Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. 25 íþróttaannáll 1986 • íslenska landsliðið í handknattleik við komuna til Keflavíkurflugvallar eftir HM í Sviss. Landsliðsmönnum og forráðamönnum landsliðsins var vel tekið og blómvendir voru í höndum svo að segja hvers manns. Glæsilegur árangur landsliðsins, sjötta sætið á HM, vakti mikla athygli og gífurleg gleði braust út hér á landi er Ijóst var að ísland hafði tryggt sér þátttökurétt á næstu ólympfuleikum. Malmquist verða bikarmeistarar í alpagreinum skíðaíþrótta 1986. •Einar Ólafsson göngugarpur varð sigursælastur allra á skíðalandsmót- inu í Bláf]öllum. Hann sigraði í f]órum greinum. • Liverpool nær í fyrsta skipti á keppnistímabilinu 1. sætinu í Eng- landi. • Edinborgarliðið Hearst jafnar met Rangers í Skotlandi og leikur 27 leiki án taps. •Einar Vilhjálmsson talinn vera fímmti besti spjótkastari í heiminum af virtu íþróttablaði, Track and Field News. •Tveir ungir körfuknattleiksmenn, þeir Herbert Amarsson úr IR og Jón Amar Ingvarsson úr Haukum valdir bestu leikmenn á Norðurlöndum í sín- um aldursflokki. •Tómas Jónsson valinn aðalþjálfari norska karlalandsliðsins í blaki. Mik- ill heiður fyrir Tómas. • Islenska körfuknattleikslandsliðið á æfingaferð í Lúxemborg sigrar i tveim leikjum þar, 80-71 og 88-85. • DV greinir frá því að Pétur Guð- mundsson sé orðinn ömggur með samning hjá Lakers í kjölfar góðs gengis hans hjá liðinu. Lakers tapar fyrir Houston í undanúrslitakeppn- inni. •Sören Lerby gerir samning við Mónakó og leikur því í Frakklandi nú. • Þrír ungir knattspyrnumenn, þeir Rúnar Kristinsson úr KR og Norð- firðingarnir Ólafúr Viggósson og Þorsteinn Haldórsson leika og æfa með Glasgow Rangers við góðan orðs- tír. • „Tígriskötturinn“ Kári Elíson nær bestum árangri allra á íslandsmeist- aramótinu í kraftlyftingum á Akur- eyri. •Sigurður „stórskytta" Sveinsson byrjar að leika aftur með liði sínu Lemgo eftir að hafa verið frá síðan i október 1985 vegna slæmra meiðsla. •Vésteinn Hafsteinsson nær einum besta árangri í heimi þegar hann kast- ar kringlunni 63,40 m á móti í Missouri en hann dvelst í Bandaríkjunum við æfingar. •Ung fimleikastúlka, Dóra Sif Óskarsdóttir, sigrar á fimleikamóti i Belgíu. • Miklar mannabreytingar hjá Akra- nesliðinu í knattspyrnu en nokkrir leikmenn segjast vera hættir. Þeirra á meðal em Karl Þórðarson, Jón Áskelsson og Hörður Jóhannesson. • Greame Souness gerist ffam- kvæmdastjóri og leikmaður hjá Glasgow Rangers. • Sigurður Jónsson byrjar að æfa á ný með Sheffield Wednesday eftir meiðsli. • fsland sigrar glæsilega í Kalott- keppninni í sundi og setti íslenska sveitinn hvorki fleiri né færri en 13 íslandsmet. Sigur íslands var mjög ömggur en sveitin varð 49 stigum á undan næstu sveit. Þessi sigur sýnir vel þá miklu grósku sem hefur verið i íslensku sundlífi á þessu ári. • KSÍ samþykkti að senda lið til keppni í undankeppni ólympíuleik- anna í knattspymu. Var það í fyrsta skipti síðan 1975 sem við tökum þátt i þessari keppni. • Jack Nicklaus sigrar á US Masters- keppninni í golfi og sýndi og sannaði að þessi mesti kylfingur allra tíma er svo sannarlega ekki dauður úr öllum æðum. Þetta var 70. sigur Nicklaus á 25 ára glæsilegum ferli hans. • Þorbergur Aðalsteinsson stendur sig frábærlega sem þjálfari hjá Saab og kemur liðinu upp í Allsvenskan þvert á allar spár þegar á fyrsta ári sínu sem þjálfari. • Framarar ráða Danann Per Skámp sem handknattleiksþjálfara 1. deildar