Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987. Fréttir Jón Baldvin Hannibalsson afhendir hér Gylfa Þ. Gislasyni tákn jafnaðar- manna, rósina, úr stáli og eir. Bak við þá stendur Árni Gunnarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. DV-mynd Bjarnleifur SJötaigsafmæli Gytfa Þ.Gíslasonar „Parlimentarians Global Actíon“ fa Indiru Gandhi verðlaunin Óvæntur heiður segir Ólafur Ragnar Grimsson, formaður samtakanna í tilefhi 70 ára afmælis Gylfa Þ. Gíslasonar héldu Norræna húsið og Norræna félagið afmælissainkonu. „Samkoman byrjaði kl. 3.30 og blásar- ar úr Kópavogi tóku á móti gestum undir stjóm Bjössa blásara," sagði Guðlaugur Þorvaldsson í samtali við DV. Meðal viðstaddra voru forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, og forsætisráðherrann, Steingrímur Her- mannsson. Sverrir Hermannsson menntamála- róðherra setti samkomuna og Helge Seip, formaður sambands norrænu fé- laganna á Norðurlöndunum, flutti ávarp. Sigmundur Guðbjamasson, rektor Háskóla íslands, flutti einnig ávarp og Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri afhenti Gylfa fyrsta eintakið af bók sem inniheldur safh af skrifum og ræðum Gylfa Þ. Gísla- sonar. Þessi bók var unnin í samráði við Gylfa og Helgi Skúli Kjartansson vann hana að mestu, að öðm leyti sá formleg nefnd um hana. Garðar Cortes og Elísabet Erlings- dóttir sungu lög eftir Gylfa. „Ég held að fólk sé almennt sammála um að samkoman hafi verið afskaplega skemmtileg og látlaus og það ríkti viss virðuleika við þetta allt saman,“ sagði Guðlaugur. Jón Baldvin Hannibalsson flutti ávarp og afhenti Gylfa tákn jafnaðar- manna, rósina, úr eir og stáli. Stein- grímur Hermannsson flutti kveðjur frá ríkisstjóminni og aðrir sem tóku til máls vom Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður Stofnunar Áma Magnús- sonar, Haraldur Ólafsson dósent og Þórir Einarsson, forseti viðskipta- deildar Háskóla íslands. Gylfi Þ. Gíslasson flutti ræðu undir lokin og bauð gestum upp á veitingar. -MDE „Fulltrúi Rajiv Ghandis hringdi í mig á þriðjudaginn og tilkynnti mér að þessi ókvörðun hefði verið tekin og síðan gekk ég á fund sendiherra Ind- lands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York síðasliðinn föstudag þar sem hann tilkynnti mér formlega að við hefðum fengið þessi verðlaun og þau yrðu afhent mér í Delhí við hátíðlega athöfn af Rajiv Gandhi seinna á þessu ári,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson er DV ræddi við hann í gær í tilefni af verðlaunum sem alþjóðlegu þing- mannasamtökunum „Parlimentarians Global Action“ vom veitt í síðustu viku, en Ólafur Ragnar er, sem kunn- ugt er, formaður þeirra samtaka. Verðlaun þessi em kennd við Indirn Ghandi og vom stofriuð af indversku þjóðinni til minningar um hinn myrta þjóðarleiðtoga. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaununum er úthlutað og em þau veitt fyrir sérstakt framlag á sviði afvopnunar- og friðarmála og fyrir störf í þágu efnahagslegrar samvinnu og þróunarmála. Verðlaunarféð nem- ur hundrað tuttugu og fimm þúsund dollurum eða um fimm milljónum ís- lenskra króna, og em næsthæstu peningaverðlaun sem veitt em í ver- öldinni, aðeins nóbelsverðlaunin em hærri. Að sögn Ólafs Ragnars komu til- nefhingar frá tuttugu og sjö löndum um einstaklinga eða samtök sem bent var á, en alþjóðleg dómnefnd undir forsæti varaforseta Indlands tók ák- vörðim um hverjum skyldu veitt verðlaunin. Samtökunum mikill styrkur „Það er óvæntur heiður að verða þessarar viðurkenningar aðnjótandi og sam- tökunum tvímælalaust mikill styrk- ur,“ sagði Ólafur Ragnar. „Það er tekið fram í þeirri yfirlýs- ingu sem gefin var út af varaforseta Indlands í Delhí