Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Iþróttir Eðvarð Þ. Eðvarðsson íþróttamaður ársins 1986 - hjá lesendum og íþróttafréttamönnum DV Iþróttamaður ársins 1986, að dómi lesenda og íþróttafréttamanna DV, var valinn Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund- maður úr Njarðvík. Eðvarð hlaut glæsilega kosningu og langflest at- kvæði allra í fyrsta sæti. Það var ritstjóri DV, Ellert B. Schram, sem aíhenti Eðvarði verðlaunin í gær. í ræðu sinni við þetta tækifæri nefhdi Ellert hin mörgu og glæsilegu afrek Eðvarðs en hann hefur sett um 25 ný íslandsmet á árinu. Þá hefur hann sett eitt Norðurlandamet. Afrek Eðvarðs verða enn glæsilegri ef tekið er tillit til þeirrar aðstöðu sem hann býr við en hann hefur lengst af æft í örlítilli sundlaug þeirra Njarð- víkinga. Það er gífurlegur tími sem fer í æfingar hjá sundfólki í fremstu röð. Eðvarð hvaðst æfa 3-4 daga í viku og þá oftast 6 tíma á hverjum degi. Yfir- leitt byrjar hann að æfa kl. 6 á morgnana og tekur þá tveggja tíma æfingu. Um kvöldið er síðan lengri æfing. Eðvarð hefur nú um skeið hlot- ið styrk úr afreksmannasjóði ÍSl. Þá hefur hann einnig hlotið styrki frá Njarðvíkurbæ og sunddeild Njarðvík- ur. Það er ljóst að án þessara styrkja væri Eðvarði ókleift að stunda íþrótt sína en geysilegur tími og fjármunir fara í það að komast í fremstu röð í sundi. Strax eftir verðlaunaathöfnina fór Eðvarð út í Sundhöll Reykjavíkur á æfingu með félögum sínum í sund- Amór og Ragnar hafa gert það gott Knstján Bemburg, DV, Belgru; Amór Guðjohnsen er annar markahæsti leikmaður 1. deildar keppninnar í Belgíu, þegar belg- íska 1. deildar keppnin er hálfnuð. Amór hefur skorað átta mörk, en sá leikmaður sem hefur skorað flest mörkin er Guy Fracois hjá FC Liege sem hefúr skorað níu mörk. Þá er Amór í hópi stigahæstu leikmanna deildarinnar hefur hlotið 26 stig, en Sammis hjá Liege hefúr hlotið flest stigin, eða 32. • Ragnar Margeirsson er næst- stigahæsti leikmaður 2. deildar keppninnar. -SOS • Ellert B. Schram, ritstjóri DV, sést hér afhenda Eðvarð Þ. Eðvarðssyni, sundkappanum snjalla, verðlaun frá DV - bókina ísland eftir Hjálmar R. Bárðarson. DV-mynd KAE landsliðinu. Það er nú að undirbúa sig undir mikið sundmót sem verður í Strasbourg í Frakklandi nú í janúar. Er þetta mót hugsað sem undirbúning- ur fyrir Evrópumeistaramótið í sundi sem fer þar fram í sumar. Eðvarð er nú 19 ára gamall og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðumesja. 14 fengu atkvæði í 1. sæti Það kemur væntanlega engum á óvart að Eðvarð Þór skuli hafa verið kosinn íþróttamaður ársins 1986. Hann fékk mikinn meirihluta at- kvæða - var reyndar með helmingi fleiri atkvæði en næstu menn. Það vom fjórir íþróttamenn sem skám sig úr í kosningunni. Það vom þeir Eð- varð Þór, Guðmundur Torfason knattspvrnumaður, Amór Guðjohn- sen knattspymumaður og Jón Pál) Sigmarsson aflraunamaður. Það vom fjölmargir íþróttamenn sem lesendur DV tilnefndu en í fyrsta sæti vom tilnefndir 14 íþróttamenn. Auk þeirra fjögurra sem þegar hafa verið nefndir vom það eftirfarandi íþróttamenn: Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður, Úlfar Jónsson kylfingur, Þorgils Óttar Mathiesen handknattleiksmaður, Hlín Bjama- dóttir fimleikakona, Baldvin Guð- mundsson knattspymumaður, Guðni Bergsson knattspymumaður, Kjartan Briem borðtennismaður, Kristján Arason handknattleiksmaður, Haf- steinn Bragason handknattleiksmað- ur og til að benda enn frekar á frábæran árangur handknattleiks- landsliðs okkar fékk Bogdan lands- liðsþjálfari tilnefningu sem íþrótta- maður DV 1986. -SMJ 26 Islandsmet í kraftlyftingum Hvorki fleiri né færri en 26 íslands- met litu dagsins Ijós á opna Reykjavík- urmótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Garðaskóla í Garðabæ sl. laugar- dag, 11 í kvennaflokki, 2 í karlaflokki og 13 í unglingaflokki. Nína Óskarsdóttir, sem keppti í 60 kg flokki, lyfti 110 kg í hnébeygju, 57,5 kg í bekkpressu, 135 kg í rétt- stöðulyftu og samanlagt 302,5 kg. Allir þessir árangrar em ný Islandsmet. Þá setti Sigurbjörg Kjartansdóttir þrjú íslandsmet í 67,5 kg flokki. Hún lyfti 130 kg í hnébeygju, 82,5 kg í bekk- pressu og í samanlögðu lyfti hún 357,5 kg. Elín Ragnarsdóttir setti einnig þrjú met en hún keppti í 75 kg flokki. Hún lyfti 125 kg í hnébeygju, 155 kg í réttstöðulyftu og í samaníögðu 342,5 kg. •Már Óskarsson sigraði í 75 kg flokki karla, lyfti 200-97,5-170 = 467,5 kB- •Jón Gunnarsson sigraði í 82,5 kg flokki, lyfti 270-155-290 = 715 kg. Bárður B. Olsen, sem varð f þriðja sæti í þessum þyngdarflokki setti þrjú unglingamet. Hann lyfti 232,5 kg í hnébeygju, 242,5 kg í réttstöðulyftu og samanlagt 605 kg. Allar tölumar ný met. •Óskar Sigurpálsson sigraði í 90 kg flokki. Lyfti 290-130-300 = 720 kg. • Sigurvegarinn í 100 kg flokki, Magnús Steindórsson, setti tvö ungl- ingamet. Hann lyfti 300 kg í réttstöðu- lyftu og samanlagt 752,5 kg. • I110 kg flokki náði Hörður Magn- ússon mjög góðum árangri. Hann lyfti 352,5 kg í hnébeygju sem er nýtt Is- landsmet, 190 kg í bekkpressu og 320 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hann 872,5 kg sem er nýtt íslandsmet. • Magnús Ver Magnússon sigraði í 125 kg flokki, lyfti 315-200-310 = 825 kg. . •I +125 kg flokki sigraði Hjalti Ámason og setti tvö unglingamet. Hann lyfti 340 kg í hnébeygju, 230 kg í bekkpressu sem er ungíingamet og munaði mjög litlu að hann næði met- inu í karlaflokki af Jóni Páli Sigmars- syni, metið er 232,5 kg, og 360 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti því Hjalti 930 kg sem er unglingamet. •Hörður Magnússon varð stiga- hæsti keppandinn í karlaflokki en Sigurbjörg Kjartansdóttir í kvenna- flokki. -SK FLUGELDASALA Frábærir fjölskyldupokar. * Framheimili, Safamýri * Laugavegur 47 * Suðurlandsbraut 22 * Blómaval, Sigtúni Euro/Visa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.