Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Spumingin Lesendur Kanntu að ráða drauma? Edda Snorradóttir, vinnur á Póst- gíróstofunni: Nei, því er nú verr og miður, það kann ég ekki. En ég trúi á drauma og hef fengið aðra til þess að ráða þá fyrir mig þó ég fari svo ekki eftir þeim. Sigríður Elín Júlíusdóttir, starfar hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga: Nei, það kann ég ekki en saiiu 'reld ég að draumur geti táknað eitthvað og jafnvel síðar ræst þó það þurfi ekki að vera algild regla. Mig dreym- ir vanalega mjög mikið á næturnar og þá oftast eitthvað skemmtilegt. Kristján Kristjánsson nemi: Nei, það er alveg af og frá, það kann ég ekki og hef ekki hugsað mér að læra. Ég trúi ekki að draumamir geti verið táknrænir fyrir eitthvað og hef því ekkert pælt í þessu. Geir Guðmundsson nemi: Ég veit nú ekki, ég hef allavega aldrei reynt það. En ég trúi engan veginn að draumar geti ræst svo ég hef ekkert verið að velta mér upp úr þessu. Rakel Kristjánsdóttir nemi: Það get ég nú ekki en ef mig dreymir eitt- hvað sérstakt, sem ég tel vera táknrænt, þá hef ég kannski beðið þá sem eitthvert vit hafa á þessu að ráða þá fyrir mig. Ég get nú samt ekki sagt að ég sé berdreymin. Ólöf Jónsdóttir: Já, það hef ég gert og það hefur reynst rétt hjá mér. Ég er berdreymin og trúi því á drauma. Tann- lækningar munaður Sigríður G. Jónsdóttir skrifar: Kæra Jóhanna. Ég og fleiri viljum þakka þér íyrir að opna umræður um tannlækningaverð á þessu landi. Ég hef ekki séð í blöðunum nein skrif er styðja mál þitt þó ég viti að flest allir eru þér sammála. Maður er hálffeim- inn að skrifa í blöðin en ég sendi þetta greinarkom til DV því ég tel Jónas Kristjánsson með heiðarlegri blaða- mönnum. Við erum 8 konur í saumaklúbb á aldrinum 45-48 ára. Við tókum saman greiddar upphæðir til tannlækna á árinu. Samanlagður kostnaður hjá þessum litla hópi var 347 þúsund. Það eru reyndar engar tvær hjá sama tann- lækninum og aðeins ein af okkur hafði fengið greiðslukvittun hjá tannlækn- inum. Við erum allar giftar og eigi- menn okkar og böm (25) hafa ekki síður þurft að fara til tannlæknis en við. Ég vil samt gjaman bæta við sögu af 27 ára gamalli dóttur minni sem hefur undanfarið 6-7 ár staðið í íbúð- arkaupabasli. Nú em allar hennar tennur að hrynja og áætlaður kostn- aður ffá tannlækni er 150-2C0 þúsund krónur. Fyrir hana er þetta gjörsam- lega vonlaust mál, hún hefur 2 böm á ffamfæri sínu og er með ffekar lágar tekjur. Ég skil bara ekki af hverju öll okkar heilsugæsla er til fyrirmyndar nema það sem viðkemur tönnunum. Hvers vegna eru íslendingar með svona slæmar tennur? Því er fljótsvarað hvað sem allir tannlæknar segja. Hvað segðu þeir við því með sín litlu laun, 600-700 þúsund krónur á ári, ef þeir þyrftu að greiða 200 þúsund af þeim í læknishjálp. Þetta eru náttúrlega svo hlægilegai- tölur sem þessi „viðgerðar- mannastétt gefur upp á skattskýrslum og trúlega hafa þeir aldrei borgað nema brot af þvi sem þeim ber. Það geta aðrir greitt í sjóðinn sem borgar menntun bamanna þeirra og heilsu- gæslunnar sem þeir og fjölskyldur þeirra njóta einnig. Það þýðir ekki fyrir þá að miða við tannlæknaverð í öðrum löndum, því miða verður við káupgetu fólksins í landinu. Að lokum vil ég bæta við einni sannri tann- læknasögu. Sonur minn fór með 7 ára gamla dóttur sína til tannlæknis, 2 sinnum 1/2 klst. í senn. Fyrir þetta greiddi hann tæpar 8 þúsund krónur. Er hann fékk reikninginn endur- greiddan var hann spurður að því Ökuhæfni fs- lendinga afleit Það er kominn tími til að íslendingar taki saman höndum og fari að læra að keyra eins og heilvita menn. Hannes Tómasson hringdi: Ég vil þakka fyrir kjallara er birtist f DV fyrir nokkru um umferðarmál, þetta voru svo sannarlega orð í tíma töluð. Því