Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987.
Spumingin
Hvernig líst þér á endurreisn
Útvegsbankans sem hlutafé-
lagsbanka?
Jens Guðni Guðmundsson ellilífeyr-
isþegi: Mér líst ágætlega á það. Það
er alveg prýðilegt ef bankinn kemst
á laggirnar aftur. Það er náttúrlega
mikilla hagsmuna að gæta því bank-
inn er byggður á gömlum grunni og
sú vinna má ekki fara í súginn.
Jóhannn Sveinsson bifvélavirki: Mér
finnst að það hefði átt að tryggja
hlutdeild ríkisins í honum meira.
Hann er byggður upp sem ríkisbanki
og mér finnst að hann hefði átt að
halda því fyrst þeir eru að rétta hann
við á annað borð.
Guðbjörg Siguijónsdóttir kennari:
Mér líst mjög vel á það. Það byggist
nú bara á tilfinningalegri hefð hjá
mér en er ekkert vitsmunasvar.
Pabbi minn skipti alltaf við þennan
banka og því geri ég það.
Þorkell Samúelsson lögreglumaður:
Mjög vel. Ég er feginn að Útvegs-
bankinn haldi velli því ég skipti
alltaf við bankann og mun halda því
áfram.
Sigþrúður Sverrisdóttir bankastarfs-
maður: Alveg ágætlega. Ég persónu-
lega hefði þó fremur kosið að
Útvegsbankinn yrði sameinaður Iðn-
aðar- og Verslunarbankanum það
hefði verið vænlegri kostur.
Auður Gísladóttir bankastarfsmað-
ur: Ég hef allt gott um það að segja.
Ég er búin að starfa svo lengi í Út-
vegsbankanum að ég er einróma
sammála þvi að Útvegsbankinn verði i
áfram.
Lesendur
Bætt postþjonusta
Bjöm Bjömsson póstmeistari skrif-
ar:
í DV hinn 2. febrúar kvartar borg-
ari, sem skrifar undir dulnefiiinu
Þengill, yfir stirðbusalegri afgreiðslu
í einni af póstafgreiðslum borgarinn-
ar.
Póststofan hefur lagt sig eftir á
undanfömum árum að bæta póst-
þjónustuna í borginni, meðal annars
hefúr hún sett sér takmark með póst-
dreifinguna. Þetta takmark er að
póstur, sem póstlagður er fyrir lokun
pósthúsanna, kominn til borgarinn-
ar utan af landi eða til Keflavíkur-
flugvallar erlendis frá fyrir kl. 17,
verði borinn út í Rvk eða kominn í
flutningstæki næsta dag. Þessu tak-
marki hefur verið náð. Á sama hátt
hefúr verið unnið að betri afgreiðslu
í póstútibúum borgarinnar, t.d. með
fjölgun útibúa og hagræðingu á af-
greiðsluháttum, þannig að við-
skiptavinir geti í flestum tilfellum
Það er Ijóst að bið Þengils er ekki óeðlilega löng miðað við að um toll-
skylda vöru er að ræða.
fengið alla afgreiðslu hjá sama af-
greiðslumanni. 1 nýja póstútibúinu
Rvk 3, sem opnað verður í Kringl-
unni í ágúst, og í póstútibúinu Rvk
5 við Hlemm, sem flytur í nýtt hús-
næði í vor, veitir sami afgreiðslu-
maður alla þjónustu. Með þessari
hagræðingu hefúr tekist að stytta
biðtíma fólks á póstútibúum veru-
lega þannig að það telst til undan-
tekningar ef um verulega bið er að
ræða.
Af skrifúm Þengils mætti ætla að
átt væri við þessa venjulegu þjón-
ustu en svo er ekki heldur er verið
að sækja tollskylda vöru í tollaf-
greiðslu póststofúnnar. Tollskyldur
póstur þarf að fa miklu meiri um-
fjöllun en almenn sending. Meðal
annars er innflytjanda ætlað að skila
útfylltri aðflutningsskýrslu, sem
hinum almenna borgara, sem ekki
stundar innflutning, er í flestum til-
fellum ofviða.
Póststofan hefur því tekið að sér,
þegar um smásendingar til einka-
nota er að ræða, að sjá um þennan
þátt. Allar þessar sendingar þurfa
einnig að fara til umijöllunar hjá
Tollgæslunni, þetta veit Þengiil líka.
