Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Óskum viðskiptavinum okkar fyrr og síðar gleðilegs ávs, þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Neytendur DV Flotkerti úr afgöngum ■ j I? ppiiS ; s: ' I Wri mk • fflM mm Við sendum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum óskirum farsæltkomandi ármeð þökk fyrir samstarfið á liðnum árum. EIMSKIP Heilmikið af kertastubbum hefur fallið til nú um hátíðamar. Haldið þeim til haga og bræðið í potti. Hellið bráðnu vaxinu í lítil álform. Þegar vaxið er farið að stíína örlítið er látinn kveikur í miðjuna og kertið látið stífna alveg. Þarna em komin skemmtileg lítil ljós sem hægt er að láta fljóta í fallegri skál með vatni. Gætið ykkar á því að brenna ykkur ekki á vaxinu, bræðið það við mjög vægan hita. -A.BJ. Leikföng úr biblíunni: Jesúog Móses komnir í plast Fyrir tveimur árum komu á markað- inn í Bandaríkjunum plastdúkkur aF allt öðrum toga en verið hafa alls- ráðandi undanfarin ár. Nú em Jesús, Móses, Davíð og Golíat og meira að segja Jónas og hvalurinn komnir í brúðulíki. Þessar brúður eiga að koma i staðinn fyrir Action-manninn og He-manninn sem við þekkjum hér á landi. Framleiðendur ætla sér að ná ein- hverju af hinni 15 milljarða dollara leikfangaköku í Bandaríkjunum og er talið að þeim hafi orðið eitthvað ágengt. Brúðumar em rúmlega 30 sm á hæð og hægt að fá allan klæðnað og annað sem þarf fyrir þær. Þar er að finna klæðnað fjárhirðisins með staf og öllu saman, herklæði, sverð, slöngvur og steina, boga og örvar og annað eftir því. Jónas karlinn passar alveg ná- kvæmlega upp í hvalinn. Leikfangaiðnaðurinn býður einnig upp á gamalkunn og mýkri leikföng en biblíubrúðumar eins og brosleita bangsa, prúðlegu pönduna og þolgóða þvottabjöminn. Þeim fylgja ritningar- greinar sem saumaðar em á brjóst dýranna. Að sögn framleiðandans em þessi leikföng ætluð sem eins konar mót- vægi gegn „djöflum, skrímslum og öðrum persónugervingum djöfladýrk- énda og heiðindóms", sem þeir halda fram að sé að finna í leikfangaskn'num nútímabama. Einkum þykja áhrif sjónvarpsaug- lýsinganna um He-manninn hafa uggvænleg- áhrif á óþroskaðar bams- sálir. Haft er fyrir satt að ungur drengur hafi sagt við móður sína: „Mamma, guð er ekki lengur stjóm- andi alheimsins. Það er He-maður- inn“. Þessi kristilegu leikföng em búin til í Hongkong og Suður-Kóreu þar sem kristin trú er ekki sérlega hátt skrifuð en framleiðandinn er Wee-Win Toys í Dallas, Texas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.