Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 28
40
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987.
AndJát
Guðmundur Guðmundsson, bif-
reiðastjóri, Kársnesbraut 90, lést af
slysförum 5. febrúar.
Sigurþór Breiðfjörð Gunnarsson,
lést í Svíþjóð 27. desember 1986. Út-
förin hefur farið fram í kyrrþey.
Guðmundur Björgvin Bjarnason,
Sólheimum 16, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 10. febrúar kl. 13.30.
Útför Gríms Aðalbjörnssonar,
Hraunbæ 86, fer fram frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl.
15.
Soffia Bjarnadóttir, Öldugötu 53,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, mánudaginn
9. febrúar, kl. 13.30.
Svava Ásmundsdóttir, Mjóasundi
3, Hafnarfírði, verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn
10. febrúar kl. 15.
Tilkynningar
Aðalfundur AFS á íslandi
fyrir árið 1987 verður haldinn laugardag-
inn 21. febrúar í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í Breiðholti B-sal, og hefst kl.
14. Dagskrá: 1. Fundarsetning, 2. kosning
fundarstjóra, 3. venjuleg aðalfundarstörf,
4. kynning á starfi AFS á fslandi vegna
30 ára afinælis starfsemi AFS hér á landi,
5. önnur mál. Kaffivei: ingar verða á boð-
stólum í fundarhléi. Nýir félagar boðnir
velkomnir.
Kvenfélag Kópavogs
heldur fund fimmtudaginn 12. febrúar kl.
20.30 í félagsheimilinu. Að loknum fundar-
störfum verður spilað bingó.
Betri bækur
Nýverið tók til starfa nýtt bókafélag er
nefnist Betri bækur. Fjögur bókaforlög
standa að rekstri þess en þau eru: Svart á
hvítu, Mál og menning, Hið ísl. bók-
menntafélag og Lögberg. Markmið félags-
ins er að gefa mönnum kost á að eignast
vandaðar og eigulegar bækur á að minnsta
kosti fjórðungi lægra verði en áður. í boði
verða nýjar bækur, sígildar bækur sem
þegar eru á almennum markaði ásamt
handbókum og uppflettiritum sem endast
og oft er gripið til. Bókafélagið Betri bæk-
ur mun veita félögum sínum góða og
vandaða þjónustu, t.d. fá þeir senda dag-
bók árlega með nafninu sínu gylltu á.
Betri bækur hefur aðsetur að Laugavegi
8 og símanúmer félagsins er 622229.
..\
Vökvadrifin spil fyrir
línu og net.
ungmennafélag Islands
flytur í nýtt húsnæði
I febrúar 1986 festi Ungmennafélag Islands
kaup á húseigninni Öldugötu 14 fyrir
starfsemi sína og seldi um leið húsnæðið
sem hreyfingin átti að Mjölnisholti 14, en
þar hafði þjónustumiðstöð UMFl verið
síðan 1978. Oldugata 14, er um 50 ára gam-
alt hús og var áður í eigu Halldóru Zoega
ekkju Geirs Zoega útgerðarmanns, þetta
hús er mjög stórt en hentugt fyrir alla
þjónustustarfsemi UMFl. Er þar mjög
rúmgóð og vistleg gistiaðstaða fyrir félög
og hópa utan af landi, auk góðrar aðstöðu
fyrir skrifstofur. Sunnudaginn 25. janúar
sl. var húsnæðið tekið formlega í notkun
með kaffisamsæti, og var margt gesta við
það tækifæri. Pálmi Gíslason, formaður
UMFÍ, bauð gesti velkomna og þakkaði
fyrir gjafir þær er UMFÍ voru færðar. og
sagði síðan frá aðdraganda þess að þetta
hús var keypt og sögu þess í stuttu máli.
Við þessa breytingu á húsakosti UMFI
skapast betri aðstaða til að aðstoða sam-
böndin og félögin á flestum sviðum og er
fyllsta ástæða til að hvetja þau til að nýta
sér það hér eftir sem hingað til því þetta
er jú eign þeirra.
