Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987. Fréttir Nokkurt magn af loönu var komiö í bræðslugrunninn áður en farið var að girða í kringum hann eins og sam- þykktir bæjaryfirvalda kveða á um. DV-mynd Þorgerður Neskaupstaður: Brutu samþykktir yfirvalda - þegar loðnu var ekið í gamla bræðslugrunninn Þoigerður Malmquist, DV, Neskaupeaö: Að undanfömu hefur loðnu verið ekið í gamla bræðslugrunninn á Neskaup- stað. Var byrjað að aka loðnunni í grunninn án þess að nokkur af þeim skilyrðum og samþykktum, sem bæj- arstjóm Neskaupstaðar og héilbrigð- isnefnd samþykktu, væm haldnar. Ein aðalsamþykktin var að girða skyldi grunninn áður en loðnu væri ekið í hann. Síðan skyldi yfirbreiðslu komið fyrir til vamar frekari mengun eða slysum en þess má geta að íbúðar- húsnæði er á næstu grösum. Engu af þessum skilyrðum var fullnægt áður en byijað var að flytja loðnuna í grunninn. En nú horfir til bóta í þessu máli því skömmu eftir að loðnunni var ekið í grunninn var hafið að reisa girðingu í kringum hann. Það vandamál ætti því að vera úr sögunni. Siglufjörður: íþróttamenn heiðraðir Guönumdur Daviösscm, DV, Sigiufiiði: Nýlega vom íþróttamenn á Siglufirði heiðraðir. Það var Kiwanisklúbburinn Skjöldur sem hélt þeirri árlegu venju sinni að heiðra íþróttafólkið. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt var gert á opnum fundi og vom gestir um 200 talsins. Athöfnin hófst með því að hljóm- sveitin Cargo lék nokkur lög. Þá fluttu íþróttafulltrúi og forseti bæjarstjómar ávörp og Þorgeir Reynisson söng gam- anvísur við undirleik Sturlaugs Kristjánssonar. Birgir Guðlaugsson afhenti síðan viðurkenningamar fyrir hönd Kiwan- isklúbbsins Skjaldar. í flokki 16 ára og yngri hlutu eftirtaldir viðurkenn- ingu: Dagur Gunnarsson fyrir knatt- spymu, Sölvi Sölvason fyrir skíði, Kristján Sturlaugsson fyrir sund, Jó- hann Bjamason fyrir badminton. í flokki 17 ára og eldri þessir: Hafþór Kolbeinsson fyrir knattspymu, Oddur G. Hauksson fyrir badminton, Freyr Sigurðsson fyrir golf. Ör þesum hópi var síðan valinn íþróttamaður Siglufjarðar 1986. Sæmdarheitið hlaut Sölvi Sölvason göngugarpur. Kiwanisklúbburinn Skjöldur heiðraði siglfirska íþróttamenn um daginn. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. DV-mynd Guðmundur. Auglýsingastofumar: Þjónusta Miðlunar ekki sambærileg „Þegar Miðlun segist ætla að dreifa auglýsingum fyrir 7% þóknun í stað 15% hjá auglýsingastofúnum er ekki um neina sambærilega þjónustu að ræða. Hjá Miðlun er aðeins um dreif- ingu að ræða, punktur og basta. Auglýsingastofumar sjá um allt annað og meira. Þær gera auglýsingaáætlun fyrir fyrirtækið, fylgjast með hvort á þessu augnabliki sé rétti tíminn til að auglýsa þetta eða hitt. Miðlun þarf því ekki að greiða laun því fólki sem annast alla áætlanagerðina og fram- kvæmdina. Þess vegna er þetta ekki sambærilegt," sagði Sólveig Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna fiétt> ar um að Miðlun væri að fara í samkeppni við stofúmar. Þá sagði Sólveig það alrangt að aug- lýsingastofumar tækju í sinn vasa þann afelátt sem hinir ýmsu fjölmiðlar gæfu. Hann færi beint til viðskiptavin- arins. Þá benti hún á að það 15% þjónustugjald, sem auglýsingastofum- ar fengju, væri greitt af viðkomandi flölmiðli, ekki af viðskiptavininum sem verið væri að auglýsa fyrir. Auk þess væri það nokkuð mismunandi hvað fjölmiðlamir greiddu í þjónustu- gjald. Það væri til að mynda allt frá 10% og upp í 17% hjá Rflrisútvarpinu og færi eftir auglýsingamagni. „Því er það út í hött að bera þetta tvennt saman og getur aldrei orðið um samkeppni þama í milli að ræða,“ sagði Sólveig Ólafedóttir. -S.dór Það leit illa út fyrir Grundfirðingum föstudagskvöld eitt um daginn þeg- ar rafmagnið fór fyrirvaralaust af. Orsökin var sú að eldur hafði komið upp í aðalspennistöð staðarins. Gekk greiðlega að slökkva hann og var rafmagn aftur komið á tæpum tveim stundum síðar. Á myndinni er slökkviliðið við störf sín. DV-mynd Bæring/Grundarfirði Mikill kippur færist i byggingarframkvæmdir i Olafsvík í ár. Ólafsvík: Vaxandi bygg- ingarframkvæmdir Siguijín Egilssan, DV, Ólafevik: Um nokkurra ára skeið hefur verið helst til lítið um byggingarfram- kvæmdir í Ólafevík. Þó var á sl. ári byggt nýtt verbúðar- og fiskvinnslu- hús. Þetta hús er rétt um 900 fermetra stórt, en það er í eigu þriggja útgerðar- fyrirtækja í Ólafevík. Þar mun verða tekin í notkun ný fiskverkunarstöð á þessari vertíð. Á nýbyrjuðu ári er ljóst að mikill kippur mun færast í bygging- arframkvæmdir. Þegar hefur verið hafist handa við byggingu nýrrar fisk- verkunarstöðvar auk þeirrar sem þegar hefur verið getið. Byggðar verða 5 íbúðir á vegum Framkvæmdanefrid- ar um verkamannabústaði. Þá hafa fleiri sótt um lóðir til byggingar á íbúðarhúsnæði en gert hefúr verið í mörg undanfarin ár. Vonir standa til að iðngarðar verði byggðir á þessu ári eða næsta. Líklega munu fjögur fyrir- tæki í ólafevík sameinast um þessa byggingu. Apótek Ólafevikur mun byggja nýtt hús undir sína starfeemi á þessu ári. Upplýsingar um framan- tr.ldar byggingarframkvæmdir fékk fréttaritari DV hjá Kristjáni Pálssyni bæjarstjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.