Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987. Menning ________________________________________________ Afstraktlist í sjötíu ár Yfirlitssýning að Kjarvalsstöðum Nú, þegar íslensk afstrakt myndlist hefur haldið innreið sína á stofuveggi þjóðhollra framsóknarmanna og eng- um heilvita manni dettur lengur í hug að agnúast um hana, er auðvitað tími til kominn að athuga í henni lífsmark- ið. Er úr henni allur sá máttur, sem umtumaði íslensku menningarlífi hér á árum áður, eða er afstrakt mynd- hugsun orðin svo snar þáttur í menningarlífinu að við erum hætt að taka sérstaklega eftir henni þegar hún birtist? Jákvætt svar við annarri hvorri eða báðum þessum spumingum kallar náttúrlega á þá þriðju: Hefur þá af- Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson straktlistin mnnið sitt skeið á enda? Þótt fátt verði um svör er ætíð hollt að spyrja sjálfan sig og aðra slíkra og þvílíkra spuminga um myndlistarsögu okkar, einkum og sérílagi þegar við erum farin að líta á þróun hennar sem sjálfsagðan hlut. En til þess að geta fílósóferað um slíka hluti, dregið af þeim marktækar ályktanir, já - „afstraherað" þá, þurf- um við að hafa aðgang að öllum staðreyndum málsins. Þá er það aftur sorgleg staðreynd að enn er eftir að vinna nauðsynlega forvinnu í mörgum greinum íslenskrar menningarsögu á tuttugustu öld, ekki síst myndlistar- sögu. Myndverk hafa ekki verið skráð nema að litlu leyti, heimildum hefur ekki verið haldið til haga, listamenn hafa farið í gröfina óspurðir um lífs- hlaup og viðhorf. Sýning á sjö mánuðum Á miðju árinu 1986, þegar kvisaðist að Kjarvalsstaðir ætluðu að standa fyrir sérstakri yfirlitssýningu á af- strakt myndlist, þeirri fyrstu sinnar tegundar á Islandi, og á þeirri sýningu ætti einnig að tæpa á tengslum mynd- listar við íslenskar bókmenntir og tónlist, urðu margir glaðir við. En sá böggull fylgdi skammrifi að aðstandendur ráðgerðu að rífa þessa sýningu upp á sjö mánuðum, sem þyk- ir knappur tími til skipulags á einka- sýningu, hvað þá yfirhtssýningu með þátttöku 50 listamanna. Nú er þessi sýning samt upp komin og breiðir sig yfir gjörvalla Kjarvals- staði með 135 málverkum og 43 skúlptúrum. Þá kemur það í ljós sem menn óttuðust, að skammur og flaust- urslegur undirbúningur sýningarinn- ar hefur komið niður á markmiðum hennar og uppsetningu. I staðinn fyrir að nota þann skamma tíma til að gera sér grein fyrir æski- legu umfangi sýningar af þessu tagi er gripið til þess ráðs að láta hana spanna yfir sögu íslenskrar afstrakt- listar eins og hún leggur sig. Því verður sýningin mun brotakenndari og ósamstæðari en hún hefði getað verið, auk þess sem þetta fyrirkomulag kemur niður á einu merkilegasta tíma- bili íslenskrar myndlistarsögu, árun- um 1945-1955, þegar hérlendir listamenn umturnuðu aldargömlum viðhorfum í myndlist og náðu í skottið á alþjóðlegri myndlist í fyrsta sinn. Eðlileg kaflaskipti Af sýningunni verður nefnilega ekki ráðið hvemig þessar breytingar gengu fyrir sig og þótt gerlegt sé að spá í þá eyðu með gaumgæfilegum lestri frem- ur þyrrkingslegra (og illa samræmdra) ritgerða í sýningarskránni kemur ekk- ert í staðinn fyrir sýnikennslu sjálfra myndanna. Sem minnir mig á að þau verk, sem gleggsta mynd gefa af þróun myndlist- armála í landinu á þessum árum, teikningar, gvass- og pastelmyndir, klippimyndir, voru að mestu leyti úti- lokuð frá sýningunni, sem var ein- skorðuð við málverk og skúlptúr. Hefði sýningunni verið ætlað það aðkallandi hlutverk að varpa ljósi á uppgangs- og umbrotatíma íslenskrar afstraktlistar hefði verið óhætt að af- greiða frumkvöðlana, þá Baldvin Bjömsson og Finn Jónsson, með 2-3 myndum, veggskraut Kjarvals með 1-2 myndum og enda sýninguna um 1970, en þá verða eðlileg kaflaskipti í íslenskri afstraktlist. Þannig hefði verið hægt að leggja mun meira pláss undir afstraktlist ár- anna 1940-1970. Eftir þrjú ár mætti svo hæglega kanna það sem gerst hefur í afstrakt- listinni frá 1970. En það sem gerir sýninguna lausari í reipunum og ómarkvissari en ella em óskýrar forsendur aðstandenda. Öjl sjónarhorn í aðfaraorðum segir Gunnar B. Kvaran að sýningin eigi að gefa áhorf- endum sem flest sjónarhom á hugtak- ið óhlutlæg myndlist. I reynd verða sjónarhomin svo mörg að hugtakið „afstrakt" missir alla merkingu. Rétt er að taka fram að í íslensku máli hefur hugtakið verið til vand- ræða. Það