Boss 15s björgunarbúningur-
inn viðurkenndur af Siglinga-
málastofnun Ríkisins
Landssamband hjálparsveita skáta hefur
tekið að sér að vera umboðsaðili fyrir
bj örgunarbúninga frá Dunlop Marin Ltd.
Björgunarbúningarnir frá Dunlop hafa
verið notaðir hér á landi síðan 1984 og
reynst vel. Þeir björgunarbúningar, sem
hér hafa verið í notkun, eru af Nord 15s
gerð en það nafn hefur aðeins verið notað
í Noregi, annars staðar er nafnið Boss 15s
notað. Boss nafnið verður notað hér á
landi og verður aðaláherslan lögð á björg-
unarbúning af Boss 15s gerð sem hefur
verið viðurkenndur af Siglingamálastofn-
un ríkisins. LHS hefur góða reynslu í sölu
á neyðarvörum. Það hefur flutt inn neyð-
arvörur fyrir skip og báta í mörg ár. Einnig
flytur LHS inn björgunartæki og búnað
fyrir hjálparsveitirnar í landinu. Á næst-
unni munu Dunlop verksmiðjurnar og
LHS standa fyrir fyrirlestrum um áhrif
kulda á mannslíkamann og notkun og
meðferð björgunargalla. Þessir fyrirlestr-
ar verða kynntir síðar. Á myndinni
afhendir Magnús Jóhannesson John G.
Skelton, fulltrúa Dunlop verksmiðjanna,
viðurkenningarskírteini fyrir Boss 15s
björgunarbúninginn.
Rafdrifnar Eiektra
færavindur, 12vog24v.
Tvær stæröir.
ERUM FLUTT AÐ LYNGÁSI
11
ELEKTRA HF.
Lyngási 11, Gardabœ,
simar 53688, 53396.
Kvennalistinn í Austurlands-
kjördæmi
Kvennalistinn hefur ákveðið framboð í
Austurlandskjördæmi til Alþingiskosn-
inga í vor. Um nokkurt skeið hefur verið
starfandi angi frá Kvennalistanum á Höfn.
Hafnarkonur og Kvennalistakonur úr
Reykjavík héldu kynningarfundi ásamt
heimamönnum helgina 9.-11. janúar víðs
vegar um fjórðunginn. Þar sem mikill al-
mennur áhugi var á málefnum Kvennalist-
ans var ákveðið að bjóða fram í
kjördæminu til næstu Alþingiskosninga.
Minningarspjöld Kvenfélags-
ins Seltjarnar
vegna kirkjubyggingarsjóðs eru seld á eft-
irfarandi stöðum: Bæjarskrifstofunum á
Seltjarnarnesi, s. 612100, á bókasafni Sel-
tjamarness, s. 611585, og hjá Láru
Jóhannesdóttur, Látraströnd 24, s. 620423.
BÓLSTRUN B JARNA
HOLABERG 78 REYKJAVIK •
LADA SPORT
EÍGENDUR!
VIOBJÓ-ÐUMÍ EINUM PAKKA.
Þægilecaog HLÝLEGA STÓLA
MEÐ STILLANLEGUM BÖKUM.
FARPEGASÆTISBAK VELTUR FRÁM
OG SÍOAN STÓLLINN ALLUR.
AFTURSÆTI KLÆTT i SAMA STÍL.
078020
EINNIG TEPPI Í BÍLINN FYRIRl>Á
,SEM VILJA.
í gærkvöldi
Bergþóra Ámadóttir:
„Þó ég verði með 50 stiga hita“
Ég horfði lítið á sjónvarp á föstu-
dagskvöldið. Á laugardaginn afoeit-
aði ég öllu nema þögninni vegna
veikinda. Á sunnudaginn hins vegar
hlustaði ég á Hemma Gunn sem fer
yfirleitt á kostum. Ég hef sjálf verið
í þætti hjá honum og veit að hann
nær ótrúlega miklu út úr fólki. Einn-
ig hlustaði ég á I fréttum var þetta
ekki helst og get ekki sagt annað
en að ég sakni Éddu Björgvinsdóttur
úr þeim þáttum. Seinna um daginn
plantaði ég mér fyrir framan sjón-
varpið og horfði á Stundina okkar.
