Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 32
44 Sviðsljós MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987. >■ Popparinn Boy George hefur ekki náð því að halda sér £rá vímuefnun- um síðan hann yfirgaf meðferðar- heimili Meg Patterson. En hann gengur til læknis sem reynir að koma honum yfir versta hjallann og eru róandi lyf nú stærsta vandamálið. En Boy segist ekki geta haldið sér frá heróíninu án þess að fá einhverja hjálp - um næstu jól muni hann verða laus við allt saman að fullu og öllu. Bróðirinn kjaftaði Ekkert gerðist í málum þessarar frægu stjörnu - sem er átrúnaðargoð unglinga viða um heim - fyrr en David bróðir hans sneri sér í örvænt- ingu til fjölmiðla og skýrði frá því að Boy væri við dauðans dyr vegna heróínsins. Þá fyrst fóru hjólin að snúast og segist Boy George nú eiga þessum hóður sínum lífið að launa. David varð fyrir miklu aðkasti vegna þess hvernig hann brást við vandan- um en popparinn fullyrðir að engin aðgerð önnur hefði getað þvingað sig til að horfast í augu við það sem var að gerast. Hræðslan við eyðnina Það er ekki eingöngu vandamálið með vímuefnin sem plaga heldur er hræðslan við eyðnina þung byrði að bera. Boy er kynhverfur og hræðist þennan sjúkdóm meira en nokkuð annað undir sólinni. Hann neitar samt að gangast undir eyðnipróf - vill ekki vita sannleikann ef veiran hefur náð tökum á líkama hans. „Baráttan við vímuefnin er alveg nógu erfið þótt ég þurfi ekki að horf- ast í augu við eyðnina líka. Og ég á aðeins eitt að segja unglingum - far- íbúðin í London er yfirfull af listaverkum og þar vantar engin nútímaþægindi. En þarna hefur einn vímuefnasjúklingur þegar látist og Boy George var sjálfur við dauðans dyr. ið varlega og látið öll vímuefni alveg maður heldur að það sé enginn vandi erlausu asnamir sem festast. Svo er versta helganga sem hægt er að vera. Það er gaman í byrjun þegar að ráða við neysluna - bara karakt- ertu allt í einu fastur sjálfur og það koma sér í að mínu mati. Fórnarlamb læknis- fræðilegra mistaka Ame Gigernes er norskur strákur sem hefur fengið að kenna á því að vera notaður í tilraunaskyni í þágu læknavísindanna. Hann er 23 ára, 142 sm á hæð og vegur 300 kíló! Frá því hann var sjö ára hefur hann einungis hækkað um 3 sm. Upphaf- lega var hann lagður inn á sjúkrahús sex ára vegna asma og þá var byrjað að reyna ýmis lyf á honum. Honum vom gefnir allt of stórir skammtar af kortison og í rúmt ár var hann á lyfinu tandiril sem er ekki framleitt lengiur vegna þeirra aukaverkana sem Ame af biturri reynslu hefur kynnst. Hann hefur farið til ótal lækna og gengist undir alls kyns lyfjameðferð en ekkert virðist hjálpa. Síðasta hálmstrá foreldranna var að senda drenginn í nálastungumeðferð og til allrar hamingju hefur það haft góð áhrif. Ame verður þó að lifa áfram með sjúkdóminn og hann hefur komið sér upp litlu verkstæði þar sem hann gerir við úr, útvörp og fleira. Tilfíimingatonn „Ég elska hvert einasta gramm!“ segir sú sjö ára Rose Roberts og tekur þar heilmikið upp í sig. Fíll- inn Maureen, sem verður ástarinnar aðnjótandi, er sýningardama i fjölskyldusirkus Robertsættar- innar í Englandi og vegur fimm þúsund og fimm hundruð grömm. Heljarást það!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.