Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Frjálst, óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÓRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Gott ár að kveðja Gott ár fyrir þjóðina er að kveðja. Góðæri hefur ver- ið í efnahagsmálum, mest vegna utanaðkomandi áhrifa, lækkunar olíuverðs og hækkunar á verði á afurðum okkar erlendis. Afli var mikill. Miklu skiptir, að tíma- mótasamningar voru gerðir í kjaramálum í febrúar. Þar tóku aðilar vinnumarkaðarins frumkvæðið og fengu ríkisstjórnina til að vera með. Verðbólgan hjaðnaði mikið á þessu ári, sem einnig markar tímamót. Lífskjör bötnuðu yfirleitt, og kaupmáttur tekna heimilanna óx. Við komumst á þessu ári í stórum dráttum úr öldudal síðustu ára. Því verður þetta að teljast merkilegt ár og gott ár í sögu þjóðannnar. Margir sátu eftir, þótt flest- ir bættu kjör sín. í síðari kjarasamningum ársins fyrir skömmu var reynt að bæta fyrst og fremst hag hinna lægstlaunuðu. Ef það tekst, eins og vonir standa til, mun ársins enn verða getið sem árs merkilegra tíðinda, því að lengi voru hinir lægstlaunuðu skildir eftir. Ríkisstjórnin verðskuldar ekki sérstakt hrós fyrir góðærið. Það kom að utan. En ríkisstjórnin spillti bætt- um efnahag minna en stjórnir hafa oft gert. Hún situr að vísu uppi með mikinn halla á ríkisbúskapnum, sem skemmir hag þjóðarinnar. Stjórnin hefur dregið umbæt- ur og uppstokkun kerfisins. En stjórnin er með hinum skárri. Kannanir hafa sýnt á árinu, að ríkisstjórnin nýtur meiri vinsælda en aðrar stjórnir hafa gert undir lok kjörtímabils. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra er sá stjórnmálamaður, sem þjóðin vill helzt hafa í því embætti, samkvæmt skoðanakönnun. Árið gaf þó einnig til kynna mikla uppsveiflu á fylgi eins stjórnarandstöðuflokksins, Alþýðuflokksins. Hann gleypti meginhlutann af öðrum flokki, Bandalagi jafn- aðarmanna, og komst á hæla Sjáfstæðisflokksins að fylgi. Sveitarstjórnarkosningar voru á árinu. Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið unnu á. Sjálfstæðis- menn í Reykjavík sigruðu undir forystu hins vinsæla borgarstjóra. Nú verða þingkosningar á næsta ári. Að óbreyttu munu þær sýna mikla fylgisaukningu Al- þýðuflokksins, þótt fylgi hans sé mjög sveiflukennt. Þetta gæti valdið myndun nýrrar ríkisstjórnar, svo sem viðreisnarstjórnar. Fólk gerir sér vonir, þegar ný ríkis- stjórn er mynduð. En reynslan hefur sýnt, að ríkisstjórn- irnar verða hver annarri lík. ísland var vettvangur heimsviðburða, þegar leiðtogar risaveldanna hittust hér á fundi. Kannski er það merk- asti viðburður ársins. Leiðtogunum miðaði í samkomu- lagsátt, þótt ekkert yrði undirritað. Fundurinn gæti hugsanlega leitt til atburða í samningarnálunum, sem þjóðir heimsins högnuðust á og friðsælla yrði. Þetta skiptir okkur íslendinga mestu eins og aðrar þjóðir. Reykjavíkurfundarins er oft getið í heimsfréttum og mun verða um langt árabil. Hann varð okkur til sóma. ísland varð vettvangur hryðjuverka, þegar skemmd- arverkamenn Sea Shepherd sökktu tveimur hvalbátum og ollu skemmdum í hvalstöðinni. íslendingar verða að leggja áherzlu á víðtæka samninga milli ríkja, þannig að hryðjuverkamennn verði gripnir þar sem til þeirra næst. Við þurfum að fá þessa menn framselda og jafn- framt að muna, að við erum ekki lengur varðir vegna einangrunar. Við minnumst að lokum afreka í íþróttum, frábærrar frammistöðu skákmanna og handknattleiksmanna á árinu. Haukur Helgason. inna framlaga á öðrum sviðum, sem setja þarf i forgangsröð. Sem dæmi um það má nefna aðbúnað fatlaðra og þroskaheftra og verklegar framkvæmdir á sviði samgöngumála, skóla- og heilbrigðismala." Ráðríki eða ráðdeild? Tilgangurinn með breytingar- tillögum þingmanna Alþýðu- flokksins við flárlagaafgreiðslu fyrir 1987 var að draga úr háska- legum verðbólguáhrifum af hallarekstri í ríkisbúskapnum og tryggja þannig að ríkisvaldið standi við sinn hlut vegna ný- gerðra kjarasamninga. Þetta vildum við gera með því að afla ríkissjóði meiri tekna; að takmarka skattívilnanir fyrir- tækja í góðærinu; að dreifa skattbyrðinni með réttlát- ari hætti eftir greiðslugetu; að draga úr millifærslum til at- vinnuvega; að bytja á kerfisbreytingu í ríkis- rekstri með því að leggja niður óþarfa ríkisstofnanir og ætia öðrum meiri sértekjur vegna sölu sérþekk- ingar og þjónustu. Þessi kerfisbreyt- ing átti að koma tii framkvæmda á miðju næsta ári; að draga úr erlendum lántökum