Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987. Sviðsljós Liberace þegar hann var upp á sitt besta. Liberace Ölyginn sagði... Diana Ross sér um að dæturnar þrjár fái bestu menntun sem föl er fyrir seðla. Stjarnan greiðir rúmar fimm hundruð þús- und krónur á mánuði fyrir litlu rossurnar á einkaskóía í Svisslandi. Staðurinn er rómaður fyrir dugnað við að stappa fróðleik inn í ferkönt- uð höfuð og standa vonir til þess að einhver hluti aur- anna skili sér í ómetanlegum gullkornum af vörum nem- endanna síðar á lífsleiðinni. Roger Moore er ekkert sestur í helgan stein þótt hann sé kominn á eftir- laun sem núllnúllsjö. Spæjarinn fyrrverandi stundar nú karateæfingar af kappi í henni Hollí og þar er pískrað um hver tilgang- urinn með bramboltinu geti hugsanlega verið. Einna helst er veðjað á dúndrandi kommbakk sem höggþung karatehetja þar sem allir venjulegir rambóar yrðu slegnir flatir á einu bretti. Stjarnan hefur ekki sagt orð um málið ennþá en verður sér úti um útrás í æfingatím- unum - nærstöddum til blandinnar ánægju. Brigitte Bardot ætlar að flytja frá St. Tropez því hún er löngu orðin hundleið á ágangi forvitinna ferðamanna í kringum heim- ilið. Nú skal farið í burtu frá öllu veraldaramstrinu og lifa í ró og friði frá umheiminum. Mikið rétt hjá stjörnunni en vonsviknum pílagrímum í bombuleit skal á það bent að BB verður að finna í næsta bæjarfélagi - Aix- en-Provence. Sem kunnugt er lést hinn frægi píanóleikari Liberace þann 4. feb. í lifanda lífi var hann goðsögn í skemmtanaiðnaðinum, ekki hvað síst vegna glæstra búninga, lokkandi loðfelda og skínandi hringa. Einnig vöktu hundarnir hans jafnan mikla athygli, en af þeim hafði hann fjöld- ann allan í kringum sig. Sjálfur milljónamæringurinn lét þá ekki skorta neitt í þeirri glæsiveröld sem hann lifði í og skreytti hundana með demöntum, gaf þeim rándýrar af- mælisgjafir, lét fagfólk sjá um feldinn á þeim og ánafnaði þeim drjúgan skerf í erfðaskránni. Liberace sagði sig haldinn blóð- sjúkdómi og neitaði ávallt ásökunum um að hann væri sýktur af eyðni. En kunnugir í Hollywood staðhæfa að hann hafi verið með eyðni og benda á í því sambandi að áður en hann veiktist hafi náðst af honum mynd í næturklúbbi í New York með tveimur þekktum hommum og annar þeirra sé þegar látinn úr eyðni. Hvað sem því líður átti Liberace þá ósk heitasta að fá að deyja heima hjá sér með sína bestu vini og ætt- ingja hjá sér og þá ósk fékk hann uppfyllta. Hann lætur eftir sig mikil aufæfi fólgin í skartgripum, nokkur hús og íbúðir, safn, málverk, 2o bíla og 18 píanó. Feldi klæddur Liberace ásamt vinum. Mánudagsmeiköpp Ohhh... þessir mánudagar! Þeir reynast mörgum þungir í skauti og ekki alltaf jafngaman að líta í spegilinn eldsnemma morguns. Sem betur fer verða ekki allir eins og kappinn á meðfylgjandi mynd svona í viku- byijun - enda óalgengt að menn breytist í skordýr svona upp úr þurru. Það kom hins vegar fyrir Jeff Goldblum í kvikmyndinni The Fly og vilja menn nú ólmir veita honum óskarinn fyrir vikið. DV Risabarbí Ginger Rogers átti kvöldið þegar Fred Astaire verðlaunin voru veitt í New York City. Hún heldur ennþá sínu platinuljósa hári, vöxturinn bungu- laga með afbrigðum og kvöldkjóllinn ekki af verri endanum. Skerandi gulur og hvitur blómakjóll varð fyrir valinu og mátti öllum Ijóst vera að barbímamma allra alda var mætt á staðinn. Næturklúbbaeigandinn Mario Jutare er nýjasti elskhugi Mónakóprinsess- unnar og er kappinn vægast sagt með skuggalegt mannorð. Stefanía prinsessa: Elskhugi með vafasama fortíð Maðurinn í lífi Stefaníu af Món- akó heitir Mario Jutare og þykir enginn gæðapappír í Hollívúdd. Hann er tvííráskilinn, fyrra hjóna- bandið stóð í þrjár vikur og meðan á því síðara stóð var hann meðal annars ákærður fyrir að nauðga ásamt félaga sínum nítján ára gam- alli stúlku. Þeir voru dæmdir í níutíu daga skilorðsbundið fangelsi og voru jafnframt undir sérstöku eftirliti í þrjú ár eftir atburðinn. Þetta gerðist árið nítján hundruð áttatíu og tvö og það var ekki fyrr en um síðustu mánaðamót að endanlega gekk í gegn skilnaður Marios og síðari eig- inkonunnar. Móðir stúlkunnar, sem fyrir nauðguninni varð, segir dótturina aldrei hafa náð sér eftir atburðinn og biður furstann í Mónakó þess lengstra orða að bjarga Stefaníu frá þessum stórhættulega manni. En það fer enginn neitt með Stefaníu sem hún ekki vill sjálf og nýjustu yfirlýs- ingar prinsessunnar hljóða á þá leið að Mario verði maðurinn í lífi henn- ar til frambúðar. „Við höfum það gott saman og hann er eini maðurinn sem ég hef elskað síðan sambandi okkar Paul Belmondo lauk. Það gerðist þegar ég var sextán ára en hann átján og við vorum hreinlega of ung til að geta höndlað hamingjuna. Ástin hreinlega brenndi okkur upp til agna.“ Núna er Stefanía sannfærð um að framtíðin blasi við þeim Mario - björt og fögur. Hann hefur útskýrt nauðgunarmálið fyrir prinsessunni og sagt frá þessari fávísu stúlku sem kom honum og vininum í vandræði þegar þeir höfðu ósköp venjulega þriggja manna skemmtun í huga. Prinsessan skilningsríka er alveg með á nótunum þar líka svo langur armur laganna eða furstans föður Stefaníu mun ekki ná því að stía elskendunum sundur. Talsmaður furstahallarinnar hafði aðeins eitt um málið að segja: „Jú, það er rétt. Maðurinn er greinilega í miklum metum hjá prinsessunni núna. En hver vill fullyrða að svo verði einnig eftir einn mánuð?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.