Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 12
12
Neytendur
MÁNUDAGUR 9. FEBROAR 1987.
POSTULÍNSMÁLUN
Námskeiðin eru að byrja. Uppiýsingar í
síma 30966.
VEISTU HVAÐ ER INNIFALIÐ I
FERMINGARMYNDATÖKUNNI
HJÁOKKUR?
14 til 16 prufur í stærðinni 9x12 cm, 2 prufur, 18x24
cm, önnur í gjafamöppu en hin í ramma
Við geymum ávísanir yðar eins lengi og lög leyfa.
Ljósmyndastofa Kópavogs,
sími 4-30-20.
Ljósmyndastofan Mynd,
sími 5-42-07.
RIKIS SPITAL AR
LAUSAR STÖÐUR
Hjúkrunarfræðingar óskast á allar vaktir nema nætur-
vaktir á öldrunarlækningadeild Landspítalans.
Sjúkraliðar óskast á allar vaktir á öldrunarlækninga-
deild.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á fastar
morgunvaktir frá kl. 8 til 13 á öldrunarlækningadeild.
Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunar-
framkvæmdastjóri öldrunarlækningadeildar Landspít-
alans, Hátúni 10B, í síma 29000 - 582.
Náttúrufræðingar og meinatæknar óskast til starfa við
Blóðbankann.
Upplýsingar veitir yfirlæknir Blóðbankans í síma
29000.
Fóstra eða starfsmaður óskast nú þegar í fullt starf
við barnaheimili ríkisspítala, Stubbasel við Kópavogs-
braut.
Upplýsingar veitir forstöðumaður barnaheimilisins í
síma 44024.
Starfsfólk óskast í eldhús Landspítalans í fulla vinnu
og í 75% vinnu. Einnig óskast bakaranemi og aðstoð-
armaður í eldhús Landspítalans.
Upplýsingar veitir yfirmatráðsmaður Landspítalans í
síma 29000 - 491.
Starfsmaður óskast í hlutastarf í býtibúr á geðdeild
Barnaspítala Hringsins við Daibraut. Vinnutími frá kl.
17 til 20.
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma
84611.
Reykjavík, 9. febrúar 1987.
Framkoma og
þekking starfsfólks
oft meira virði
en þekkt vömmerki
Raunasaga af Ronsonkveikjara
„Ég hef þann ósið að reykja (pípu)
og hef hingað til notast við kveikj-
ara til að tendra mína pípu með
góðum árangri. Það var svo um jólin
að mér var gefinn pípukveikjari af
dýrustu gerð. En ekki er allt gull sem
glóir því sannarlega var hann gylltur
og fagur þegar úr kassanum kom.
Eftir fáeina daga bilaði kveikjar-
inn sem er af Ronson gerð. Fór ég
þá til umboðsaðilans sem er I. Guð-
mundsson & Co sem rekur bæði
innflutning og viðgerðarþjónustu á
umræddum kveikjurum. Gert var við
kveikjarann á meðan ég beið og var
mér sagt að þetta hefði aðeins verið
smávægileg bilun.
Fáeinum dögum síðar bilar gripur-
inn á ný og aftur fór ég á fund
viðgerðarþjónustunnar. Þá er þar
fyrir annar viðgerðarmaður sem
reyndist durtur hinn mesti. Ekki
vildi hann kannast við að umræddur
gripur hefði komið til viðgerðar áður
og fletti því til sönnunar bók sem
notuð er við innskrift á biluðum
hlutum. Þar var jú ekkert að finna
þvi fyrri viðgerðarmaðurinn skráði
ekki neitt. Þvi næst spyr viðgerðar-
maðurinn hvort ég hafi fiktað við
kveikjarann eða hvort ég væri með
kveikjarann í óhreinum vösum.
Þetta væru viðkvæmir kveikjarar.
