Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. 27 lögðu Framara að velli, 2-1, á Laugar- dalsvellinum. • Sigurður Grétarsson, landsliðs- maður í knattspymu, meiddist illa á æfingu - liðbönd rifnuðu. • Guðmundur Torfason jafnaði átta ára markamet Péturs Péturssonar þegar hann skoraði tvö mörk gegn Víði. Guðmundur hafði þá skorað 19 mörk í 1. deildar keppninni. • Geysilegur fógnuður varð á Húsa- vík þegar Völsungur tryggði sér 1. deildar sæti í knattspymu í íyrsta skipti í sögu félagsins. • Valsstúlkumar urðu bæði Islands- og bikarmeistarar í knattspymu. Kristín Amþórsdóttir úr Val var kjör- in besta knattspymukona íslands og Halldóra Gylfadóttir var útnefnd sú efnilegasta. •íslenska landsliðið í knattspymu var heldur betur í sviðsljósinu þegar það gerði jafntefli, 0-0, við Evrópu- meistara Frakka á Laugardalsvellin- um. • Framarar urðu íslandsmeistarar í knattspymu eftir 14 ára bið. Guð- mundur Torfason var útnefndur besti knattspymumaður 1. deildar af leik- mönnum 1. deildar félaganna og félagi hans úr Fram, Gauti Laxdal, var kjör- inn efnilegasti leikmaðurinn. • Torfi Ólafsson varð heimsmeistari í kraftlyftingum i sínum flokki á heimsmeistaramóti unglinga. Torfi varð yfirburðasigurvegari á mótinu sem fór fram í Indlandi - fyfti 790 kg. •Valsmenn og Skagamenn fengu stóran skell í Evrópukeppninni í knattspymu - Valur tapaði, 0-7, fyrir Juventus í Torino og Akranes, 0-9, fyrir Sporting Lissabon á Laugardals- vellinum. •Jón Páll Sigmarsson setti heims- met í hjólbömakstri á móti í Kanada. Geysist áfram með 3000 punda þyngd, sem var 250 pundum þyngra en gamla metið. • DV-liðið í knattspymu var út- nefht. Þeir leikmenn sem vom valdir í það vom: Friðrik Friðriksson, Fram, Viðar Þorkelsson, Fram, Heimir Guð- mundsson, Akranesi, Ágúst Már Jónsson, KR, Guðni Bergsson, Val, Ingi Bjöm Albertsson, FH, Gauti Lax- dal, Fram, Jónas Róbertsson, Þór, Guðmundur Torfason, Fram, Sigurjón Kristjánsson, Val, og Pétur Ormslev, Fram. • Ólafur Unnsteinsson varð Kaup- mannahafnarmneistari í kúluvarpi og kringlukasti öldunga. •Amór Guðjohnsen var hetja ís- lands þegar Rússar vom heppnir að ná jafntefli, 1-1, gegn íslendingum í Evrópukeppni landsliða í knatt- spymu. Amór skoraði mark íslands, sem var mjög sögulegt. Sumir héldu því fram að Amór hefði slegið knött- inn með hönd áður en hann skoraði. Október • Guðmundur Torfason, knatt- spymumaður úr Fram, fer til Sviss til viðræðna við forráðamenn Young Boys en með honum í för er hinn þekkti umboðsmaður Willie Reinke. •Skagamenn fá mesta skellinn á Evr- ópumótunum í knattspymu en þeir tapa samtals 0-15 gegn portúgalska liðinu Sporting Lissabon. •Atli Eðvaldsson skorar glæsilegt mark fyrir Uerdingen í Evrópukeppn- inni gegn Carl Zeiss Jena. Framarar búa í eins konar fangabúð- um er þeir mæta pólska liðinu Katowice í seinni leik liðanna í Evr- ópukeppninni. •Valsmenn tapa fyrir Juventus 0-4 á Laugardalsvelli og samanlagt 0-11 í Evrópukeppninni. • Prentari er handtekinn við forsöl- una á Laugardalsvelli fyrir að falsa aðgöngumiða á leik Vals og Juventus. • Nær allir þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn 1. deildar liðanna í hand- knattleik spá Stjörnunni úr Garðabæ íslandsmeistaratitlinum í handknatt- leik í ár. •Mark Falcao, hinn kunni miðherji Tottenham, flytur sig um set í I^ondon og er seldur til Watford fyrir 350 þús- und sterlingspund. •Einar Bollason og Gunnar Þorvarð- arson eru ráðnir til þriggja ára sem þjálfarar íslenska landsliðsins í körfu- knattleik. • Framarar tapa seinni leik sínum í íþróttaannáll 1986 Evrópukeppninni 1-0 og samanlagt 4-0 og em slegnir út úr keppninni. •Amór Guðjohnsen er orðinn eitt stærsta nafhið i liði sínu Anderlecht, segir þjálfari félagsins, Ari Haan. • Ómar Torfason hjá Luzem í Sviss skorarar þrjú mörk í leik gegn La Chaux-de-Fonds. • Valsmenn slegnir út í Evrópu- keppninni í handknattleik eftir tvö töp gegn norska liðinu Urædd, en