Þar finnst mér hann Stulli alltaf að
verða skemmtilegri og skemmtilegri.
Hann er að verða fastmótaður kar-
akter og enn skemmtilegri eftir að
hann fékk bílpróf. Að því búnu
horfði ég aftur fyrir tilviljun á Þrí-
fætlingana og það verð ég að segja
að ég skil ekkert í honum og get
ekki skilið hvemig böm eiga að
botna í þeim þætti. Kannski er ég
sjálf svo seinþroska. Það er alltaf
gaman að Á framabraut. Þar á eftir
Berþóra Árnadóttir.
stillti ég yfir á Stöð 2 og horfði á
það sem var ótruflað, á Cagney og
Lacey sem mér finnst góður að því
leyti að hann er svo mannlegur. Og
ég vildi óska þess að ég gæti fengið
mér afruglara því mér finnst efoið á
Stöð 2 mun betra. Geisli varð næstur
fyrir augum mínum. Hann er einn
af þeim þáttum er ég botna ekkert
í. Silja Áðalsteinsdóttir las þar eitt
fallegt ljóð og bókmenntafræðingar
vom að tala um það eftir á og þótt-
ust sjá einhvem svokallaðan fer-
hyming. Og ég þori að veðja að
höfundurinn hafi ekkert hugsað út
í það er hann var að semja ljóðið.
Það síðasta sem ég horfði á var
Goya.
Ég bíð spennt eftir því að sjá Böð-
ulinn og skækjuna í kvöld og þó að
ég verði með 50 stiga hita ætla ég
að horfa. Það verður gaman að sjá
viðbrögðin við þeirri mynd saman-
ber nýársleikrit sjónvarpsins, sem
ég gjaman vildi að yrði endusýnt.
Tímarit
Nýtt Mannlíf er komið ut
Fyrsta tölublað Mannlífs á árinu 1987 er
komið út. í fersku blaði með nýju útliti
er að finna fjölbreytt efni: Helena Alberts-
: dóttir, sem kölluð hefur verið hulduherfor-
inginn, segir írá lífi sínu og starfi í
stjórnmálum hér heima og úti í Bandaríkj-
unum. Kristján Loftsson, framkvæmda-
stjóri Hvals hf. svarar fyrir sig og lýsir
áliti sínu á náttúruverndarmönnum og því
sem hann nefnir skipulagða skemmdar-
starfsemi Bandaríkjastjómar til að grafa
undan efnahagslegu sjálfstæði Islendinga.
Einar Örn segir frá galdramönnum hér
heima og erlendis og frá iðkun svartagald-
urs og lífsviðhorfi þeirra sem lifa í fom-
eskjulegum fræðum dulhyggjunnar,
Mannlíf ræðir einnig við Þórarin Óskar
Þórarinsson, fyrirmynd skáldsagna Einars
Kárasonar, og aðra af skyttum Friðriks
Þórs auk þess sem birt er sýnishom af ljós-
myndum hans. Meistaraknapinn Sigur-
bjöm Bárðarson segir frá litríkum ferli,
nokkrir lögreglumenn lýsa erfiðu starfi
og samskiptum við samviskulausa smygl-
ara og fíkniefnaneytendur. Bergljót
Árnadóttir leikkona segir á opinskáan
hátt frá sigrum sínum og vonbrigðum. I
þetta sinn á Mannlíf einkaviðtal við
sænska leikarann Erland Josephson sem
öðlast hefur heimsfrægð fyrir leik sinn í
myndum Ingimars Bergmans og Andrei
Tarkofskis. Þá em viðtöl við Þór Eldon,
Sigríði Guðmundsdóttur og Karl Aspe-
lund. Ásgeir Tómasson lýsir hruni rásar
tvö. Ritstjóri Mannlífs er Ámi Þórarins-
son og útgefandi er Fjölnir hf. Mannlíf er
140 síður að stærð og að stórum hluta lit-
prentað. Verð í lausasölu er 299 kr. og
áskriftarsími 687474.