fyrir helgi að verð- „Maður er auðvitað mjög snortinn yfir því fá viðurkenningu af þessu tagi,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, en hann er formaður alþjóðlegra þingmannasamtaka sem nýlega voru- veitt Indiru Gandhi verðlaunin. launin em veitt samtökunum fyrir nýjar tillögur og hugmyndir á sviði afvopnunarmála og sérstaka hug- myndaauðgi í að virkja stjómmálalega samvinnu og þátttöku almennings. Það er líka tekið fram að samtökin hafi gegnt lykilhlutverki í að koma á afvopnunarfrumkvæði þjóðarleiðtog- anna sex, sem dómnefndin telur einn mikilvægasta atburð á sviði afvopnun- armála á liðnum árum.“ - Hefur einhver ákvörðun verið tekin um hvemig verðlaunafénu skuh var- ið? „Það hefur ekki verið tekin ákvörð- un um það enn sem komið er, en þó hafa verið viðraðar hugmyndir síðustu daga um að verja upphæðinni til þess að leggja grundvöll að rannsóknum og stefnumótun á sviði nýs alþjóðlegs öryggiskerfis í heiminum. Kerfis þar sem þjóðir gætu búið við öryggi og frið án þess að búa yfir kjamorku- vopnum eða öðrum tortímingartækj- um. Þetta var einmitt mikið áhugaefhi Indiru Ghandi og er viðfangsefhi sem við ræddum einnig við Rajiv Gandhi fyrir nokkrum mánuðum. Þannig að þó engin ákvörðun hafi verið tekin á þessu stigi, finnst mér líklegt að við höfum mótað ákveðnar hugmyndir um þetta efrú þegar við veitum verðlaunum viðtöku. Maður er auðvitað mjög snortinn yfir því að fá viðurkenningu af þessu tagi. Bæði vegna þess að Indira Gand- hi var einn af merkustu sfjómmála- leiðtogum þessarar aldar og einstæð kona, og eins yfir því að okkar störf skuii metin svo mikils að þegar þessum verðlaunum er úthlutað fyrsta sinni þá komi þau í okkar hlut,“ sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson. -VAJ Allt í Rusli Margrét Guðmundsdóttir og Viðar Eggertsson I hlutverkum sínum í Rympu á ruslahaugnum Þjóðleikhúsið sýnin Rympa á Ruslahaugnum Höfundur texta og tónlistar Herdis Egilsdóttir. Útsetnlng tónlistar og hljómsveítarstjóm: Jóhann G. Jóhannsson. Lýsing: Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Lelkmynd og búningan Messiana Tómasdóttir. Dansahöfundur: Lára Stefánsdóttir. Leikstjóri: Kristbjörg Kjekt. Helstu leikendur eru: Sigriöur Þorvalds- dótUr, Gunnar Rafn Guðmundsson, Sigrún Edda BjömsdótUr, Margrét Guö- mundsdóttir og Viðar Eggertsson. Hún Rympa er skiýtin kerling og býr á ruslahaug. Hún lúrir á daginn en fer svo á stjá undir nótt. Þá fæ- rist líka líf í alla svörtu ruslapiokana sem fleygt hefur verið á haugana og ævintýrin geta byrjað að gerast. Leiklist Auður Eydal Leikrit Herdísar Egilsdóttur um Rympu var frumsýnt á laugardaginn í Þjóðleikhúsinu og er Kristbjörg Kjeld leikstjóri. Þetta er sýning fyrir böm (á öllum aldri) með söngvum, dönsum og hæfilegum skammti af ærslum. Herdís er löngu kunn fyrir sögur og kvæði sem hún hefur samið fyrir krakka og auk þess hafa nokk- ur bamaleikrit eftir hana verið sett á svið. Nægir þar að nefiia sýningu Alþýðuleikhússins á Vatnsberunum sem hlaut mjög góðar viðtökur. Kristbjörg Kjeld, sem er leikstjóri eins og fyrr sagði, hefur góða liðs- menn sér við hlið við sviðsetning- una. Leikmynd Messíönu Tómasdóttur blasir við augum þegar tjaldið er dregið fiá og eftirvænting- arfullir áhorfendur teygja sig (nef- broddurinn á þeim minnstu nær rétt upp fyrir stólbakið) og virða fyrir sér þennan skrýtna ruslahaug. Þama er sannarlega allt í rusli og kennir margra grasa eins og vera ber á al- vöruhaugum en áður en varir kemur í ljós að þetta er engin venjuleg ruslahrúga því að hér geta pokamir hreyft sig, sungið og dansað og meira að segja sett ofan í við hana Rympu þegar þeim ftnnst hún ganga of langt. Annars ræður Rympa