Af framansögðu er ljóst að bið Þeng-
ils er ekki óeðlilega löng, miðað við
að um tollskylda vöru er að ræða.
Bjóðum ekki
hættunni heim
Jón Ólafsson skrifar:
Mikið hefúr verið rætt um ír-
anska flóttamanninn og hvort
veita eigi honum landvistarleyfi
hérlendis eður ei. Ég er mótfallinn
því að veita manninum landvistar-
leyfi af þeirri einföldu ástæðu að
maðurinn kemur til landsins á
fölskum forsendum og ef hann fær
það, þá fylgja aðrir á eftir og þá
fyrst skapast ófremdarástand. Ég
verð að viðurkenna að ég haföi
fyrst alls enga skoðun á þessu og
var frekar hlynntur þessu en hitt
því auðvitað finnur maður til með
fólki er býr við slík kjör sem margt
af þessu fólki. Viðhorfin breyttust
er ég flutti til Danmerkur og bjó
þar í nokkur ár. Ástæðan er ekki
sú að ég sé kynþáttahatari, síður
en svo, en þetta fólk er alið upp í
svo gjörlíkri menningu og hugsar
því allt öðruvísi en við, þar koma
vandræðin fyrst upp. Ég held að
við íslendingar megum þakka fyrir
hversu öruggu og góðu samfélagi
við búum í, við skulum því ekki
bjóða hættunni heim. Bæði í Dan-
mörku og Svíþjóð má segja að sé
vandræðaástand vegna erlendra
flóttamanna. Lærum af reynslu
annarra þjóða og gerum ekki sömu
mistökin.
Leiðréttíð
skattþrepin
Bryndís Baldursdóttir hringdi:
Mig langar að koma á framfæri
athugasemd um skattþrepin. Ég
fékk uppgefið að fyrsta þrepið af
412 þúsundum yfir árið væri 18%
og af næstu 412 þús. (þ.e. þegar
upphæðin er kominn upp í allt að
824 þús.) var 28,5%.
Ég get ekki betur séð en að með
þessu fyrirkomulagi borgi þeir sem
eru með um 34 þús. á mánuði sömu
skattprósentu og þeir sem eru með
rúm 68 þús. í laun. Hvaða réttlæti
er í þessu?
Röggsemi
Sverris
Garðbæingur hringdi:
Við, nokkrir Garðbæingar, sem
höfúm fylgst með moldviðrinu í
kringum ágæt störf Sverris
menntamálaráðherra, sendum
honum þakkir fyrir skyldurækni
og kjark. Ekki veitir af slíku í
okkar spillta þjóðfélagi.
Einnig sendum við þakkir til
Guðrúnar Helgadóttur alþingis-
manns sem ávallt eykur virðingu
sína hvert sinn er hún sést eða í
henni heyrist í fjölmiðlum.
Það væri gaman að sjá hvemig Björgvin Halldórsson myndi standa sig í Euro-
vision söngvakeppninni.
Eurovisíon söngvakeppnin
Látið
Bjövgvin
sönginn
Sævar Guðmundsson hringdi:
Mig langar að koma þeirri tillögu á
framfæri í sambandi við Eurovision
söngvakeppnina að Björgvin Hall-
dórsson verði valinn söngvari fyrir
hönd íslendinga. Það væri gaman að
sjá hvemig hann stæði sig í stykkinu.
,Við viljum hvetja stjómvöld til að upplýsa og fræða almenning meira um þennan vágest'
Fáfræði um eyðni
2 Austfirðingar skrifa:
Við erum héma 2 unglingsstúlkur
og erum mjög fáfróðar um eyðni.
Reyndar kom maður frá krabba-
meinsfélaginu til okkar og sagði
okkur frá eyðni í smáatriðum og eitt
af því fáa var að fólk gæti bara smit-
ast af eyðni við samfarir, maður
hefur nú reyndar heyrt annað og því
væri æskilegt ef fólk væri upplýst
um hvemig er hægt að smitast af
eyðni á annan hátt en við samfarir.
Einnig vildum við koma á fram-
færi að fólk á ekki að hafa þessa
fordóma gagnvart eyðnisjúklingum,
þetta er ábyggilega allt alveg frnasta
fólk sem hefur orðið fyrir meiri
óheppni en aðrir. Kæm landsmenn,
elskið náunga ykkar þó að um
eyðnisjúkling sé að ræða. Við sam-
hryggjumst þeim sem em svo
óheppnir að fá þennan sjúkdóm.