Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Atvinnumál Verður stofhað landssamband fiskvinnslufólks? Óánægja með síðustu kjarasamninga hefur hrundið málinu af stað „Við höfum rætt saman formenn nokkurra verkalýðsfélaga, sem svo til eingöngu eru með fiskvinnslufólk innan sinna vébanda, um að stofiia landssamband fiskvinnslufólks. Astæðan fyrir þessu er að sjálfsögðu sú að fiskvinnslufólk var skilið eftir í kjarasamningunum á dögunum. Það fær hvorki fastlaunasamning né starfsaldurshækkanir út úr þess- um samningum þótt aðrar starfs- greinar fái það. Þvi má segja að mæliriiin sé fullur," sagði Bjöm G. Sveinsson, formaður Verk-'vðsfé- lagsins Jökuls á Höfh í Hornaihði, í samtali við DV. Hann sagðist ekki geta sagt meira um málið á þessu stigi en full alvara væri að baki. Hugmyndin er ekki ný af nálinni. Það hefur áður komið til tals að stofna sérsamband fiskvinnslufólks en aldrei orðið af því. Málið mun þó aldrei hafa komist jafnlangt og að þessu sinni. „Eg teldi það ekki verkalýðshreyf- ingunni til framdráttar að kljúfa hana frekar en orðið er en ef menn færu út í það að stofha deild fisk- vinnslufólks innan Verkamanna- sambands Islands teldi ég það af hinu góða,“ sagði Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri VMSÍ, spurður álits á þessari hugmynd. Hann benti ennfremur á að það hefði áður kom- ið til tals án þess að nokkuð yrði úr. Mörg verkalýðsfélög með fisk- vinnslufólk í meirihluta felldu síðustu kjarasamninga ellegar frest- uðu því að skrifa undir í von um að fá fram lagfæringar. Á nokkrum stöðum hefur það tekist enda ofbauð mörgum atvinnurekendum meðferð- in á fiskvinnslufólkinu, eins og Bjöm G. Sveinsson komst að orði í samtali við DV og enn er ósamið á nokkrum stöðum. -S.dór Fiskmarkaðir: Haldið áfram í Hafnarflrði - beðið enn um sinn í Reykjavík Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverötryggð Sparisjóðsbækur óbund. a-9 Ab.Bb. Lb.Úb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn »-10.5 Ab 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12 mán.uppsögn 11-16.25 Sp. Vélstj. 18 mán. uppsögn 16-16,25 Bb Sparnaður - Lánsréttur Sparað i 3-5 mán. »-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-9 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 8b.Ub.Vb 6 mán. uppsögn 2.6-4 Úb Innlán með sérkjörum 8.6-17 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-6.5 Sb Sterlingspund 9-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.6-4 Ab Danskar krónur 7.5-9.5 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 15,75-16. 25 Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge/19,5- 21 Almenn skuldabréf(2) 16-17 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 15-18 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 5-6.75 Lb Til lengri tima 6-6.75 Bb.Lb Útlán til framleiðslu isl. krónur 15-16.5 Sp SDR 8-8.25 Allir nema Ib Bandarikjadalir 7.5-7.75 Allir nema Bb.lb Sterlingspund 12,75-13 Allir nema Ib Vestur-þýsk mörk 6.25-6.5 Allir nema Ib Húsnæðislán 3.5 Lifeyríssjóöslán 5-6.5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala 1542stig Byggingavísitala 281 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 200 kr. Hampiðjan 133 kr. Iðnaðarbankinn 130 kr. Verslunarbankinn 110 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% árs- vexti og Landsbankinn miðar við 21% ársvexti. (2) Vaxtaálag á skuidabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb=Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvi) nubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. „Við höldum áfram framkvæmdum við byggingu markaðshúss. En ef svo fer að frumvarpið um fiskmarkaði verður ekki afgreitt á Alþingi fyrr en á útmánuðum munum við ekki byrja í húsinu sem Hafharfjarðarbær bauð okkur heldur bíða þess að okkar hús verði tilbúið í apríllok," sagði Harald- ur Jónsson, stjómarformaður fisk- markaðar í Hafnarfirði, í samtali við DV. Hann bætti því við að ef frum- varpið fengi skjóta og jákvæða af- greiðslu í þingbyrjun yrði BHÚ húsið notað fyrir markaðinn til að byija með. Haraldur sagðist sannfærður um að frumvarpið um fiskmarkaði færi í gegn á Alþingi. Biynjólfhr Bjamason. forstjóri Granda hf., er í undirbúningsnefhd um Þegar loðnuverðið var gefið frjálst í haust gilti sú ákvörðun til áramóta og á fundi bræðsludeildar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gær var ákveðið að verðið skuli vera fijálst áfram til loka loðnuvertíðarinnar í mars. Svo virðist sem öllum aðilum hafi líkað vel að hafa loðnuverðið fijálst þar sem Verðlagsráð verður að vera Á fyrsta fundi samninganefhda BSRB og ríkisins, sem haldinn var skömmu fyrir jól, var skipað í þrjá vinnuhópa