum eftir að ég keypti bílinn," sagði Bjöm í viðtali við DV. „Auk þess sat ég uppi með gamlan bíl sem ég hafði ekki haft vit á að selja þannig að í raun tapaði ég enn meira.“ Afleiðing kjarasamninganna á árinu urðu svo meiri bílasala á árinu en dæmi eru um - enda kaup á nýjum og notuðum bílum eina hugsanlega aðferð launþega til að finna rækilega fyrir kjarabótinni. Hvemig svo sem menn fara að því að bæta kjör sín með fjárútlátum. „Kynlífshjálpartækja- bankinn“ blómstraði Linda Björk i vinnufötum: Á daginn seldi hún kjöt; á kvöldin sýndi hún kjöt. Fyrirtæki, sem sérhæfir sig í hjálp- artækjum til viðhalds íjömgu ástalífi, skaust fram í dagsbirtuna á árinu - og ungar og hæfileikaríkar stúlkur ásamt íturvöxnum piltum sýndu hvers konar hugvitssamlega gerðan útbúnað í veitingahúsi einu síðdegis - og komu fram í veislum hjá karlaklúbbum. „Það er viss spenna sem fylgir þess- um sýningum," sagði Linda Björk Bjamadóttir, ein úr hópi hinna íturv- öxnu og hæfileikaríku, í samtali við DV. Hún kvaðst hafa sýnt tæki sín og tól í samkvæmum hjá Kiwanis- mönnum og í Frímúraraklúbbnum. „Ég hef aldrei sýnt í heimahúsum," sagði hún. Á daginn starfar Linda við að selja kjöt í verslun foreldra sinna - en bregður sér upp á svið á kvöldin og kvaðst fá tvö til þijú þúsund kr. fyrir hveija sýningu. Skrifetofustúlka í Verslunarskólan- um var rekin úr starfi þegar upp komst hvemig hún klæddi sig í frístundum sínum. Þótti Versló setja ofan við þau fautaviðbrögð og fomaldarhugmyndir - og stúlkan átti ekki í vandræðum með að fá vinnu á skemmtilegri stað. Gleðibankinn opnaði gjaldeyrisdeild í Bergen „Það er ekki nema von að ég sé stressaður. Ég er bankastjóri Gleði- bankans," sagði Magnús Éiríksson í þann mund sem úrslit í söngvakeppni sjónvarpsins vom kunngerð. Blaða- maður DV hitti Magnús á snyrtingu karla í sjónvarpinu. Þar stóð hann og keðjureykti og beið þess að fara inn í upptökusal og taka á móti 200 þús. króna ávísun úr hendi Hrafris Gunn- laugssonar, stjómanda skemmtideild- ar sjónvarpsins. „Ég ætla að veita mér þann munað að snúa mér alfarið að tónlistinni fyrir þessa peninga," sagði verðlaunahafinn. Gleðibankinn var svo fægður og snyrtur áður en hann var sendur til Bergen í fylgd Pálma Gunnarssonar, Helgu Möller og Eiríks Haukssonar sem kyijuðu hann upp í eitt af neðstu sætunum í keppninni eins og frægt varð. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins önd- uðu léttar þegar úrslitin í keppninni lágu fyrir, því í gleðivímunni fyrir keppnina vom ýmsir famir að spá bankanum efeta sætinu - og hefði svo farið hefðu íslendingar orðið að standa fyrir alþjóðlegu söngvakeppninni að ári. Þegar sá möguleiki var ræddur vom menn á einu máli um að það væri varla hægt. Kannski er komið' annað hljóð í strokkinn eftir að við glönsuðum gegnum leiðtogafundinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.