Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987. 7 dv Fréttir Bylgjan klár með nýja rás „Við bíðum eftir næsta fundi út- varpsréttamefhdar, tæknilega séð er allt klárt hjá okkur,“ sagði Einar Sig- urðsson útvarpsstjóri, aðspurður um nýja rás Bylgjunnar. Sem kunnugt er verður henni ætlað að höfða t.il ann- ars hlustendahóps en sú Bylgja sem nú ómar, sérstaklega eldra fólks. „Sjálf dagskráin er enn í vinnslu, við erum að velta henni fyrir okkur,“ sagði Einar Sigurðsson. -EIR Hálf þjóðin á Akureyri Jón G. Hauksson, DV, Akureyii Sumir höfðu á orði að nánast hálf þjóðin hefði verið á Akureyri um helgina, svo mikið var af ferðamönn- um í bænum. Mikið af fólkinu var á skíðum og auðvitað var svo troðfullt á Bylgjuballinu í Sjallanum. Fólk fór þegar að streyma til Akur- eyrar á fimmtudag og föstudag og vom Flugleiðir þá með nokkrar aukaferðir. Einnig var nokkuð um að Akureyringar færu suður. 011 hótel voru upppöntuð um helg- ina og útlilokað að fá gistingu þar á laugardagskvöldið. Bylgjuballið var í Sjallanum og komust þar færri að en vildu. Þar fór allt vel íram og komu þar íram helstu skemmtikraft- ar, þar á meðal Ingimar Eydal, Finnur og Helena, Björgvin Hall- dórsson, Bubbi Morthens og fleiri. I Hlíðarfjalli var besti dagurinn það sem af er vetri á laugardaginn. Þar var gríðarleg aðsókn þrátt fyrir talsverðan kulda. Bamapössun í Hlíðarfjalli Jón G. Hauksson, DV, Akureyn: Sú nýjung var tekin upp í Hlíðar- fjalli um helgina að vera þar með barnapössun. Tvær fyrrverandi skíðadrottningar, þær Margrét Baldvinsdóttir og Guðrún Frí- mannsdóttir, sáu um pössunina. Nokkuð var um að fólk nýtti sér þessa þjónustu og mæltist hún vel fyrir. Til stendur að bjóða upp á barnapössunm á sunnudögum það sem eftir er vetrar. Hlaupa með skjal milli kaupstaða Jón G. Haukssan, DV, Akuieyri: Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri ætla að hlaupa með skjal frá Húsavík til Akureyrar nk. mið- vikudag, eða tæpa 90 kílómetra. Nemendurnir gera þetta í tilefni þess að íþróttafélagið í Menrttaskólanum á Akureyri á 50 ára afmæli. Þetta er gert í fjáröflunarskyni og er reiknað með að 10-15 nemendur skokki. Fra SÍS á Stöð 2: Helgi Pé. á skjáinn „Það er eins með fréttamenn og drykkjumenn; þeir eiga það á hættu að detta í það aftur,“ sagði Helgi Pétursson, blaðafulltrúi Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem hefur sagt starfi sínu lausu. Hefur hann störf sem fréttamaður á Stöð 2 í kvöld. „Nei, ég fer ekki ffá SÍS í neinu fússi. Ég var á föstum samningi sem runninn var út og ég hafði ekki áhuga á að endurnýja. Mig langar til að taka þátt í fjölmiðladansin- um,“ sagði Helgi. -EIR Auglýsing um áburðarverð 1987 Efnainnihald Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Verð í Tegund N-P205-K20-Ca-S febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst sept. Kjarni 33- 0- 0- 2- 0 10220 10360 10500 10640 10780 10920 11060 11200 Magni 1 26- 0- 0- 9- 0 8440 8560 8680 8800 8920 9040 9160 9260 Magni 2 20- 0- 0-15- 0 6940 7020 7120 7220 7320 7420 7500 7600 Móði 1 26-14- 0- 2- 0 12140 12300 12480 12640 12800 12980 13140 13320 Móði 2 23-23- 0- 1- 0 13060 13240 13420 13600 13780 13960 14140 14320 Græðir 1 14-18-18- 0- 6 13140 13320 13500 13680 13860 14040 14220 14400 Græðir 1A 12-19-19- 0- 6 12840 13020 13200 13380 13560 13740 13920 14100 Græðir 2 23-11-11- 0- 0 11760 11920 12080 12240 12400 12560 12720 12900 Græðir 3 20-14-14- 0- 0 11800 11980 12140 12300 12460 12620 12800 12960 Græðir 4 23-14- 9- 0- 0 12160 12320 12500 12660 12820 13000 13160 13340 