til að fara yfir kjarasamn- ingana og kröfur opinberra starfs- manna. Vinna mun hafin hjá þessum starfshópum en fyrirhugað er að kalla stofnun fiskmarkaðar í Reykjavík og sagði hann að ekkert hefði gerst í málinu hjá þeim síðan stofnfundi var frestað skömmu fyrir jól nema hvað menn hefðu fylgst með gangi málsins á þingi. Brynjólfur sagði þó ljóst að á einhverjum tímapunkti innan ekki langs tíma yrðu menn að taka ákvörð- un um hvort hafist yrði handa um uppsetningu markaðarins eða hvort beðið yrði eftir afdrifum frumvarpsins á Alþingi. Báðir sögðust þeir Haraldur og Biy- njólfur hafa bundið vonir við að fiskverð yrði gefið fijálst um áramótin en nú er útséð um að svo verður ekki og því binda menn vonir við jákvæða afgreiðslu frumvarpsins á Alþingi. -S.dór sammála ef verðið er gefið frjálst. Við fyrstu verðlagsákvörðun á loðnunni síðsumars var fast verð ákveðið 1900 kr. fyrir tonnið. Þá mótmæltu kaup- endur og töldu verðið of hátt. Síðan, þegar verðið var gefið frjálst, hélt þetta verð og fór raunar upp í 2.100 kr. fyr- ir tonnið hjá einstaka verksmiðju. -S.dór til samningafundar 12. janúar nk. Búist er við að kjarasamningar BSRB verði á nokkuð svipuðum nót- um og ASÍ og VSÍ gerðu með sér í byrjun desember, þ.e.a.s. hvað formið varðar. -S.dór Loðnuverð frjálst út vertíðina Vinnuhópar að störfum hjá BSRB og ríkinu Hvað er þér minnisstæðast á árinu 1986? Svavar Gestsson: Góðærið merkast „Langmerkast á þessu ári er góðæ- rið,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins. „Góðærið hefur, ásamt ákvörðunum meðal annars verkalýðshreyfingar- innar, skilað minni verðbólgu en við höfum haft um langt árabil. Það er meira til skiptanna í þjóðarbúinu. I sveitarstjómarkosningunum var Alþýðubandalagið með 24 þúsund at- kvæði og afgerandi stærsti íhaldsand- stæðingurinn. Við erum búin að stilla upp okkar framboðslistum í kjördæmunum og það á eftir að koma þjóðinni á óvart hvað Alþýðubandalagið verður sterkt í kosningunum í vor,“ sagði Svavar. -KMU Ásmundur Stefánsson: Völdin tekinafríkis- stjórninni „Það markverðasta á árinu var tví- mælalaust það að verkalýðshreyfingin tók í tvennum samningum völdin af ríkisstjóminni og að hraði verðbólg- unnar náðist niður um leið og kaupmáttur óx. Jafnframt minni ég á nýtt húsnæðislánakerfi," segir Ás- mundur Stefánsson, forseti Alýðusam- bands íslands. „Með desembersamn- ingunum eru lagðar forsendur að því að á næsta ári geti orðið stöðugt verð- lag, jafnframt því að kaupmáttur lægsta kaups hækkar mikið. Allt ræðst af því hvemig núverandi ríkis- stjóm og ný ríkisstjóm taka á málum. , Þess vegna er mikilvægt að menn kjósi rétt í vor. HERB Wilhelm V. Steindórsson: Algjórt hrun „I mínum huga er ef'st hið algjöra hrun sjálfstæðiskenndar bæjarstjóm- ar Akureyrar sem fram kom í vinnu- brögðum hennar um málefni Hitaveitu Akureyrar á árinu. Það hefur orðið mér umhugsunarefni hve veikburða ein bæjarstjóm getur orðið og sem endurspeglast mjög vel í aðgerðum ellefu bæjarfulltrúa Akureyrar gegn mér sem einstaklingi,“ sagði Wilhelm V. Steindórsson, fyrrum hitaveitu- stjóri á Akureyri. „Á árinu 1987 er ég með von um að allir hugsandi aðilar nái að greina í tíma á milli úrræðaleysis bæjarstjórn- ar Akureyrar og heilbrigðs hitaveitu- reksturs í landinu, þannig að afstýra megi því skipbroti og þeirri skömm sem í ársbyijun blasir við íslenska hitaveitugeiranum. Að öðru leyti er ég bjartsýnn á árið 1987“ -JGH Vilhelm Ágústsson: Slysið minn- isstæðast „Slysið við Skjálfandafljót er mér að sjálfsögðu minnisstæðast frá árinu. Að aka um á bjartri vomótt í maí og sjá landið skyndilega hverfa fyrir fót- um sér, hrapa 20 metra niður í ískalda á og reka niður hana um 160 metra og fá að lifa þetta af og verða jafhgóð- ur eftir skyggir á allt annað sem upp í hugann kemur," sagði Vilhelm Kennedybróðir Ágústsson á Akureyri. „Mér líst vel á nýja árið, það horfir vel fyrir okkur íslendinga. Við erum svo fá í þessu ríka Iandi að við ættum að geta haft það best allra þjóða í heimi ef við kynnum okkur hóf.“ Þorsteinn Vilhelmsson: Vona að 1987 verði hagstætt „Mér er minnisstæðast að við hjá Samherja hf. settum út tvö skip með stuttu millibili í byrjun desember sl.,“ sagði Þorsteinn Vilhelmsson, skip- stjóri á mettogaranum Akureyrinni. Samheiji hf. gerir út togarana Akur- eyrina, Margréti og Oddeyrina. „Ég vona að árið 1987 verði hag- stætt i sjávarútveginum. Aðalá- hyggjuefnið sem blasir við er hvemig kvótinn verður en nú er verið að tala um íþyngjandi aðgerðir varðandi sókn í bolfisk og rækju. Annars tel ég að árið 1987 verði mjög svipað og árið 1986 í sjávarútvegi okkar Islendinga." -JGH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.