Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987.
Utlönd
Skæruliðar á leið
inn í frumskóginn
Degi áður en vopnahléinu við herinn lauk á hádegi á sunnu-
daginn héldu skæruliðar inn í frumskóginn í Quezon héraðinu
nálægt Manilla á Filippseyjum. Þar með lítur allt út fyrir að
stríðið, sem staðið hefur yfir í átján ár, hefjist að nýju.
Símamynd Reuter
Norskur ambassador
slapp úr flugslysi
Norsku ambassador-hjónin, Káre
Dæhlen og frú, sluppu ómeidd og fleiri
embættismenn, sem með þeim voru í
for, þegar flugbátur, er flutti þau, sökk
í lendingu við Maldives-eyjar á Ind-
landshafi.
Voru þau í heimsókn á einni eyjunni
þar sem Norðmenn leggja lið fiskveiði-
kennslu sem styrkt er af Alþjóðabank-
anum. Ferðuðust þau með tveggja
hreyfla sjóflugvél sem borið gat 18
manns.
Tólf manns voru um borð, þar á
meðal starfsmenn úr norska sendiráð-
inu í Colombo, og tókst fólkinu að
skríða út um glugga vélarinnar sem
maraði nokkra stund í hálfu kafi áður
en hún sökk alveg. Hékk fólkið utan
á flakinu en fiskimenn frá eyjunni
komu í tæka tíð til þess að bjarga því.
Hálfri stundu síðar sökk flugvélin.
Dæhlen er sendiherra Norðmanna' í
Indlandi, Sri Lanka, Nepal, Bhutan
og Maldive-eyjum.
Grfuriegt tjón
vegna flóðanna
Tjón vegna flóðanna í Georgíu, sem
kostaðu þrjátíu manns lífið, er metið
á tugi milljóna dollara, að því er so-
véska fréttastofan Tass hefur greint
frá.
Olíuslys í Finnska flóanum
Yfir sjö hundruð smálestir af hráol-
íu runnu í Finnska flóann þegar
sovéskt olíuskip strandaði um helgina
skammt frá hafnarbænum Porvoo.
Kvíða Finnar því að af þessu eigi eftir
að hljótast alvarleg mengun.
Er ekki nema mánuður liðinn síðan
450 smálestir af eiturefninu mono-
kloróbenzen runnu í sjóinn úr geymi
við Kotka, skammt frá Porvoo.
Þykkur ís og brunagaddur komu í
veg fyrir að til nokkurs gagns væri
unnt að draga úr mengunarlekanum
og hafa umhverfisvemdarmenn alvar-
legar áhyggjur af því að mengunin
valdi varanlegri eyðileggingu á sjáv-
arlífi í Finnska flóanum.
Olíuskipið Antonio Gramnsci (27
þúsund brúttólestir) var á leið til Finn-
lands með hráolíufarm þegar það
strandaði.
Sjö þúsund manns hafa verið flutt
af flóðasvæðunum en enn bíða eitt
þúsund björgunar. Björgunarmönnum
hefur reynst erfitt að komast á áfanga-
stað vegna snjóþyngsla en sums staðar
er snjórinn fimm metra djúpur.
Við steypiregn skoluðust burt brýr,
rafmagnsstrengir og heimili. Skógar
þurrkuðust út vegna snjóflóða og í
þorpi einu sluppu aðeins fjögur hús
af fjömtíu og tveim undan snjóflóði.
Já, ég verð
að fara
elskan,
ÚTSALAN
var að byrja!