Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987. Utlönd Fianna Fail spáð hreinum melrlhluta Dr. Garret FitzGerald forsætisráðherra (t.h. á myndinni) og Charles Haughey, leiðtogi Fianna Fail í stjórnarand- stöðunni, á leið frá sjónvarpseinvigi sem þeir háðu í kosningabaráttunni. Simamynd Reuter Desmond O’Malley, sem klauf sig út úr flokki Fianna Fail og stofnaði með öðrum brotthlaupsmönnum Progressive Democrats, sést hér á kosningafundi. Simamynd Reuter - en klofningsflokkur og stjórnarflokkurinn mynda hræðslubandalag gegn Haughey í írsku kosningunum Nýjustu skoðanakannanir á írlandi benda til þess að um 20% kjósenda séu ekki búnir að gera upp hug sinn um við hverja þeir rnerkja á kjörseðlunum þegar þeir ganga að kjörborðunum í dag svo að þingkosningarnar verða augljóslega tvísýnar mjög. En sömu skoðanakannanir hafa einnig gefið til kynna að aðalstjórnar- andstöðuflokkurinn, Fianna Fail, með Charles Haughey. fyrrum forsætisráð- herra, í broddi fylkingar muni fá að minnsta kosti 45% atkvæða og vinna jafhvel hreinan meirihluta. - Flokki FitzGeralds forsætisráðherra. Fine Gael, er spáð 30% og Framsóknarkr- ötum er spáð 13%. Síðasta daginn fyrir kosningar virt- ust leiðtogar Fine Gael og Progressive democrats sjálfir búast við því að stefndi til stórsigurs Fianna Fail því að það var byrjað í gær að tala um kosningabandalag þessara tveggja flokka, líkt og Verkamannaflokksins og_ Fine Gael í síðustu kosningum. I hverju kjördæmi er kosið um þrjá til fimm menn. Kjósendur velja í fyrsta sætið, annað sætið, þriðja sætið og svo framvegis. Stundum velja þeir fram- bjóðendur sinn hvers flokksins í hvert sæti. Getur flokkur því fengið upp- bótarþingsæti ef hann fær fjölda frambjóðenda í 2. eða jafnvel 3. sætið þótt hann hafi tapað 1. sæti viðkom- andi kjördæmis. Fine Gael og Framsóknarkratar stefndu í kosningabandalag um annað og þriðja sætið og eygðu með því möguleika á því að afstýra þvi að Fianna Fail fengi hreinan meirihluta. Jafnframt hafa kannanir síðustu daga bent til þess að vinsældir Haug- heys hafi dalað síðustu viku. Hálf milljón í verk- falli Hálf milijón grískra verkamanna heldur áfram verkfalli sínu til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjómarinnar. Meðal þeitra tveggja miiljóna sem tóku þátt í sólarhringsverk- fallinu í gær voru hjúkrunarkonur og kennarar. Munu þessar stéttir halda áíram verkfalli í dag ásamt bankastarfsmönnum, afgreiðslu- mönnum bensínstöðva og leigubíl- stjórum. Gert er ráð fyrir að opinberar skrifstofur hafi ekki opið í dag frekar en í gær. Verkfalismenn mótmæla sparn- aðaraðgerðum grísku stjómarinn- ar sem gripið var til fyrir sextán mánuðum tii þess að draga úr verðbólgu og minnka erlendar skuldir. Talsmenn stjómarinnar sögðu í gær að þeim aðgerðum yrði haldið áfrarn þrátt fy'rir mót- mælin. Hagfræðingar segja að það fé sem almenningur hafi handa á milli muni minnka um sex prósent á þessu ári en í fyrrra minnkaði það um sjö prósent. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir Ung hjón i Peking í Kina á leið heim með nýja þvottavél á reiðhjólunum sínum. i mörg ár sparar ungt fólk þar i landi hvern einasta eyri til þess að geta keypt sér nauðsynlega hluti í búið fyrir brúðkaupið, svo sem sjónvarps- tæki, segulbandstæki, isskáp og þvottavél. Ef foreldrarnir hlypu ekki undir bagga með veislukostnað i sumum tilfellum þyrfti að spara fyrir honum í tvö ár til viðbótar og slá brúðkaupinu á frest. Hafa yfirvöld í Kina áhyggjur af auknum kostnaði vegna veisluhalda og eru farin að reka áróður gegn eyðsluseminni. Simamynd Reuter Enskur Ibsen sýndur í Osló PaB Vflhjálmsson, DV, Osló: í gænnorgun myndaðist biðröð fyrir framan norska Þjóðleikhúsið þegar forsala hófst á sýningu enska leikhóps á leikritinu Afturgöngumar eftir Hen- rik Ibsen. Gífurleg eftirvænting ríkir meðal leikhúsgesta í heimalandi Ibs- ens vegna þeirra þriggja sýninga sem sýndar verða í Osló í lok mánaðarins. Leikritið hefur verið sýnt í London í haust og hlotið einróma lof. Gagn- rýnandi breska blaðsins The Observer segir þetta bestu uppfærsluna á Ibsen á þessum áratug. I aðalhlutverkinu er ieikkonan Vanessa Redgrave. Það eru þúsund miðar sem seldir verða á sýningarnar í Osló og þeir kosta tvöfalt meira en venjulega. Þrátt fyrir það hefur Þjóðleikhúsinu borist fjöidi fyrirspurna um miða víða er- lendis frá. Reiðubúin í hjónabandið Norskur ráðherra segir af sér embætti PáH VJhjálrtisscin, DV, Osló: Ráðherra bæjar- og sveitarstjóm- armála í Noregi, Leif Harald Seth, sagði af sér embætti í gær til að taka við forystu Alþýðusambands- ins. Óvíst er hvort forsætisráðher- rann, Gro Harlem Brundtland, notar tækifærið til að stokka upp ríkisstjómina. Leif Harald Seth var kallaður til að taka við forystu Alþýðusam- bandsins vegna veikinda forseta þess. Seth er varaforseti Alþýðusam- bandsins. í vor em aðalkjarasamn- ingar lausir og mikil skipulagsvinna framundan hjá sambandinu. Það er talið sýna veikleikamerki að Al- þýðusambandið kalli á ráðherra en setji ekki innanhússmann í embætti forseta sambandsins í veikindafor- föllum hans. Enn er ekki ákveðið hver verður eftirmaður Seth. Á meðan velta menn því fyrir sér hvort Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra muni gera aðrar breytingar á ríkisstjóm sinni. Aðspurð vildi Brundtland hvorki játa því né neita hvort frek- ari mannabreytinga væri að vænta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.