rík- issjóðs. Tekjuöflun Aukin skattlagning á félög í tekju- skatti og eignarskattsauka styðst við augljós rök í einstæðu góðæri, sem færir fyrirtækjum stórbætta afkomu. Tekjuskattar fyrirtækja eru óheyri- lega iágir á íslandi. Eimmgis 2800 fyrirtæki af 10600, sem telja fram, greiddu tekjuskatt á líðandi ári. Þetta gerist í skjóli frádráttarfrum- skógar. Það styðst því við sanngimisrök að fyrirtækin axli nú sinn hlut skatt- byrðarinnar í einstæðu góðæri, sem þau njóta öðrum fremur í fyrstu umferð. Þetta á að gera með því að skerða skattívilnanir fyrirtækja. Það á við um margvíslega frádrátt- þrepum í tekjuskatti einstaklinga og lækka þannig tekjuskatt einstakl- inga um 420 milljónir. Verðbólguskattur Þingmenn Alþýðuflokksins hafa áður flutt tillögur um stigbreytileg- an eignarskattsauka til tveggja ára á skuldlausar stóreignir félaga og stóreignamanna. Hins vegar gerðu þessar tillögur ráð fyrir hækkun á skattfrelsismörkum til eignarskatts Vinstra megin við miðju KjaUaiiim Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins fyrir mikinn meiri hluta framtelj- enda. Tillagan styðst við þau rök að á undanfömum verðbólguámm hef- ur vemleg eignamyndun átt sér stað í skjóli neikvæðra vaxta. Þessi „Það styðst því við sanngirnisrök að fyrir- tækin axli nú sinn hlut skattbyrðarinnar í einstæðu góðæri, sem þau njóta öðrum fremur í fyrstu umferð. Þetta á að gera með því að skerða skattívilnanir fyrir- tækja.“ arliði, fymingar, afskriftir og skatt- frjáls framlög í fjárfestingarsjóði. Það á einnig að gera með því að hækka reiknaðar viðmiðunartekjur einstaklinga í sjálfstæðum atvinnu- rekstri (nú innan við 20 þús. á mán.) og draga úr skattfriðindum eins og ökutækjastyrkjum (sem nú nema um 1 milljarði króna). Þannig gefst ráð- rúm til að framkvæma tillögur Alþýðuflokksins um lækkun á skatt- eignamyndun hefur því orðið til fyr- ir tilstuðlan lána, sem ekki hefur þurft að greiða til baka, nema að hluta. Hér er þvi um að ræða eins konar tímabundinn verðbólgu- gróðaskatt. Lagt hefur verið til að tekjuauka ríkisins vegna þessa skatts yrði varið til að koma fjár- mögnun húsnæðislánakerfisins á traustan grundvöll og til að bæta fómarlömbum misgengis lána og launa upp óbærilega greiðslubyrði húsnæðislána og jafhvel eignamissi. Kerfisbreyting Með kerfisbreytingu í ríkisrekstri er átt við að færa útgjöld vegna ríkisrekinna þjónustustofnana atvinnuvega til atvinnuveganna sjálfra og samtaka þeirra; að ríkisstofnanir afli aukinna sér- tekna með sölu á sérfræðiþekkingu og þjónustu; að óþarfar ríkisstofnanir verði lagð- ar niður og nokkur ríkisfyrirtæki seld, sem hagkvæmnisrök mæla með, að væm rekin með minni tilkostnaði af öðrum. Heildaráhrif þessara tillagna em: 1) Með aukinni tekjuöflun og niður- skurði útgjalda væri hallarekstur ríkisins minnkaður um ca 2 millj- arða króna - hallinn yrði 650 milljónir í stað 2,8 milljarða. 2) Lánsfjárþörf ríkisins yrði 800 milljónir í stað 1700 milljóna í er- lendum lánum. Samkvæmt tillögun- um lækkar erlend lántaka ríkissjóðs um 900 milljónir króna. Breytt stefna Þessar tillögur em iram settar í anda þeirrar stefnu jafnaðarmanna að ríkisafskipti eigi að vera tak- mörkuð við að setja atvinnulífinu almennar leikreglur og móta því heppilegt starfsumhverfi. Hins vegar eigi ríkið að forðast sértæka íhlutun og mismunum milli atvinnugreina, í þágu sérhagsmuna. Ríkið eigi þar á móti að reyna að vanda til verks á þeim sviðum sem það vill einbeita sér að, svo sem á sviði skólamála, heilbrigðisþjónustu og almanna- trygginga. Þetta er sú leið sem fara á til að koma böndum á ríkisbúskap- inn: stöðva síþenshi hans og sjálf- virkan útgjaldaauka ár frá ári. Reynslan kennir að pennastriksað- ferðir, svo sem eins og spamaðarfyr- irmæli til ráðuneyta og ríkisstofh- ana, duga ekki i reynd. Með því að draga saman seglin á þeim sviðum, þar sem ríkisvaldið fer illa með fé, opnast nýjar leiðir til aukinna fram- laga á öðrum sviðum sem setja þarf í forgangsröð. Sem dæmi um það má nefna aðbúnað fatlaðra og þroskaheftra og verklegar fram- kvæmdir á sviði samgöngumála, skóla- og heilbrigðismála. Pólitík er að vilja. Mismunandi áherslur á forgangsröð verkefria innan ríkisbúskaparins endurspegla ólíka pólitíska afstöðu stjómmála- flokka og manna. Versta aðferðin í stjómmálabaráttu er sú að þykjast vera öllum allt, en reynast svo öllum jafhilla í reynd. Jón Baldvin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.