Græðir 4A 23-14- 9- 0- 2 12760 12940 13120 13300 13480 13660 13840 14000 Græðir 5 17-17-17- 0- 0 11860 12040 12200 12360 12520 12680 12860 13020 Græðir 6 20-10-10- 4- 1 11020 11180 11320 11480 11640 11780 11940 12100 Græðir 7 20-12- 8- 4- 1 11220 11360 11520 11680 11840 12000 12140 12300 Græðir 8 18- 9-14- 4- 1 10680 10820 10980 11120 11260 11420 11560 11720 Græðir 9 24- 9- 8-1,5-2 11980 12140 12320 12480 12640 12820 12980 13140 Þrífosfat 0-45- 0- 0- 0 9640 9780 9900 10040 10180 10300 10440 10580 Kalíum kls 0- 0-60- 0- 0 6960 7060 7160 7260 7360 7460 7560 7640 " brst 0- 0-50- 0- 0 11220 11360 11520 11680 11840 12000 12140 12300 Ofangreint verð er heildsöluverð miðað við staðgreiðslu í hverjum mánuði. Áburðar- verksmiðjan selur einungis til búnaðarfélaga, samvinnufélaga, verslunarfélaga, hrepps- og bæjarfélaga og annarra opinberra aðila. Áburðarverksmiðjan afhendir áburð þann sem hún selur til framangreindra aðila á sama verði, miðað við afhendingu úr vörugeymslu í Gufunesi eða vörugeymslu áburðarflytjanda á eftirgreindum höfnum: ölafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur Patreksfjörður Bíldudalur Þingeyri Flateyri Suðureyri Bolungarvík Isafjörður Norðurfjörður Hólmavík Hvammstangi Blönduós Sauðárkrókur Hofsós ólafsfjörður Siglufjörður Dalvík Akureyri Grenivík Svalbarðseyri Húsavík Þórshöfn Kópasker Vopnafjörður Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupsstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Hornafjörður Vestmannaeyjar óski kaupandi áburðar, sem búsettur er utan svæðis sem takmarkast af Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, Kjósarsýslu, Gullbringusýslu, Árnessýslu, Rangárvallasýslu, að fá áburð afhentan í Gufunesi og annast flutning áburðarins sjálfur skal hann fá endurgreitt sem nemur flutningskostnaði Áburðarverksmiðjunnar á næstu höfn ásamt uppskipunar- vöru- og sjótryggingargjaldi. Áburðarverksmiðjan mun ekki annast flutninga til Dalasýslu og Austur-Barðastrandasýslu eins og verið hefur. Ennfremur mun Áburðarverksmiðjan ekki annast flutninga til Vestur-Skaftafellssýslu. Hinsvegar mun Áburðarverksmiðjan greiða flutningsstyrk til áburðarkaupenda í framangreindum sýslum og ákvarðast flutningsstyrkurinn hverju sinni með hliðsjón af flutningskostnaði til næstu hafnar. Greiðslukjör. Árið 1987 eru greiðslukjör vegna áburðarviðskipta sem hér segir: a) Staðgreiðsla á staðgreiðsluverði viðkomandi mánaðar. b) Kaupandi greiðir áburðinn með tíu (10) jöfnum greiðslum, sem hefjast í febrúar en lýkur í nóvember. c) Kaupandi greiðir áburðinn með átta (8) jöfnum greiðslum, sem hefjast í mars en lýkur í október. d) Kaupandi greiðir 25% við afhendingu áburðar og þrjár (3) jafnar greiðslur í júní, júlí og ágúst. Gjalddagi er 25. hvers mánaðar. Sá hluti áburðar sem afhentur er á lánskjörum skuldfærist á staðgreiðsluverði sem í gildi er í afhendingarmánuðinum en frá og með fyrsta degi næsta mánaðar eftir afhendingarmánuð reiknast vextir á höfuðstól skuldarinnar. Gerður skal viðskiptasamningur um lánsvlðskipti. Vextir skulu á hverjum tíma vera þeir sömu og afurðalánavextir sem auglýstir eru hjá Landsbanka Islands, sem eru í dag 16,5%. Vextir greiðast eftir á, á sömu gjalddögum og afborganir. Kaupandi skal leggja fram tryggingu fyrir þeim hluta viðskiptanna sem eru láns- viðskipti. Tryggingar skulu vera í formi ávísunar á væntanleg rekstrar og/eða afurðalán eða með öðrum þeim hætti sem Áburðarverksmiðjan metur fullnægjandi. Gufunesi 13. febrúar 1987 ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.