miður er allt það sem ffam kem- ur í greininni alveg laukrétt þó það sé kannski erfitt að kyngja því hvers konar umferðarmenning ræður hér ríkjum. Það er alveg hryllilegt að vera ökumaður hér á landi því íslendingar kunna hreinlega ekki að keyra. Til dæfnis þegar þeir taka beygjur og eng- in umferð er sjáanlegiþá er algjör óþarfi að stoppa og tefja umferð fyrir aftan, heldur er mjög auðvelt taka beygjuna bara á 30-40 km/klst. Ég vona bara að þetta eigi eftir að lagast og íslendingar sjái að sér og fari að keyra eins og heilvita menn. Dónaleg framkoma Utanbæjarkona skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir þeirrí dónalegu ffamkomu sem við mættum í Sölunefnd vamarliðseigna á þriðju- daginn hinn 9. desember. Við komum inn í verslunina rétt fyrir lokun eða 5 mínútur fyrir 6. Þar vom þrír menn við afgreiðslu og engir viðskiptavinir. Þá hreytti einn þeirra út úr sér að það væri lokað kl. 6. Við vorum búin að versla það sem við ætluðum að versla aðeins fyrir 6 og þá vom flestöll ljós slökkt í verslun- inni. Það var heldur ekki slórað við að henda í pokana því sem við keypt- um. 1 mínútu yfir 6 vorum við komnar út úr búðinni og fengum við góða hjálp við að komast út úr dyrunum. Ég get ekki ímyndað mér að þessir menn fái prósentur af sölu ef af- greiðslúmálin em eitthvað þessu lík yfirleitt. „Eina óskin er sú að fólk geti - ekki bara ríkir - viðhaldið tönnunum sínum og farið verði að líta á þær sem undirstöðu heilbrigðs likama.“ hvort bamið hefði verið - erfitt? Bar- nið hafði ekki haggast hjá tannlækn- inum. Þá hafði blessaður tannlæknir- inn sett hring utan um eitthvert merki á reikningnum til sjúkrasamlagsins sem. gaf auknar tekjur fyrir „erfitt bam“. Skyldu ekki öll böm á íslandi vera erfið? Kanadíski konsúllinn Margrét skrifar: Ég vil þakka kanadíska kons- úlnum, Kristbjörgu Ágústdóttir, fyrir að hjálpa mér og aðstoða við val á skólum í Kanada. Það getur verið mjög erfitt og nánast ókleift að finna allar þessar upplýsingar sem þarf sjálfur og því mjög gott að fá svona fyrsta flokks af- greiðslu. Þungarokk, algjör víra- flækja Steinþór Jónsson skrifar: Mig langar að svara honum Halldóri C. sem kvartaði yfir lítilli spilun á nokkrum þungarokks- hljómsveitum í útvarpi. Ástæðan er einfaldlega sú að þessar hljóm- sveitir em hundleiðinlegar og músíkin er algjör víraflækja er þeir ílytja. Einnig vil ég koma því á fram- færi að mér finnst nýja platan hans Bubba alveg niðurdrepandi og ekkert í hana lagt. „Frelsi til sölu“ Baldur Magnússon hringdi: Mér finnst nýja platan hans Bubba alveg geggjuð. Ég fíla hana alveg í botn enda er sándið alveg fríkað. Bubbi er tvímælalaust einn besti söngvari hér á landi og nýja platan hans staðfestir það. Eg vil þakka Bubba fyrir góða plötu og bíð spennt- ur eftir þeirri næstu. Ég vil taka það ffam að ég hef ekk- ert á móti tannlæknastéttinni. Eina óskin er sú að fólk geti - ekki bara ríkir - viðhaldið tönnunum sínum og farið verði að líta á þær sem undir- stöðu heilbrigðs líkama. Lélegar tennur vinna ekki á hollum og trefja- ríkum mat. Æðislegir hljómleikar Helga Baldursdóttir hringdi: Ég fór á tónleikana með Bonnie Tyler um daginn og var mjög hrifin af. Mér finnst hún frekar sérstök söng- kona með sína hásu viskírödd og með mjög skemmtilega sviðsffamkoma. Á hljómleikunum var alveg kröggt af fólki og allir virtust una sér vel. Ég vil þakka þeim sem komu þessu hljóm- leikahaldi í kring og vona ég bara að að við fáum næst David Bowie eða til dæmis norsku hljómsveitina A-HA það yrði alveg meiriháttar sjúklegt ef úr því yrði. Það var virkilega gaman á tónleikunum með Bonnie Tyler og hún sá til þess að engum leiddist. Nýja platan hans Bubba, Frelsi til sölu, er alveg sérstaklega góft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.