hefur verið útlagt sem „sértekinn, óhlutstæður, sem ekki lík- ir eftir raunvemleikanum". Á öðrum málum gera menn hins vegar greinarmun á „abstract" verki, sem er afbökun eða afleiðing á vem- leikanum, án þess þó að veruleikinn sé þar alveg horfinn, og „non-objec- tive“ verki, sem er alveg úr sambandi við veruleikann og stjómast af eigin lögmálum einvörðungu. Strangt til tekið em öll listaverk því „afstrakt" þar sem þau em úrvinnsla og um leið afbökun á vemleikanum eða þeim hugmyndum sem listamaður- inn hefur um vemleikann. Þegar sett er saman sýning á af- straktlist em aðstandendur því nauðbeygðir að gera grein fyrir því hvemig þeir vilja skilja þetta hugtak, sem þeir leggja til gmndvallar í vali á listaverkum. Þeim ber að minnsta kosti að gang- ast við þeim vanda og þeirri ábyrgð sem fylgir því að nota svo margrætt hugtak að leiðarhnoði. Af vali verkanna að Kjarvalsstöðum er ekki að sjá að aðstandendur hafi velt þeim vanda og þeirri ábyrgð fyrir sér að neinu marki. Landslags-afstraksjónir Á sýningunni er til dæmis mikill fjöldi mynda sem gæti hæglega fallið undir landslagsstemmur: Kjarval, Svavar, Nína, Kristján Davíðsson, Einar Þorláksson. Sú (augljósa) stað- reynd kallar vitaskuld á útlistun á forsendum. Sjálfum þykir mér sem þessi sérstaka tegund afstraktlistar, landslags- afstraksjónin, sé algengari hér á landi en í nágrannalöndum vorum, þó ég geti að vísu ekki fært sönnur á þá til- gátu. Síðan em á sýningunni mörg önnur myndverk, sem em líka „afstraksjón- ir“ að meira eða minna leyti, en ef við viljum hafa það sem nákvæmara eða „sannara" reynist ættum við að leitast við að heimfæra þau undir súrrealisma (Jón Benediktsson: Fjörulalli), ný- raunsæi (Jóhann Eyfells: 2 Relief) eða konsept (ívar Valgarðsson: Nafnlaust, Níels Hafstein: 222 ). Ijoks þurfum við að gera upp hug okkar gagnvart konkret hugmynda- fræðinni. Fyrir minn smekk mundu til dæmis verk Rósu Gísladóttur (Snúður, Snælda) falla undir konkret nýsköpun. Það er, þau em ný verk, viðbætur við heimsmyndina, ekki „afetraheringar" þekktra fyrirbæra. Hvað má svo segja um myndir Vil- hjálms Bergssonar, em þær afetrakt eða konkret? Alltént ættu menn að taka þessi próblem til umhugsunar. Tækifæri úr greipum Það verður líka að segjast eins og er að ýmis gullin tækifæri til sjón- menntunar og kynningar á þróun íslenskrar afetraktlistar hafa runnið sýningarhöldurum úr greipum. Að vísu er sýningin nokkum veginn í tímaröð. En innan þeirra vébanda hafa menn ekki kappkostað að hengja myndir upp á reglulega upplýsandi hátt heldur er sama gamla reglan um „samstillingar" viðhöfð, það er að hengja myndir upp eftir stærðum og litum. Það þýðir að á ýmsum stöðum fær áhorfandinn nær enga hugmynd um helstu breytingar á breytingar- skeiðum, til dæmis þegar listamenn eru að fikra sig í átt til strangflatar- stílsins. Svo er eins og ákveðin svæði á sýn- ingunni, til dæmis gangamir, verði alveg útundan, enda ægir þar saman óskyldum og ósamstæðum verkum. Einhvers staðar hefði líka mátt reyna að gefa áhorfendum frekari inn- sýn í menningarumræðuna á hverjum tíma heldur en gert er í fjórblöðungi sem fylgir sýningarskrá og tveimur stuttum fyrirlestrum. Alls kyns ljósmyndir, heimildir og fleira hefði mátt birta í sjálfri skránni, ásamt með hugleiðingum um menn- ingarástand og íslenskan módemisma - og þá ekki bara með tilliti til mynd- listar. Þakklæti Út af fyrir sig vantar engan afstrakt- listamann sem máli skiptir á þessa sýningu, þótt ég hefði að vísu alveg eins viljað sjá skúlptúra Guðnýjar Magnúsdóttur þama eins og skúlpt- úra Rósu Gísladóttur og Hansínu Jensdóttur. Síðan hugsa ég að lífrænir skúlptúrar Gests Þorgrímssonar hefðu getað passað við ýmislegt það sem er að gerast á sýningunni. Vissulega er ég þakklátur fyrir að fá að berja augum ýmis fágæt verk eftir marga ágæta listamenn: Jóhann Eyfells, Drífu Viðar, Guð- mund Benediktsson og Jón bróður hans. Auk þess fær maður aldrei nóg af myndverkum margra annarra: Svavars, Kristjáns Daviðssonar (nóta bene, elsta verk hans á sýningunni er frá 1965. Er það ekki einhver yfir- sjón?) og fleiri. En af sýningu með yfirlýst markmið býst maður við talsvert meim en sýn- ingin „fslensk abstraktlist" getur staðið við. -ai Málverk og skúlptúr eftir Öm Þorsteinsson til vinstri, málverk eftir Vilhjálm Bergsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.