báðir leikimir vom leiknir ytra. •Markvörður Beveren fer á klósettið í miðjum leik gegn FC Bmgge. • Friðrik Friðriksson, markvörður Fram, æfir hjá danska liðinu Hvidovre með atvinnusamning í huga. •Pétur Guðmundsson úr UBK kastar kúlu 17,19 metra á innanfélagsmóti KR, en þetta er jafnframt sjötti besti árangur íslendings í greininni. • Pétur Guðmundsson hjá Los Ange- les Lakers tognar illa á öxl í æfinga- búðum með liði sínu og verður lengi frá keppni. • Billy Bingham lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Norður-Irlands í knattspymu. •Guðjón Þórðarson er ráðinn þjálfari Akurnesinga í knattspyrnu. • Finnar vinna sinn fyrsta sigur í 32 ár yfir Svíum í handknattleik, 25-18. • Morten Frost vinnur sigur á opna danska meistaramótinu í badminton í sjöunda sinn. •Ásgeir Sigurvinsson leikur ekki með Islendingum gegn Austur-Þjóðverjum í Karl-Marx-Stadt vegna veikinda. • Austur-Þjóðverjar sigra íslendinga 2-0 í Evrópukeppninni í knattspymu. • Islendingar tapa fyrir Austur-Þjóð- verjum í landsleik í handknattleik 20-21. • Bjama Friðrikssyni er boðið á eitt stærsta júdómót í heiminum. Nóvember • Norska félagið Brann, sem Tony Knapp þjálfar, hefur augastað á Pétri Péturssyni frá Akranesi en með félag- inu leika fyrir tveir Islendingar, þeir Sævar Jónsson og Bjami Sigurðsson. • Steinn Guðjónsson, leikmaður með Fram, fer til Noregs að kanna aðstæð- ur hjá norska liðinu Vard. • Islenska kvennalandsliðið í hand- knattleik heldur utan til keppni í C-riðli heimsmeistaramótsins á Spáni. •Pétur Amþórsson er kominn heim frá Noregi og hyggst leika með Fram á næsta keppnistímabili. •Aðalsteinn Aðalsteinsson, fyrrver- andi leikmaður með Víkingi, hefur tilkynnt félagaskipti yfir í ÍR sem leik- ur í 2. deild á næsta keppnistímabili. •Jón Páll Sigmarsson verður sigur- vegari á miklu kraftmóti í Glasgow. • Ásgeir Sigurvinsson meiðist illa í Evrópuleik með liði sínu Stuttgart í leik gegn sovéska liðinu Torpedo sem verður þess valdandi að hann verður frá keppni fram yfir áramót. • Atli Eðvaldsson og félagar hans hjá Bayer Uerdingen em komnir i átta liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða eftir sigur liðsins gegn pólska liðinu Lodz. • Heyrst hefur að argentíski snilling- urinn Diego Maradona hafi mikinn áhuga á því að leika knattspymu á Bretlandseyjum. • Hinn umdeildi framkvæmdastjóri Manchester United, Ron Atkinson, er rekinn frá félaginu eftir stjómarfund á Old Trafford. • Alex Ferguson, ffamkvæmdastjóri skoska liðsins Aberdeen, er ráðinn stjóri hjá Manchester United. •Danski landsliðsþjálfarinn í knatt- spymu Sepp Pinotek hefur framlengt samning sinn hjá danska knattspymu- sambandinu til ársins 1992. • Franz Beckenbauer, landsliðsþjálf- ari Vestur-Þjóðverja í knattspymu, telur að Ásgeir Sigurvinsson sé einn besti miðvallarspilari í heiminum í dag. • Breiðalbliksnýliðarnir í 1. deild koma mjög á óvart í byrjun móts og ekki var það til að draga úr því þegar þeir sigmðu íslandsmeistarana Vík- inga 26-21. • Viggó Sigurðsson, þjálfari FH liðs- ins í handknattleik, var rekinn úr húsinu þegar félag hans gerði jafntefli gegn KR. •Steve Perryman, sem leikið hefur yfir 700 leiki með Tottenham, hefur •Amór Guðjohnsen sést hér vera búinn að senda knöttinn í netið hjá Rússum. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson. •Jóhann Dagur körfuknattleiks- dómari verður fyrir óskemmtilegri reynslu þegar bifreið tengdamóður hans verður fyrir skemmdum eftir leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. • Bjami Friðriksson júdómaður vinn- ur til bronsverðlauna á opna skandin- avíska meistaramótinu. • Borðtenniskappamir Carlsson og Johansson frá Svíþjóð sýna snilldar- takta á Flugleiðamótinu. Desember •Vestui--þýska knattspymuliðið Baýem Múnchen vinnur sinn 400. sig- ur í Bundesligunni. •HSÍ kemur ffam með tillögu um að stofnað verði Evrópusamband í hand- knattleik. •Danski knattspymumaðurinn Morten Olsen var