Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987.
43
Sviðsljós
Bragga-
leikhús á
Bráðræðis-
holti
Leikskemman heitir nýtt
leikhús sem sýnir núna Þar
sem Djöflaeyjan rís eftir
Einar Kárason. Húsnæðið
er með sérstæðara móti.
Upphaflega var þarna
frystihús og braggi sem
núna nýtist í þágu listar-
innar. Ef til vill væri
réttnefni á staðinn „ekk’of-
seint-leikhúsið“ því inn-
koma í salinn liggur yfir
sviðið. Það getur síðan
orðið til vandræða fyrir þá
sem ekki hafa stundvísina
sín megin.
Fats Domino hérlendis i annað skipti. Hann vekur alltaf jafnmikla hrifningu.
Fats og týndi tíminn
Að undanförnu hefur gamla kempan Fats Domino verið í heimsókn á
íslandi - öðru sinni. Ekki hefur hrifning gesta á Breiðvangi verið minni
en hið fyrra sinni og að staðnum streyma fulltrúar sextíu og átta kynslóð-
arinnar - sumir kannski í ómeðvitaðri leit að eigin æsku. Meðfylgjandi
DV-myndir tók Ragnar S. af hinni þeldökku stjörnu og áheyrendum -
en margir hinna síðarnefndu tóku fullan þátt í öllu sem fram fór á sviðinu.
Sextiu og átta kynslóðin í leit að horfnum dýrðardögum?
Húnvaldi
hundana
Norski landkönnuðurinn Monica Kristensen hætti í
síðustu viku við að reyna að ná suðurpólnum. Hún átti
aðeins eftir fjögur hundruð og fjörutíu metra þegar leið-
angrinum var hætt - og ástæðan var að Monica vildi
ekki fórna lífi hundanna í leiðangrinum.
Þetta var þriggja manna leiðangur sem var á ferð í
fótsporum Roalds Amundsens. Fjörutíu og fjórir dagar
liðnir og ljóst að takmarkið var í nánd. Þá kom í ljós
að tíminn var naumur, þau myndu ekki ná til strandar
í tæka tíð og þvi skipið sem beið þeirra eiga á hættu
að lokast inni í ísnum. Til greina kom að koma þeim
þangað - frá pólnum - með bandarískri herflugvél en
þá þurfti að lóga öllum hundunum sem voru tuttugu
og tveir talsins. Þeir áttu enga möguleika á því að kom-
ast með vélinni líka.
Monica þurfti ekki langa umhugsun - þótt hún segði
eftir á að það hefði verið þyngsta ákvörðun í lífinu til
þessa. „Við snúum við,“ sagði hún aðeins við félaga
sína, Jan Almquists og Jacob Larsen. Og svo var hafist
handa við að framkvæma þá ákvörðun. Sex ára undir-
búningsvinna, lífsdraumur var brostinn og hundrað
milljónir famar í súginn svona skammt frá takmarkinu.
En tuttugu og tveimur hundalífum var ekki fómandi
fyrir frægðina að dómi norska landkönnuðarins.
■WKWr ijj ii ■recagg. ■ o'-' • ■ -vw- .•••■•
Monica Kristensen með einn hund-
anna sem kostuðu hana suðurpóls-
förina.
Þrjár kynslóðir
Nuna um helgina verður frumsýnt nýtt barnaleikrit í Þjóðleikhusinu. Það heitir Rympa ó
ruslahaugnum og er eftir Herdfsi Egilsdóttur. í verkinu koma fram þrjór kynslóðir lelkara
þvi feðginin Sigriður Þorvaldsdóttir og Þorvaldur Steingrimsson eru þama á fjölunum ásamt
dóttur Sigríðar - Hjördísi Elfnu Lórusdóttur. Hjördis túlkar Rympu litla en Sigriður er ann-
ars Rympa verksins. DV-mynd Jóhanna Olafsdóttir.
•K
*-