Þótti mér framkoma mannsins með
ólíkindum dónaleg. Varð ég fúll og
strunsaði út með durtinn á hælunum
og bilað tól. Ekki vildi ég gefast upp
við svo búið og aftur var kveikjara-
skömminni komið í viðgerð og þá
af versluninni sem seldi hann. Ekki
dugði sú viðgerð fremur en fyrri
daginn.
Fór ég þá aftur á ný til umboðsins
og fyrir svörum varð durturinn.
Sagði ég honum að enn væri kveikj-
arinn bilaður. Fór hann þá afsíðis
með kveikjarann, kom að smástund
liðinni og rétti mér. Ég bað hann
vinsamlegast að færa viðgerðina í
bókina góðu (af fyrri reynslu).
Færa hvað í bókina, það var ekk-
ert að kveikjaranum. Það vantaði
aðeins gas á hann, sagði viðgerðar-
maðurinn!
Ég hafði sem sagt ferðast milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur til að
fá áfyllingu af Ronsongasi á tólið
hjá durtinum í Þverholtinu.
Að lokum. Framkoma og þekking
starfsfólks er kaupanda oft meira
virði en þekkt vörumerki.
Hafnarfirði, febrúar 1987, Yngvi-
Guðmundsson. -A.BJ.
Verðsamanburður í nokkrum borgum:
Reykjavík
langdýrust
Við rákumst í erlendu blaði á sam-
anburð á verði nokkurra hluta í
stærstu borgum heims. Við könnuðum
verð á sömu vörum í Reykjavík og
þarf víst ekki að taka það fram að
verðið í Reykjavik reyndist langhæst.
Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu
er mikill verðmuniu' milli borga. Inn-
kaupakarfan, sem miðað var við,
kostaði 1.884 krónur í Reykjavík en
ekki nema rétt um 300 krónur í Mexí-
kóborg.
í öðru sæti var svo Tokýo en aðeins
hún ein borga veitti Reykjavík ein-
hverja samkeppni um það að vera
dýrust. Þar kostaði karfen kr. 1.420,30.
Karfan samanstóð af algengum
neysluvörum. í henni voru egg, mjólk,
duftkaffi, kjúklingar, brauð, ginflaska, York, Lundúnum, París, Tokýo og
baunir og sápa og var kannað í New Mexíkóborg. -PLP
Rvk. New York London Paris Tokýó Mexíkó
Brauð 40 38,20 12,10 73,30 71,70 11,30
Mjólkurlítri 39 30,80 27,30 28,00 53,80 10.90
12egg 110 50,30 68,60 90,80 74,80 26,50
Grænarbaunir 50 20,60 18,70 15,20 54,60 7,00
Frosinn kjúklingur 259 103,30 191,80 191,80 274,10 100,00
Instantkaffi 267 140,00 105,70 147,80 214,80 55,00
Ginflaska 1090 381,40 499,20 478,50 621,20 117,00
Sápustykki 29 24,90 10,50 16,70 55,30 3,90
Alls 1884 789.50 933,90 1042,10 1420,30 331,60
Heimsendur
þorramatur
Það er ekki bara prins póló og kók
sem hægt er að fó heimsent þessa
dagana. Nú er einnig hægt að fó
þorramatarbakka heimsenda á
kvöldin og nóttunni ef sérstök löng-
un í slíkan mat gerir vart við sig,
kannski í næturpartíi.
Tveir ungir matreiðslumenn, Sig-
urður Garðarsson og Ingi Þór
Jónsson, bjóða upp á heimsending-
arþjónustu á þorramatarbökkum.
Þeir eru báðir „aldir upp“ í Naustinu
sem er eins konar Mekka þorramat-
arins og segjast því geta með réttu
kallað sig „lærða þorramenn".
Á boðstólum eru sautján tegundir
af þorramat á bakkanum sem vegur
um 1 kg með kartöflu- og rófustöppu
og kostar hver bakki 590 kr. auk 100
kr. heimsendingarkostnaðar á hvem
bakka. Þetta nýja fyrirtæki heitir
Þorri sf. og síminn er 68 84 06.
-A.BJ.