kosinn knatt- spymumaður ársins í Danmörku. • Hamburg SV er í efsta sæti í Bund- esligunni eftir fyrri umferðina en seinni umferðin hefst 20. febrúar að loknu vetrafríi. •Dinamo Kiev varð sovéskur meist- ari í knattspvmu í 12. sinn. • Körfuknattleikssambandi íslands berst skevti sem segir að Ivar Webster verði orðinn löglegur með íslenska landsliðinu 16. júlí. • Steinar Birgisson, sem leikur hand- knattleik í Noregi, lenti í umferðar- slysi. • íslenska A-landsliðið í handknatt- leik vann alþjóða handknattleiksmót- ið sem ffam fór hér á landi, en Finnar urðu í öðm sæti, íslendska liðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri í þriðja sæti og Bandaríkjamenn reka lestina. • Argentíska knattspvmuliðið River Plate verður heimsrr.eistari félagsliða er liðið vinnur Steaua ffá Rúmenfu í úrslitaleik. •Diego Armando Mardona kosinn íþróttamaður ársins í Argentínu. •Arsenal trónir í efsta sæti í 1. deild ensku knattspymunnar. •Tennisstjaman Boris Becker kosinn íþróttamaður ársins í Vestur-Þýska- landi. • Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundmaður úr Njarðvík, fær bronsverðlaun á Evr- ópumótinu í sundi í Malmö en setur jafiiffamt íslandsmet í 200 metra bak- sundi. •Graeme Souness, hinn spilandi framkvæmdastjóri hjá Glasgow Ran- gers, tekur upp budduna og kaupir Graham Roberts frá Tottenham. •Heimsmethafinn í stangarstökki Sergei Bubka kosinn íþróttamaður ársins í Sovétríkjunum þriðja árið í röð. skrifað undir samning hjá 3. deildar liðinu Brentford. •Diego Maradona er útnefndur besti leikmaðurinn í heimsmeistarakeppn- inni i knattspymu og kemur víst fæstum á óvart. • Indónesía tók alla titlana á World Cup í tennis sem ffam fór í Jakarta. • Kári Elíson var í 5. sæti af 15 kepp- endum í sínum þyndarflokki á HM í Haag í Hollandi. • Guðmrmdur Guðmundsson skorar 10 mörk fyrir lið sitt Víking í Evrópu- leik gegn svissneska liðinu St. Otmar en Víkingar sigra í leiknum, 22-17. • Sigurður Sveinsson hjá Lemgo skor- ar 11 mörk í jafnteflisleik gegn Dusseldorf. •Sigurður Jónsson sýnir stórleik með liði sínu Sheff. Wed gegn Liverpool. • Danir tryggja sér fem gullverðlaun á Norðurlandamótinu í badminton í Reykjavík. •Stjaman tapar fyrri leik sínum gegn júgóslavneska liðinu Slovan í Evrópu- keppni bikarhafa, 22-15, en leikið var ytra. •Bob Wieland var fjóra daga á leið- inni í New York maraþonhlaupinu en þess má geta að hann er fótalaus og skreið þar af leiðandi alla vegalengd- ina. •Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur stóð sig vel á Evrópumótinu í golfi á Spáni og lenti í sjötta sæti. • Ellert B. Schram, formaður KSÍ, ferðaðist í Vestur-Þýskalandi til að kanna aðstæður á völlum sem keppt verður á í úrslitakeppni á EM 1988 en hann á sæti í eftirlitsnefnd UEFA. • Ian Portfield gerist framkvæmda- stjóri Aberdeen i Skotlandi. • Guðmundur Torfason gerir at- vinnumannasamning við belgíska knattsp\Tnliðið Beveren. • Peter Keeling gerist þjálfari hjá Keflvíkingum í knattspymu. •Ámi Einarsson, Atli Erlendsson og Jónína Olsen tryggja sér bronsverð- laun á Norðurlandamótinu í karate í Finnlandi. • Víkingar sigra St. Otmar í seinni leik liðanna og tryggja sér um leið þátttökurétt i 8 liða úrslitum Evrópu- keppni meistaraliða en þar mæta þeir pólska liðinu Gdansk. •Guðmundur Steinsson úr Fram fór til Austurríkis til viðræðna við forr- áðamenn Linz ASK en síðar kom á daginn að ekkert varð af samningum. • Andri Marteinsson hefur tilkvnnt félagaskipti yfir í KR en hann lék áður með Víkingi. •Bemd Schuster í Barcelona kærir félagið sitt og fer fram á 100 milljónir í skaðabætur. •Jón Kr. Gíslason kosinn íþrótta- maður Keflavíkur 1986. • Franz Beckenbauer vill fá Sigi Held sem aðstoðarmann hjá vestur-þýska landsliðinu í knattspymu. • Gauti Laxdal og Guðmundur Torfason voru útnefndir efnilegasti og besti knattspyrnumaður ársins í 1. deildar hófi í Broadway.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.