liðs síns. •Keppni í C-riðli Evrópukeppninnar í körfúknattleik hefst í Laugardals- höllinni og sigrar íslenska liðið það írska naumlega með 73 stigum gegn 72. • Sigurganga íslenska liðsins í C-riðl- inum heldur áfram og nú vinnst sigur á Skotum, 75-71. „Óskabyrjun," segir Einar Bollason en þetta var aðeins byrjunin á því sem koma skyldi. • ísland tapar fyrir Portúgölum, 77-81, í slökum leik. Pálmar Sigurðs- son er stigahæsti maður eftir þrjár umferðir. • Islendingar vinna einn sinn ffækn- asta sigur í körfuknattleik þegar Norðmenn em lagðir að velli, 75-72, í úrslitaleiknum í C-riðli. Norðmenn vom almennt taldir vera með sterk- asta liðið í riðlinum en frábær leikur íslenska liðsins skipti sköpum og Pálmar Sigurðsson skoraði sigurkörf- una með langskoti þegar nokkrar sekúndur vom eftir. Menn vom á einu máli um að þetta væri einn mesti sigur íslendinga í körfuknattleik. íslending- ar unnu sér þar með rétt til að leika i B-riðli Evrópukeppninnar. • Liverpool og Everton heyja mikið einvígi um enska meistaratitilinn en bæði lið em með 79 stig. • „Vissi að sigurmöguleikamir vom góðir,“ sagði Jón Diðriksson, sigur- vegari í víðavangshlaupi ÍR 1986. Jón Gunnlaugsson hljóp í 30 skipti! •Marcello Houseman fer af landi brott vegna veikinda tengdaföður síns og þar með lýkur Argentínuævintýri KR-inga. • ÍR-ingar ráða Einar Bollason lands- liðsþjálfara sem þjálfara fyrir körfu- knattleikslið sitt. Einar hefur gert góða hluti hjá IR og nú er liðið í efsta sæti í deildinni. • Paris St.-Germain vinnur sinn fyrsta meistaratitil í 50 ár þegar liðið sigrar í frönsku 1. deildinni. •Tómas Guðjónsson úr KR varð mjög sigursæll á íslandsmeistaramóti í borðtennis og sigraði tvöfalt. • Bayem Múnchen nánast stal titlin- urn af Werder Bremen þegar liðið varð v-þýskur meistari i 9 sinn. • Ivar Webster ákveður að leika ekki með Haukum næsta vetur og í maí er greint frá þvi í DV að þá leiki hann með Þór Akureyri. Maí • Víkingur vinnur Stjömuna i úrslitaleik bikarkeppni HSÍ, 19-17, í geysilega spennandi úrslitaleik. Þetta var sjötti bikarsigur Víkings á níu ánun sem er ótrúlegt afrek. • Kári Elíson vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í kraftlyfting- um. •Bayem vinnur tvöfalt í V-Þýska- landi en liðið vann Stuttgart örugg- lega, 5-2, í úrslitaleik bikarkeppninar. • Celtic vinnur skoska meistaratitil- inn á betri markatölu en Hearts eftir að Hearts var talið ömggt um að sigra. • Dynamo Kiev sigraði glæsilega í Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa sýnt sannkallaðan stjömuleik þegar liðið sigraði Atletico Madrid, 3-4). •Liverpool varð enskur meistari þeg- ar liðið sigraði Chelsea á útivelh í síðasta leik deildarkeppninnar. Það varð til að auka á ánægju Kenny Dalglish sem þama var sitt fyrsta tímabil framkvæmdastjóri félagsins þegar hann skoraði sigurmarkið mik- ilvæga. •Amór Guðjohnsen hefúr leikið frá- bærlega á þessu ári en hann varð Belgíumeistari með liði sínu, And- erlecht, i byrjun maí. Skömmu síðar bauð liðið honum nýjan samning en hann er orðinn lykilleikmaður hjá lið- inu. •Fram varð Reykjavíkurmeistari í knattspymu annað árið í röð þegar liðið sigraði KR, 3-1, í úrslitaleik. Þetta reyndist vera fyrsti titillinn af mörgum hjá Frömurum en knatt- • Pétur Guðmundsson samdi við besta körfuknattleikslið heims, Los Angeles Lakers. Ótrúlegur árangur og hér að ofan sést Pétur á varamannabekknum hjá Lakers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.