Ýmislegt
„Plötusnúður ársins 1987“
Nú er framundan diskótekarakeppni fé-
lagsmiðstöðvanna annað árið í röð. I ár
munu allar félagsmiðstöðvarnar í Reykja-
vík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og
Mosfellssveit senda diskótekara í keppn-
ina. Keppnin er fyrst og fremst fyrir unga
og uppreimandi plötusnúða til að spreyta
sig og koma sér á framfæri. Þannig bíður
sigurvegarans að spreyta sig í diskótekum
bestu skemmtistaða í Reykjavík og koma
fram í fjölmiðlum. Vegleg verðlaun fylgja
þessum titli, 4-rása Power diskómixer frá
Japis og plötuverðlaun. Sigurvegarinn
hlýtur titilinn „plötusnúður ársins 1987“
og ber hann í eitt ár. Þátttöku er hægt
að tilkynna nú þegar í öllum félagsmið-
stöðvum og þar verða jafnframt undan-
keppnir. Úr undankeppnum komast tveir
áfram í undanúrslit í Frostaskjóli sem fer
fram dagana 18., 23. og 25. febrúar. Aðeins
einn plötusnúður kemst síðan áfram af
hverju þessara kvölda í úrslitin sjálf,
föstudaginn 27. febrúar í Frostaskjóli. Öll-
um unglingum á aldrinum 13-17 ára er
heimil þátttaka. Skráning og pöntun á
æfingartíma fer fram í félagsmiðstöðvum.
Allar frekari upplýsingar eru veittar í
Frostaskjóli í síma 622120.
Ferðlög
Útivistarferðir
Helgarferðir 13.-15. febr.
1. Tindafjöll í tunglskini. 2. Þorraferð í
Þórsmörk. Uppl. og farm. á skrifst., Gróf-
inni 1, símar: 14606 og 23732. Myndakvöld
í Fóstbræðraheimilinu fimmtudag. 13.
febrúar. Sjáumst.
Tapað - Fundið
Labrador tík týnd
Gul labrador tík, 5 mánaða, tapaðist uppi
við Hafravatn föstudaginn 30. janúar sl.
Hún er með ljósbrúna, ómerkta ól og svar-
ar kallinu Lady. Þeir sem hafa orðið varir
við hana vinsamlegast hafið samband við
Ingibjörgu í síma 71099 eða vs. 18240.
Trúnaðarbréf afhent
Þrír nýskipaðir sendiherrar afhentu 27.
janúar sl. forseta Islands trúnaðarbréf sín,
að viðstöddum Matthíasi Á. Mathiesen
utanríkisráðherra. Þeir eru: sendiherra
Uganda, frú Edith Grace Ssempali, sendi-
herra Albaníu, hr. Shpetim Caushi og
sendiherra Lesotho, hr. Bishop Augustine
Tlelase. Sendiherrarnir þáðu síðan boð
forseta Islands að Bessastöðum ásamt
fleiri gestum. Sendiherrar Uganda og Le-
sotho hafa aðsetur í Kaupmannahöfn, en
sendiherrar Albaníu situr í Stokkhólmi.
Veski tapaðist
Grátt leðurveski með skilrikjiun tapaðist
í miðbænum. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 71634.
Afrnæli
75 ára verður á morgun, 10. febrúar,
Gunnar Skapti Kristjánsson til heim-
ilis að Austurbrún 37, Reykjavík.
Hann fæddist og ólst upp á Sigríðar-
stöðum í Ljósavatnsskarði, S-Þin-
geyjarsýslu.
60 ára verður á þriðjudaginn, 10. fe-
brúar, Stefnir Sigurðsson, sjómað-
ur, Skeggjagötu 23 hér í bæ. Kona
hans er Guðrún Gestsdóttir.
Þórður M. Jóhannesson sjó-
mannatrúboði, Fálkagötu 10 hér í
Grímsstaðaholtinu. Hann ætlar að
taka á móti gestum í Fóstbræðra-
heimilinu, Langholtsvegi 109-111, á
afmælisdaginn eftir kl. 20.