lögum og lofum þama. Hún er sannkallaður furðufugl, skemmtileg og skrýtin en hefði mátt vera miklu háskalegri í upphafi og fram eftir leiknum. Henni finnst sjálfsagt að ljúga og stela sér til lífsviðurværis og vill kenna krökkunum, Skúla og Boggu, að gera eins. Hún er þannig í ætt við skessur og fordæður þjóðsagnanna sem rændu mennskum bömum, létu þau vinna fyrir sig og teygðu og to- guðu þangað til þau vom orðin tröll í sjón og raun. En eins og í öllum góðum sögum sér Rympa að sér, skýring fæst á framferði hennar og heitasta ósk hennar rætist. Og hún verður þá væntanlega önnur og betri Rympa eftir. Undir glaðvæm yfirborði leikrits- ins má greina ádeilu eða ábendingu. Það er umhverfið og illt viðmót mannanna sem hefur gert Rympu að því sem hún er og í raun þarf ósköp lítið til þess að snúa henni á betri braut. Og krakkamir Skúli og Bogga, ásamt henni ömmu, læra líka ýmislegt á því að kynnast þessum stórkarlalega gallagrip. Höfundur bendir líka á það hvemig böm og gamalmenni geta orðið utanveltu í þjóðfélagi sem einkennist af hraða og streitu. Herdísi lætur vel að skrifa áheyri- legan texta en sjálf atburðarásin er fullhæg framan af. Innskotin, þar sem Rympa segir frá og leikur ýmis atvik, hressa þó upp á söguþráðinn. Leikmynd Messíönu Tómasdóttur er einkar skemmtilega gerð og sýnir vel ruslaralegt yfirbragð hauganna. Lýsing Bjöms B. Guðmundssonar er mjög vel unnin og magnar upp sviðsmyndina. Litskrúðugir búning- amir em verk Messíönu eins og sviðið og skera sig vel frá dökkum bakgrunninum. Það sem er nýstárlegast við leik- myndina er að hún er að hluta til „lifandi". Nemendur úr Listdans- skóla Þjóðleikhússins leika og dansa haugamatinn og samdi Lára Stef- ánsdóttir dansana og æföi hópinn. Dansatriðin em stílhrein og vel út færð svo langt sem svörtu pokamir leyfa og undir lokin sprellfjömg þeg- ar fleiri dansa með. Hljómsveit er á sviðinu allan tím- ann og leikur lög Herdísar undir stjóm Jóhanns G. Jóhannssonar. Lögin em misjafiúega áheyrileg en falla oftast vel að efiú og atburðarás engu að síður. Hljóðfæraleikaramir heföu mátt vera hreyfanlegri, mér fannst óþarfi að láta hljómsveitina sitja grafkyrra eins og einhverja mublu efst á ruslahaugnum allan tímann. Sigríður Þorvaldsdóttir leikur Rympu. Eins og fyrr sagði er hún skemmtileg og skrýtin og hinir ungu áhorfendur kunnu vel að meta uppá- tæki hennar. Hins vegar heföi hún mátt vera forhertari í upphafi, þetta á jú að vera versta skass. Þau Sigrún Edda Bjömsdóttir og Gunnar Rafh Guðmundsson leika krakkana tvo sem álpast út á hauga og lenda í klónum á Rympu. Sigrún leikur hér enn einu sinni smástelpu og gerir það eins vel og efni standa til og Gunnar er dálítið þvingaður sem strákurinn Skúli. Viðar Eggertsson leikur leitarmann, sem kemur ein- hvers staðar ofan að og fær heldur illa útreið hjá Rympu og hennar liði. Ásgeir Bragason dansar og leikur hlutverk tuskukarlsins Volta, eftir að hann lifiiar við, og gerir það bráð- skemmtilega. Þrátt fyrir það að mikið sé lagt í þessa sýningu gengur eitthvað illa að hleypa í hana lífi lengi framan af. En svo gerist það skyndilega að kviknar í púðrinu og það er þegar hin sprellfjöruga Eimma birtist á sviðinu. Bæði er þessi persóna best gerð frá hendi höfundar og þó frem- ur hitt að Margrét Guðmundsdóttir fer alveg á kostum í hlutverkinu. Það er alveg víst að sjaldan hefur sést eins skemmtileg amma á sviði. Hún steppar og jóðlar og er svo bráð- fjörug að allir lifha við. Eftir að amman kemur til sögunnar og fer að taka til hendinni er von til þess að vænkist hagur Rympu enda fer svo, eins og í góðu ævintýri, að allt fer vel að lokum. AE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.